Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 27 ‘ðun Guðrúnar Pétursdóttur Morgunblaðið/Golli AUGLÝSINGAR teknar niður af kosningaskrifstofu Guðrúnar Pétursdóttur við Pótshússtræti í gær. Getur Netanyahu staðist harðlínu- mönnunum snúning? NETANYAHU og David Levy, utanríkisráðherra, fallast í faðma á þinginu eftir að sá fyrrnefndi hafði svarið embættiseið sinn. vera á að þeir komi til með að styðja Pétur en Olaf. í könnun Gallup voru kjósendur spurðir hvort það kæmi til greina að þeir breyttu afstöðu sinni ef sýnt þætti að þeirra frambjóðandi hefði ekki möguieika á að ná kjöri. Þriðjungur svarenda svaraði spurningunni játandi, en tveir af hverjum þremur sögðu nei. Líkur á að bilið minnki Þorlákur Karlsson, framkvæmda- stjóri Gallup, sagðist telja meiri líkur á að ákvörðun Guðrúnar hjálpaði Pétri í kosningnum en Ólafi Ragnari. Lík- legast væri að bilið milli Ólafs og Péturs _ héldi áfram að minnka. En staða Ólafs væri það sterk að fleira þyrfti að koma til ef Pétri ætti að takast að sigra í kosningunum. Þorlákur sagði að kannanir hefðu fram til þessa sýnt fram á að stuðn- ingsmenn Ólafs Ragnars og Guðrúnar Agnarsdóttur kæmu úr svipaðri átt og stuðningsmenn Péturs og Guðrúnar Pétursdóttur ættu sömuleiðis ýmislegt sameiginlegt. I Gallupkönnun, sem gerð var fyrir rúmum hálfum mánuði, hefðu fleiri stuðningsmenn Guðrúnar Agnarsdóttur sagst geta hugsað sér að kjósa Ólaf Ragnar en Pétur. í síð- ustu könnun hefðu álíka margir af stuðningsmönnum hennar nefnt Ólaf sem næstbesta kost og nefndu Pétur. Þarna væri hugsanlega einhver breyt- ing að verða á stuðningsmannaliði Guðrúnar Agnarsdóttur, en varhuga- vert væri þó að draga miklar ályktan- ir út frá þessu. Karl Sigurðsson, hjá Félagsvísinda- stofnun, sagði að því yrði tæpast neit- að að kosningabaráttan einkenndist nokkuð af því að tveir pólar, hægri og vinstri, tækjust á. Þetta hefði gerst löngu áður en Guðrún dró framboð sitt til baka og þess vegna væri ekki víst að kosninga- baráttan breyttist mikið að þessu leyti við ákvörðun hennar. Hann sagði að þó að Guðrún Agnarsdóttir virtist vera í sókn væru sig- urmöguleikar hennar ekki miklir. Karl sagði líkur á að Pétur fengi stærri hluta af fylgi Guðrúnar Péturs- dóttur, en Ólafur Ragnar og Guðrún Agnarsdóttir. Þess vegna væri líklegt að þessi ákvörðun Guðrúnar leiddi til þess að munur á milli Ólafs og Péturs minnkaði. Það væri hins vegar erfitt að segja til um hvað það minnkaði mikið. Það er að heyra á þeim sem stýra kosningabaráttu forsetaframbjóðend- anna að þeir ætli ekki að gera neinar breytingar á kosningabaráttunni þrátt fyrir ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur. Ólafía Rafnsdóttir, skrifstofustjóri á kosningaskrifstofu Ólafs Ragnar, sagði að engin áform væru uppi_ um að breyta kosningabaráttu Ólafs Ragnars vegna ákvörðunar Guðrúnar. Ólafur Ragnar hefði gott forskot á aðra frambjóðendur og hefði alla möguleika á að halda því. Ölafía sagði það rétt að hluti kjós- enda tæki afstöðu í kosningunum með það sem meginsjónarmið að koma í veg fyrir kosningu þess sem þeir vildu síst sjá á forsetastóli. Hún sagðist ekki hafa trú á að ákvörðun Guðrúnar hefði úrslita áhrif að þessu leyti. Valgerður Bjarnadóttir, kosninga- stjóri Péturs Hafstein, sagði að kosn- ingabarátta Péturs yrði rekin áfram af sama krafti og verið hefði óháð ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur. Hún sagðist ekki vilja spá fyrir um áhrifin af ákvörðun Guðrúnar á úrslit kosn- inganna. Úrslit kosninganna væru óviss. Möguleikar Péturs á sigri væru góðir ef vel væri unnið síðustu dagana fyrir kosningar. Sæmundur Norðfjörð, kosninga- stjóri Guðrúnar Agnarsdóttur, sagði að kosningabaráttu Guðrúnar yrði ekki breytt þrátt fyrir þessa ákvörðun nöfnu hennar. Kjósendur yrðu hins vegar hvattir til að láta sannfæringu um ágæti frambjóðenda ráða vali. Sæmundur sagði að framboð Guðrún- ar Agnarsdóttur væri mótvægi við þær pólitísku fylkingar sem virtust hafa myndast. Sæmundur sagðist telja að óvissa um úrslit kosninganna hefði aukist við ákvörðun Guðrúnar Péturs- dóttur og benti á að mjög margir hefðu enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvem þeir ætluðu að styðja. Önundur Björnsson, ijölmiðlafulltrúi Ástþórs Magnússonar, sagði að þessi ákvörðun Guðrúnar breytti engu um kosingabaráttu Ást- þórs. Mikill kraftur væri f baráttunni og hún yrði efld enn frekar síðustu dagana fyrir kosningar. Hann sagðist telja að óvissa um úrslit kosninganna hefði heldur aukist og möguleikar á góðum árangri Ástþórs hefðu vaxið. Benjamin Netanyahu, hinn nýi forsætisráð- herra ísraels, er tiltölu- lega ungur maður og óreyndur og margir óttast, að hann muni eiga undir högg að sækja gagnvart harðlínumönn- unum í ríkisstjórninni. Hans fyrsta embættis- verk þykir þó benda til annars. BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, er ekki aðeins yngsti maður- inn, sem gegnir því emb- ætti í sögu ríkisins, heldur einnig sá valdamesti vegna þess, að í kosning- unum í maí var í fyrsta sinn kjörið beint til embættisins. Netanyahu hefur aldrei gegnt ráðherraembætti áður og í ísrael efast margir um for- ystuhæfileika hans í ríkisstjórn, sem aðallega er skipuð harðlínumönnum og uppgjafahershöfðingjum. Hann þótti heldur ekki fara vel af stað. Við lá, að fresta yrði embættistöku nýju stjórnarinnar vegna tilrauna hans til að útiloka harðlínumanninn Ariel Sharon frá ráðherraembætti, en óhætt er að segja, að hans fyrsta embættisverk hafi komið flestum á óvart. Það var tilkynning hans um skipan þjóðaröryggisráðs að banda- rískri fyrirmynd. ísraelskir fjölmiðlar gerðu sér mik- inn mat úr því á miðvikudag þegar nýja stjórnin tók við, að reynsluleysi Netanyahus væri þegar farið að segja til sín og áttu þá við deilurnar innan Likudflokksins, sem ekki tókst að leysa fyrr en á síðustu stund. Net- anyahu hafði þá reitt gömlu ráða- mennina i flokknum til reiði með því að reyna að koma í veg fyrir, að sumir úr þeirra hópi fengju ráðherra- embætti. Vildi hann heldur hygla litlu trúar- og hagsmunaflokkunum, sem tryggðu honum sigur í forsætisráð- herrakosningunum með aðeins 30.000 atkvæði umfram Shimon Per- es, forsætisráðherra Verkamanna- flokksins. í þingkosningunum, sem fram fóru sama dag, tapaði Likud næstum fjórðungi þingsæta sinna til þessara flokka. Vildi ekki Sharon Netanyahu var mest í mun að halda Ariel Sharon utan stjórnarinn- ar. Hann er fyrrverandi hershöfðingi og harðlínumaður, hefur viðurnefnið „Jarðýtan", og líklega kunnastur fyr- ir að bera meginábyrgð á innrás ísra- elshers í Iibanon 1982. Þá er hann einnig upphafsmaður að nýbyggðum gyðinga á hernumdu svæðunum. Sharon krafðist þess að fá annað- hvort varnarmála- eða fjármálaráðu- neytið og í það minnsta húsnæðis- málaráðuneytið. Undir það heyra gyðingabyggðirnar á Vesturbakkan- um. David Levy, sem hefur á bak við sig fímm þingmenn úr þessu banda- lagi, sem Likudflokkurinn er, gekk á fund Netanyahus aðeins nokkrum klukkustundum áður en stjómin átti að taka við og hótaði að þiggja ekki utanríkisráðherraembættið nema Sharon fengi ráðherraembætti líka. Netanyahu gafst þá upp og bauðst til að búa til nýja stöðu fyrir Sharon, sem hefur verið boðið að verða ráð- herra „innra skipulags". Sharon, sem var ekki við embætti- stöku stjórnarinnar, hefur ekki enn svarað því beint hvort hann ætlar að þiggja nýju stöðuna en hans fyrstu viðbrögð voru að krefjast þess, að valdsvið hennar yrði aukið. Það hefur ekki fallið í góðan jarðveg hjá hinum ráðherrunum, sem segjast ekki munu sætta sig við, að þeirra ráðuneyti verði skert hið minnsta. Óskrifað blað Eins og fyrr segir er Netanyahu valdameiri en fyrri forsætisráðherrar í ísrael, að minnsta kosti á pappírn- um, vegna þess, að hann var kjörinn beinni kosningu. Ýmsir stjórnmála- skýrendur í landinu draga þó þessa skilgreiningu í efa. Þeir segja, að hún láti vissulega vel í eyrum en raun- verulegt vald felist í því að ráða yfir uppsprettum þess. Netanyahu hafi hins vegar látið margar þeirra í hend- ur manna utan Likudflokksins. Þá benda þeir líka á, að Netanya- hu eigi sér lítið bakland innan flokks- ins. Hann eigi frama sinn i Likud ekki að þakka öflugum stuðnings- mannahópi, heldur góðri og kunn- áttusamlegri framkomu i sjónvarpi. „Við vitum i raun ekkert um Net- anyahu nema það, sem lesa má út úr ræðum hans í hita kosningabarátt- unnar,“ sagði vestrænn stjórnarer- indreki í ísrael og var þá í raun að lýsa þeirri von sinni og margra ann- arra stuðningsmanna friðarsamning- anna við Palestínumenn, að Netanya- hu ætti eftir að koma „þægilega á óvart“. „Hann fer ekki beinlínis vel af stað en það er of snemmt að kveða upp einhveija dóma,“ var haft eftir ísra- elskum fréttaskýranda, sem stendur nærri Netanyahu, og hugsanlega hitti hann þar naglann á höfuðið. Eftir athöfnina í ísraelska þinginu á miðvikudag þar sem 62 af 120 þingmönnum greiddu nýju stjórninni atkvæði boðaði Netanyahu til síns fyrsta ríkisstjórnarfundar. Þar flutti hann dálitla tölu og sagði ráðherrunum, að stjórnin væri frábrugðin fyrri ríkis- stjórnum, aðallega vegna nýrra laga, sem færðu for- sætisráðherranum aukin völd. Síðan tilkynnti hann, að hann ætlaði að skipa sérstakt þjóðarörygg- isráð líkt og er í Bandaríkjunum. Tilkynningin virtist koma flestum í opna skjöldu, að minnsta kosti sagði ísraelska sjónvarpið, að Yitzhak Mordechai varnarmálaráðherra hefði ekki haft hugmynd um málið þótt það snerti hann og hans ráðuneyti einna mest. Fréttaskýrendur í ísrael segja, að þessi ráðstöfun sé mikill álitshnekkir fyrir ráðherrana. Með henni sé verið að rýra áhrif þeirra í einum mikilvægasta málaflokkinum, sjálfum öryggismáiunum. Ljóst sé, að þjóðaröryggisráðið muni fyrst og fremst verða Netanyahu sjálfum til ráðuneytis. Er úti um friðinn? Ríkisstjórnar Verkamannaflokks- ins verður minnst fyrir Óslóarsamn- ingana, friðarsamningana við Palest- ínumenn, og nágrannar ísraela og umheimurinn allur bíður spenntur eftir að sjá hvert framhaldið verður hjá stjórn Netanyahus. Sem stjórnar- andstæðingur og í kosningabarátt- unni var Netanyahu ekki minni harð- línumaður í andstöðu sinni við friðar- samningana en aðrir frammámenn í Likudflokknum en líklega mun hann reyna það, að það er hægara um að tala en í að komast. Ljóst er, að Bandaríkjastjórn, sem veitir ísrael meiri fjárhagsaðstoð en nokkru öðru erlendu ríki, mun leggja hart að honum að halda friðarferlinu áfram og svo er einnig um aðrar vestrænar ríkisstjórnir. Netanyahu er því eins og milli steins og sleggju í þessu máli. Það eru ekki aðeins hans eigin orð og yfirlýsingar, sem standa í veginum, heldur einnig af- staða smáflokkanna, sem styðja rík- isstjórnina. Að minnsta kosti þrír þeirra krefjast þess, að samningun- um við Palestínumenn verði rift og byggðir gyðinga á hernumdu svæð- unum auknar. Netanyahu hefur marglýst yfir, að ísraelar eigi ekki að skila Vestur- bakkanum og stefnuskrá stjórnar hans er skýr. Sjálfstætt ríki Palest- ínumanna verður aldrei samþykkt, Jerúsalem verður ekki skipt upp og Golanhæðunum ekki skilað til Sýr- lendinga. Arabaríkin segja, að stefnuskráin jafngildi „stríðsyfirlýs- ingu“. Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í ísrael á næstu vik- um því að hún mun hafa gríðarleg áhrif á framvinduna í öllum Miðaust- urlöndum. í flestum þeirra ríkir kreppa í efnahags-, um- hverfis- og þjóðfélagsmál- um og því er spáð, að víða muni sjóða upp úr af þeim sökum á næstu árum. Sér- fræðingar eru sammála um, að forsendan fyrir lausn þessara mála sé aukin samvinna og viðskipti milli landanna í þessum heimshluta og friðarsamningar Israela og Palest- ínumanna voru fyrsta skrefið í þá átt. Það gæti þvi haft mjög alvarleg- ar afleiðingar í för með sér og ekki síst fyrir ísraela sjálfa reyni Likud- flokkurinn og Netanyahu að snúa þróuninni við. Heimild: The Daily Telegraph, Reut- er, Jerusalem Post. 50% kjós- enda Guðrún- ar telur Pétur næstbesta kostinn Öryggisráð í blóra vió ráðherrana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.