Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 25 AÐSENDAR GREIIMAR • FORSETAKJÖR Heilindi VIÐ SEM njótum þeirra forréttinda að búa í réttarríki þar sem leikreglur lýðræðisins eru haldnar í heiðri leiðum hugann sjaldn- ar að því en skyldi hver er grundvöllur stjórnarfarsins. Nú þegar fyrir dyrum standa forsetakosning- ar er ekki úrleiðis að rifja upp fáein atriði. Flestar hugmyndir sem lýðræðisríki sam- tímans byggjast á eru sóttar til Frönsku bylt- ingarinnar 1789 og kristallast í kjörorðum hennar: Frelsi, jafn- rétti, bræðralag! Engin ástæða er tii að ætla annað en allir frambjóð- endur til forsetaembættis játist und- ir leikreglur lýðræðisins og virði þær. Þeir verða þó að þola að verk þeirra séu vegin og metin svo heil- indi þeirra verði öllum ljós. Ólafur Ragnar er sá eini í hópi frambjóð- enda sem gegnt hefur ráðherraemb- ætti og opinberað alþjóð með eftir- minnilegum hætti hvernig hann virðir leikreglur lýðræðisins. Verk hans á þeim vettvangi segja allt sem segja þarf um virðingu hans fyrir grundvallarþáttum lýðræðisins. Frelsi Frelsi er vissulega margbrotið og viðkvæmt hugtak enda hafa heim- spekingar og hugsuðir allra tíma velt því fyrir sér á ýmsa lund. Þó vefengja fáir að frelsið er dýrmætt og það ber undir öllum kringum- stæðum að virða. Árið 1989 undirritaði Ólafur Ragnar íjármálaráðherra samning við BHMR eftir sex vikna verkfalls- átök. Þessum samningum rifti hann fáeinum mánuðum síðar með útgáfu bráðabirgðalaga er síðar voru stað- fest af hæstvirtu Alþingi. Stjórnar- þingmenn, sem lýst höfðu óbeit sinni á þessum vinnubrögðum, voru kúg- aðir til hlýðni. Frelsi þingmanna til að greiða atkvæði, óbundnir af öðru en samvisku sinni, var í augum Ól- afs Ragnars, fjármálaráðherra og formanns Álþýðubandalagsins, engu meira vert en frelsi verka- lýðsfélaga til að gera fullgilda samn- inga. Viðhorf Ólafs Ragnars til frelsisins er því ótvírætt og öllum ljóst. Jafnrétti Jafnrétti hefur borið hátt í stjórn- málaumræðu síðustu tveggja ára- tuga og þá einkum jafnrétti kynj- anna. En jöfnuður og jafnræði eru hugtök sem eru engu léttvægari og tengjast jafnréttishugtakinu. Olafi Ragnari alþingismanni var afar hugleikið að jafna kjör manna og hafði um það mörg orð að brýnt væri að koma á fjármagnstekju- skatti og hátekjuskatti, hækka skattleysismörk og bæta hag fjöl- skyldufólks en Ólafur Ragnar fjár- málaráðherra hafði engan áhuga á slíkum jöfnunaraðgerðum, þvert á móti breikkaði launabil meðan hann var húsbóndi í fjármálaráðuneytinu. Jafnræði manna gagnvart ríkis- valdinu á að tryggja að geðþótta- ákvarðanir valdhafa verði ekki til að mismuna þegnunum. Ólafur Ragnar lét sér sæma að hygla vinum sínum og vildarmönnum þegar fyrir- tæki þeirra Svart á hvítu fór á haus- inn. Eflaust hefðu allir, sem urðu gjaldþrota á þessum tíma, þegið að fá sömu meðferð og drengirnir hans Ólafs Ragnars, en fengu þó ekki. +**i*‘* FLÍSAR ;:í ii ÁUI ¥ 4 tUJ’ * Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 567 4844 Jafnrétti kynjanna hefur aukist verulega á síðustu áratugum en þó skortir verulega á að nóg sé að gert og kem- ur það skýrast fram í launamun milli karla og kvenna. Þegar Ólafur Ragnar var fjármála- ráðherra hafði hann góð tök á að stuðla að launajöfnuði meðal karla og kvenna í ríkis- þjónustu en sýndi því alls engan áhuga. For- setaframbjóðandinn Ól- afur Ragnar er hins vegar óskaplega mikill jafnréttissinni. Hvort er meira mark takandi á orðum frambjóðandans eða athöfn- um ráðherrans, Ólafs Ragnars? Bræðralag Hugmyndin um bræðralag manna stendur djúpum rótum í trú- arbrögðum og siðspeki. Að styðja þá sem standa höllum fæti og veija þá sem minna mega sín fyrir ofur- valdi og kúgun hinna sem sterkari eru telst samfélagsleg skylda. Ólaf- ur Ragnar sparaði sig hvergi þegar hann skar niður útgjöld til velferðar- mála í ráðherratíð sinni. Það fengu okkar minnstu bræður, sjúklingar, aldraðir, öryrkjar og grunnskóla- börn að finna. Þar sannaðist áþreif- anlega að: Illur bróðir er mörgum óvin verri. Ólafur Ragnar vann ötullega að því að sundra og veikja verkalýðs- hreyfinguna, sem harðast hefur barist fyrir og staðið vörð um rétt þeirra sem minna mega sín, og tókst það vonum framar með dyggri að- stoð nokkurra „verkalýðsforingja". í /ramboðskynningum sínum hef- ur Ólafur Ragnar hamrað á alþýð- legum uppruna sínum og vilja til að deila kjörum með alþýðunni en með ráðherraverkum sínum hefur hann sýnt og sannað hvað um- hyggja hans og skilningur ristir í raun og veru djúpt. Krossburður Þjóðin hefur kynnst manninum Ólafi Ragnari náið á liðnum árum. Kjósendur hljóta að meta manninn af þeim verkum sem hann hefur nið í umboði þings og þjóðar. Ólafur Ragnar hefur lítt hampað afrekum þeim sem hann vann í íjármálaráð- herratíð sinni. Það getur verið að honum þyki þau stórvirki öll of þungur kross að bera upp á hefðar- tind forsetaembættisins. Þetta ættu kjósendur að hafa hugfast 29. júní og hlífa Ólafi Ragnari við að burð- ast með of marga krossa þann bratt- genga stíg. ÁRSÆLL FRIÐRIKSSON, Reykjavík. Höfundur er kcnnuri. Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi After Sun el pii uill festa sólbrúnkuna til mánaða um leið og p nærir húðina með Aloe Vera, E-vítam.. kollageni og lanólíni. o Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnlr #15, #29, #30 og 50#. Krem, úði, þykkur salvi og stifti. □ Banana Boat næringarkrem Brún-án sólar m/sólvöm #8. □ Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vitamín m/sólvöm #30; kirstuberjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. □ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spírulínu, til- búinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boaf í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Ársæll Friðriksson Bábilja, blekking eða bull? Um vald og póli- tíska stöðu for- seta Islands TVENNT gengur eins og rauður þráður í gegnum umræðurnar um forsetaembættið. Annað er vald- leysi forsetans, hitt er ópólitísk staða hans. í mínum huga stenst hvorugt og því verið að kjósa bæði í valdamikið og pólitískt embætti, þegar verið er. að kjósa forseta. Lítum fyrst á vald eða valdleysi forsetans. Ákvæði stórnarskrárinn- ar um vald forseta eru ekki sérlega skýr, þrátt fyrir túlkanir lögvitr- inga. En þessar vangaveltur taka sjaldnast mið af því að auk þeirra þriggja valdþátta, sem stjórnar- skráin fjallar um, framkvæmda- vald, dómsvald og löggjafarvald, þá er sá fjórði til í samfélagi nútím- ans og sá er vald fjölmiðlanna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er sá, sem á greiðan að- gang að fjölmiðlum í valdaaðstöðu. I landi þar sem fjölmiðlar eiga að- gang að hveiju einasta mannsbarni er ljóst að sá, sem getur komið á framfæri skoðunum, er fjölmiðlar gleypa við,_ ræður yfir valdi. Forseti íslands hefur bæði að- gang að heilum landsmanna á hefð- bundnum ávarpsdögum og við tæki- færi, sem hann skapar sér sjálfur. Sá sem á jafngreiðan aðgang að Ijölmiðlum og forseti íslands, getur því ómögulega talist valdalaus, heldur þvert á móti valdamikill. En eitt er að hafa vald og annað að nota það. Vissulega er undir hveij- um forseta komið hvernig hann notar þetta vald sitt, en í nútíma- þjóðfélagi er hann ekki valdalaus. Víkjum þá aðeins að hinu atrið- inu, sumsé að forseta sé ætlað að vera ópólitískur. Frambjóðendur ætla sér ekki að vera pólitískir og flestir álykta sem svo að þess vegna sé forsetinn auðvitað ekki pólitískur. En hér er ekki úr vegi að gera grein- armun á flokkspólitík og pólitík. Frambjóðendur ætla sér vísast ekki að draga taum einstakra stjórnmálaflokka, enda þá vænlegra að starfa á öðrum vettvangi, en pólitískir verða þeir örugglega. All- ir frambjóðendur hafa til dæmis tekið afstöðu til hvort þeir hyggist beita sér fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Evrópusam- bandinu, ef stjórn og þing geri það ekki. I mínum huga er þetta hápóli- tískt mál og yfirlýsing í þessa ver- una pólitísk yfirlýsing, hvort sem viðkomandi ætlar að beita sér fyrir því úr forsetastól að haldin verði atkvæðagreiðsla eða ekki. Og mennta-, ijölskyldu- og friðarmál eru ekki síður pólitísk mál. Islenska forsetaembættinu er oft líkt við þau forsetaembætti í Evr- ópu, þar sem forsetinn er þjóðhöfð- ingi, kjörinn beinni kosningu og án þess að fara með afmarkaða þætti hins þrískipta stjórnvalds. Nú er Mary Robinson forseti írlands nýbúin að vera í heimsókn á íslandi og hún talar óhikað um pólitísk mál, hvort sem eru Evrópumálin, skilnaði eða fóstureyð- ingar, en tvö síðast- nefndu málin eru eld- fim í heimalandi henn- ar. Sama máli gegnir um Vaclav Havel for- seta Tékklands, sem nú glímir við það erfiða verkefni að koma saman stjórn að nýafstöðn- um kosningum. Havel talar jöfnum höndum um menningu og pólitík, ekki flokkspólitík, en pólitík engu að síður. Báðir þessir forsetar eru gott dæmi um forseta sem eru ekki valdamiklir samkvæmt stjórnar- skránni, en þau beita því valdi, sem felst í aðgangi að fjöimiðlum. Eftir orðum þeirra er því tekið, enda oft athyglisverð. Þegar kjósendur gera upp hug sinn ættu þeir því ekki aðeins að hafa í huga að þeir eru að kjósa yfir sig valdamikinn aðila í þjóðfé- laginu, heldur um leið hvaða mál- stað þeir eru að hleypa í þessa valdastöðu. Þá sakar ekki að hafa í huga hvaða málflutningur þeim finnst trúverðugur. Ekki aðeins út frá því sem þeir heyra af munni frambjóðenda nú í kosningabarátt- unni, heldur líka hvort sá málflutningur sé trúverðugur miðað við fyrri störf og skoðanir frambjóðenda. Hvort sem kjósendum líkar betur eða verr þá eiga þeir eftir að heyra póli- tísk ummæli eins og þau um ESB-aðildina af munni væntanlegs forseta. Einhveijum finnst kannski línurnar dregnar hér nokkuð skarplega, en það væri bábilja, blekking eða bull, allt eftir því hvaða hugur liggur að baki, að halda því fram að kjósendur séu aðeins að kjósa yfir sig óskilgreint sameiningartákn til að bera hróður Islands um heimsins breiðu byggð og ávarpa þjóðina á tyllidögum. íslandssagan hefur iðulega verið notuð í pólitískum tilgangi undan- farnar tvær aldir, svo að á stundum virðist hún nokkurn veginn laus af rót raunveruleikans og öðlast ljóma goðsögunnar. Það væri að afneita sögunni enn eina ferðina og aðstæð- um í nútímaþjóðfélagi, ef kjósendur telja sér trú um að forsetakosning- arnar séu bara einhveijar vinsælda- kosningar. Skoðanir væntanlegs forseta eiga eftir að hljóma í eyrum allra landsmanna. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Höfundur er blaðamaður og býr í Kaupmannahöfn. Vöxtur - frjósemi - langlífi Sumar, vetur, vor og haust High-Desert drottningarhunang, ferskt og óunnið, er undursamlegt náttúruefni sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Drottningarhunang er án efa fullkomnasta fjölvítamin og steinefnaforði sem maðurinn hefur aðgang að. Ferskt óunniö drottningarhunang inniheldur m.a. B12 fjörefnl. Það er /ífsnauðsyn/egt fyr/r fram/eiðs/u og endumýjun rauðra blóðfrumna. B12 kemur í veg fyr/r blóðleysi. Það örvar vöxt barna. B12 tekur þátt i mörgum lifsnauðsynlegum efnaskipta-og hvataferlum. Útsölustað/r: Blómaval, Sigtúni Reykjavík og Akureyri Hagkaup Kringlunn/ He/lsuhúsið, Kringlunni og Skólavörðustig Sjúkranuddstofa Silju, Huldubraut 2, Kóp. Kommarkaðurinn, Laugaveg/ 27, Reykjavik. Heil suhorn/ð, Akureyri. Kaupféíag Ámesinga, Selfossi. Hollt og gott, Skagastrðnd. He/lsukofinn, Akranesi. Heilsubúðin, Hafnarf/rði, Stud/o Dan, ísafirðl. ________________________ Kefíavikur ag Stöðfirðinga, Breiðdalsvík Lyfia hf. Lágmúla 5 Lykill hf. Egilsstöðum Lykill hf. Reyöarfirði Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Hornabær, Höfn Homafriði Vers/. Kauptún, Vopnafirði Borgarkringlunni, 2 hæð, r umbúðir Sendum I póstkröfu um land allt. simar 854 2117 & 566 8593. (i tgg M / /M'V' Sigrún Davíðsdóttir FORSETAKJÖR 1996 M ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Síðasti hverfafundurinii í Keykjavík Árbær, Selás Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Árseli kl. 20:30 í kvöld. Xiðríeðui. ávörp og l>rirspiuuir Táknniálstúlkur! Á þessum fundi verður sérstakur túlkur fyi’ir fólk sem er heyrnarskerl. llann þýðir ávörp yfir á táknmál, kemur fyrirspurnum og svörum til skiia og aðstoðar við viðræður. Allir velkomnir! Stuðnlngsfólk Ölafs Ragnai’s Grfmssonar í Rcyklavík. Heilsuval - Barónsstig 20 u 562 6275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.