Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKOSNIIMGAR ’96 Guðrún Agnarsdóttir á framboðsfundi hjá Eimskipafélaginu Forseti karla, kvenna og barna Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÚN Agnarsdóttir og Helgi Valdimarsson, eiginmaður henn- ar, hittu starfsfólk Eimskips í Hafnarstræti í hádeginu í gær. „AÐ SJÁLFSÖGÐU yrði ég forseti allra landsmanna, karla, kvenna og barna. Ég myndi ekki bjóða mig fram til forseta íslands nema ég treysti mér til að verða dyggur málsvari allra í landinu," sagði Guð- rún Agnarsdóttir, forsetaframbjóð- andi, á framboðsfundi hjá Eimskipa- félaginu í hádeg- inu í gær. Guðrún hélt stutt ávarp í upphafi fundarins og kom fram í því að hún hefði verið til sjós á Gullfossi tvö sumur á ungl- ingsárunum. Hún sagðist hafa verið eina súkkulaðipían í flotanum því hún hefði selt súkkulaði og ilmvötn í lítilli búð í skipinu. Eftir ávarp Guðrúnar vildi einn starfsmannanna koma því á fram- færi, að honum fyndist hún hafa staðið sig afskaplega vel í kosninga- baráttunni. I framhaldi af spumingu um hvort Guðrún yrði jafnt forseti karla og kvenna vék hún talinu að lífskjörum í landinu. „Mér þykir sú þróun mjög hættuleg að fólk geti ekki séð fyrir sér af launum fyrir fulla vinnu og þurfi í vaxandi mæli að leita til félagsmálastofnunar eins og ég hef séð hér á Reykjavíkur- svæðinu og víðar,“ sagði hún og tók fram að forsetinn gæti lagt sitt lóð á vogarskálarnar í umræðum um viðunandi lífskjör. Guðrún lagði áherslu á að hver og einn gæti haldið reisn og notið sín. „Ég skoðaði dvalarstaðinn Vonarland á veg- um svæðisstjórn- ar fatlaðra á ferð um Austurland fyrir 12 árum. Stefnan var sú að safna þyrfti sam- an fólki með skerta starfsgetu vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar og skýla frá samfélaginu á þessum tíma. En þegar við Helgi komum þarna aftur um daginn höfðu hugmynd- irnar breyst svo mikið að þarna var ekki lengur dvalarstaður heldur vinnustaður verulega fatlaðs fólks. Fólkið var stolt yfir vinnu sinni, hafði sjálfsvirðingu og reisn, og hélt aftur út í samfélagið heim til sín að loknum vinnudegi," nefndi hún sem dæmi í því sambandi. Guðrún var spurð að því hvort sú staðreynd að Guðrún Péturs- dóttir hefði dregið sig í hlé myndi hafa áhrif á hennar eigin kosninga- baráttu. Hún lagði áherslu á að eftirsjá væri að Guðrúnu. Brott- hvarf hennar myndi hafa áhrif á alla kosningabaráttuna enda hefði Guðrún Pétursdóttir haft margt til málanna að leggja. „Ég er í uppsveiflu“ Einn starfsmanna sagðist vita til að margir ætluðu að kjósa Pétur fremur en Guðrúnu til að koma í veg fyrir að Ólafur kæmist að. Guðrún sagðist í því sambandi leggja mikla áherslu á að fólk kysi í samræmi við sannfæringu sína. „Ég er í uppsveiflu, þeir sem vilja sjá í iljarnar á mér styðja mig,“ bætti hún við og tók fram að upp- sveiflan væri rétt að byija. Helgi Valdimarsson, eiginmað- ur Guðrúnar, var með henni á fundinum. Hann minnti á að ef Guðrún yrði kjörin yrði karlmaður í fyrsta sinn bakhjarl forseta á Bessastöðum. Eins og fleiri væri hann alinn upp við að bakhjarl karls í ábyrgðarmiklu starfi væri traust og sterk kona. „En ég vil gjarnan takast á við að reyna að verða sterkur og traustur karlmað- ur á bakvið konu í mjög kröfu- hörðu hlutverki svo að hún nái árangri. Framtíðin felst í því að ekki sé kynbundið hver er bak- hjarlinn heldur ákvarðist það fyrst og fremst af því hver lendir í því, einhverra hluta vegna, að fara í mjög kröfuhart hlutverk,“ sagði Helgi og fékk mikið lof starfsmannanna í salnum fyrir orð sín. Nýir kjör- seðlar verða prentaðir ÁKVEÐIÐ hefur verið að prenta nýja kjörseðla vegna forsetakosninganna eftir að ósk barst um það frá umboðs- manni Guðrúnar Pétursdóttur á fundi í dómsmálaráðuneytinu í gærmorgun að nafn hennar yrði tekið af kjörseðl- unum. Að sögn Ólafs W. Stefánsson- ar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, samþykktu umboðsmenn frambjóðendanna fjögurra til embætt- is forseta íslands sjónarmið umboðs- manns Guðrúnar Pétursdóttur. Búið er að dreifa kjörseðlum með nöfnum fimm frambjóðenda til kjörstjóma á landsbyggðinni en þeir verða aft- urkallaðir og þeim eytt. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að á fundinum með umboðs- mönnum frambjóðendanna í gær hefði verið fjallað utankjörfundarat- kvæðagreiðslur og kom fram viiji til þess að því yrði komið á framfæri, og þá sérstaklega erlendis, að fólk hefði rétt til þess að greiða atkvæði á nýjan leik ef því væri að skipta. Sagði Ólafur að athygli sendiráða Islands og ræðismanna yrði vakinn á þessu. „Síðan verður það auðvitað að ráðast hvernig að öðru leyti verður hægt að kynna það af hálfu þeirra aðila erlendis," sagði hann. Ólafur sagði að engin önnur álita- mál hefðu komið upp á fundinum með umboðsmönnum frambjóðend- anna, í kjölfar þess að Guðrún Pét- ursdóttir dró framboð sitt til baka. Astþór Magnússon á vinnustaðafundi Morgunblaðið/Þorkell ÁSTÞÓR Magnússon með starfsmönnum Áhaldahúss Kópavogs. Ungt fólk og forsetinn FÉLAG framhaldsskólanema og Hitt húsið standa laugar- daginn 22. júní kl. 15.30 fyrir opnum forsetaframbjóðenda- fundi á Ingólfstorgi undir yfír- skriftinni Ungt fólk og forset- inn. Eins og yfirskriftin bendir til mun fundurinn snúast um málefni ungs fólks. Fundargestum gefst tæki- færi til að spyrja forsetafram- bjóðendur. Hljómsveitin Reggae on Ice hitar upp. Morgunblaðið/Ásdís FRÁ fundi umboðsmanna frambjóðenda til embættis forseta íslands með Ólafi W. Stefánssyni, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu, og Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra, sem eru við borðsendann. Misskipting auðæfanna mikið áhyggjuefni FORSETAFRAMBJÓÐANDINN Ástþór Magnússon heimsótti starfs- menn Áhaldahúss Kópavogsbæjar í hádeginu í gær. Ástþór kynnti stefnumál sín og svaraði að því loknu spumingum starfsmanna. Ástþór var m.a. spurður að því hvernig hægt væri að bregðast við arðráni Vesturlanda á þriðja heimin- um án þess að grípa til þjóðnýtingar atvinnuveganna. Hann svaraði því til að margar leiðir væru færar til að jafna lífskjör. Hingað til hefðum við kynnst tveimur stefnum, komm- únisma og kapítalisma, sem hefðu báðar brugðist. Ástþór benti á að Sameinuðu þjóð- imar hefðu sett upp grafíska mynd sem sýndi skiptingu auðæfa heims. Þessi mynd væri eins og kampavíns- glas í laginu, þ.e.a.s. 20% jarðarbúa skiptu með sér um 80% auðæfanna, en hinn stóri meirihluti hefði varla til hnífs og skeiðar. Hann sagði að þetta væri afleiðing kapítalismans, og nauðsynlegt væri að finna efna- hagsstefnu sem væri einhvers staðar mitt á milli kommúnisma og kapítal- isma. Frambjóðandinn sagðist ekki búa yfir neinni „patentlausn" til að jafna lífskjörin. jjieiminum, en lagði til að skattlagning fyrirtækja tæki mið af starfsemi þeirra. Ekki ætti endilega að reikna skatta samkvæmt töluleg- um gróða, heldur eftir því hvort fyrir- tækin séu t.d. umhverfísvæn eða valdi mengun. Einnig mætti hugsa sér að fyrirtæki sem eru í eigu starfs- manna nytu lægri skatta en fyrir- tæki sem eru í eigu fjárfestingasjóða eða fjarlægra aðila. Nú væri ástand- ið þannig að fólk keypti hlutabréf á mörkuðum og hluthafarnir störfuðu ekki við atvinnureksturinn. Eigendur hlutabréfa nytu skattalegra fríðinda á meðan fólkið sem ynni baki brotnu þyrfti að borga fulla skatta. Þetta taldi Ástþór vera mjög óeðli- legt ástand sem ýtti undir misskipt- ingu auðs. Slíkt ástand gæti ekki varað til lengdar og einhverntírna myndi blaðran springa. Hann benti á að í Bandaríkjunum væru laun forstjóra og fyrirmanna orðin jafnhá í hlutfalli við laun hins almenna verkamanns og raunin var í Frakk- landi milli aðals og alþýðu þegar byltingin braust út. Ástþór sagði ennfremur að misskipting auðæf- anna væri ekki eina áhyggjuefni sitt, vaxandi atvinnuleysi og mengun væru einnig ískyggilegar staðreyndir sem bregðast þyrfti við. A Olafur Ragnar heimsækir Hrafnistu í Reykjavík Ekki fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, heimsótti Hrafnistu í Reykjavík og kynnti sig og málefni sín í ræðu. ÖLAFUR Ragnar Grímsson, forseta- frambjóðandi, heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í gærdag ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur. Hann kynnti sig og málefni sín í ræðu og hélt Guðrún Katrín einnig stutta ræðu um hlutverk maka forsetans og sérstaka stöðu Bessa- staða. Starfsmaður Hrafnistu spurði um afstöðu Ólafs Ragnars til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Ólafur sagðist ekki vera fylgjandi aðskilnaði. „Kirkjan er svo samtvinnuð þjóðinni langt aft- ur í aldir og á svo ríkan þátt í þjóðfé- laginu að slíkt myndi þýða meirihátt- ar uppskurð. Stórmáli sem þessu ætti að vísa til þjóðaratkvæða- greiðslu, en ekki vera ákvörðun naums meirihluta Alþingis. Óeðlilegt er að Alþingi taki ákvörðun um eitt- hvað sem varðað hefur alla þjóðina um aldir eins og kirkjan hefur gert,“ sagði hann. Ólafur Ragnar talaði í þessu sam- bandi um málskotsrétt forseta sem hann telur vera þjóðinni meira virði nú en síðustu áratugi, m.a. vegna ákvörðunar um mikilvæg mál eins og hugsanlega inngöngu í Evrópu- bandalagið. Forseti eigi að nota málskotsréttinn til þess að sjálfstæð og óháð þjóöaratkvaiðagreiðsla geti orðið um hin mikilvægustu mál. Ólafur Ragnar talaði einnig um veitingu fálkaorðunnar sem hann telur vera nauðsynlegt heiðursmerki fyrir sérstök afrek. Aftur á móti sé tími til kominn að breyta þeim sið sem verið hefur á veitingu orðunnar. Líkti hann veitingu hennar við áskrift ákveðins hóps manna, t.d. háttsettra opinberra starfsmanna, sem fá hana eftir langa starfsævi fyrir rækja sitt skyldustarf líkt og meirihluti þjóðar- innar gerir. Sagði Ólafur að orðuveitingar ættu ekki að vera bundnar við aldur. Ungt fólk afrekaði margt gott og merki- legt. Veita mætti orðu fýrir sérstök afrek á sem flestum sviðum og fyrir ýmis brautryðjendastörf, t.d. á sviði viðskipta og lista. Einnig ætti veita þeim orður sem leggja líf sitt í hættu t.d. við björgunarstörf. Svo mætti veita listamönnum viðurkenningu eins og Kristjáni Jóhannssyni eða Björk og ekki ætti að þurfa að bíða eftir að Björk yrði áttræð til að veita henni viðurkenningu fyrir árangur hennar, sagði Ólafur Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.