Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Að færa út landamæri hugans ÞAK- OG VEGGKLÆÐNINGAR Frá Ingibjörgu Þorgeirsdóttur: SENN hefur hún Vigdís okkar kvatt þennan háa stól eftir langan og gifturíkan starfsdag. Og fimm hafa boðið sig fram til að skipa þann sess að henni fráfarandi. Gegnum fjölmiðlana okkar hef ég lítillega séð og heyrt þá alla._ Einkum þó Guðrún- arnar tvær og Ólaf Ragnar, hlustað meira að segja á þau hvert fyrir sig er þau sátu fyrir svörum í útvarpinu heila klukkustund og gerðu þar grein fyrir sjálfum sér og sínum helstu áhugamálum og sjónarmiðum. Öll- um sagðist þeim vel sem vænta mátti þótt sérhvert þeirra hefði að sjálfsögðu sína sögu að segja og blæbrigði áhugasviðanna væri ekki eins hjá öllum og vafalítið öll fær um forsetastarfíð, konurnar ekki síð- ur en karlarnir. En í þessu sam- bandi kom mér í hug samtal nokkuð í útvarpinu sem ég hlustasði á ný- lega. þar heyrði ég einhvern karl- mann halda því fram að sjónarmið kvenna þyrftu að koma meira fram í dagsljósið en verið hefði til þessa. Sá var glöggur, hugsaði ég og hveij- um væri betur treystandi til að bæta þar um betur en góðri og viturri konu á forsetastóli? Eða hvað finnst ykkur kynsystrum mínum? Er hún Vigdís okkar ekki besta dæmið um þetta og satt að segja þegar ég hugsa út í þetta finnst mér eiginlega að hjá okkur konum sé ekki nema um tvennt að velja. En ekki meira um þetta. Nú langar mig að víkja að öðru sem rauunar snertir forseta- kosningu, þó ekki það sem nú er fyrir hendi. En Guðrún Agnarsdóttir kom mér þó raunverulega á sporið. í niðurlagi máls hennar þarna í út- varpinu festust eiginlega fimm orð í huga mínum. Og þau eru þessi: Að færa út landamæri hugans. Það var eins og stutt væri á einhvern hnapp á geymsluhólfi vitundar minnar og gamalt atvik kom ljóslif- andi í huga minn og það var þetta. Klukkan er orðin ellefu forsetakjör- dagskvöldið 29. júní 1980, eða fyrir 16 árum. Ég sit ein inni hjá mér og bíð eftir fyrstu kosningatölunum hjá sjónvarpinu. Auðvitað dálítið spennt og hugurinn hvarflar milli tveggja skauta. Skyldi mín kona hafa það af eða skyldi nýi tíminn verða lokað- ur úti? Mér til afþreyingar greip ég gömlu góðu afmælisdagabókina eftir Ragnar Jóhannesson til að slá upp í og vita hvað hún gæfi mér. Við gerðum það stundum í gamla daga, að fletta stundum upp í ljóðabókum góðskáldanna meðan orðsins list var eiginlega sú eina list sem við áttum kost á að umgangast. Og sem ég nú stend þarna með þessa gömlu bók á milli handanna smýgur í gegn- um huga minn allt í einu föst og ákveðin eftirfarandi hugsun: Það sem ég hitti fyrir á blaðsíðu til hægri er táknrænt fyrir hana Vigdísi og um leið opna ég bókina. Þá blasir þar við á síðu til hægri eftir Örn Arnarson eftirfarandi erindi: Víst er göfugt verk að hafa vaki líf um holtin nakin, gert úr flögum gróna haga grösug lönd úr eyðisöndum. Eitt er betra það er þetta þjóðar vorra sálargróður lífga, fijóvga, fegra, göfga, færa út hugans landamæri. Þvílíkur boðskapur, þvílík ljóð. Him- inlifandi og vonglöð settist ég aftur í stólinn minn og las aftur og aftur ljóðið. Og það passaði. Ég er varla sest þegar fyrstu tölurnar frá kosn- ingunni koma á sjónvarpsskjáinn. Morguninn eftir kom mér í hug að ég hefði ekki athugað við hvaða dag ljóðið átti í bókinni sem ég fletti upp í. Þegar ég athugaði það, var það einmitt 29. júní, dagurinn sem Vig- dís var kosin. INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR, Hátúni lOa, Reykjavík. ISVAL-BORGA Erlr HÖFÐABAKKA9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður FOSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 Gróðrarstöðín Kjarr, Ölfusí, sfmi 4-82 1718. J Tilboðsverð á skriðmispli,fjallarós og stafafuru dagana 21.—27. júní. Tré - runnar - fjölærar plöntur LAGEÐÚmALA hjá Bláa fugfiímm Ný og nýleg undirföt á lagerútsölu föstudag, laugardag og sunnudag frákl. 13-18 alla dagana. Ráðgjöf og þjónusta fym eigendui spariskírteina ríkissjóðs Nýttu þértrausta þjónustu hjá ráðgjöfum Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu um leið alla aðstoð við innlausn spariskírteina í skiptiútboðinu 26. júní. • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Varsla spariskírteina. • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. • Tilkynning þegar líður að lokagjalddaga. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. • Ráðgjöf gegnum síma. • Upplýsingar um verðmæti skírteina á hverjum tíma. • Kaup á skírteinum í reglulegri áskrift. • Aðstoð við endurfjármögnun á spariskírteinum. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar * f ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný ' spariskírteini í stað þeirra sem nú eru ! til innlausnar. I ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæö, sími 562 6040, fax 562 6068. Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.