Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir mín, AÐALHEIÐUR HÖSKULDSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram. Mínerva Haggerty. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skeiðarvogi 75, sem andaðist 6. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjuni í dag, föstudaginn 21. júní, kl. 15.00. Hildur Steingrímsdóttir, Jakob Steingrímsson, Karen Þorvaldsdóttir, Hulda Jakobsdóttir, Anna Margrét Jakobsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, ENGILBERT RUNÓLFSSON, Vatnsenda, Skorradal, verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Haukur Engilbertsson, Svava Engilbertsdóttir, Runólfur Engilbertsson, Eyjólfur Engilbertsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ARNÓRSDÓTTIR, Hjallaseli 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánu- daginn 24. júní kl. 13.30. Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Magnússon, Lúðvik Bjarnason, Sigrún Böðvarsdóttir, Haukur Bjarnason, Jóhanna Borgþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát og útför sonar okkar og barnabarns, LEVÍ DIDRIKSEN. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hann i veikindum hans. Heidi og Schumann Didriksen, Jovina og Simun Rasmussen, Dagmar og Schumann Didriksen. + Faðir minn, FRIÐGEIR GUÐMUNDSSON rafvélavirki, Nesvegi 66, lést í Landsþítalanum þann 16. júní. Fyrir hönd aðstandenda. Haraldur Friðgeirsson. + Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSLAUGAR VALDEMARSDÓTTUR. Sigurjón Tracey og börn. HA UKUR MAGNÚSSON + Haukur Magn- ' ússon var fædd- ur í Reykjavík 25. júlí 1912. Hann andaðist í Dvalar- heimilinu Hrafn- istu í Hafnarfirði 10. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jófríð- ur Guðmundsdótt- ir, f. 10. október 1889 á Skarðs- strönd í Dalasýslu, d. 1919 og Magnús Gíslason, skáld og rithöfundur, f. 29. maí 1881, d. 1965. Þeim hjón- um varð fimm barna auðið. Þeirra elstur var Haukur, þá Guðlaug Sigríður, f. 19. sept- ember 1913, Eva, f. 2. júní 1915, Hrefna, f. 3. nóvember 1917, og Jósteinn, f. 26. apríl 1919. Hrefna er nú ein á lífi þeirra systkina. Útför Hauks fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Þegar Haukur Magnússon var sjö ára andaðist móðir hans af af- leiðingum spönsku veikinnar. Ekki var annar kostur hjá Magnúsi föður hans en að leysa upp heimilið og barnahópurinn tvístraðist allt frá Kalmannstjörn í Höfnum til Gilja í Mýrdal. Öll lentu þau hjá sómafólki og héldu góðu sambandi sín á milli er þau komust til þroska. Haukur var í fyrstu hjá Gísla afa sínum og ömmu í Gijótagötu 12, en síðar í Garðastræti 21 hjá föður- systur sinni Önnu og Teiti manni hennar þar til hann komst til vits og ára. 17 ára gamall hóf hann nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Hamri og vann þar að námi loknu í mörg ár. Árið 1932 stofnaði hann heimili með Rannveigu Sigurðar- dóttur. Þau slitu sam- vistir eftir nokkurra ára sambúð. Einn son eignuðust þau, Reyni Hauk, f. 23. júlí 1933. Hann var kvæntur Hjördísi Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. í seinni heimsstyijöldinni var Haukur vélstjóri á togurum, en eftir stríðið hóf hann aftur störf í landi við iðn sína. Árið 1952 kvæntist hann Kristínu Björnsdótt- ur frá Svínaskála í Helgustaða- hreppi. Þau eignuðust saman eina dóttur, Pálínu, f. 14. september 1954. Hún er nú búsett í Svíþjóð ásamt manni sínum og fjórum börnum. Tvær dætur Kristínar ól- ust upp hjá þeim hjónum. Kristín lést árið 1975. Sextugur að aldri fékk Haukur réttindi sem matsveinn og vann eftir það sem matsveinn bæði á bátum og togurum þar til hann réðst til bræðranna Símonar og Einars Oddssona að Dalseli í Land- eyjum. Þar undi hann hag sínum vel. Síðasta árið dvaldi hann á Dval- arheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, í Hafnarfirði. Haukur var vel látinn af sam- ferðamönnum sínum. Þótt oft blési á móti fleytti létt lundin honum ÁSLAUG VALDEMARSDÓTTIR +" Áslaug Valde- marsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést á heimili sínu 7. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 18. júní. Ég kynntist Ás- laugu Valdemarsdótt- ur þegar ég og sonur hennar Arnar rugluð- um saman reytum 1987. Við fyrstu kynni virkaði Áslaug frekar fráhrindandi. En þegar árin liðu og við urðum meiri vinir komst ég að öðru. Hún var mjög staðfastur persónuleiki sem alltaf vildi hafa góða yfirsýn. Hún talaði ekki frá sér allt vit held- ur sagði hlutina að vel hugsuðu máli. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndum hennar. Sem dæmi má nefna vann hún bæði hefðbundin kvenna- og karlastörf á heimilinu. Ef Arnar vantaði eitt- hvað þá var hringt í mömmu. Hún var ein- stök í saumaskap og þar tengdumst við. Það góða við hana var að hún sagði manni alltaf til án þess að vera með aðfinnslur. Einu sinni í góðu tómi spurði ég hana að því hvað hún hefði viljað vera ef hún hefði átt kost á að mennta sig. Hún svar- aði því til að hún hefði viljað verða bifvélavirki. Ég átti ekki orð. Hún var svo fáguð og mikil dama að ég hefði nú heldur kosið að sjá hana sem klæðskera. Hún gekk í öll verk af mikilli natni. Blóm voru hennar líf og yndi. Hún hafði mjög gaman af því að rækta sjálf og + Kveðjuathöfn elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi Ijósmóður, Varmahlíð 2, Hveragerði, verður í Hveragerðiskirkju í dag kl. 14. Útförin fer fram frá Staðastaðarkirkju á morgun, laugardaginn 22. júní, kl. 14. Guðmundur Pálsson, Jón Guðmundsson, Alma Garðarsdóttir, Klara Guðmundsdóttir, Ómar Þór Helgason, Páll Arnar Guðmundsson, Þóra Vigdís Guðmundsdóttir, Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir, Jón Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. yfir lífsins öldur. Með honum er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Gísli Teitsson. Einn umdeildasti maður á hveiju skipi er án vafa kokkurinn. Þegar við strákarnir fengum Hauk sem kokk, leist okkur ekki á blikuna. Gamlan karl. En hann kunni að umgangast okkur með þeim hætti að við við megum teljast betri menn síðar. Það þótti nú ekki mikill veislumatur þegar kjarninn í morg- unmatnum var súrsað slátur og hræringur. En sá gamli kunni að meðhöndla liðið, sagði sögur úr Gijótaþorpinu, af Gúttóslagnum, baráttunni um rússneska drenginn í Suðurgötunni, af Langabar í Hafn- arstræti eða þá sögur af Vilhjálmi frá Skáholti og hans líkum. Áður en menn vissu af var hann búinn að kjafta matinn ofan í mannskap- inn eins og um smábörn væri að ræða, enda maðurinn óvenjulega skemmtilegur. Það má vissulega þakka starfs- fólki Hrafnistu fyrir góða umönnun Hauks, en það var ekki alltaf auð- velt. Hann var nefnilega svolítill ,götustrákur“, sem tók sín ,gönu- skeið“. Með sinn blindrastaf átti hann til með að stijúka úr vistinni, en hans næma þefskyn gerði það að verkum að hann fann sinn bar, en starfsfólkið skildi karl kannski bara nokkuð vel þegar það sýndi honum aðeins gula spjaldið fyrir vikið. Þegar ég leit til hans á Hrafnistu fyrir nokkru, var hann að riija upp gömul kynni við konu eina þar á bæ, og sagði: ,Manstu þegar ég missti náttúruna?“ Hún kvaðst muna eftir því. - ,En manstu þegar ég fékk hana aftur?“ ,Jú, jú, hvort ég man,“ sagði frúin og svo brostu þau bæði. Þorsteinn Gíslason. sýndi þessum málleysingum mikla umhyggju. Bækur voru einnig hennar áhugamál. Má finna í bóka- skáp hennar allt frá reyfurum til þykkra alfræðibóka. Hún var einn- ig mjög fróðleiksfús. Það áhugamál sem átti hug hennar í lokin var ættfræði. Hún sótti meðal annars námskeið í ættfræði þrátt fyrir að veikindi væru farin að taka sinn toll. Var hún langt frá því að vera búin að ljúka því verki sem hún ætþaði sér í þeim efnum. Áslaug var aldrei aðgerðarlaus. Hún barðist til síðasta dags við þennan ömurlega sjúkdóm sem hún var búin að glíma við í meira en þijú ár. Eitt af því síðasta sem hún gerði var að setja niður kartöflur. Það var átakanleg sjón að sjá hana við það verk. Hún ætlaði að taka upp í haust. Miklar kvalir hefur hún þurft að þola en aldrei kvartaði hún. Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir hversu langt leidd hún var fyrr en 24 dögum áður en hún dó. Síðasta vikan var mjög átakanleg en ekki kvartaði hún í eitt einasta skipti. Þegar hún var spurð að því hvort hún væri ekki orðin þreytt á þessu ástandi svaraði hún því til að hún færi að verða það. W. Siguijón hefur verið með Áslaugu frá því að þau voru ung- lingar. Það er því mikill missir fyr- ir hann að missa svona góða eigin- konu sem var honum til halds og trausts mestallt lífið. Siguijón stóð eins og hetja hjá henni í gegnum þykkt og þunnt. Hann vék varla frá henni og var hjá henni þegar kallið kom. Hjúkrunarfræðingunum í Karit- as sem hjálpa krabbameinssjúkl- ingum vil ég þakka einstaklega vel unnin störf. Ég votta börnum Ás- laugar og eiginmanni mína dýpstu samúð og vona að guð gefi þeim styrk. Tíminn læknar ekki svona sár að mínu mati heldur verður maður að læra að lifa með sorg- inni. Áslaug á góðan stað vísan því ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sáir. Anna Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.