Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21 JÚNÍ1996 47 SAMBt&i SIMI 5878900 SA6A- ALFABAKKA8 BfÖllðLÍJ SIMI 5878900 DAMON Al- barn, hinn þekkti breski poppari, heils- aði upp á vin- ina. Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipulögð og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn... lifandi. Forsýning í kvöld kl. 11 í THX digital ^ Morgunblaðið/J6n Svavarsson ÁRNI Sveinsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir. Vinirnir spila ► VINIR vors og blóma gáfu nýlega út geisla- plötuna Plútó og eins og tíðkast héldu þeir útgáfutónleika. Tónleikarnir fóru fram á Astró síðastliðið sunnudagskvöld og lukkuðust vel að sögn viðstaddra, sem voru fjölmargir. HULDA Ólafsdóttir, Dagný Rós Ásmunds- dóttirog Sigríður Sól Björnsdóttir. Morgunblaðið/Jðn Svavarsson LINDA Björgvinsdóttir, Hörður Hafsteins- son og Berglind Káradóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýtt í kvikmyndahúsunum Spennumyndin Kletturinn forsýnd BÍÓHÖLLIN, Bíóborg- in, Nýja Bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri for- sýna nú um helgina spennumyndina Klett- urinn eða „The Rock“ eins og hún heitir á frummálinu. í aðalhlut- verkum eru þeir Nichol- as Cage, Sean Connery og Ed Harris. Leikstjóri er Michael Bay. Cage leikur Stanley Goodspeed, sprengju- sérfræðing innan PBI, sem fenginn er til aðstoðar þegar hópur hryðjuverkamanna yfírtekur fangaklettinn Alcatraz og hótar sprengjuárás á borgina San Frans- isco. Hópurinn býr yfir skæðum eit- urefnavopnum og hefur auk þess tekið í gíslingu hóp ferðamanna sem staddir voru á eyjunni. Sean Connery leikur Patrick Ma- son, eina fangann sem nokkru sinni hefur tekist að strjúka úr þessu ill- ræmdasta fangelsi veraldar. Hann er þar með eini maðurinn sem yfir- völd geta beðið um aðstoð við að ráðast aftan að illvirkjunum og við SE AN Connery og N icholas Cage ílilutverkumsínum. áður það opnast honum ýmsir óþekktir möguleikar. Saman fara þeir Mason og Good- speed ásamt sérþjálfuðum landgöng- uliðum í leyniför á Klettinn. Þar tak- ast þeir á við þrautþjálfaða málaliða*-" undir stjórn hershöfðingjans Francis X. Hummel (Ed Harris) og á meðan klukkan tifar hangir líf tugmilljóna manna á bláþræði. Leikstjóri myndarinnar er Michael Bay og framleiðendur eru Jerry Bruckheimer og Don Simpson en hann lést langt um aldur fram og er myndin tileinkuð minningu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.