Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 39 Samkoma vegna 500 ára afmælis Ashildar mýrarsamþykktar UNNIÐ við jurtalitun. Boðið upp á grasate ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja- vík stendur fyrir samkomu að Ás- hildarmýri á Skeiðum laugardaginn 22. júní nk. í tilefni þess að liðin eru 500 ár frá því að nokkrir bænd- ur úr Árnessýslu komu saman að Áshildarmýri og gerðu samþykkt um að mótmæla ofríki konungs- valdsins í samskiptum við lands- menn og kröfðust þess að forn rétt- indi iandsmanna væru virt sam- kvæmt Gamla sáttmála. Afmælissamkomna hefst kl. 14 en hornaflokkur úr Hveragerði und- ir stjórn Malcolm Holloway leikur frá kí; 13.40. Gert er ráð fyrir að samkomunni ljúki um kl. 15.30. Á samkomunni mun Gunnar Karlsson, prófessor, flytja erindi sem hann nefnir: Söguleg merking JÓNSMESSAN verður haldin hátíð- leg að norrænum sið við Norræna húsið á laugardag kl. 20. Að hátíð- inni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. „Skemmtunin hefst kl. 20. Lis- beth Ruth yfirbókavörður Norræna hússins býður gesti velkomna og Lars Huldén flytur smátölu. Blóm- um skrýdd stöng verður reist á flöt- inni við Norræna húsið. Dansað verður í kringum stöngina og farið verður í ýmsa leiki með börnunum. Um kl. 22 verður tendrað bál og þar verður fjöldasöngur og ýmislegt HALDIÐ verður upp á 50 ára af- mæli Ástjarnar í Kelduhverfi N- Þingeyjarsýslu laugardaginn 22. júní. Sérstök hátíðardagskrá verður í tiiefni afmælisins milli kl. 14. og 18. Margir „gamlir" Ástirningar hafa þegar boðað komu sína sem og aðr- ir velunnarar starfsins. Allir sem á einhvern hátt hafa tengst starfinu í gegnum árin eru hvattir til að mæta en einnig eru boðnir velkomn- ir allir þeir sem kynnast vilja starf- inu og staðnum. ífréttatilkynningursegir: „Sum- LEIÐRÉTT Perúkynning í dag í frétt um kynningu Kínaklúbbs Unnar í blaðinu í gær um kynning- arfund klúbbsins á Perúferð urðu þau mistök að kynningin var sögð mundu fara fram þann 21. janúar. Þarna átti að sjálfsögðu að standa 21. júní, sem er í dag. Kynningin fer fram á heimili Unnar að Reykja- hlíð 12 og hefst kl. 17.30. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Tímarit hjúkrunarfræðinga Rangt var farið með nafn Tíma- rits hjúkrunarfræðinga í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag, og það sagt heita Hjúkrun. Nafn tíma- ritsins er Tímarit hjúkrunarfræð- inga. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. Gunnar, ekki Guðmundur Þau mistök urðu við vinnslu á viðtali á bls. 8 í blaðinu í gær að Gunnar Tómasson, sem nýverið tók við starfi forseta Slysavarnafélags i íslands, var sagður heita Guðmund- ( ur í kynningartexta. Gunnar Tóm- asson er beðinn velvirðingar á þess- 1 um mistökum sem og lesendur blaðsins. Áshildarmýrarsamþykktar og Páll Lýðsson, oddviti í Litlu-Sandvík flytur erindi sem hann nefnir: Á leið til Áshildarmýrar. Tveir kórar koma fram á samkomunni; Árnes- ingakórinn, skipaður Árnesingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn Sigurðar Bragasonar og Vörðukórinn, skipaður söngfólki úr uppsveitum Árnessýslu, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Sig- urgeir Hilmar Friðþjófsson, skóla- stjóri á Þingborg, les kvæði Tómas- ar Guðmundssonar „Að Áshildar- mýri“ og Kristinn Kristmundsson, skólameistari á Laugarvatni, af- hendir verðlaun í ritgerðarsam- keppni um Áshildarmýrarsamj)ykkt meðal grunnskólanema í Árnes- sýslu. annað gert sér til skemmtunar. Þjóðdansafélagið mun sýna bæði íslenska og norræna þjóðdansa, einnig munu þau leiða dans við stöngina. Grettir Björnsson leikur á nikkuna og Polarkvartetten mun syngja og spila norræn vísnalög með aðstoð viðstaddra. Grillaðar verða pylsur á útigrilli og kaffistofa hússins verður opin allt kvöldið með margt á boðstól- um,“ segir í kynningu. Allir eru velkomnir að koma og taka þátt í þessari skemmtun og er aðgangur ókeypis. arheimilið Ástjöm er í þjóðgarðinum í Ásbyrgi og er kristilegt sumar- heimili fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og unglinga 13 ára og eldri. Tjömin og skógurinn umhverfis veita ótæmandi möguleika til leikja og útivem. Við Ástjörn eru fjöl- margir bátar af ýmsum gerðum, knattspyrnu- og körfuboltavöllur, frjálsar íþróttir, kvöldvökur, föndur, biblíutímar, og margt fleira er á dagskránni. Hægt er að dvelja á Ástjörn allt frá einni viku og upp í 8 vikur.“ ÖSSUR Skarphéðinsson, alþingis- maður, heldur fyrirlestur laugar- daginn 22. júní kl. 15 í fræðslu- setrinu að Alviðru undir Ingólfs- fjalli sem fjallar um ævi og ástir stórurriðans í Þingvallavatni. Fyr- irlesturinn er ókeypis og öllum opinn. í fréttatilkynningu segir: „Öss- ur Skarphéðinsson er þekktur fyr- ir skrif sín um stórurriðann í Efra- Sogi. Hann hefur safnað saman öllum tiltækum heimildum um hann í máli og myndum og meðal annars skráð frásagnir eftir flest- HALDIN verður skemmtun á Eg- ilsstöðum laugardaginn 22. júní. Þar koma fram Radíusbræður og skemmta Héraðsbúum, Emiliana Torrini syngur og Bítlavinafélagið flytur tónlist. Skemmtunin fer ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 22.-23. júní frá kl. 10-18. Laugardaginn 22. júní verður teymt undir börnum frá kl. 14-15. Börnum sýnd leik- fangasýning og farið í gamla leiki. Vorvertíðarlok verða 23. júní en þá mun Jón Einarsson kynna íslenskar jurtir og boðið verður upp á grasate í Kornhúsi. Hægt verður að fræðast um jurtalitun og litunarjurtir í Árbænum og gestum verður skenkt grasa- mjólk. í fréttatilkynningu segir. „f hugum þeirra sem þekkja til lífshátta á fyrri hluta þessarar aldar er hugtakið jurtalitun á einhvern hátt tengt heimilisiðn- aði. Orð eins og sortulitur eða mosalitur leiða huga þess fólks að glitofnum ábreiðum, brekán- um og öðrum hlutum sem búnir um núlifandi veiðibænda við Þing- vallavatn. í erindi sínu rekur hann lífshiaup stórurriðans og rekur vöxt hans og fæðu, og fjallar um hrygninguna sem er næsta sér- stæð. Raktar verða deilur meðal erlendra fræðimanna á síðustu öld um hvoit telja bæri stórurriðann í Evrópu til sérstakrar tegundar. En íslenski stórurriðinn oili kafla- skilum í þeim deilum og varð til þess að um hríð töldu helstu fræði- menn erlendis að norræni stórurr- iðinn væri sérstök tegund og gáfu honum nafn sem tengdist íslandi. fram á útisviði í Egilsstaðabæ og hefst klukkan rúmlega 14. í Valaskjálf kl. 23 um kvöldið munu Radíusbræður grína, Emil- iana Torrini syngja og Bítlavinir leika fyrir dansi. voru til úr ull til gagns og prýði. Jurtirnar sem uxu í námunda við bæina voru uppistaðan í heimalituninni. Einstaka góðar litunaruppskriftir gátu geymst í minni manna í margar kyn- slóðir, annars litaði hver eftir sínu höfði, eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Auk framangreindra við- burða verður tóvinna, roðskó- gerð, harmonikuleikur, hann- yrðir og gullsmíði í safnhúsun- um. Að kveldi sunnudags mun svo verða farið í hina vinsælu Jóns- messunæturgöngu um Elliðaár- dal. Þar getur göngufólk fræðst um sögu og minjar í dalnum eða velt sér í döggvötu grasinu á Jónsmessunóttu. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 22 og gengið niður eftir dalnum. Þátttaka í gönguna er ókeypis." í erindinu mun Össur jafnframt setja fram hugmyndir sínar um að Þingvallaurriðinn hafi greinst í margra stofna og rekja fjölmarg- ar hrygningarstöðvar hans í vatn- inu. Væntanlega verður einnig kynnt samantekt hans á stærstu urriðum sem vitað er um að hafi komið úr vatninu og í því efni gerður grófur samanburður á Þingvallavatni og öðrum þekktum urriðavötnum í Evrópu. Össur hefur safnað fjölmörgum gömlum myndum af stórurriðum, þar er m.a. að finna glæsilega mynd af stærsta urriða sem festur hefur verið á filmu hérlendis. Hann var 29 pund og veiddur í net af Símoni Péturssyni í Vatnakoti. Ef tími vinnst til verða ef til vill til samanburðar sýndar myndir af stærstu urriðum sem veiðst hafa á stöng erlendis, en heimsmetið er 34 punda urriði sem veiddist i Svíþjóð fyrir nokkrum árum.“ TVíburafé- lagið með útilegu TVÍBURAFÉLAGIÐ fer í sína árlegu útilegu helgina 21.-23. júní. Farið verður í Laugarás í Biskupstungum og verður dagskrá með hefðbundnum hætti og samkomutjald verður á staðnum. I fréttatilkynningu segir: „Tvíburafélagið eru hagsmuna- samtök fjölburaforeldra. Þau berjast fyrir hagsmunum flöi- bura og foreldra þeirra. Félags- líf er í miklum blóma hjá félag- inu, foreldrar hittast alltaf einu sinni í mánuði með börnunum og er þá oft mikið flör og eldri og lífsreyndari foreldrar miðla af þekkingu sinni til þeirra sem eru nýbúnir að eignast tvíbura. Einnig eru haldin þorrablót, matarveislur og annað sem fær foreldrana til að vinda ofan af sér.“ Sumarhátíð varnar- liðsmanna VARNARLIÐSMENN halda árlega sumarhátíð sína með „karnival“ sniði í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna laugardaginn 22. júní. í fréttatilkynningu segir: „Hátíðin fer fram í stóra flug- skýlinu næst vatnstanki vall- arins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjöl- skylduna frá kl. 11-17. Þátt- taka í þrautum og leikjum og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum. Milli atriða gefst gestum kostur á að skoða flug- vélar og annan búnað varnar- liðsins sem verður til sýnis á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Umferð er um Grænáshlíð ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki með sér hunda.“ Framlengt í Þrastarlundi SÝNINGU Ingibjargar Hjart- ardóttur og Alfreds A. Gockel í Þrastarlundi hefur verið framlengt til 23. júní. Ingibjörg er glerlistakona og sýnir hún nú í annað sinn í Þrastarlundi. Hún kennir nú listsköpun af þessu tagi hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hjá eldri borgurum í Bólstaðar- hlíð. Ingibjörg rekur hand- verkshúsið Gallerí Hnoss, Vesturgötu 3, ásamt fimm öðrum listamönnum. Alfred er fæddur í Þýska- landi og hóf nám í grafískri prentun áður en hann fór í list- nám. Versiunin Hjá Hirti hefur veg og vanda af þessari sýn- ingu. Lifandi tónlist á Gauknum UM helgina koma hina ýmsu hljómsveitir fram á veitinga- húsinu Gaukur á Stöng. Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Sixties og Skíta- mórall tekur svo við föstu- dags- og laugardagskvöld. Á sunnudeginum verða svo út- gáfutónleikar á hljómsveitinni Rjúpan, en hljómsveitin leikur einnig mánudagskvöld. Jónsmessuhátíð í Norræna húsinu 50 ára afmæli Astjarnar Fyrirlestur um stórurr- iðan í Þingvallavatni Utiskemmtun á Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.