Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 15; Morgunblaðið/Silli FJALLKONURÆÐUNA í ár flutti Agnes Ýr Guðmunsdóttir. Reykholtskirkja Síðasta guðs- þjónustan SÍÐASTA almenna guðsþjónustan var haldin á þjóðhátíðardaginn í gömlu kirkjunni í Reykholti. Að vanda komu menn ríðandi til kirkju í tilefni þjóðhátíðarinnar og var fánaberi Magnús Jakobsson í Sam- túni. Síðasta sunnudag í júlí verður nýja kirkjan vígð og gengur undir- búningur fyrir vígsluna samkvæmt áæltun. Á myndinni sést Geir Waage, sóknarprestur í Reykholtssókn, fyr- ir framan altarið í síðustu almennu guðsþjónustunni í gömlu kirkjunni. Morffunblaöið/pþ Mæru- dagar MÆRUDAGAR hafa verið haldnir á Húsavík í nokkur ár. Nú eru þeir með örlítið breyttu formi en ákveðið var að hafa Jónsmessuhátíð með húsvísku ívafi. Jónsmessuhátíðin er sam- starfsverkefni Mærudaga- nefndar, heilsueflingar, Ferða- málafélags Húsavíkur o.fl. Mestöll dagskráin fer fram á bryggjunni. „Hæst mun trúlega láta þegar Loftmesti Þingey- ingurinn verður krýndur," segir í kynningu frá Mærudögum. Hefðbundin hátíðar- höld á Húsavík Húsavík - Hátíðarhöldin 17. júní á Húsavík fóru fram í hinu besta veðri þó lítið hafi sést til sólar. Hátiðarhöldin hófust með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 13.30 og messaði sr. Sighvatur Karls- son. Að lokinni messu var farin skrúðganga frá sundlaug að íþróttahöllinni og settu skátar nú sinn svip á gönguna en svo hefur ekki verið um árabil. Hátiðarhöldin í íþróttahöllinni hófust með ávarpi Ingólfs Freys- sonar, formanns Völsunga, en hátiðarræðuna flutti Friðfinnur Hermannsson, forsljóri. Ávarp fjallkonunnar flutti Agnes Ýr Guðmunsdóttir og auk þess voru sýndar íþróttir og flutt tónlist. Að hátiðardagskrá lokinni sáu skátar og hestamenn um ýmis skemmtiatriði utan dyra fyrir yngstu kynslóðina og pylsur og kaffi var á boðstólum. Einnig fór fram sundkeppni og ýmsir leikir í sundlauginni. Hátiðarhöldunum lauk svo með dansleik í íþrótta- höllinni. íþróttafélagið Völsungur og Skátafélagið Völsungur sáu um hátíðarhöldin og fórst þeim það vel úr hendi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson IÐNAÐARMENN að störfum við Skálholtsdómkirkju. Nýjar tröppur við Skálholtsdómkirkju Syðra-Langholti - Um þessar mundir er verið að gera nýjar tröppur við dómkirkjuna í Skál- holti. Siguijón Valdimarsson átti lægsta tilboðið í verkið sem hljóð- aði upp á 7,3 milljónir króna. Tröppurnar verða hitaðar upp með snjóbræðslurörum svo og stéttirnar við kirkjudyrnar. Áætlað er að ljúka verkinu fyrir mánaða- mótin utan þess að um tíma verður beðið með að setja flísar á þessar nýju tröppur á meðan steypan jafn- ar sig. Göngin malbikuð Flateyri - Hafíst hefur verið handa við að malbika í Vestfjarðagöngum. Veður hefur verið hagstætt vestra og af þeim sökum hefur malbikun- arvinnan gengið vel. Samkvæmt upplýsingum frá verktökum í þess- um hluta framkvæmdanna, Hlaðbæ-Colas, er búist við því að malbikun ljúki 23. júlí. Vegarstæðið um 9 km göngin er tvímalbikað og að jafnaði eru 600 m malbikaðir í senn. Ekkert er þó unnið ef veður er lygnt en við þær aðstæður er óbærilegt að vinna inni í göngunum. Eftir að malbikunarvinnu lýkur tekur Vest- urís við og sér um lokafrágang. Endanleg verklok eru áætluð í október en vera kann að ljúka megi verkinu fyrr vegna þess hve malbikunarvinnan gengur vel. Morgunblaðið/Egill SU°^°^T Z Bfi MC Ul u. DONALDS < X Hjörtur Nielsen 'tur í Bláu Húsin VlÓ FciXCtfcn (Suðurlandsbraut 52) Við opnuðum nýja búð 18. júní með glæsilegri tilboðsviku Mokkabollar 12 litir nú Kr. 1.000 Hvíta stellið skál m/loki Súpubolli Menuett súkkulaðibolli Laukmunstur sósukanna Xs. i.see- JU, 1.89» Xr. i.sae- Xb 1.f9» nú Kr. 995 nú Kr. 1.225 nú Kr. 995 nú Kr. 2.920 -35% X -35% -35% -35% Mattarósin diskur á fæti UPPSELT nú Kr. 3.420 -50% Skál UPPSELT nú Kr. 4.380 -50% Tíglavasi Xi, 6.?ee- nú Kr. 3.360 -50% Oll koníaksglös -20% Járn/Messing kertastjakar Xt. 2.08» nú Kr. 1.000 -65% Litríkar skálar stórar Xi. 2.1Ú0- nú Kr. 1.840 -25% Litríkar skálar litlar Xi. 925— nú Kr. 690 -25% Litríkir kertastjakar stórir ■Ki. Utt nú Kr. 990 -25% Litríkir kertastjakar litlir ■Ki. 1.050“ nú Kr. 750 -25% WMF hnífaparakassar 68 stk ■Ki. 29.-9T) nú Kr. 20.880 -30% WMF hnífaparakassar 24 stk. 4C-i. o.'iscr nú Kr. 5.895 -30% Wedgwood matar- og kaffistell -10% til -20% Villeroy og Boch matar- og kaffistell -10% til -20% ) .......'Ý', WEDGWÖÖD P iet Við Faxafen — Suðurlandsbraut 52 Sími 553 6622

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.