Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁKYÖRÐUN GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR KOSNINGABARÁTTAN vegna forsetakosninganna, sem fram fara um aðra helgi, hefur tekið nýja stefnu eftir að Guðrún Pétursdóttir tilkynnti í fyrradag, að hún hefði dregið framboð sitt tij baka. Fyrirsjáanlegt er, að baráttan mun harðna þá daga, sem eftir eru til kjördags. Ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur er skynsamleg. Reynslan af skoðanakönnunum hérlendis er orðin það mikil, að ljóst er að þær gefa sterka vísbendingu um, hvert straumarnir liggja. Þegar skoðanakannanir höfðu ítrekað sýnt, að Guðrún Péturs- dóttir hefði ekki möguleika á kjöri var eðlilegt að hún drægi sig í hlé. Ella hefði hún lagt mikla vinnu á stuðningsmenn sína, vegna baráttu, sem hún sjálf taldi, þegar hér var komið sögu, að óraunhæft væri að halda áfram og jafnframt segir hún sjálf, að hún hafi ekki viljað eyða peningum að óþörfu. Það þarf meiri kjark til þess að taka slíka ákvörðun en að halda áfram. Þann kjark hefur þessi fyrrverandi forsetafram- bjóðandi sýnt og hverfur frá framboði sínu með sóma. Raun- ar hefur Guðrún Pétursdóttir ítrekað haft uppi málflutning í kosningabaráttunni, sem á mikið erindi inn í íslenzka þjóð- málaumræðu og má þar m.a. nefna ræðu hennar á kosninga- fundi í Perlunni sl. laugardag um menningararf okkar og alþjóðleg áhrif. Það hefur ekki áður gerzt, að frambjóðandi, sem skilað hefur formlegu framboði til forsetakjörs, dragi sig í hlé fyrir kjördag. Vel má hins vegar vera, að ákvörðun Guðrúnar Pét- ursdóttur nú verði til þess, að frambjóðendur í persónubundn- um kosningum, hvort sem um er að ræða forsetakjör eða t.d. í prófkjöri á vegum stjórnmálaflokkanna, íhugi sinn gang, ef þeir sjá að möguleikar þeirra eru litlir. Algengt er t.d. í prófkjörsbaráttu vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum, að einstakir frambjóðendur dragi sig í hlé, ef þeir sjá, að möguleikar þeirra eru nánast engir. Það stuðl- ar að heilbrigðari stjórnmálabaráttu hér, ef frambjóðendur til opinberra trúnaðarstarfa taka slíkar ákvarðanir án þess að þeir sjálfir blygðist sín fyrir það eða aðrir telji, að einhver skömm sé að því. Það er í þágu lýðræðislegra stjórnarhátta, að fólk gefi kost á sér í framboð, en enginn verður minni maður fyrir, þótt hann komist að þeirri niðurstöðu, að fylgis- möguleikar hans séu svo takmarkaðir, að ástæðulaust sé að fara alla leið. Framboð til forseta er áreiðanlega mikil lífsreynsla fyrir þá, sem leggja út í slíka baráttu. Um þá lífsreynslu segir Guðrún Pétursdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Eg hef fengið stórkostlegt tækifæri til þess að ferðast um allt land, hitta fólk, skoða vinnustaði og koma á heimili íslend- inga. Þetta hefur víkkað minn sjóndeildarhring og auðgað mitt líf ómælt. Ég er ákaflega þakklát fyrir þetta tækifæri." AÐSTAÐA EINHVERFRA FJÖGUR einhverf börn fæðast að meðaltali hér á landi á ári. Fötlun þeirra er yfirleitt greind á þriðja aldursári, en mikilvægt er að greina sjúkdóminn fyrr og hefja meðferð við hæfi. Það er Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem annast greininguna og hefur til skamms tíma vísað börnunum áfram til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, en hún mun hætt. að taka við þeim sökum fjár- og starfsmanna- skorts. Svanhildur Svavarsdóttir, sem er sérhæfð í meðferð einhverfra, segir í viðtaii við Morgunblaðið að þetta sé óviðun- andi. Hvarvetna, þar sem einhverfum sé sinnt með viðunandi hætti, sé greining og meðferð á sama stað, enda hafi reynsl- an sýnt það væniegast til árangurs. Hún telur og nauðsyn- legt að geta boðið einhverfum börnum upp á heilsársskóla, jafnvel þótt starfsemin sé ekki með sama hætti allt árið. Snemma á sl. ári skipaði Rannveig Guðmundsdóttir, þáver- andi félagsmálaráðherra, nefnd til að móta framtíðarskipan þjónustu við einhverfa. Nefndin lagði til að stofnað yrði fag- teymi með sérþekkingu á einhverfu, sem hafi víðtækar skyld- ur um greiningu og meðferð einhverfra einstaklinga. Það annist jafnframt fræðslu til foreldra og umsjónarfólks um eðli og meðferð einhverfu. Umsjónarfélag einhverfra hefur sent félagsmálaráðuneytinu áskorun um sama efni, sem og að stofnað verði meðferðarheimili fyrir einhverfa hið fyrsta. Nefndin, sem félagsmálaráðherra skipaði til að móta fram- tíðarskipulag þessara mála, skilaði niðurstöðum sínum í jan- úarmánuði síðast liðnum. Almennur félagsfundur Umsjónarfé- lags einhverfa telur eðlilega brýnt að félagsmálaráðuneytið grípi þegar til aðgerða, byggðra á niðurstöðum nefndarinnar, en drepi málinu ekki á dreif með því að vísa þeim til enn einnar nefndarinnnar. Spennan í forsetakosningunum eykst við ákvör Líkur á að bilið milli Ólafs og Péturs minnki Óvissa um úrslit forsetakosninganna hefur aukist eftir að Guðrún Pétursdóttir hætti við framboð. Skoðanakannanir gefa vísbendingu um að þetta styrki heldur stöðu Péturs Haf- stein og að bilið milli hans og Ólafs Ragnars Grímssonar minnki. Staða Ólafs Ragnars er hins vegar mjög sterk. Egill Olafsson fjallar um áhrifin af ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur. Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir Stjórnmálaf lokkum Niðurstöður úr 1. og 2. spurningu Könnun 14.-17. júní Kusu í síðustu alþingiskosningum Alþýðuflokk Olafur Ragnar Grímsson 12% 30% Pétur Kr. Hafstein 11% ~~| Framsóknarflokk Sjálfstæðisklokk § Alþýðubandalag Kvennalista J Þjóðvaka Nefna ekki flokk Guðrún Agnarsdóttir 11% 22% Guðrún Pétursdóttir Ástþór Magnússon 7% AÐ FLESTRA mati mun ákvörðun Guðrúnar Péturs- dóttur, að draga framboð sitt til embættis forseta íslands til baka, leiða til þess að bilið milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein minnki. Jafnframt þykir ljóst að þessi ákvörðun Guðrúnar ein og sér verður ekki til þess að Ólaf- ur Ragnar missi þá forystu sem hann hefur haft alla kosningabaráttuna. Það kom mörgum á óvart þegar Guðrún Pétursdóttir tilkynnti að hún drægi framboð sitt til baka, enda er ekkert fordæmi fyrir slíkri ákvörðun. Ákvörðunin þarf hins vegar ekki að koma á óvart ef horft er á stuðning við hana í skoðanakönnunum. Hún fékk mikið fyigi strax í upphafi þegar hún tilkynnti um framboð sitt í byijun febrúar fyrst frambjóðenda. Eftir að Olafur Ragnar tilkynnti um sitt fram- boð minnkaði stuðningur við hana, en hún var samt örugg í öðru sætinu. Hún hélt öðru sætinu eftir að Pétur lýsti yfir framboði, en eftir að fram- boðsfrestur rann út fór Pétur upp í annað sætið og Guðrún þokaðist niður á við. í síðustu skoðanakönnunum hefur hún mælst með minna fylgi en Guðrún Agnarsdóttir. Þegar Guðrún Pétursdóttir var spurð út í fylgistapið svaraði hún því til að hún treysti á að kynning í sjón- varpi og útvarpi myndi snúa þessari þróun við. Sú varð hins vegar ekki raunin. í skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar, sem gerð var um síð- ustu helgi, mældist fylgi hennar aðeins 8,3%, en fylgi nöfnu hennar var kom- ið upp í 17%. Hvern kjósa stuðningsmenn Guðrúnar? Það sem flestir velta nú fyrir sér er hvem stuðningsmenn Guðrúnar kjósa. í könnunum Félagsvísindakönn- unar hafa kjósendur ekki verið spurð- ir um hver sé þeirra næstbesti kostur. Gallup hefur hins vegar spurt um þetta og þrír af hveijum fjórum svöruðu spurningunni í könnun sem gerð var 12.-18. júní. Þar nefna 52% fylgis- manna Guðrúnar Pétur sem næstbesta kostinn. Afgangur skiptist nokkuð jafnt á milli Ólafs og Guðrúnar Agn- arsdóttur. Sé gengið út frá þessum tölum má draga þá ályktun að kjósend- ur skiptist á milli frambjóðenda með eftirfarandi hætti: Ólafur Ragnar 42-43%, Pétur 35-36%, Guðrún Agn- arsdóttir 18-19% og Ástþór Magnús- son 3-4%. Leggja ber áherslu á að taka verður þessu tölum með miklum fyrirvara. í könnun sem Gallup gerði í byijun þessa mánaðar settu um 35% stuðn- ingsmanna Guðrúnar Pétursdóttur Pétur í annað sætið, um 35% Guðrúnu Agnarsdóttur og um 20% nefndu Ólaf Ragnar. Bæði könnun Félagsvísinda- stofunar og Gallup gefa til kynna að konur hafi i nokkrum mæli fært sig úr stuðningsliði Guðrúnar Pétursdóttur yfir til Guðrún- ar Agnarsdóttur. Það getur skýrt að hlutfallslega fleiri stuðningsmenn Guðrúnar Pétursdóttur setja Pétur núna í annað sætið. Kannanir hafa sýnt að Guðrún Pétursdóttir hefur hlutfallslega átt mest fylgi meðal yngsta kjósendahópsins, þeirra sem eru á aidrinum 18-24 ára. Kannanir hafa einnig gefið til kynna að stuðn- ingur við Ólaf sé einna veikastur í þessum aldurshópi. Eftir sem áður ætla flestir í þessum aldurshópi að kjósa hann. Það kann því að ráða ein- hveiju um úrslit kosninganna hvern unga fólkið kýs. 50% af fylgi Guðrúnar kemur frá sjálfstæðis- og alþýðuflokksmönnum Ekki fer á milli mála að hluti kjós- enda tekur afstöðu til frambjóðenda eftir flokkspólitískum línum. Bæði Pétur og Guðrún Pétursdóttir eru yfir- lýstir stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins. Ef marka má kannanir ætlar meira en helmingur stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins að kjósa Pétur, en einungis 6,6% sjálfstæðismanna lýsti stuðningi við Guðrúnu í síð- ustu könnun Félagsvísinda- stofnunar. Ef hins vegar er horft eingöngu á fylgi Guðrúnar Pétursdóttur og skoðað úr hvaða flokki stuðnings- menn hennar koma kemur í ljós að 30% þeirra koma úr Sjálfstæðisflokkn- um, 20% úr Alþýðuflokknum og 12% úr Framsóknarflokknum. 8% stuðn- ingsmanna hennar koma úr Alþýðu- bandaiagi, Kvennalista og Þjóðvaka og 30% stuðningsmanna hennar nefndu engan flokk. Það fer því ekki á milli mála að fylgi hennar kemur frekar af hægri væng stjórnmálanna. Fylgi Péturs er að mörgu leyti líkt fylgi Guðrúnar Pétursdóttur að þessu leyti. Aðeins 3% stuðningsmanna hans eru kjósendur Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka. 65% stuðn- ingsmanna hans eru kjósendur Sjálf- stæðisflokksins, 11% styðja Alþýðu- flokkinn og 9% Framsóknarflokkinn. Þessi skipting endurspeglar einnig veikleika framboðs Péturs því það hefur ekki sömu flokkspólitísku breidd- ina eins og framboð Ólafs Ragnars og Guðrúnar Agnarsdóttur virðast hafa. Fleiri telja Pétur næstbesta kostinn Sumir hafa velt fyrir sér hvort svip- uð hreyfing komist á fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur á lokaspretti kosninga- baráttunar og gerst hefur með fylgi Guðrúnar Pétursdóttur. Þeirri spurn- ingu er erfitt að svara. Sem stendur virðist Guðrún Agnarsdóttir heldur vera að styrkja stöðu sína. Ef liins vegar stuðningsmenn Guð- rúnar Agnarsdóttur og Ástþórs ákveða að snúa blaðinu við og velja á milli Óiafs og Péturs virðast meiri líkui? Fyigi Guðrún ar kemur af hægri væng stjórn- málanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.