Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 17 (JRVERINU Sumitomo fékk viðvaranir frá London frá 1991 London. Reuter. ALLT frá því 1991 skýrði málm- markaðurinn í London (LME) Sumitomo fyrirtækinu í Japan nokkrum sinnum frá áhyggjum sínum vegna samninga aðalkop- arkaupmanns fyrirtækisins, Yasou Hamanaka, sem hefur ver- ið rekinn. Aðalframkvæmdastjóri LME, David King, tjáði Reuter að upp- haf málsins hefði verið bréf, sem verðbréfafyrirtækið DLT Ltd hefði sent í nóvember 1991. Þar fór forstöðumaður DLT, David Threlkeld, fram á rannsókn á bréfi frá Hamanaka, þar sem Trelkeld var beðinn um að stað- festa upplogin viðskipti. King talaði síðan við Haman- aka og annan fulltrúa Sumitomo. „Um allt þetta var vitað á sama tíma,“ sagði King. LME lét aftur í ljós áhyggjur vegna Sumitomo 1991 og 1993. Áhyggjurnar stöfuðu af því hve mikil umsvif Sumitomo voru á koparmarkaði LME að sögn Kings. í október og nóvember í fyrra segir King að hann hafi orðið áhyggjufullur vegna verðmynd- unar á koparmarkaðnum og beðið stjórn LME um heimild til að hefja rannsókn. King sagði að samningar utan markaðarins hefðu verið rannsak- aðir og reynt hefði verið að kom- ast að raun um hveijir ættu málma í vörugeymslum LME. Rannsóknin varð til þess að LME skipaði sérstaka óháða nefnd til að komizt yrði hjá hags- munaárekstrum. LME hefur ekki sagt frá nöfnum nefndarmanna, en markaðsheimildar herma að í nefndinni eigi sæti lögfræðingar og starfsmenn eftirlitsstofnana. Brezk eftirlitsyfirvöld sögðu Sumitomo frá grunsemdum nefndarinnar um viðskipti Ham- anaka. Síðan hann var rekinn hafa verið hafnar athuganir á öll- um heimsviðskiptum með málma í Lundúnum. Eftirlitsstofnunin SIB (Securities and Investment Board) huggst standa fyrir sex mánaða rannsókn og kanna um leið hvort nokkrir brezkir aðilar eru viðriðnir málið. Tap Sumitomo, sem nemur 1,8 milljörðum dollara — mesta tap sem orðið hefur á fjármálamark- aði — og brottrekstur Hamanaka hafa ýtt undir kröfur um breyt- inga á þessu viðkvæma viðskipta- sviði, sem er talið berskjaldað fyrir svikum og tilraunum til að hafa áhrif á markaðinn. Kröfur um rannsókn á málmmörkuðum gerast háværari. Westinghouse kaupir Infinity New York. Reuter. WESTINGHOUSE Electric hefur ákveðið að kaupa Infinity Broad- casting með samningi upp á 3,9 milljarða dollara og verður þar með nýju risastóru útvarpsfyrir- tæki komið á fót í Bandaríkjun- um. Westinghouse, sem á CBS, er stærsta útvarpsfyrirtæki Banda- ríkjanna, en Infinity kemur næst á eftir. Með samrunanum verður komið á fót risafyrirtæki 83 stöðva með auglýsingatekjur upp á tæplega 1 milljarð dollara. Þar með verður enn ein samr- uni í þessari grein vegna nýrra fjarskiptalaga, þar sem fjöldi stöðva sem eitt fyrirtæki getur átt er ekki lengur takmarkaður og fjöldi stöðva sem einn hópur getur ráðið yfir á hverjum mark- aði er aukinn. Að tillögu stjórnarformanns Westinghouse, Michaels Jor- dans,fær stofnandi Infinity, Mel Karmazin sæti í stjórn West- inghouse. Karmazin mun eiga 2% hlutabréfa í Westinghouse og verður forstjóri útvarpsdeildar Infinity, Westwood One. Jordan hafði áður sagt að hann vildi auka útvarpsstarfsemi fyrir- tækisins um 20% á ári. West- inghouse keypti CBS í fyrra fyrir 5,4 milljarða dollara. Infinity á þijár stöðvar á New York markaðnum og vinsælan útvarpsþátt, Howard Stern, sem er dreift á tæplega 30 mörkuðum. Infinity hefur reynt að auka um- svif sín síðan í fyrrahaust og keypt sjö útvarpsstöðvar af All- iance Broadcasting og samþykkt að kaupa 12 aðrar útvarpsstöðvar af Granum Holdings Inc. Eftir samrunann mun hið nýja útvarpsfyrirtæki eiga 83 útvarps- stöðvar á 16 mörkuðum, þar af 69 á 10 aðalmörkuðunum. Hlutabréf í Infinity hækkuðu í 30,50 dollara úr 28,625 á netinu þegar Wall Street Journal hafði skýrt frá því að samruni stæði fyrir dyrum. Fyrrum forstjóri Vulkan ífangelsi Frankfurt. Reuter. ÞÝZK dómsyfirvöld hafa sótt um leyfi til að gefa út tilskipun um handtöku fyrrverandi stjórnar- formanns Bremer Vulkan AG, sem var stærsta skipasmíðafyrir- tæki Þýzkalands áður en það varð gjaldþrota. Farið var fram á heimild til að handtaka Friedrich Hennemann, sem hætti störfum hjá Bremer Vulkan í nóvember 1995 eftir lög- regluleit á heimilum og skrifstof- um fyrrverandi starfsmanna Vulkans. Hennemann sætir rannsókn vegna hlutverks í meintum fjár- drætti upp á rúmlega 750 milljón- ir marka í styrkjum til endurbóta á austur-þýzkri skipasmíðastöð sem Vulkan keypti eftir samein- ingu Þýzkalands. Lítið ber á milli aðila í Smugudeilunni Samið um 13 þúsund tonn í Barentshafi? 4.000 tonn yrðu tekin innan lög- sögu Rússa MJÖG lítið ber nú á milli í deilunni um veiðar okkar í Smugunni. Sam- kvæmt uppiýsingum Morgunblaðs- ins hefur nánast náðst samkomulag um heildarkvóta okkar af þorski í Barentshafi, um 13.000 tonn, þar af 4.000 tonn innan lögsögu Rússa. A móti komi loðnuveiðiheimildir Rússa hér við land. Krafa Norð- manna um heimildir til veiða á rækju á Dorhnbanka og línuveiða fyrir Suðurlandi, er hins vegar sá ásteit- ingarsteinn, sem samningarnir stranda á. Þorskafli okkar í Smug- unni undanfarin ár er að meðaltali um 35.000 tonn á ári. Samkvæmt óstaðfestum upplýs- ingum Morgunblaðsins,, bæði frá Noregi og íslandi, var staðan þannig er síðasta samningafundi lauk að- faranótt 9. júní síðastliðins, að sam- komulag var orðið um 13.000 tonna þorskkvóta í Barentshafí. Þá var talað um 9.000 tonn í Smugunni og 4.000 tonn innan lögsögu Rússa. A móti því fengju Rússar að veiða ioðnu innan íslenzku lögsögunnar. Norðmenn munu þá hafa lagt til að hluti af kvóta okkar í Smugunni yrði færður inn í lögsögu Noregs og á móti kæmu veiðiheimildir Norð- manna innan lögsögu íslands. Var þar talað um rækju á Dorhnbanka, línuveiðar fyrir Suðurlandi og rýmri heimildir til loðnuveiða. Vilja ekki skapa fordæmi fyrir ESB Þetta atriði gátu samningamenn íslands ekki fallizt á, enda verið að tala um aflaheimildir á alþjóð- legu hafsvæði, sem ekki væri hægt að greiða fyrir með aflaheimildum innan lögsögu okkar. Þó gæti slíkt hugsanlega komið til greina, en það færi þá eftir því hve mikið við fengj- um og hve mikið við yrðum að láta á móti. Samkvæmt heimildum að utan, munu Norðmenn vilja koma á gagnkvæmum veiðiheimildum til þess að skapa ekki fordæmi fyrir Evrópusambandið og hugsanlega fleiri þjóðir til að krefjast aukinna veiðiheimilda í Barentshafi. Sök íslendinga „Eg leyfi mér að fullyrða að það er sök lslendinga að ekki náðist samkomulag um veiðar þeirra í Barentshafi á síðasta fundi um málið. Við erum áfram í sambandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason í SMUGUNNI. Skipveijar á Runólfi SH með gott hal í Smugunni á síðasta ári. og ég tel mjög líklegt að samkomu- lag náist. Það er hins vegar óljóst hvenær næsti samningafundur get- ur orðið,“ segir Kári Bryn, formað- ur norsku samningarnefndarinnar um veiðarnar í Smugunni, í sam- tali við norska blaðið Fiskaren. Lykillinn í höndum Rússa Kári segir að rússneski sendi- herrann, Korelskij, hafi lykilinn að lausn deilunnar í höndum sér. ís- lendingar hafi mikinn áhuga á við- skiptum við Rússa, einkum fisk- kaupum til frekari vinnslu á ís- landi. Rússar hafi hins vegar lýst því yfir að um slík viðskipti verði ekki að ræða fyrr en samkomulag í Sumugdeilunni hafi náðst. Mögu- leikar séu vissulega á fiskkaupum frá Noregi en viðskiptin við Rússa freisti íslendinga meira. í umfjöllun Fiskaren um Smugu- deiluna er Bryn spurður hvort rétt sé að íslendingar hafi verið tilbúnir til að minnka veiðar sínar í Barents- hafí um rúman helming frá þeim 35.000 tonnum sem þeir hafi verið að veiða gegn því að þeir mættu veiða þorskinn við Bjarnarey. Hvort það hafi komið í veg fyrir samkomu- lag. Bryn segist ekkert vilja tjá sig um slíkar vangaveltur. Ekkert nýtt í málinu Þorsteinn Pálsson segir að ekkert nýtt hafi gerzt í málinu frá síðasta samningafundi. Hann vildi ekki staðfesta upplýsingar Morgun- blaðsins en sagði að Norðmenn hefðu ekki verið tilbúnir að semja á þeim grundvelli sem rússneski sjávarútvegsráðherrann hefði áður reifað óformlega hér á landi. Þor- steinn staðfesti þó, að Norðmenn hefðu farið fram á veiðiheimildir innan lögsögu okkar. Þá sagði Þor- steinn að viðskipti íslenzkra fyrir- tækja við rússnesk fyrirtæki og fiskkaup okkar frá Rússlandi hefðu ekki verið rædd á þessum samn- ingafundum. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni, en íslenzki togaraflotinn er að hefja undirbún- ing að veiðum í Smugunni í sumar. FORSETAKJÖ R 1996 ÓL 111 AFIJR RAGNAR GRÍMSSON Hveragerði Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Hótel Hveragerði kl. 13:00 á morgun. \'iðra‘ður, áiörp og (\i ii s|>m r»ir Allir velkomnir! Stuðningsfólk Ólafs Kagnars Grímssonar Suðurlandl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.