Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Endurteking! Hundurinn Hvar? þinn er hér BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Af þvi læra börnin málið sem fyrir þeim er haft Frá Halldóru S. Jónsdóttur: OFT ER vitnað í þessa setningu þegar talað er um málfar heyrandi bama. En hvað með heyrnarlaus böm, sem læra með augunum? Frést hefur að menntamálaráð- herra hafi lofað Öskjuhlíðarskóla húsi sem stendur á lóð Vestur- hlíðarskóla, skóla heyrnarlausra. Nú á að fara tugi ára aftur í tím- ann og láta heyrnarlausu börnin fá þroskaheft börn sem fyrirmynd- ir. Ekki veit ég hvað vakir fyrir menntamálaráðherra, en honum ætla ég að segja og ykkur öllum, að það er miklum erfiðleikum bundið að ala upp heyrnarlaust barn. Það er meira að segja erfið- ara en að ala upp blint barn, því þú kemst fyrr í samband við blinda barnið en það heyrnarlausa. Það besta sem hingað til hefur gerst í sambandi við kennslu heyrnarlausra barna er leikskóli litlu barnanna, þar sem þau læra táknmálið áður en þau fara í grunnskólann til að læra íslensku og annað það sem. í grunnskóla er kennt. Hlið við hlið standa þessi hús, leikskólinn og húsið sem Öskju- hlíðarskólinn á að fá. Hvernig á að koma í veg fyrir að litlu börnin í leikskólanum, sem ekki eru búin að læra nema örfá tákn, líti upp til og hafi eftir stóru börnunum í' næsta húsi? Hvernig ætlar fólk að segja þessum litlu bömum að Engar15 Frá Gunnari G. Schram: SUNNUDAGINN 16. júní birti Magnús Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, bréf hér í blaðinu. Þar sagði hann að ég hefði sagt í sjón- varpsviðtali að til athugunar væri að veita frosetaframbjóðendum ríkisstyrk vegna kostnaðar þeirra við framboð, og teldi ég „hóflegt að hver frambjóðandi fengi 15 milljónir“. Hér er um hrapallegan misskiln- ing þessa ágæta skólamanns að ræða. Ég hefí enga tillögu lagt fram um ríkisstyrki til foresta- frambjóðendanna og þaðan af síð- ur að þeir fengju 15 milljónir króna hver! Er ég alveg sammála Magn- úsi um að slíkt væri mikil ofrausn og hlýtur þessi misskilningur að stafa af því að ég hefí ekki kveðið nógu skýrt að orði í fyrmefndu sjónvarpsviðtali. Það viðtal fjallaði um það hvort ástæða væri til þess að setja opin- berar reglur um fjármál forseta- frambjóðenda og hámark á fram- lögum til þeirra og eyðslu. Ég lýsti stóru börnin í næsta húsi séu veik og það megi ekki taka þau til fyrir- myndar í einu og öllu? Ég bara spyr og ég spyr hvað heitir það land sem setur heyrnarlaus og þroskaheft börn inn á sömu skóla- lóð? Ég er ömgg á því að þó leitað verði vel þá fínnst það land ekki. Ég persónulega er hlynnt tví- buraskóla, en þar sem sá skóli er ekki til staðar, styð ég af alhug það fyrirkomulag sem skólastjóri Vesturhlíðarskóla hefur komið á. í dag er ekki betri lausn til en þetta táknmálsumhverfi sem þar er, ef við viljum þroska þessi börn til manns; manns sem vinnur fyrir sér og sínum en er ekki byrði á þjóðfélaginu. Ég er fædd og alin upp af heyrn- arlausum foreldrum, ég á tvö systkini sem bæði eru heyrnar- laus, ég á tvo syni og eina dóttur og dóttirin er heyrnarlaus. Sú dýr- mæta reynsla sem ég hef fengið gegnum fjölskyldu mína og skóla- systkini þeirra segir mér að það má aldrei koma fyrir að heyrnar- laus og þroskaheft börn _séu sett inn á sömu skólalóð. Ég man hvernig það var á fjórða áratugn- um í Málleysingjaskólanum í Stakkholti þegar þroskaheft börn voru þar með heyrnarlausum. Ekkert þvílíkt má nokkurn tímann koma fyrir aftur!! HALLDÓRA S. JÓNSDÓTTIR, Keldulandi 15, Reykjavík. milljónir þeirri skoðun minni að til þess teldi ég vart neina ástæðu. Jafnframt vék ég að því að í sumum öðrum löndum væru þó í lögum slíkar reglur, m.a. að frambjóðendur fengju framlag frá ríkinu til jafns við það sem þeir sjálfir söfnuðu. Nefndi ég að nokkur dagblaðanna hefðu talið kosningabaráttuna hér kosta allt að 30 millónum króna. í þeim ríkjum gæti styrkur til fram- bjóðenda numið a.m.k. hálfí slíkri upphæð, eða 15 milljónum króna. Líklega er misskilningur Magnúsar sprottinn af þessum hugleiðingum. Hitt stendur eftir, sem ég drap á í viðtalinu, að það er nokkurt áhyggjuefni þegar kemur að for- setakosningum framtíðar, ef skortur á skotsilfri kemur í veg fyrir að mætir menn gefi kost á sér til framboðs eins og nú átti sér stað. Hvernig það mál verður best leyst getum við Magnús og aðrir góðir menn velt fyrir okkur á næstu árum. GUNNAR G. SCHRAM, prófessor. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.