Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 23 Dómkór- inn syngur á ísafirði DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í ísafjarðar- kirkju laugardaginn 22. júní. Efnisskrá verður fjölbreytt og mun kórinn syngja rómantísk lög eftir Grieg, Saint Saens og Mendelssohn, en einnig kórlög frá þessari öld eftir Jónas Tómasson, Jakob Hall- grímsson, Hjálmar H. Ragn- arsson og Atla Heimi Sveins- son. A þessum tónleikum syngja tæplega 50 félagar úr Dóm- kórnum og er stjórnandi Mar- teinn H. Friðriksson. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Baltasar leikstýrir „Skækjunni“ FYRSTA frumsýningin á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins í haust verður á tæplega íjögur hundruð ára gömlu verki eftir breska leikskáldið John Ford. „Leitt hún skyldi vera skækja." Leikstjóri er Baltasar Kormákur og er þetta fyrsta leikstjórnarverk- efni hans í Þjóðleikhúsinu. „Leitt hún skyldi vera skækja er hispurslaust og djarft verk um systkini sem ganga í berhögg við siðaregl- ur samfélagsins með forboð- inni ást“, segir í kynningu. Leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson, Bríet Héðinsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Arnljótsdóttir og Erlingur Gíslason. Höfund- ar búninga eru Filippía Elís- dóttir og Indriði Guðmunds- son. Höfundur leikmyndar er Stígur Steinþórsson. Djass um Jónsmessuna LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi hefur efnt til djasskvölda á Álfta- nesi um nokkurt skeið. Næsta djasskvöld verður um Jóns- messuna. Djasskvöldið verður næst- komandi sunnudagskvöld 23. júní. Þá mun kvartett Carls Möllers spila í Haukshúsum á Álftanesi. Djassunnendur hita upp frá kl. 20.30 og Jóns- messubálið verður kynnt í Helguvík. Aðgangseyrir er 600 kr. Kvartettinn skipa auk Carls Kristinn Svavarsson á saxófón, Guðmundur Stein- grímsson á trommur og Ró- bert Þórhallsson á bassa. Með þeim verður Jónatan Garðars- son sem mun sjá um kynning- ar. Síðasta sýn- ingarhelgi á snögum SÝNINGU Form Island á snögum í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Sýnendur sem eru tæplega 50 talsins, eru frá ólíkum svið- um hönnunar; arkitektar, iðn- hönnuðir, grafískir hönnuðir o.s.frv., auk nokkurra mynd- listarmanna. Plús 2000/mínus 2000 MYNDLIST P c r I a n INNSETNING Osvaldo Romberg. Opið alla daga á tíma Perlumiar. Til 28. júní. Aðgangur ókeypis. INNSETNINGAR í tilfallandi rými, telst frumleiki dagsins í myndlistum, ásamt tónum, hljóðum og leik, ef það fær þá staðist að frumleiki sé það sem lærist í skólum og nefna má alþjóðlegt hópefli. Þessu var þó öðruvísi farið er braut- ryðjendurnir börðust fyrir lífí sinu fyrr á öldinni, en nú hefur öllu verið snúið við og offramboðið á löggiltum og skjalfestum frumleika - orðið svo mikið að mörgum er um og ó. Hugtakið frumleiki telst orðið að ofnotuðu léttvægu slanguryrði markaðsafla, og leiðitamra listspíra sem hefur afar lítið eða ekkert með skapandi kenndir að gera. Þá hafa menn tekið að sér að skilgreina og afmarka listasöguna ásamt hugtakinu núlistir, eins og slíkt sé eitthvað sem menn geta slegið eign sinni á og stýrt inn í framtíðina. Það telst mikill mis- skilningur því ferskleikinn í sköpunarferlinu hvetju sinni er það sem máli skiptir, en ekki að vera „in“ í einhvetju sem er efst á baugi í listhúsamarkaðinum úti í heimi. Skiptir um lit og útlit eins og kame- ljón á nokkurra ára fresti í takt við þær tilbúnu endurnýjunarþarfir sem tröllríða nútímaþjóðfélaginu, þar sem allir eiga að ganga í takt, og allir eiga að vera „frumlegir". Það fer ekki hjá því að slíkar hugleiðingar verði ágengar við skoðun innsetningar ísraelska arg- entínumannsins Osvaldo Romberg á jarðhæð Perlunnar, og einmitt vegna þess að sýningin fjallar um (ímyndaða) stöðu myndlistar um aldamótin 2000. Nefnist; „plús 2000 - mínus 2000 - (even)“, og markar listasöguna fjögur þúsund ár aftur í tímann og með óbeinum vísunum til framtíðarinnar. Er sett upp á svipuðum tíma í nær 20 söfn- um víða um heim. Hér eru hafðar frammi efasemdir um mikilvægi einstaklingsins í listasögunni, að einn maður sé mikilvægari en ann- ar í listsögulegu samhengi og hið sama gildi einnig um listsöfn og listskipuleggjendur. Mannkynssag- an sé ekki til, einungis manneskj- ur, tími og atburðir. En hvað skyldi mannkynssagan vera án mann- kyns? Löggiltir handhafar frumleikans hafa merkilega miklar áhyggjur af þróun listarinnar og vilja gjarnan geta (mið)stýrt henni inn í nýja öld og árþúsundir, og nú helst með hópefli, fundahöldum og skrifræði, þó að um aldir hafi verkin sýnt merkin, ef svo má að orði komast, og að menn geti einungis lifað og andað í samtímanum. - En ekki eitt vont orð um innsetningar, sem í sjálfu sér eru meira en fullgildur tjáháttur í myndlist, sem hefur verið við lýði frá upphafi, en ekki öðlast sérheiti og löggildingu sem sérstök listgrein fyrr en á síðari árum. Maður sér snjallar innsetningar og sömuleiðis áhrifalitlar, svona eins og góð málverk og afleit, - innsetningar sem koma heilasellun- um á hreyfingu en einnig aðrar sem hrista engan skapaðan hlut upp í vitsmunaferlinu. Vel er staðið að innsetningunni í Perlunni, sem er verk Guðmundar Bjarnasonar arkitekts og myndlist- armanns, þótt hún hverfi næstum í gímaldið, og hún hreyfir vissulega við hinum athugula, þolinmóða skoðanda, því um er að ræða skil- virkt upplýsingaflæði og skírskot- anir til menningarsögu fortíðar með fjölmörgum vísunum og áherslum í gagnsæjum, misstórum plastblöðungum og rituðum text- um. Ekki varð ég var við neitt „dul- búið högg“, nema að form rýninnar afhjúpi það, og kannski þarf skoð- andinn að hafa fullmikið fyrir því að meðtaka innsetninguna í algjör- leik sínum. Maður gæti sömuleiðis haldið því fram að nokkur skóla- efli og afneita hneigð mannsins til að standa einn uppi í hárinu á stöðnuðum samtíma og afmörkuð- um ytri skilyrðum, sem hann fær upp í hendurnar. Myndhvörf mann- kynssögunnar kunna sömuleiðis að vera tímalaus og brotakennd, en verða þó til staðar svo lengi sem þróunin heldur áfram. Listin telst frekar einstaklings- bundin lifun og miðlun, á líkan hátt og hinn sjöundi dagur sköpun- arinnar er sagður sá dagur, er maður sjálfur meðtekur að kraft- birtingur sköpunarinnar er krafta- verk þess, að það finnast ekki leng- ur kraftaverk að flýja inn í. í huga rýnisins er nefnilega ekki til neinn efi um tilgang og gildi skapandi tjáningar fyrir einstaklinginn og samfélagið um leið, og það gerir fortíðina einmitt svo mikilvæga og nálæga í tímanum. Gleymum ekki að Michaelangelo varð óður af bræði og rak Júlíus páfa II út úr síxtínsku kapellunni þegar tignin vildi forvitnast um freskuna í loft- inu og taka að sér hlutverk bendi- priksins. Þetta eiga listamenn að gaumgæfa á tímum er vægi slíkra sjálflýsandi prika er víðast meira en listamannánna. Umbúnaður sýningarinnar er prýðilegur, á skjá er viðtal við lista- manninn ásamt fræðilegri úttekt á innsetningunni. Framúrskarandi vel hönnuð og falleg bók/sýningar- skrá liggur frammi, eini ljóðurinn á henni er að hún er á ensku og þar skortir hinar litrænu áherslur nema á afar fallegri kápu. Bragi Ásgeirsson í kvöld halda stuðnings- menn Péturs Hafstein skemmtun í Rúgbrauös- gerðinni til stuðnings framboði hans. Miðar eru seldir í Borgartúni 20, sími 588-9292. Veislustjóri er sr. Hjálmar Jónsson. Glæsilegur matseðill og fjölbreytt dagskrá. Styðjum Pétur á Bessastaði. stofubragur sé á framkvæmdinni, álitið þetta ferðalag aftur í tímann með niðursneiddum, uppstokkuð- um fróðleik og brotabrotum afreks- verka í sjónlistasögunni of sundur- laust og flöktandi. Sömuleiðis er maður fullur efasemda þegar menn vilja snúa sögunni við og setja snill- inga fortíðar undir hatt meðvitund- arlauss pöpulsins, þótt enginn af- neiti þætti samvirkrar þróunar, og telja listina hafa orðið til fyrir hóp- Heiðurs- doktor við Háskólann FINNSKA ljóðskáldið Lars Huldén var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla íslands á 17. júní sl. og er hann jafnframt fyrstur Finna til þess. Lars Huldén er fæddur árið 1926 og er þekktur um Norðurlönd fyrir ritverk sín og þýðingar, en einnig á hann að baki langan feril við Háskólann í Helsingfors sem pró- fessor í norrænum textafræðum. Fyrir réttum 20 árum gaf hann út ljóðasafn um ísland sem bar heitið ísland í desembeisem samin var undir áhrifum úr Islandsferð. Ljóð Huldén eru oft hnyttin blanda af virðingu fyrir gömlum dyggðum og verðmætum en einnkennast einnig af frumlegri sýn. I excelsTör harmonikukynning-á|andsmóti (talski harmonikuleikárinrTSenzo Ruggieri kynnir Excelsior harmonikur-á-landsmóti að Laugalandi í froltum, fös'tudag og laugárda'g'21. og 22júhTnk: =C“ Hann verður einnigj versluninni frá kl.-14.00 tilíkl. 18.00 mánudáginn 24. júnír L \ T"' r • * -r=n LÉÍFST H. MAGNÚSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.