Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 FYRIR ofan til hægri má sjá ramma utan um málverk af Onnu drottningu, en hann er mun dýrari en myndin sjálf. ðsýning á my ndar H mmum „THE National Portrait Gallery" í Lundúnum mun síðar á þessu ári setja upp sýningu á römmum og þeirri list að ramma inn. Athygl- inni verður í fyrsta sinn beint að umgjörð málverka og þeirri hugs- un sem liggur a_ð baki því að velja réttan ramma. Á sýningunni verð- ur sýnt fram á það hvernig tíska myndaramma hefur þróast með tímanum eða allt frá öndverðri sextándu öld og fram á fimmta tug þessarar aldar. Áhrif rammanna á myndir verða sýnd með því að hafa svipaðar eða sömu andlits- myndir í mismunandi gerðum af römmum, en auk þess verða könn- uð tengslin á milli rammatískunn- SAFN myndaramma í eigu Paul Mitchells, sérfræðings í sögu myndaramma. ar, byggingarlistar og innanhúss- hönnunar. Rammar utan um spegla og hurðir Eitt af því sem mun koma fram á sýningunni er hve margir innan- hússhönnuðir og arkitektar hafa í gegnum tíðina lagt mikla rækt við ramma og útlit þeirra. Ekki aðeins myndaramma heldur einnig ramma utan um spegla og jafnvel hurðir. Auk þess hafa kaupendur lista- verka, listaverkasafnarar og lista- mennirnir sjálfir haft mikið að segja um innrömun mynda. Til dæmis ákváðu margir mikils meg- andi listaverkasafnarar fyrr á öld- um að auðkenna safn sitt með því að ramma allar myndirnar inn á svipaðan máta. Og hin fræga og valdamikla Medici-ætt í Flórens á Ítalíu setti allar sínar myndir í til- komumikla ramma í barokkstíl og áttu þeir að endurspegla höfðing- legan ljóma ættarinnar. Margir listamenn hafa einnig haft ákveðn- ar skoðanir á því hvernig þeirra eigin myndir skuli innrammaðar. Sem dæmi mætti nefna hollenska listamanninn Van Gogh, sem mál- aði áberandi og litríka ramma til að fullkomna hina firna sterku pen- sildrætti í myndum sínum. ■ DAGLEGT LÍF Bainv 'SangTr íSmæHSH •^ÍOPPA ISSTANGIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.