Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samræmd skattlagn- ing fjármagnstekna í FYRRI grein minni lýsti ég aðdragandanum að upptöku §'ár- magnstekjuskatts og helstu rökum fyrir skattlagningunni. I þessari vík ég að þeirri umræðu sem hefur orð- ið um málið og fj'alla um gagnrýni sumra stjórnarandstæðinga. Rétt er að riija upp að stjórnar- frumvarpið var samið af nefnd allra þingflokka spm í áttu einnig sæti •-fulltrúar ASÍ og VSÍ. Niðurstaðan var málamiðlun. Þrátt fyrir það lögðu formenn þriggja stjórnarand; stöðuflokka fram nýtt frumvarp. í umræðunni um frumvörpin hefur á köflum gætt misskilnings og óná- kvæmni sem nauðsynlegt er að leið- rétta. Þetta á ekki síst við um ýmis- legt sem fram kemur í frumvarpinu sem flokksformennirnir þrir lögðu fram á Alþingi og ummæium og blaðagreinum ýmissa fylgismanna þess sem voru á svipuðum nótum. Þannig hafa heyrst raddir um að með þessari skattlagningu sé verið að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað annarra sem verr eru settir; að hér sé um að ræða stór- • kostlegustu eignatilfærslu síðari ára, ef ekki alda, til stóreignamanna og fleira í þeim dúr. Samræming Þessar fullyrðingar eru beinlínis rangar og eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Raunar þvert á móti. Ég rökstyð þá skoðun mína með því að vísa í álit nefndarinnar, en þar er Ijallað ítarlega um áhrif þessarar skattlagningar. Þar kemur fram sú eindregna skoðun að skattlagning vaxtatekna feli í sér aukið samræmi í skattlagningu tekna. Auk þess stuðli hún að tekjujöfnun þar sem tekjuhærri og efnameiri einstakling- ar hafi alla jafna meiri vaxtatekjur en hinir tekjulægri. Skattlagning annarra fjármagns- tekna mun hins vegar verða léttari, enda er það beinlínis yfirlýst markmið að létta skatt- byrðina frá því sem nú er til þess að örva upp- byggingu atvinnulífs- ins. Það er því alrangt sem haldið hefur verið fram að hér sé verið að skattleggja þá sem minnst mega sín og nægir í sjálfu sér að líta á nokkrar heildar- stærðir til að átta sig á því. Annars vegar mun skattlagning vaxtatekna ein- staklinga skila um 800 m.kr. þegar upp er staðið. Hins vegar geta skatt- ar af öðrum ijármagnstekjum lækk-. að um 200 m.kr. Árlegar tekjur verða hins vegar um einn milljarður króna þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Þessar heildartölur sýna að hér er verið að hækka skatta, ekki lækka þá. Þessum nýju tekjum verður síðan varið til að lækka aðra skatta. Jöfnun tekna og minni skattsvik Rn er þá verið að hækka skatta á láglaunafólki og lækka skatta hjá hátekjufólki? Aldeilis ekki því að það má ganga út frá því sem vísu að þeir einstaklingar sem fjárfesta í hlutabréfum fjárfesti einnig í ríkis- bréfum og öðrum þeim bréfum sem eru í dag skattfíjáls. Enda er fjár- festing í hlutabréfum í dag áhættu- samari og líklegri til að skila lægri ávöxtun - meðal annars vegna þess að sú fjárfesting er skattlögð, jafn- vel oftar en einu sinni - en ríkis- bréf sem eru skattfrjáls. Af þessu má ráða að jafnvel þótt skattar á hlutabréf lækki eitthvað muni skattur af vaxtatekjum vegna ríkisbréfaeignar gera meira en vega upp skattalækkunaráhrif- in. Tekjuháir einstakl- ingar munu þannig greiða hærri skatt en hinir tekjulægri og af því leiðir að skattlagn- ing Ijármagnstekna er tekjujafnandi þegar á allt er litið. Þessu til viðbótar má nefna að gert er ráð fyrir að heimilt verði að nýta persónuafslátt til greiðslu Ijármagnstekjuskatts. Þannig má ætla að verulegur hluti einstaklinga með lágar tekjur og litlar fjármagnstekjur greiði engan fjármagnstekjuskatt þegar upp er staðið. Lausleg áætlun bendir til þess að um fjóröungur þeirra ein- staklinga sem hafa einhveijar vaxtatekjur lendi í þessum hópi. Ég vísa ennfremur á bug fullyrð- ingum um að þessi útfærsla á skatt- lagningu fjármagnstekna stuðli að meiri skattsvikum. Nefndin kemst að þveröfugri niðurstöðu, nefnilega að hætta á skattsvikum sé mun minni með þessari aðferð en öðrum sem voru skoðaðar, þar á meðal þeirri sem formennirnir þrír lögðu til. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður ijölmargra erlendra og innlendra athugana þar sem lægri skatthlutföll og einföld fram- kvæmd eru talin stuðla að minni skattsvikum. Uppbygging atvinnulífs Þá vil ég vekja athygli á því að nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé og æskilegt að skatt- leggja allar fjármagnstekjur ein- staklinga með sama hætti. Það sé óheppilegt að skattleggja sumar fjármagnstekjur með einum hætti og aðrar með öðrum hætti. Sú að- ferð leiðir til mismununar og hefur óheppileg áhrif á viðskipti á fjár- magnsmarkaði og spariíjármyndun í landinu. Auk þess telur nefndin afar æskilegt fyrir uppbyggingu atvinnulífs og atvinnusköpun í land- inu að skattleggja arð og söluhagn- að með sama hætti og vexti. Þetta er margítrekað í áliti nefndarinnar. Ég er sammála þessu áliti nefndar- innar og tel þess vegna rangt að halda því fram að skattlagning arðs og söluhagnaðar annars vegar og vaxtatekna hins vegar séu tvö óskyld mál. Þetta eru þvert á móti allt greinar. á sama meiði og því fullkomlega eðlilegt að fella skatta- lega meðferð þeirra undir sama hatt. Skattlagning vaxta- tekna felur í sér aukið samræmi í skattlagn- ingu tekna. í seinni grein sinni fjallar Frið- rik Sophusson um áhrif skattlagningar fjármagnstekna og álitamál um hana. Einföld framkvæmd og minni röskun Loks vil ég taka sérstaklega fram að sú útfærsla við skattlagningu fjármagnstekna sem hér liggur fyr- ir og gerir ráð fyrir tiltölulega lágu skatthlutfalli án sérstakra ívilnana umfram nýtingu persónuafsláttar er ekki hugsuð sem fyrsta skref í átt tii aukinnar skattlagningar síðar meir. Það er mesti misskilningur. Eins og fram kemur í áliti nefndar- innar þá telur hún valið standa á milli þess að hafa lágt skatthlutfall án sérstakra ívilnana annars vegar og hins vegar þess að hafa hærra skatthlutfall með ýmsum afsláttar- og frádráttarliðum. Þetta val geng- ur eins og rauður þráður í gegnum nefndarálitið og um þetta er nefnd- in fullkomlega sammála. Nefndin valdi fyrri kostinn, ekki þann síð- ari, og hið sama varð ofan á við afgreiðslu Alþingis. Ástæðan fyrir því að nefndin mælti með þessari leið var ekki síst sú að hún væri mun einfaldari í framkvæmd, auk þess að vera skil- virkari og heppiiegri frá sjónarhóli skatteftirlits og innheimtu. Önnur og ekki síður mikilvæg ástæða er að nefndin taldi þessa leið líklegri til að valda minni röskun á ijár- magnsmarkaði en aðrar leiðir. Þetta atriði er afar mikilvægt og ég vil undirstrika það. Enda segir það sig sjálft að hærra skatthlutfall hlýtur að hafa meiri áhrif á vexti og sparn- að og stuðla frekar að fjárflótta en sú leið sem nú hefur verið lögfest. Lokaorð Ég hef í tveimur blaðagreinum rakið aðdraganda og helstu tillögur er lúta að samræmdri skattlagningu ijármagnstekna. í lokin vii ég undir- strika það sem þegar hefur verið sagt að lögin eru málamiðlun þar sem valinn er sá kostur sem talinn var geta orðið grundvöllur að víð- tæku samkomuiagi. Þessi útfærsla var sameiginleg niðurstaða ítarlegra umræðna fulltrúa allra þingflokka, ASÍ og VSÍ eftir að hafa fjallað um ýmsar aðrar leiðir og hafnað þeim, meðal annars þeirri leið sem for- menn þriggja stjórnarandstöðu- flokka gerðu að sinni tillögu. Ég tel engan vafa leika á því að sú leið sem hefur verið valin er besta leiðin til þess að tryggja allt í senn; sam- ræmda skattlagningu fjármagns- tekna, tekjujöfnun, sem minnsta röskun á ijármagnsmarkaði, sem einfaldasta framkvæmd og sem best skattskil. Auk þess mun hún hafa jákvæð áhrif á atvinnulífíð og at- vinnuuppbyggingu í landinu. Það eru vitaskuld meginatriði málsins. Höfundur er fjármálaráðherra. AÐ UNDANFORNU hafa ýmsar áleitnar spurningar, er varða fram- tíðarstöðu þjóðkirkjunnar, verið til allnokkurrar umræðu manna á meðal. f hinni almennu umræðu hefur þá oft verið fjallað um hugs- anlegan (og að sumra mati æski- legan) aðskilnað ríkis og kirkju, en samkvæmt stjórnarskrá okkar verður honum komið við með ein- faldri lagabreytingu ef fylgismenn þeirrar nýbreytni nytu til þess nægilegs stuðnings löggjafans. Um ýmsar hliðar þess máls mætti rita í löngu máli, þótt eigi verði það gert hér, heldur þess eins getið, að nefnd sú, sem vinnur nú að smíði lagafrumvarps um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunn- ar, hefur í samráði við kirkjuyfir- BÍLSKÚRSHURÐIR i'.'/AL-bOKCA EHf HÖFÐABAKKA 9, 112 REVKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 yfirstjórninni, en jafnframt gert ráð fyrir því að með heimild í þeim lög- um setji kirkjan sér sjálf, á vett- vangi kirkjuþings, ítarlegar starfs- reglur um hvaðeina, sem nauðsyn ber til að reglufesta umfram lagaá- kvæðin sjálf. Þetta myndi leiða til þess að unnt yrði að afnema fjöl- mörg núverar.di ákvæði og laga- bálka um kirkjuleg málefni, sökum þess að hinar nýju reglur koma í staðinn. Verði þessi nýskipan lög- tekin mun vægi löggjafarstarfsemi Alþingis um málefni þjóðkirkjunnar minnka mjög frá því sem verið hef- ur, en þess í stað mun vald kirkjunn- ar í öllum „innri málurn" hennar aukast verulega frá því sem nú er. vissa nefndarinnar, að aukin sjálfs- stjórn þjóðkirkjunnar og sú aukna ábyrgð stjórnenda hennar jafnt sem almennra þegna, er þar af leið- ir, muni auðvelda kirkjunni störf hennar og efla kirkjunnar menn til samræmdra átaka í starfi, enda á kirkjunni að vera vel treystandi til sjálfstjórnar á grunni traustra lagafyrirmæla og reglna. Mikilvægur þáttur í tillögum nefndarinnar er, að vald kirkju- þings verði aukið verulega og því m.a. fengið eins konar „löggjafar- vald“ í kirkjulegum málefnum og sjálfstætt ákvörðunarvald í ýmsum efnum. Ramminn um starfsemi kirkjuþings verður styrktur mjög miðað við það sem nú er. Leikmenn verði í meirihluta á þinginu, kosnir með lýðræðislegum hætti, og úr hópi þeirra komi formaður þings- ins, kosinn til allnokkurra ára í senn. Enda þótt aðalfundur kirkju- þings verði einu sinni á ári hveiju, svo sem verið hefur, mun þingið starfa allt árið, samkvæmt tillögun- um, með þeim hætti að fastanefnd- ir þess séu sívirkar og vinni að undirbúningi mála árið um kring undir umsjá formannsins. Framkvæmdarvald á sviði kirkj- unnar verður, auk tiltekins ákvörð- unarvalds safnaða í innri málum, í höndum kirkjuráðs og ýmissa stjórnenda kirkjulegra starfsdeilda og stofnana, eftir því sem nánar er mælt fyrir um í frumvarpinu, og þangað má skjóta ýmsum al- mennum ákvörðunum lægra settra stjórnvalda. Að sjálfsögðu hefur biskup ís- lands - og um leið vígslubiskupar Sérstakt og sjálfstætt stjórnvald, úrskurðar- nefnd, segir Páll Sig- urðsson í þessari síðari grein sinni, fari með til- tekin ágreiningsefni og kveði upp úrskurði. þegar á reynir - enn sem fyrr miklu hlutverki að gegna í kirkjustjórn- inni, m.a. vegna áhrifa í kirkjur- áði, og settur er rammi um sér- stakan samráðsvettvang biskups Islands og vígslubisupanna. Bisk- upinn verður sem fyrr höfuðtals- maður þjóðkirkjunnar og hann mun vitanlega fara með vígsluvald, svo sem verið hefur, og hafa eftirlit með kristnihaldi, kenningu kirkj- unnar og starfi hennar í landinu, vera trúnaðarmaður og sálusorgari presta, og ásamt öðrum kirkjuleg- um framkvæmdarvaldshöfum mun hann fylgja eftir reglum, er kirkju- þing setur, og jafnframt samþykkt- um þingsins og markaðri stefnu þess. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir, að stjórnir sjóða kirkjunn- ar verði sjálfstæðar þótt þær verði ábyrgar gagnvart æðri stjórnvöld- um kirkjunnar. Sérstök ákvæði verða í frum- varpinu um lausn ágreinings, er varðar kenningu þjóðkirkjunnar, og um málsmeðferð í því sambandi. Biskup íslands mun hafa yfirum- sjón með kirkjuaga og beita sér, ásamt vígslubiskupum og próföst- um, fyrir lausn ágreiningsefna, sem rísa kunna á kirkjulegum vett- vangi. Hrökkvi það eigi til, þegar uppi er ágreiningur meðal kirkj- unnar manna eða þegar starfsmenn kirkjunnar, háir sem lágir, eru bornir sökum um siðferðis- eða agabrot, er það tillaga nefndarinn- ar að sérstakt og sjálfstætt stjórn- vald innan kirkjunnar, úrskurðar- nefnd, sem kirkjuþing skipi til all- nokkurra ára í senn, fari með þau mál, án milligöngu annarra stjórn- valda, og kveði upp grundaða úr- skurði. Verði jafnframt skýrt kveð- ið á um það, til hvaða úrræða nefndin geti gripið ef hún telur ástæðu til, t.d. allt frá áminningu til brottvikningar starfsmanns, auk þess sem mæla má fyrir um að starfsmaður skuli fluttur til í starfi. Þá er lagt til, að úrskurðum þessar- ar nefndar megi skjóta til sérstakr- ar áfrýjunarnefndar, -sem verði skipuð með sérlega tryggilegumum hætti og hafi endanlegt úrskurðar- vald um framangreind ágreinings- mál á kirkjulegum vettvangi. Höfundur er prófessor í lögfræði og á sæti í Kirkjuskipuhigsnefnd. Endurskipulagning þjóðkirkjunnar Nauðsyn ber til almennrar samstöðu um tímabærar úrbætur völd miðað samningu frumvarpsins við það, að þessu gamalgróna sambandi verði ekki slitið með öllu og að enn sem fyrr muni rík- isvaldið (fjárveitinga- valdið) styðja þjóð- kirkjuna, þannig að hún geti haldið uppi þróttmiklu starfí á hefðhelguðum og al- kunnum gi’undvelli. Hins vegar leggur nefndin til, að lögtek- inn verði almennur lagabálkur, þar sem kveðið sé á um alla hina Páll Sigurðsson helstu þætti í starfi og uppbyggingu kirkjunnar jafnt í söfnuðum sem í Þar að auki mun starfssvið einstakra embættismanna henn- ar og um leið „um- gjörð“ kirkjunnar í heild skýrast mjög mið- að við núverandi regl- ur. Mun þá þjóðkirkjan búa við sjálfræði gagn- vart ríkisvaldinu innan tiltekinna marka og hún og stofnanir henn- ar njóta sjálfstæðrar eignhelgi og koma fram sem sjálfstæðir aðilar gagnvart al- mannavaldinu. Það er ætlun og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.