Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 3
2 B FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Frjálsíþróttir Bandaríska útrökumótið Úi'slit frá sjotta degi af tíu á bandaríska útökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Sleggjukast karla: 1. Lance Deal..................76,00 2. Dave Popejoy................74,26 3. Kevin McMahon...............73,58 4. John Walker.................68,94 800 metra hlaup karla: 1. JohnnyGray.................1.44,00 2. BrandonRock...............1.44,64 3. Jose Parrilla.............1.44,86 4. RichKenah.................1.45,20 400 metra hlaup karla: 1. Michael Johnson.............43,44 2. Butch Reynolds..............43,91 3. Alvin Harrison..............44,09 4. LaMont Smith................44,30 400 metra hlaup kvenna: 1. Maicel Malone...............50,52 2. Jearl Miles.................50,61 3. Kim Graham..................50,87 4. Rochelle Stevens............51,16 Kringlukast kvenna: 1. Suzy Powell.................60,58 2. Lacy Barnes-Mileham.........59,66 3. Aretha Hill.................58,04 4. Carla Garrett...............57,56 Langstökk karla: 1. Mike Powell..................8,39 2. Joe Greene...................8,34 3. Carl Lewis...................8JI0 4. MikeConley...................8,27 IÞROTTIR FRJALSIÞROTTIR Lewis á möguleika á níunda ÓL-gullinu CARL Lewis og Michael Johnson, tvær aðalstjörnur bandaríska frjálsíþrótta, tryggðu sér í fyrrakvöld keppnisrétt á Ólympíuleik- unum í Atlanta í sumar á úrtökumóti sem nú stendur yfir í Atl- anta. Carl Lewis sem hafði áður mistekist að komast íólympíul- iðið í 100 metra hlaupi tókst að verða þriðji og síðasti keppandi þjóðar sinnar í langstökki. Þar með er það Ijóst að hann á mögu- leika á að vinna sér inn fjórðu gullverðlaun sín í langstökki á Óiympíuleikum og um leið þau níundu f heildina, en hann sigraði í greininni í Los Angeles 1984, í Seoul 1988 og í Barcelona árið 1992. Þetta er í fimmta sinn sem Lewis vinnur sér rétt til keppni á Ólympíuleikum þvf hann komst einnig f hópinn fyrir leikana í Moskvu árið 1980. En til þess kom ekki að hann keppti þvf Banda- ríkjamenn hættu við þátttöku þar. nr.20 Bolungarvík - FH nr.23 Völsungur - KA nr.25 ÍR - Þróttur | SPILAOU MED ÞINU LIDI Bandaríska langstökksliðið í karlaflokki verður skipað sömu keppendum og á síðustu leik- um því auk Lewis fer heimsmethaf- inn og bronsverðlaunahafi síðustu leika, Mike Powell og bronsverð- launahafinn Joe Green. Bandaríska liðið er því ekki árennilegt. Lewis átti í basli í undankeppn- inni um síðustu helgi og varð sjötti maður inn í úrslitin í langstökki er hann stökk 8,03 metra í þriðju og síðustu tilraun. I úrslitunum náði hann stökki upp 8,30 metra í ann- arri tilraun og það dugði honum. Ekki munaði þó nema þremur sentí- metrum á honum og Mike Conley sem varð í fjórða sæti. „Langstökkskeppnin tók mjög á taugarnar því það var mér metnað- armál að komast inn í hópinn í lang- stökkinu, það hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein," sagði Lewis er úrslitin lágu fyrir. „Ég gerði mér ... f_______ Húsasrmðj mo Golfmót rnilli sveina og húsasiníðarneistara og maka þeirra verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 23. júní. HÚSASMIÐJAN Mæting kl. 10. Skráning á staðnum. Vegleg verðlaun í boði. vonir um að eiga möguleika í eitt- hundrað metra hlaupinu, en því miður var það ekki svo. En ég er mjög glaður með áfangann - að keppa á fjórðu Ólympíuleikunum." Micahel Johnson heimsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi lét sér ekki nægja að verða þriðji í úrslitum 400 metra hlaupsins. Hann undir- strikaði enn einu sinni að hann er ókrýndur konungur þessarar vega- lengdar og kom fyrstur í mark í úrslitahlaupinu í fyrrakvöld á 43,44 sekúndum. Það er þriðji besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi vega. Jafnframt var þetta 53. sigur hans í 400 metra hlaupi í röð. „Viðbragðið var ekki eins og best verður á kosið og það gerði að verkum að mér tókst ekki að slá heimsmetið að þessu sinni,“ sagði hann eftir að hafa kastað mæðinni. Þess má geta að hann hljóp fyrstu tvöhundruð metrana á aðeins 21,2 HLAUP Óshlíðarhlaupið á laugardag ÓSHLfÐARHLAUPIÐ fer fram laugardag- inn 22. júní nk. í fjórða sinn fer Óshlíðar- hlaupið fram, sem er bæjahlaup, og er hlaupið frá Bolungarvík til ísafjarðar. Um er að ræða þrjár vegalengdir, 21,1 km, 10 km og 4 km. Hálfmaraþonhlaupið 21,1 km hefst við Sparisjóð Bolungarvíkur klukkan hálf tvö og er hlaupið eftir Óshlíðarveginum til ísa- fjarðar og er markið á Silfurtorgi. Þessi leið er talin ein af þeim bestu hér á landi fyrir hlaup af þessu tagi. Við Vöruval í Hnífsdal hefst 10 km hlaup- ið kl. 14, hálftíma síðar en hálfmaraþon- hlaupið, á sama tíma hefst 4 km hlaupið við Silfurtorg á fsafirði en endamark allra hlaupaleiðanna þriggja er við Silfurtorg. Miðnæturhlaup á Jónsmessu Hið árlega Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram i 4. sinn í ár sunnudaginn 23. júni nk. kl. 23. Vegalengdir eru tvær, 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu þar sem keppt er í eftirtöldum flokkum: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri, síðan er 3 km skemmtiskokk án tímatöku og flokkaskipt- ingar. Hlaupið er um Laugardalinn frá Sundlaugunum þar sem skráning fer fram og eru hlauparar beðnir um að mæta tíman- lega til skráningar. Þátttökugjald er kr. 800 og kr. 600 fyrir 12 ára og yngri, innifalið í gjaldinu er verðlaunapeningur, svala- drykkir, útdráttarverðlaun og gjöf frá MS. Síðan er frftt í sund fyrir alla þátttakendur að hlaupi loknu. nr.32 Spánn - England nr.34 Frakkland • Holland jland • Króatía h UKFA BUT096 - JEruýirtrtr/ sekúndum sem er nálægt hans besta í 400 metra hlaupi. En það sem aðal vonbriðgum olli var við- bragðið sem var það næst lakasta í hlaupinu. „Það var minn eigin klaufaskapur sem gerði það verkum að heimsmet Butch Reynolds stend- ur enn að þessu hlaupi loknu.“ Heimsmethafinn Reynolds varð annar í hlaupinu á 43,91 sekúndu og er það hans besti tími síðan 1988. Þriðji varð Alvin Harrison á 44,09 og var einnig á betri tíma en breski methafinn Roger Black er hann setti breskt met um síðustu helgi - hljóp á 44,39. Ljóst er að Bandaríkjamenn gera tilkall til þriggja efstu sætanna í þessari grein á Ólympíuleikunum. „Viðbragðið jafnt sem aðrir hlut- ir er hlaupið varða verða í lagi þeg- ar keppt verður á Ólympíuleikun- um. Einnig verða fleiri áhorfendur sem hvetja mig en nú var, auk þess sem álagið verður minna. Já, ég segi minna vegna þess að í þessu hlaupi var álagið meira en nokkru sinni fyrr. Hefði ég klúðrað því og ekki komist í hópinn þá hefðu von- ir mínar um tvenn gullverðlaun að engu orðið og ég horft á keppnina í 400 metra hlaupi í sjónvarpinu heima í stofu. Nú kem ég afslappað- ur til leiks í Atlanta og tel engan vafa leika á að ég geti auðveldlega hlaupið metrana fjögur hundruð á 43 sekúndum sléttum.“ Bæði Lewis og Johnson stefna á að komast í bandaríska liðið í 200 metra hlaupi en undanrásir fara fram á laugardaginn og úrslit- in á sunnudag. Eins og áður hefur komið fram er það markmið John- sons að verða fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna bæði 200 og 400 metra hlaup á Ólympíuleikum. Lewis sem á ein gullverðlaun frá Ólympíuleikum í 200 metra hlaupi, frá 1984 vill gjarnan blanda sér í hóp þeirra bestu á ný en víst er að þeir verða báðir að sýna sínar bestu hliðar til að ná settu marki því fleiri ætla sér keppnisrétt í þesari grein, má þar nefna Joe Drummond og Michael Marsh. Marsh sem hefur verið einn allra mmmm J . - 9- í trkiSi: . 'ifcíí;Sjfejí'T ' Stokkið til Atlanta Reuter CARL Lewis tryggði sér þátttökurétt í langstökkskeppninni á Ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar með því að ná þrlðja sæti á úrtökumóti bandaríska landsliðsins í fyrrinótt. Þetta er í fimmta sinn sem Lewis vinnur sér rétt til keppni á Ólympíuleikum því hann komst einnig í hópinn fyrir leikana ■ Moskvu árið 1980. besti 200 metra hlaupari heims síðustu ár sýndi það í úrslitum 100 metra hlaups- ins um síðustu helgi að hann er í mjög góðri æfingu um þessar mundir er hann tryggði sér annað sætið í hlaupinu á 10 sekúndum sléttum. Eitthundrað metra hlaupið hefur ekki verið hans sterka hlið síðustu ár. Þarna má því búast við æsispennu þar sem fleiri verða tilkallað- ir, en aðeins þrír fyrstu útvaldir. Dags- formið mun því ráða miklu. Eins og mörgum er eflaust í fersku minni þá var það öðru fremur glæsilegur lokasprettur Carls Lewis sem tryggði Bandaríkjunum sigur í 4x100 metra boð- hlaupi í Barcelona. Þá var Lewis vara- maður og kom inn á elleftu stundu. Hann segir aðspurður að nú muni hann að sjálf- sögðu verða í sveitinni ef til hans verður leitað en hann ætli ekki að trana sér fram og finnst rétt að yngri menn skipi sveit- ina. „Ég vil ekki einingis vera með til þess vinna verðlaun nema að ég verð- skuldi sæti í sveitinni. Það eru til yngri menn sem eiga að skipa sveitina og eiga meiri möguleika á að slá heimsmet,“ sagði Lewis sem á átta gullverðlaunapen- inga frá Ólympíuleikum. AKSTURSIÞROTTIR Hill orðinn langefstur Bretinn Damon Hill á Williams Renault er kominn með gott forskot í heimsmeistaramótinu í Formula 1 kappakstri. Hann vann sinn fjórða sigur á árinu um síð- ustu helgi, þegar hann kom fyrst- ur í mark í kanadíska kappakstrin- Ikvöld Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ Skeiðisv: Bolungarv. - FH...kl. 20 Húsavík: Völsungur - KA.....kl. 20 ÍR-völlur: ÍR - Þróttur Rvk.kl. 20 Vestm. Breiðablik U23 - ÍBV ...kl. 19 4. deild A-riðill: Vestm.: Framheijar-UMFA....ki. 20 4. deild C-riðill: Hörgárdalur: SM-Hvöt........kl. 20 4. deild D-riðiII: Fáskrúðsv.: Leiknir - Einherji...kl. 20 1. deild kvenna: Akureyri: ÍBA-ÍBV...........kl. 20 KR-völlur: KR - ÍA..........kl. 20 Garðabær: Stjarnan - Valur...kl. 20 Varmá: UMFA - Breiðablik....kl. 20 Fijálsíþróttir Miðnæturmót ÍR í frjálsíþrótt- um verður haldið á Laugar- dalsvelli í kvöld og hefst kl. 20.30. um. Heimamaðurinn Jaques Vil- lenueve á Williams varð annar, en Frakkinn Jean Alesi þriðji á Benet- ton. Að átta mótum af 16 loknum er Hill með 53 stig til heimsmeist- ara, Villenueve 32 og núverandi heimsmeistari, Þjóðveijinn Mica- hel Schumacher, er með 26 og Aleso 21. „Mér létti að vinna loks- ins aftur, var farinn að hafa áhyggjur eftir að hafa fallið tví- vegis úr leik. Ég ætlaði að ljúka keppni núna og fá einhver stig. Það var ekki verra að vinna líka,“ sagði Hill eftir keppnina. „Keppnin var erfið, ekki síst vegna þess að ég fór tvívegis á viðgerðarsvæðið til að fá eldsneyti og ný dekk, það tekur alltaf á taugarnar. Þá var munurinn á milli bestu ökumann- anna lítill á æfíngum og í keppn- inni kom Villenuve aðeins fjórum sekúndum á eftir mér í mark.“ í gær tilkynnti Renault bíla- verksmiðjan óvænt að fyrirtækið myndi hætta í Formula I kapp- akstri eftir kepnnistímabilið 1997. Liðið hefur séð Williams og Benet- ton fyrir keppnisvélum. Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson I foyrstu DAMON Hill er með gófta forystu í heimsmeístaramótinu í Formula 1 kappakstri. Hér er hann kominn úr vinnugallanum og lítur væntanlega björtum augum á næsta mót, sem verður í Frakklandi ( lok júní. KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 B 3 Meistari í klúðri - segja ítölsk dagblöð um Sacchi þjálfara og vilja hann burt Meirihluti ítala, 53,2 prósent, vilja að landsliðsþjálfari þeirra í knattspyrnu, Arrigo Sacc- hi, taki pokann sinn eftir slakt gengi liðsins á Evrópumótinu. í sambærilegri könnun, sem gerð var í nóvember á síðasta ári, voru einungis 28,5 prósent sömu skoð- unar. En Sacchi lætur ekki mótbár- ur á heimavelli á sig fá, þvert á móti, hann stendur fastar á sinni skoðun en áður, en hann fram- lengdi samning sinn sem þjálfari í mars síðstliðin. Þar er gert ráð fyrir að hann þjálfi ítalska landslið- ið fram yfir HM ’98. Dagblöð á Ítalíu hafa ekki vand- að Sacchi kveðjurnar á síðum sín- um og í gær birti Corriere Della Sera í fyrirsögn „Meistari í klúðri" og skírskotaði þar til Sacchis. í greininni var sagt að tími væri kominn til að skipta um þjálfara ítalska landsliðsins. „Vel má vera að Sacchi hafi hæfileika, sé jafnvel snillingur, en ljóst er að við þurfum ekki á kröftum hans að halda. Okkur vantar einungis góðan þjálf- ara,“ sagði hann jafnframt. Candido Cannavo ritstjóri Gazz- etta dello Sport skrifar skammar- grein í blað sitt í gær og þar fá þjálfari liðsins og leikmenn sinn skerf af skömmum. í grein með fyrirsögn með stríðsletri segir hann ARRIGO Sacchi, landsliðs- þjálfari ítala, á ekki sjö dag- ana sæla eftir slakt gengi ítala í Englandi. að það sé til skammar að liðið komi heim svo snemma sem raun ber vitni. Hann segir Sacchi hafi framkvæmt allt það ranga sem honum var mögulegt. „Hann kann ekki að stjórna liði í keppni sem þessari.“ Þá gagnrýnir hann að lið- inu skuli breytt fyrir leikinn gegn Tékkum frá sigurleiknum gegn Rússum. „Það sem fyrst og fremst hijáir lið okkar er hver stjórnar því,“ segir Cannavo að lokum. Corriere dello Sport birti í gær stóra mynd af Sacchi með dökk sólgleraugu undir fyrirsögninni, „Endalokin.“ Þar er sagt að Sacchi horfi á leikinn með augum blinds manns og sigurinn geti haft veru- leg áhrif á framtíð knattspyrnunn- ar á Ítalíu. Annað dagblað La Stampa reyn- ir hins vegar að verja Sacchi og var nánast það eina sem reyndi eitthvað í þeim dúr. Það hvetur landsmenn til að sýna stillingu og að taka ekki á móti Sacchi með tómatkasti og dónaskap. „Það hef- ur aldrei þótt drengilegt að sparka í liggjandi mann, hvað þá ef hann er særður, segir blaðið m.a. En hverju sem líður þá gæti brugðið til beggja vona hjá Sacchi þrátt fyrir yfirlýsingu forseta ít- alska knattspyrnusambandsins eftir leikinn gegn Þýskalandi að ekki kæmi til greina að segja Sacc- hi upp. Kjörtímabil Antonio Mat- arrese rennur út eftir tvo mánuði. Matrrese gefur kost á sér til endur- kjörs en hann hefur fengið keppi- naut og er talið tvísýnt um niður- stöðu. Portúgal með besta liðið! AÐ riðlakeppninni lokinni í EM á Englandi eru það Portúgalir sem hlotið hafa flest stig í einkunna- gjöf Reuter fyrir frammistöðu í leikjunum, eða 240 stig alls. Þýskaland, England, Frakkland og Skotland komu næst með 228 stig. Fæst stig hefur hins vegar hlotið lið Króata aðeins 194 stig. Portúgalir og Frakkar sitja á toppnum yfir flest stig í einum leik en það er fyrir leik þeirra gegn Króötum og Rúmenum og gáfu íþróttafréttamenn Reuter liðunum 83 stig. Stig liðanna skiptast annars á eftirfarandi hátt en í einum leik getur hver einstak- ur leikmaður fengið einkunn á bilinu 1-10: Lið: stig Portúgal...................240 Þýskaland..................228 England....................228 Frakkland..................228 Skotland...................228 Ítalía.....................227 Rúmenía....................223 Danmörk....................223 Tékkland....................219 Holland....................215 Sviss......................209 Spánn......................208 Búlgaría....................206 Rússland....................202 Tyrkland....................198 Króatía....................194 Aðeins einn leikmaður hefur hlotið hæstu einkunn, 10, fyrir frammistöðu sína í keppninni en það er markvörður Dana, Peter Schmeichel, fyrir leikinn gegn Portúgölum. EVRÓPUKEPPNIN 1996 - LEIÐIN I URSLITAKEPPNINA A-RIÐILL ,,... „ Mork .o) LUJTSF« England 3 2 1 0 7 2 7 Holland 3 1113 4 4 Skotland 3 11112 4 Sviss 3 0 12 14 1 B-RIÐILL .... ^ Mork .tt LUJTSFw Frakkland 3 2 1 0 5 2 7 Spánn 312043 5 Búlgaria 3 1113 4 4 Rúmenía 3 0 0 3 1 4 0 C-RIÐILL u.. ^ Mork ,o> L U J T S F « Þýskaland 3 2 1 0 5 0 7 Tékkland 3 1113 3 4 Ítalía 3 1115 6 4 Rússland 3 0 1 2 4 8 1 D-RIÐILL .... ^ Mork .O) LUJTSFS Portúgal 3 2 1 0 5 1 7 Króatía 3 2 0 1 4 3 6 Danmörk 3 1114 4 4 Tyrkland 3 0 0 3 0 5 0 ATTA LIÐA URSLIT Laugardag, 22. júní kl. 14.00 á Wembley London ENGLAND - SPÁNN 31 Sunnudag, 23. júní kl. 14.00 á Old Trafford Manchester ÞÝSKALAND - KRÓATÍA X Laugardag, 22. júnl Sunnudag, 23. júni kl. 17.30 áAnfield Road Liverpool FRAKKLAND - HOLLAND kl. 17.30 áVillaPark Birmingham PORTÚGAL- TÉKKLAND Liverpool Anfield Road*3 Miðvikudag, 26. júní kl. 18.30 á Wembley London 9_9 X URSLITA- LEIKUR Miðvikudag, 26. júní kl. 15.00 áOldTrafford Manchester 9 _ 9 Buro Sunnudag, 30. júní kl. 18.00 áWembley London ? - ? a| WEMBLEY U £ F A ■ EIN skærasta stjarna enska landsliðsins, sem hampaði heims- meistaratitlinum árið 1966, Bobby Charlton, sagði ósanngjarnt gagn- vart núverandi landsliði Englands að vera sífellt að bera það saman við liðið frá ’66 og bað hann fjöl- miðla um að leyfa strákunum hans Terry Venables að stíga út úr skugganum, sem ensk landslið hafa verið neydd til að ganga í síðustu 30 ár. ■ DAVE Binns, húsasmiður á Englandi, hafði ríkari ástæðu en flestir landar hans til að fagna sigri enska landsliðsins á því hollenska á þriðjudaginn. Binns hafði lagt 5.000 krónur undir að leikurinn myndi enda 4:1 heimamönnum í hag og fær hann nú litla hálfa milljón fyrir spá- mennskuna. ■ PAUL Gascoigne ætlar að ganga upp að altarinu með unnustu sinni Sheryl Failes 1. júlí. Fimm ára sambúð þeirra hefur ekki gengið alveg áfalialaust því sex sinnum hafa þau hætt saman. Nú virðist hins vegar allt vera í lukkunnar standi því Failes keypti í gær brúð- arkjólinn í Harrods. ■ TERRY Venables, landsliðs- þjálfari Englendinga, gæti verið á leiðinni til Portúgals eftir EM. Sög- ur herma að Porto hafi boðið honum tveggja ára samning upp á rúmar 50 milljónir króna á ári. Pinto Da Costa, forseti Porto, sagði vinum sínum að hann reiknaði með að Venables kæmi til Porto í júlí og tæki þar við starfi landa síns, Bobby Robsons. ■ ENGLAND og Spánn leika í 8-liða úrslitum á Wembley á morg- un kl. 15. Þjóðirnar hafa 17 sinnum mæst, Englendingar hafa sigrað 10 sinnum, 2 sinnum hefur orðið jafntefli og Spánveijar hafa fimm sinnum unnið. Spánverjar sigruðu 1:0 síðast er þjóðirnar mættust, í Santander fyrir fjórum árum. ■ RICHARD Möller Nielsen, þjálfari Dana, lauk sex ára starfs- ferli sínum sem þjálfari Dana með 3:0 sigri á Tyrkjum á miðvikudags- kvöld. Við starfi hans tekur Svíinn Bo Johannsson, sem var landsliðs- þjálfari íslands fyrir nokkrum árum. ■ ÞJÓÐ VERJAR eru enn taldir sigurstranglegastir í Evrópukeppn- inni hjá enskum veðbönkum. Líkurn- ar fyrir því að Þjóðveijar verði meistarar eru 7-4, en voru fyrir jafn- teflið við ítali, 2-1. Englendingar eru í öðru sæti með líkurnar 3-1. Þá koma Frakkar með 9-2 og Hol- lendingar 8-1, Portúgalir 10-1, Spánverjar 12-1, Króatar 14-1 og Tékkar 16-1. ■ ALAN Shearer er talinn líkleg- astur af veðbönkum til að hljóta markakóngstitil keppninnar, en lík- umar eru 1-3. Jiirgen Klinsmann er í öðru sæti með iíkurnar, 5-2 og síðan kemur Króatinn Davar Su- ker 10-1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.