Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 1
t- f BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 tfgtutWafrUk I FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ BLAD KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BIKARMEISTARAR KR sóttu Magna heim á Grenivík í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. KR sigraði 3:0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:0. Hér sækja KR-ingarnar Hilmar Björnsson og Guðmundur Benediktsson að marki Magna en tii varnar eru Jón Helgi Pétursson, markvörður, Ægir Jóhannsson (nr. 4) og Elður Pálmason. Rúnar skoraði í sigurleik RÚNAR Kristinsson skoraði fyrra mark Örgryte í 2:0-sigri liðsins á Malmö í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu i gær. Markið sem Rúnar gerði úr vítaspyrnu er það fimmta sem hann skorar í sumar og er hann markahæsti leikmað- ur liðsins auk þess að vera meðal markahæstu leik- manna deildarinnar. f öðrum leikjum gærdags- ins bar Umeá sigurorð af Halmstad 2:1, Degerfors lagði Oddevold 1:0 á heimaveili, Trelleborg og Helsjngborg skildu með skiptan hlut 1:1, loks lagði Öster lið Norrköping 1:0. Við sigurinn færðist Örgryte upp í 6. sæti með 15 stig en Gautaborg er sem fyrr efst með 24 stig ásamt Helsingborg. Nýr þjálfari ráð- inn hjá Sundfé- lagi Hafnarfjarðar ENGLENDINGURINN Brian Marshall hefur verið ráðinn aðalþjálfari Sundfélags Hafnar- fjarðar næstu fjögur árin. Hann tekur við af Þjóðveijanum Klaus Jiirgen Ohk, sem hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari Lúxemborg- ara. Marshall hefur verið aðstoðarþjálfari í Birm- ingham og er vel menntaður i sundþjálfun. Hann hefur þjálfað alla aldurshópa frá því 1989 og unnið m.a. með sundmenn úr ólympíuliði Breta. Kvennalandsliðið keppir á Möltu ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt í „Promotion cup“ sem fram fer á Möltu 24. júní til 2. júlí. Átta smáþjóðir Evrópu taka þátt í mótinu og er ísland í riðli með And- orra, Kýpur og Möltu. í hinum riðlinum eru Gíbraltar, Lúxemborg, Wales og Albanía. Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtaldar stúlkur til keppni (lands- leikjafjöldi innan sviga): Kristín Blöndal (7), Hanna Kjartansdóttir (16), Linda Stefánsdóttir (27), Anna Dís Sveinbjörnsdóttir (14), Erla Reyn- isdóttir (3), Alda Leif Jónsdóttir (0), Kristln Jóns- dóttir (2), Birna Valgarðsdóttir (2), Erla Þor- steinsdóttir (3), Helga Þorvaldsdóttir (8), Anna María Sveinsdóttir (36) og Guðbjðrg Norðfjörð (23.). Rúnar Eftir bókinni ENGIN óvænt úrslit urðu í þeim ellefu leiiyum sem fram fóru í gærkvöldi í 32-liða úr- slitum bikarkeppni KSÍ í karlaflokki. Bikarmeistarar KR hófu titilvörn sína I Greni- vík með 3:0 sigri á heima- mönnum, en jafnt var 0:0 í _ hálfleik. íslandsmeistai-ar f A heimsóttu baráttuglaða leik- menn 3. deildarliðs Hattar á Egilsstöðum. ÍA hafði betur í ieiknum, 3:1, en jafnt var í leikhléi, 1:1. Metaðsókn var á leikinn - tæplega sjöhundruð manns. Einn leik þurfti að framlengja en það var viður- eign 2. deildar félaganna Vík- ings og Skallagríms á Víking- sveili. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 1:1, en Skaliagrímur hafði betur í framlengingunni með tveimur mörkum frá Sindra Grétars- syni. KORFUKNATTLEIKUR Jackson verður áfram með Chicago Stjórn Chicago Bulls gerði í gær eins árs samning við þjálfara sinn Phil Jackson, en fyrri samningur rann út um leið og keppnistímabilinu lauk um síð- astliðna helgf. Fyrir þennan eins árs samnign fær Phil Jackson sem svarar til 132 milljóna króna í laun. Sem kunnugt er hefur Jackson þjálfað Chicago undanf- arin ár og stýrt liðinu til fjögurra meistaratitla á sex árum. Til sam- anburðar má geta þess að hann fékk sem nemur þriðjungi af þessari upphæð í laun fyrir ný- lokna leiktíð. Jackson hafði fyrir skömmu látið í það skína að hugs- anlega tæki hann sér eins ár hlé frá þjálfun þegar nýloknu tíma- bili lyki. Með samningi þessum er miklu fargi létt af eiganda Chicago, Jerry Reinsdorf, því annar maður úr hans herbúðum sem er með lausan samning, snillingurinn Michael Jackson, hefur lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að leika undir stjórn annars þjálf- ara en Jacksons. Nú er það mál í höfn og næsta verkefni eigand- ans tekur við, að semja við Jord- an og einnig hinn skrautlega Dennis Rodman sem liðinu er einnig mjög mikilvægur. Það er hins vegar ljóst að Reinsdorf verður að reiða fram hærri upphæð til þess að ná samningum við þessa tvo snjöllu leikmenn. Jordan hefur látið hafa eftir sér að hann vilji fá 1,2 millj- arða króna fyrir hvert tímabil og Rodman hefur orðað tölur sem eru um það bil helmingi lægri fyrir sambærilegt tímabil. SKYLDI Phil Jackson hampa öðrum bikar næsta vor sem þjálfari Chicago? FRJALSIÞROTTIR / CARL LEWIS KEPPIRIATLAIMTA / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.