Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 6
6 C -FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon STEMMNING á bamasýningu. BIÐRÖÐ í miðasölu Gamla Bíós. Bíósýningar til að göfga andann eða siðspilla unga fólkinu? Ljósmynd/Óskar Gíslason BIÐRÖÐ í Tjarnarbíó, sennilega á myndina Agimd eftir Óskar Gíslason árið 1952. ' Ljðsmynd/Óskar Gíslason HÚSAKYNNUM Nýja Bíós var breytt árin 1945-1947 frá upprunalegri mynd árið 1920. var með að Háskólinn byði upp á vandað og uppbyggjandi efni. „Umsókn Háskólans um bíórekst- ur,“ segir Skarphéðinn, „samsvaraði í raun hugmyndum borgaryfirvalda um hentuga rekstraraðiia." „Tæki- færi til þess að horfa á eitthvað ann- að en Hollywood-daður,“ stóð til dæmis í Þjóðviljanum. „En Tjamarbíó þurfti að standa undir sér,“ segir Skarphéðinn, „og var í beinni samkeppni við Gamla og Nýja bíó. Munurinn á efnisvalinu var þess vegna ekki ýkja mikill og hjá hinum, og vonir þeirra sem voru á móti Hollywood-myndunum brustu." Borgarbúar tóku Tjarnar- bíói aftur á móti vel, en það varð síðar Háskólabíó. Vanþroskl og siðsplllandl skilaboð kvlkmynda Áhuginn á kvikmyndasýningum í Reykjavik hefur aldrei dvínað, hins vegar hefur bíómenningin breyst. Kvikmyndastjörnur urðu til og voru jafnvel dýrkaðar sem átrúnaðargoð. Ýmsum menntuðum mönnum þótti það merki um lágmenningu kvik- myndanna sem fannst myndir sem sýndu götulífið í erlendum stórborg- um eiga lítið erindi hingað og geta hugsanlega leitt til siðferðisbrests borgarbúa. Akvæði um kvikmyndaeftirlit var sett inn í lögreglusamþykkt á öðrum áratug aldarinnar, en í raun var ald- urstakið á valdi bíóstjóranna. Skarphéðinn greinir umræðuna um „siðspillingu", sem kvikmyndir áttu að valda, f tvær fullyrðingar. 1) Lélegar myndir valda ekki menn- ingarlegum þroska. 2) Siðspillandi skilaboð myndanna hafa slæm áhrif á böm og unglinga. „Hvað varðar íslendinga um saur- lifnað stórborganna?" spurði til dæm- is Guðrún Lárusdóttir borgarfulltrúi í Vísi 12. desember 1913, um mynd, Gættu Amalíu, sem auglýst var sem skemmtilegasti gamanleikur verald- arinnar. Kvikmyndagagnrýnl var ekki stunduð faglega „Reyndar voru borgarblöðin ásök- uð,“ segir Skarphéðinn, „fyrir gagn- rýnislausar umfjallanir um bíómynd- ir. Því var jafnvel haldið fram að bíóin borguðu blöðunum fyrir góðar umsagnir, en sennilega hefur frétta- tilkynningum og skoðunum blaða- manna verið ruglað saman." Á hinn bóginn var engin kvik- myndagagnrýni stunduð á blöðunum fyrstu hálfu öld sýninga hér á landi, og gerir Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur það að umtalsefni árið 1940. Sigurður segir að sænska myndin Mötuneytið Paradís hafi verið kölluð „pilsnermynd" í Svíþjóð eins og aðrar heimskulegar grínmyndir. Hann seg- ir svo að blöðin hér á landi hafi aug- lýst hana sem eina af þessum „bráð- skemmtilegu, vinsælu, sænsku gam- anmyndum“, og ekki gert neina at- hugasemd við hana. „Og fólkið þyrptist í Gamla bíó til að auðga sinn anda,“ skrifar Sigurð- ur, og að frammistaða blaðanna væri ámælisverð. Ekki hafði Halldór Laxness verið hrifínn árið 1928: „Og þjóðin leggur árlega í vasa andlausa og mentun- arsnauða kvikmyndamiljónúnga í Hollywood meira fé fyrir þessa ælu HVERS VEGNA voru einungis tvö kvikmyndahús í Reykjavík í þrjátíu ár?“ er spurning sem Skarphéðinn Guðmundsson sagnfræðingur velti fyrir ser í lokaverkefni sínu í Há- skóla íslands. Hann kannaði kvik- myndasýningar í tæpa hálfa öld eða frá 1903 til 1944 og komst að ýms- um athyglisverðum niðurstöðum. „Það tók íslensk stjórnvöld fimmtíu ár að aðlagast kvikmynda- sýningum," segir Skarphéðinn. „Hinsveg- ar tók það almenning ekki nema tuttugu ár.“ Skarphéðinn er að vísa til þess að yfírvöld voru tvístígandi vegna menningar- og siðferð- islegra áhrifa kvik- mynda á þjóðfélagið, sem leiddi til þess að kvikmyndahúsalöggjöf var ekki samþykkt á Alþingi fyrr en árið 1943 og 1944 í borgar- stjórn Reykjavíkur. Einugis var veitt leyfi til bíósýninga í Gamla bíói og Nýja bíói í Reykjavík. Margir sóttu um leyfi en þau voru ekki veitt meðal annars vegna þess að enginn gat uppfyllt kröfumar sem gerðar voru. Ein var að aðeins mætti sýna í steinhúsum. Bíóstjórar voru jafnvel flokkaðlr með loddurum „Yfirvöldum og menningarvitum fannst það peningabruðl hjá alþýð- unni að eyða peningum í að sjá bíó- sýningar,“ segir Skarphéðinn, „og litu jafnvel á kvikmyndahúsaeigend- ur sem loddara, sem hefðu einungis áhuga á að græða peninga." Dýitíðarumræðan var líka hávær, kreppa var í heiminum og áherslan á sparnað mikil. Aftur á móti var og er kvikmyndasýning skemmtun sem höfðaði til allra og í raun frem- ur ódýr. Miðaverðið hefur eiginlega verið á svipuðum nótum alla öldina. Yfirvöld viðurkenndu kvikmynda- sýningar sem menningar- og mennt- unartæki vegna möguleikans á fræðslu en vegna afþreyingarinnar óx þeim í augum gróði þeirra sem ráku bíóin. „Alþýðuflokksmenn héldu því fram alveg til 1944 að ríkið ætti að reka kvikmyndahús og þjóðnýta þau sem fyrir voru,“ segir Skarphéðinn. „Hugmyndin var að gróðinn rynni síðan til æðri menningar eins og leik- listar í væntanlegu Þjóðleikhúsi. Þjóðleikhússnefndin fékk meira að segja kvikmyndasýningarleyfi, sem aldrei var notað.“ Vlljl vlnstri manna tll að taka bíóln elgnarnáml Alþýðuflokksmenn fengu loks tækifæri í borgarstjóm Reykjavík- ur árið 1943 til að fram- kvæma hugmyndir sín- ar með liðsinni sjálf- stæðismannsins Áma Jónssonar í Múla. Sam- þykkt var í borgarstjóm að fela borgarstjóra, Bjama Benediktssyni, að leita samninga um kaup á kvikmyndahús- unum. Og að ef sam- komulag næðist ekki að leita eignamámshei- mildar til Alþingis. Fram kemur í skrifum í Alþýðu- blaðinu að þetta sé nauðsynlegt til að þjóðnýta peningana sem rekstur kvikmyndahúsanna skilaði. Bjarni Benediktsson borgarstjóri náði ekki samningi við kvikmynda- húseigendur og leitaði borgarstjóm því til Alþingis um heimild til eign- amáms. Hún fékkst ekki. Hinsvegar var samþykkt frumvarp sem opnaði einstaklingum og félögum möguleika á að reka bíó, og voru ný kvikmynda- hús opnuð hvert á fætur öðru frá 1946; Trípólíbíó, Austurbæjarbíó, Hafnarbíó og Stjörnubíó. Reiknað með fræðslumyndum í TJarnarbíól Á undan holskeflunni hafði þriðja bíóið opnað, Tjarnarbíó, en leyfi til þess reksturs fékkst vegna þess að það var á ábyrgð Háskóla íslands og þar með ríkisins. „Tjamarbíó var opnað," segir Skarphéðinn, „þrjátfu árum eftir að Nýja bíó var opnað. Stöðnunin og tregðan var því löng.“ Aftur á móti fékkst leyfið vegna þess að reiknað Morgunblaðið/Júlfus SKARPHÉÐINN Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.