Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÆVAR G UNNARSSON + Ævar Gunnars- son fæddist í Reykjavík 25. apríl 1933. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 9. júní síðastliðinn. Foreldrar Ævars voru hjónin Gunnar Jónsson kaupmað- ur, f. 4. desember 1896, d. 22. júní 1960, og Ingibjörg Ólafsdóttir hús- móðir, f. 12. ágúst 1909, d. 30. apríl 1959. Systkini Æv- ars eru: Gunnar Þorbjörn, fyrrv. forsljóri, f. 8. ágúst 1926, Sverrir bóndi, f. 18. ágúst 1928 og Þorgerður bankastarfsmað- ur, f. 4. júní 1930. 29. sept- ember 1966 kvæntist Ævar Þórdísi Ingibjörgu Ólafsdóttur húsmóður, f. 29. september 1943. Þau skildu fáum árum síðar. Þau eignuðust einn son, Guðmund, verkstjóra, f. 15. október 1967. Hann býr með Hildi Gunnarsdóttur, f. 30. nóvember 1965. Um átján ára ald- ur gerðist Ævar starfsmaður Al- menna byggingafé- lagsins hf. og til- einkaði því félagi starfskrafta sína í rúma tvo áratugi, eða þar tii hann hóf störf hjá Islenskum aðalverktökum árið 1972, en þar starfaði hann við verk- stjórn síðustu árin, eða allt fram til þess að örlögin buðu annað. Útför Ævars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Ævar, frændi minn, verður ekki kvaddur með hinu klassíska hversmannshugljúfa- og hrókur alls fagnaðar-forriti. Hinstu örlög þessa + sérstæða manns og persónugerð hans kalla á aðra nálgun. En auðvit- að vissir þú, Ævar minn, eins og við hin, að í lífinu er dauðinn aðeins spurning um tíma. Ungur maður og eldri, hefurðu áreiðanlega velt vöngum yfir hefðbundnu alheims- spurningunni um tilgang lífsins og þeirri miklu staðreynd, að það eina, sem við höfum örugglega á verk- efnaskránni frá getnaði og fæð- ingu, er að deyja. Hér er það ein- mitt tíminn sem er svo mikilvægur, því það er fyrst og fremst hinn ótímabæri dauði, sem veldur svo mörgum ótta og sorg. Hinn tíma- bæri dauði, hins vegar, er oftast ekki bara eðlilegur, heldur stundum kærkominn og jafnvel tilhlökkunar- efni. Ég verð að segja þér eins og er, frændi minn góður, að þinn dauði ber flest skilmerki hins ótímabæra, þessa, sem kemur ekki bara óvænt og allt of snemma á dagskrá, held- ur einnig í algjörri erindisleysu, í þínu tilfelli. Ekki varstu búinn með aldurskvótann. Ekki þurfti að losa líkama þinn eða sál þína úr langvar- andi og óbærilegri prísund heilsu- leysis vegna slyss, eða banvæns sjúkdóms. Við slíkan dauða getum við hvorugur verið sáttur. En hvað var það þá, sem gerðist í lokin? í dag get ég ekki svarað þeirri spurn- ingu, vinur minn. Kannski síðar, en þú munt sennilega aðeins fá svarið að því tilskildu, að boðskipta- heimurinn spanni langt útfyrir við- urkenndar víddir. En skoðum það sem við vitum. Fyrri sjúkrahúsvist þína bar brátt að. Þú fékkst slæma kviðverki og varst skorinn 5. des- ember, 1994. Reyndist vera með góðkynja skemmd í ristli. Skemmd- in var fjarlægð og þú fékkst poka á kviðinn, til að leyfa líffærinu að jafna sig, þar til tenging yrði fram- kvæmd síðar meir. Stuttu eftir að- gerðina, fékkstu illvíga sjúkrahús- bakteríu í hægra lunga og lentir í löngum og alvarlegum lífsháska, sem lauk ekki fyrr en miðhluti lung- ans hafði verið numinn brott. { þessum hremmingum misstirðu reyndar, um tíma, allan lífsvilja og varst tilbúinn að stimpla þig út. En svo kom bati smám saman og þú útskrifaðist með endurnýjaða líf- slöngun sjötíu og sex dögum eftir ristilaðgerðina. Rúmu ári síðar varstu orðinn verulega brattur og hafðir safnað kjarki tii að fara í endurtengingu og losna við pokann af kviðnum. Þú manst, að þú hringdir í mig og vildir flýta inn- lögn, því þú ætlaðir þér í betra form fyrir veiðitúra sumarsins. Þú lagðist inn á dánardægri ömmu í apríl sl. og gekkst undir aðgerð 2. maí. Sjálf tengingin mun hafa gengið vel, en eitthvað óvænt gerðist fljótlega upp úr því. Þú fékkst ólýsanlega kvið- verki og varðst fárveikur. Meira veizt þú ekki, Ævar minn, því þú varst svæfður aftur, m. a. vegna endurtekinna skurðaðgerða. Og aft- ur hetjuðu á þig sjúkrahússýklar. Þú varst rannsakaður hátt og lágt, því læknar leituðu skýringa. Allt mun hafa verið gert til að hjálpa þér, en eftir þrjátíu og sex daga á gjörgæsludeild, voru meltingarfæri þín orðin svo illa skemmd, að þau gátu aðeins boðið upp á þinn ótíma- bæra dauða. Þannig fór þetta, minn kæri frændi, og ástæðan er enn óljós. Kannski fáum við frekari skýringar, þó síðar verði, en þær munu auðvitað aldrei verða svo full- nægjandi, að þær bæti okkur miss- inn. En hver varst þú, þessi frændi, sem kenndir mér allt, sem ég kann um skotveiði. Sem fórst með mig í veiðitúra og heimsóknir í Hross- haga. Ég man fyrst eftir þér í her- berginu þínu uppi á lofti á Hverfó hjá ömmu og afa. Tómar gosflösk- ur, tóbakslykt, ævintýralegt skrif- borðsskúffudót, dekkjaauglýsing sem öskubakki og lyklakippa frá Almenna byggingafélaginu. Inni í þessu herbergi, lokuðu, prufukeyrð- ir þú stundum jólagjafir mínar fyrir afhendingu. Ég á góðar minningar frá þessum árum og man vel hlýju þína í minn garð og hitt, að ég leit upp til þín. Þú varst góðum gáfum gæddur, en sagður fremur latur í skóla og hafnaðir honum reyndar umfram skylduna, en gerðist þeim mun lesn- ari í öllu því, sem hugurinn girnt- ist. Ungur varstu umvafinn móður- ást og umhyggju. Reyndar kannski dálítið ofdekraður. Ég átti hana ömmu með þér um tíma og Gerðu frænku líka. Þú varst viðkvæmur maður og nokkuð lokaður. Þú bjóst yfir ríkri samúðar- og réttlætis- kennd, enda góður krati. Þú varst skemmtilegur viðhlæjandi með þægilega kímnigáfu. Þér þótti gott að þegja með réttu fólki, eins og nokkur dæmi eru til um úr hinni miklu vináttu ykkar Þóris, frænda okkar, sem einnig lézt allt of snemma á sama sjúkrahúsi tveimur dögum eftir fyrri aðgerðina á þér í desember 1994. Þér var mikill missir í Þóri. Veiðigyðjan átti í þér sterk tök. Það kom berlega í ljós í Grímsá í hittifyrra, að hin hæverska náttúru- dýrkun þín og veiðiáhugi hafði lifað þá áratugi, sem liðnir voru frá því þú kenndir mér, kornungum, listina að lesa í vötn og annars konar veiði- lendur. Þú varst kvæntur um tíma, en konu þinni kynntist ég ekki. En stutt hjónabönd geta gefið ríkulegan ávöxt og ykkar heitir Guðmundur. Og þú missir af fyrsta barnabarninu, sem er á leiðinni, eins og þú vissir reyndar. í dag lýkur hringferð þinni, Ævar minn, þegar þú verður lagður í ijöl- skyldureitinn við hlið ömmu og afa. Með söknuð í huga, vil ég þakka þér fyrir að hafa mátt eiga þig að, sem góðan vin og frænda, um leið og ég bendi þér á, að þótt dauðinn sé ávallt aðeins spurning um tíma, með tilheyrandi hugarangri í mann- heimum, þá falla öll þessi dauða- tengdu vandamál lífsins algjörlega í skugga þeirrar nöturlegu tilhugs- unar, að hafa aldrei fengið að fæð- ast inn í þessa fögru veröld. Gunnar Ingi. Minnast vil ég í fátæklegum orð- um en þakklátum huga míns ást- kæra frænda Ævars Guðbjörns Gunnarssonar sem við systkinin og börn okkar eigum svo margt að þakka. Við andlát frænda míns fyllist ég sorg og söknuði og minninga- brotin um alla þær mörgu upplifan- ir sem ég hef átt með frænda mín- um leita stanslaust upp í huga minn en samhliða því er ég í hjarta mínu full af gleði og þakklæti fyrir það að hafa átt svona einstaklega góðan og umhyggjusaman frænda sem var mér í senn góður frændi, vinur og félagi. Fyrir mig var það líka ómet- anlegt öryggi að eiga Ævar frænda að, því ég vissi vel hvert ég gat ieitað ef í nauðir ræki. Síðustu samverustundir okkar „mæðgnanna" eins og Ævar kallaði okkur gjarnan og hans, mun alltaf búa í hjarta okkar sem dýrmæt mining. Ævar var kallaður til af Söru, til þess að lesa yfir skólarit- gerð um síðustu heimsstyjöldina, því engum treysti hún betur til þess en frænda sem var víðlesinn og hafsjór af fijóðleik. Þessi morg- unstund í Laufenginu var full af hlýju og föðurlegri umhyggju Æv- ars í okkar garð. Ekki óraði okkur fyrir því þegar Ævar hringdi í okkur stuttu seinna, kátur í bragði, daginn sem sam- ræmdu prófum grunnskólans lauk, að hann ætti ekki afturkvæmt heim. Hann bað Söru að fara gætilega um kvöldið og tilkynnti okkur að búið væri að kalla hann inn á spítal- ann, til að láta laga það sem þurfti eftir síðustu aðgerð fyrir ári síðan. Hann fór á spítalann ókvíðinn og bjartsýnn um að allt mundi ganga eðlilega. Ævar var á margan hátt mjög sérstakur maður. Hann var að eðlis- fari einfari, sjálfum sér nógur, lítil- látur og nægjusamur, en því rausn- arlegri og gjafmildari við aðra. Hann var lestrarhestur mikill og engan mann þekki ég sem ferðast hefur víðar um í heiminum í gegn- um lestur bóka og gat hann frætt mann um hina fjarlægustu staði jarðar jafnt sem nærliggjandi lönd, eins og hann hefði verið þar sjálf- ur. Ævar hafði gaman af að ferð- ast um landið okkar og nutum við góðs af. Ófáar ferðirnar fórum við mamma, systkinin og síðar börnin okkar með honum í sunnudagsbíl- túra eða lengri ferðir og þá jafnvel upp á hálendi Islands. Ævar var með eindæmum vel að sér í sögu lands og þjóðar og var þeim hæfi- leikum gæddur að geta sagt trölla- og grýlusögur á svo frábæran og skemmtilegan hátt, að við börnin sáum grýlu ljóslifandi fyrir okkur og kom það oft fyrir að við sórum fyrir það að hafa sér tröllskessunum bregða fyrir uppi í fjöllunum. Ævar gerði drauminn um að eignast góðan jeppa að veruleika fyrir hálfu öðru ári. Staðráðinn í að fara um fjöll og firnindi, með búnað sem alvöru ferðagörpum sæmir. Glettnisleg rödd Ævars þeg- ar hann spurði bæði í gamni og alvöru, þegar lagt var í hann, hvort við hefðum nú munað eftir síðu nærbuxunum, mun hljóma í eyrum okkar, sem eftir erum um ókomna framtíð. Því miður varð minna úr þessum ferðum en ætlunin var vegna veikinda Ævars og vegna brottfalls besta vinar hans og frænda, Þóris, en hann lést fyrir ári. Móðir mín og Ævar voru einstak- lega samrýmd systkini. _Ég minnist þeirra alltaf saman. Ég veit að mamma bar mikla umhyggu fyrir Ævari, hann var alltaf litli bróðir hennar. Við bjuggum í sama húsi þegar ég var barn og við borðuðum saman. Eftir að hann stofnaði heim- ili sjálfur var hann alltaf með okkur á hátíðisdögum og alla laugardaga og sunnudaga drakk hann kaffi hjá mömmu, spjallaði, fór í bíltúra eða þau hoTfðu á fótboltann í sjónvarp- inu saman. Þau voru það nátengd og mikið saman að yngstu barna- börn mömmu sem ekki upplifðu Friðrik afa sinn, sem dó fyrir 16 árum, nefndu þau alltaf í sama orð- inu „amma og Ævar“. Mamma stóð trúföst við hlið bróður síns alla hans erfiðu banalegu full af ást og umhyggju. Veit ég að hún á eftir að sakna bróður síns sárt. Stolt og gleði Ævars í lífinu var sonur hans, Guðmundur. Það geisl- aði alltaf af Ævari þegar hann tal- aði um Gumma sinn, sem var hon- um líka góður sonur. Það verður varla með orðum lýst hvað glaður og stoltur barnakarlinn Ævar var þegar hann tilkynnti okkur það að Gummi og Hildur kærastan hans ætluðu að gera hann að afa í sept- ember. Yndislegt hefði verið fyrir hann að fá að uppiifa þessa stóru stund með þeim og betri afa hefði barnið litla ekki fengið. Elsku Ævar minn kveður þó þennan heim vit- andi hvað er í vændum. Að ieiðarlokum vil ég þakka þér, elsku frændi, fyrir allt það sem þú hefur verið okkur Söru minni og þér, Gummi minn, vottum við okkar innilegustu samúð. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni.“ (Ka- hlil Gibran.) Ingibjörg. Ævar frændi, maður með alveg ótrúlega sterka réttlætiskennd og kröfur um vönduð vinnubrögð bæði á sjálfan sig og aðra, lést á Land- spítalanum eftir aðgerð sem hann gekkst undir. Við sem umgengumst Ævar nær daglega þykjumst vita að nú mundi hann vilja fá að vita hvað fór úrskeiðis. Og þú hafðir rétt fyrir þér, þó að yfirlýsing þín fyrir aðgerðina hafi án efa verið í ljósi slæmrar reynslu þinnar af spít- alavist. Við vorum nýbúin að stofna heimili, þegar þú komst fyrst í heimsókn til okkar. Það var mjög eftirminnileg heimsókn sem seint gleymist, því þú áttir ekki til orð yfir að við ættum ekki til mola með kaffinu. Að sjáifsögðu var rokið til og keyptur moli, og þá hefur ekki vantað eftir það. Nú er til sérstök molakrús fyrir Ævar frænda, og fannst okkur öllum alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Þú varst allt- af velkominn til okkar, og núna veistu hvar molarnir eru. Við Óli og börnin söknum þín sárt og viljum þakka þér fyrir allar ánægjustund- irnar sem að við áttum saman, bæði hér og erlendis. Öllum ástvin- um vottum við okkar dýpstu samúð og kveðjum þig með þessum orðum: Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. (M.Joch.) Linda, Olafur og börn. Mig langar að minnast i fáum orðum Ævars Gunnarssonar. Það er stutt stórra högga á milli í þess- ari stóru fjölskyldu, fyrst Þórir, nú Ævar. Þórir og Ævar voru systra- synir. Ævar missti þar frænda og mikinn vin. Nú eru þeir saman á ný. Leiðir okkar Ævars lágu saman um nokkur ár og við eignuðumst soninn Guðmund, sem er einkason- ur Ævars. Við slitum samvistir, en með auknum þroska og aldri urðum við vinir. Ævar var karlmannlegur og bar sig vel, skarpgreindur eins og hann á kyn til. Stórar ættir stóðu að Ævari. Hann gat verið hvass í orðum, en var líka orðheppinn. Einu sinni trúði hann mér fyrir því að hann nyti mikillar kvenhylli, en flestar þeirra eru í þessari hæð sagði hann og benti á hné sér og brosti stríðnis- lega. Ævar var í miklu uppáhaldi hjá systkinabörnum sínum sem nú eru öll uppkomin. Hann var yngstur af fjórum systkinum, þremur bræðrum og einni systur. Gerða og hann voru einstaklega samrýnd. Ævar átti sér mörg áhugamál. Hann var bridsmaður mikill og hafði gaman af að ferðast. Hann var mikill bóka- unnandi og hvatti son okkar til að lesa góðar bækur. Sonurinn erfði lestraráráttu föður síns og tók hann sér til fyrirmyndar á margan hátt. Nú er Ævar búinn að kveðja og mig langar að þakka honum fyrir hvað hann reyndist syni okkar vel og gaf honum gott veganesti út í lífið. Gerða og dóttir hennar Ingi- björg sem Ævari þótti svo vænt um stunduðu Ævar af mikilli ástúð í veikindum hans. Gerða er samein- ingartákn fjölskyldunnar. Sonur minn minnist allra jóla- og matar- boða hjá Gerðu frænku og hennar stóru fjölskyldu. Nú er Ævar allur. Sonur syrgir föður og þakkar honum, þessi stóra fjölskylda syrgir bróður og frænda. Söknuðurinn er mikill, en hjá okkur vakir minning um góðan dreng. Þórdís Olafsdóttir, Guðmundur Ævarsson. t Faðir minn, tengdafaðir og bróðir okkar, ÆVAR GUNNARSSON, er lést á gjörgæsludeild Landspítalans 9. júní, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 21. júní, kl. 13.30. Guðmundur Ævarsson, Hildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Sverrir Gunnarsson, Þorgerður Gunnarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐFINNSSON, Smáratúni 2, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 22. júní kl. 11.00. Kristín Benediktsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Oddbjörg I. Jónsdóttir, Einar Ársæll Sumarliðason, Guðfinnur Jónsson, Helga Dagmar Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.