Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helmingur kjörtlmabils R-listans er liðinn:. Góður árangur eöa svikin kosningaloforö - mismunandi sýn oddvita R- og D-lista á árangurinn til ] ........1111 ! ! 11 ' ' ÞAÐ er nú allt gott hjá okkur í borginni Árni minn enda nota ég bæði sömu tegund af sólgleraugum og sólarolíu og hann Dabbi . . . Ferðum strætisvagna fjölgað á annatímum Morgunblaðið/Kristinn FERÐUM verður fjölgað á annatímum hjá SVR. BREYTINGAR á leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur taka gildi 15. ágúst næstkomandi. Helsta ný- breytnin er sú að þjónustan verður löguð betur að mismunandi álagi með því að auka tíðni ferða á há- annatímum, sem skilgreindir eru kl. 7-9 og 16-19 virka daga og kl. 11-17 á laugardögum. Að sögn Þórhalls Guðlaugssonar, forstöðumanns markaðs- og þróun- arsviðs, verður brottfarartíma frá skiptistöðvum dreift betur en nú er gert. Þetta þýðir t.d. að hægt verð- ur að komast úr austurhverfunum niður í miðbæ á tíu mínútna fresti á annatíma. Ferðir milli Lækjar- torgs og Hlemms verða á fjögurra til sex mínútna fresti og það sama má segja um ferðir frá Hlemmi upp í Skeifu og frá Lækjartorgi í Kringlu. Ný skiptistöð við Bíldshöfða Ný skiptistöð verður reist við Bíldshöfða og verulegar úrbætur verða gerðar á skiptistöðinni á Lækjartorgi. Eftir breytinguna stoppa allir Lækjartorgsvagnarnir við Hafnarstræti 20. Strætisvagnar munu aka niður Hverfisgötu en við það batnar til muna þjónustan við þá sem leið eiga um miðborgina. Þórhallur segir að nú verði lögð áhersla á að bæta tengslin við aust- urhverfi borgarinnar; Grafarvog, Árbæ og Breiðholt, í ljósi þeirrar staðreyndar að þar búi orðið yfir 40% borgarbúa. Samgöngur á milli þeirra hverfa hafa verið lélegar en nú verður bætt úr þeim með nýjum vagni sem ekur á 20 mínútna fresti. Leiðaspjöld á viðkomustöðum verða einfölduð frá því sem nú er. Gefin verður út ný leiðabók, leiða- kort er birt í nýju símaskránni, á Internetinu og í textavarpi Sjón- varpsins. Einnig hefur verið opnað- ur sérstakur þjónustu- og upplýs- ingasími. Allt þetta bætir mjög að- gengi fólks að upplýsingum, að sögn Þórhalls Gunnlaugssonar, for- stöðumanns markaðs- og þróunar- sviðs SVR. Norræna skógarsambandið 50 ára Ráðstefna um skogrækt NORRÆNA skógarsambandið heldur ráðstefnu um skógrækt- og umhverfismál í tilefni af 50 ára afmæli sínu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 22. maí. Ráðstefnan hefst með skráningu og afhendingu fundargagna kl. 9. Karen Westerbye-Juhl, forseti Nor- ræna skógarsambandsins, setur svo ráðstefnuna með formlegum hætti kl. 10. Á meðal annarra ræðumanna verða frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, J.S. Maini, formaður alþjóðlegrar nefndar um skógrækt- armál á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Monika Stridsman, aðalrit- ari Alþjóðlega náttúruverndarsjóðs- ins í Svíþjóð. Ráðstefnuslit verða kl. 17. NSU var stofnað árið 1946 og er meginmarkmið samtakanna að koma á samvinnu milli Norðurland- anna á vettvangi skógræktar til gagns fyrir skóga á Norðurlöndum. Hefur sambandið gengist fyrir fjöl- mörgum uppákomum í því sam- bandi. Má þar nefna fundi, náms- ferðir, kynnisferðir og Norrænu skógarráðstefnuna sem er um- fangsmesta verkefni samtakanna. Ráðstefnan í Borgarleikhúsinu er öllum opin. Skráning fer fram hjá Skógræktarfélagi íslands. Worræn jarðtækniráðstefna Hvalfjarðar- g’öng’in eru mjög sérstök UM 200 norrænir verkfræðingar og jarðvísindamenn eru væntanlegir til landsins til þátttöku í norrænni jarð- tækniráðstefnu sem Jarð- tæknifélag íslands gengst fyrir í Háskólabíói 27. og 28. júní. Auk hinna nor- rænu gesta taka þátt í ráð- stefnunni um 20 íslenskir verkfræðingar og jarðvís- indamenn. Norræn jarð- tækniráðstefna er haldin á fjögurra ára fresti og nú í fyrsta skipti hér á landi. Sigurður Erlingsson, dós- ent í byggingaverkfræði og stjórnarmaður í Jarðtækni- félagi Islands, er einn þeirra sem vinna að undir- búningi ráðstefnunnar. - Hvað er jarðtækni? „Jarðtækni er sú grein innan verkfræðinnar sem lýtur að jarðvegi og bergi og mannvirkjum, sem gerð eru úr jarðvegi og bergi, svo sem vegir, jarðgöng og önnur samgöngumannvirki, hafna- og stíflugarðar og undirstöður hús- bygginga og brúa. Þetta er tiltölu- lega ung fræðigrein sem hefur verið í mikilli mótun á síðustu ára- tugum í tengslum við rannsóknir, hönnun og einnig í vaxandi mæli umhverfismál." - Hverju hafa framfarir í jarð- tækni skilað? „Þær hafa væntanlega skilað sér í endingarbetri og öruggari mannvirkjum en áður vegna betri nýtingar á þeim jarðefnum sem notuð eru við hin ýmsu skilyrði og vegna betri þekkingar á því hvernig nota á mismunandi jarð- efni til þess að uppfylla mismun- andi kröfur eftir mannvirkjum og aðstæðum." __ - Hefur ísland einhverja jarð- tæknilega sérstöðu? Já, við höfum töluverða sérstöðu sem tengist jarðfræði íslands. Hér er berggrunnurinn fyrst og fremst byggður upp af ungu basísku bergi, basalti en í nágrannalöndum okkar er súrt djúpberg, granít, allsráðandi. Lausu jarðefnin okkar, sem myndast við niðurbrot bergs- ins eru því af öðrum uppruna en víðast annars staðar og hafa aðra eiginleika. Hér eru líka ýmis vandamál sem tengjast veðurfari. Svokölluð frostþíðuáraun, sem er álag vegna þess að margsinnis á ári frýs og þiðnar til skiptis, er t.d. miklu meiri hérlendis en er- lendis. Sprungumyndun í bergi á Islandi er ekki eins og í nágranna- löndunum, sprungurnar eru gjarn- an fleiri en minni. Þótt íslenskt berg sé t.d. ágætt til jarðganga- gerðar er það öðruvísi en víða annars staðar að því leyti að oft lekur meira úr því. - Byggist pekking á jarðtækni á Islandi þá í rikari mæli á framlagi innlendra vísindamanna en í mörgum öðrum ______________ greinum? „Já, við getum ekki tekið um- hugsunarlaust það sem gert hefur verið í jarðtækni erlendis og nýtt það hér heldur þurfum að stað- færa það og aðlaga íslenskum aðstæðum. Það hefur verið gert með tilraunum og eins hafa menn öðlast hér mikla reynslu í tengslum við ýmsar framkvæmdir, svo sem vegagerð, jarðgangagerð og ekki síst virkjunarframkvæmdir." - Eigum við á þessu sviði meira sameiginlegt með öðrum löndum en nágrannalöndunum? „Að sumu leyti en berggrunnur Færeyja er svipaður og hér. Ann- Sigurður Eriingsson ► Sigurður Erlingsson er 36 ára og lauk doktorsprófi í byggingaverkfræði frá Kon- unglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Hann er dósent í byggingaverkfræði og formað- ur umhverfis- og bygginga- verkfræðiskorar Verkfræði- deildar Háskóla íslands. Sig- urður situr í stjórn Jarðtækni- félags Islands og er í undirbún- ingsnefnd norrænu jarðtæknir- áðstefnunnar sem lialdin verð- ur hér á landi í næstu viku. Eiginkona hans er Anna Krist- ín Stefánsdóttir. Þau eiga tvö börn. Hvalfjarðar- göng vekja al- mennan, fag- legan áhuga ars staðar er ekki um slíkt að ræða í grennd við okkur nema svæðisbundið og svo á hinn bóginn á Hawaii og í Suður-Afríku.“ - Hvað verður fjallað um á nor- rænu jarðtækniráðstefnunni? „Stór hluti ráðstefnunnar fjallar um hefðbundna jarðtækni. Á Norðurlöndunum tengist hún gjarnan byggð í stórborgum. Á Norðurlöndum eru stórborgir gjarnan byggðar við ósa stórra áa þar sem jarðvegsþekjan er miklu meiri en hér — oft margir tugir metra á dýpt — og jarðvegur er leirkenndari en við þekkjum. Þeir eiga þess vegna við ýmis vanda- mál að etja sem tengjast því að mannvirki eru að síga. Við getum hins vegar nýtt okkur þetta varð- andi þekkingu á mýrlendi og leir- um. Hver Norðurlandaþjóð fær einn aðalfyrirlestur á ráðstefnunni þar sem gerð er grein fyrir stöðu máia í hveiju landi og hvað sé framund- an. Að auki éru styttri fyrirlestrar um sértækari efni. Framlag íslendinga tengist ýmsum framkvæmdum á íslandi bæði vega- gerð, hafnagerð, brim- bijótagerð og jarð- göngum.“ - Með tilliti til þess sem var áður sagt um jarðtækni á íslandi, er jarðganga- gerðin í Hvalfirði almennt áhuga- vekjandi frá jarðtæknilegu sjónar- miði? „Já, tvímælalaust. Það er ekki algengt að jarðgöng séu byggð í bergi neðansjávar og líka verður að taka tillit til þess að það er ekki hægt að útiloka jarðskjálfta í ákveð- inni ijarlægð frá göngunum þótt slíkt sé ólíklegt. Að þessu leyti eru Hvalfjarðargöngin mjög sérstök. Þegar það bætist við það að bergið hér er öðruvísi en annars staðar þekkist þá er sjálfgefið að þau vekja almennan, faglegan áhuga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.