Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C ftommtfoytoib 139. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 22. JUNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Ólympíueldinum miðlað OLYMPIUELDURINN er enn á ferðinrii til Atlanta í Bandaríkj- unum þar sem Ólympíuleikarnir hefjast 19. júlí. í fyrrakvöld lá leiðin til Hvíta hússins í Wash- ington og í gær var aftur lagt upp að lokinni veglegri athöfn. Carla McGhee, sem er í kvenna- landsliði Bandaríkjanna í körfu- knattleik, tók þá við eldinum frá Bill Clinton forseta. Skoðana- könnun, sem birt var í síðustu viku, sýndi, að Clinton hefði ekki nema sex prósentustig umfram Bob Dole, frambjóð- anda repúblikana og keppinaut sinn i f orsetakosningunum í haust, en tvær nýjar kannanir í þessari viku sýna, að munurinn er nú 20 prósentustig. Virðist því sem umræðan um Whitewat- er-málið og önnur gagnrýni repúblikana á Clinton hríni lítt á honum. Jeltsín talinn viss um stuðning Javlínskís Lebed dregur til baka allt um „valdaránstilraunina" Moskvu. Reuter. BÚIST er við, að umbótasinninn Grígorí Javlínskí ákveði um helgina hvaða afstöðu hann tekur í síðari umferð forsetakosninganna í Rúss- landi en sumir samherja hans hafa þegar lýst yfir stuðningi við Borís Jeltsín forseta. Alexander Lebed, hinn nýi yfirmaður rússneska ör- yggisráðsins, hefur dregið til baka ásakanir á hendur nokkrum hers- höfðingjum um, að þeir hafi ætlað að þrýsta á Jeltsín að hætta við brottrekstur Pavels Gratsjovs, fyrr- verandi varnarmálaráðherra. Javlínskí og flokkur hans, Jabl- oko eða Eplið, fengu 5,5 millj. at- kvæða í fyrri umferð forsetakosn- inganna 16. júní og Jeltsín þarf á þeim að halda í síðari umferðinni 3. júlí til að sigra Gennadí Zjúg- anov, frambjóðanda kommúnista. Obein stuðningsyfirlýsing Javlínskí hefur stundum haft stór orð um Jeltsín og stjórn hans en hann er ákveðinn andkommúnisti og því mun hann aldrei styðja Zjúg- anov. í gær skoraði hann raunar á stuðningsmenn sína að kjósa ekki Zjúganov og hann komst næst því að lýsa yfir stuðningi við Jeltsín með því að skora einnig á þá að kjósa ekki gegn báð- um frambjóð- endum því að það myndi gagn- ast Zjúganov. Búist er við, að samþykkt verði á flokksþingi Jabloko um helgina að hvetja til stuðnings við Jeltsín. Þingmaðurinn Vladímír Kúkín og einn af stofnendum Jabloko sagði í gær, að ekki væri 'um annað að ræða en styðja Jeltsín og undir það hafa aðrir frammámenn í flokknum tekið. Javlínski hefur fagnað því, að Jeltsín skuli hafa rekið þrjá harð- línumenn úr stjórn sinni og sumir fréttaskýrendur telja hann líklegan Javlínskí til að þiggja ráðherraembætti í næstu stjórn sigri Jeltsín. Lebed dregur í land Lebed, yfirmaður öryggisráðsins, dró í gær til baka ásakanir um, að nokkrir hershöfðingjar hefðu ætlað að þrýsta_ á Jeltsín að reka ekki Gratsjov. í fyrstu sagði hann, að um valdaránstilraun hefði verið að ræða en nú, að málið væri aðeins það, að blaðafulltrúi Gratsjov hefði reynt að fá deildir hersins til að skora á Jelts- ín að hrófla ekki við varnarmálaráð- herranum. Jeltsín neitaði í gær að fallast á frumvarpsdrög um það hvernig for- setaskipti eigi að fara fram og vís- aði því aftur til þingsins eða dúm- unnar þar sem kommúnistar og stuðningsmenn þeirra eru i meiri- hluta. Sagði aðstoðarmaður hans, að drögin væru „hættuleg" vegna þess að þau gerðu ráð fyrir að valda- skiptin gætu farið fram annars stað- ar en í Moskvu. Það gæti leitt til að upp risi annar forseti í landinu. Samkomulag tókst í kúariðudeilu Evrópusambandsins og Bretlands „Sigri" Majors fá- lega tekið heima fyrir Flórens. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, ESB, náðu sam- komulagi í gær í kúariðudeilunni við Breta og verð- ur útflutningsbannið á. breskum nautgripaafurðum afnumið í áföngum. Á móti munu Bretar taka upp eðlilegt samstarf við önnur ríki bandalagsins og hætta að tefja fyrir samþykktum þess. John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði samkomu- laginu sem sigri en breska stjórnarandstaðan vísar því á bug og jafnvel hans eigin flokksmenn hafa um það efasemdir. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fagnaði málamiðluninni og Malcolm Rifkind, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði, að orðið hefði verið við tveimur meginkröfum bresku stjórnarinnar. Samt eru engar tímasetningar í samkomulaginu og talið er, að deilur um hvort skilyrði vísinda- manna fyrir afléttingu bannsins hafi verið uppfyllt geti dregið hana á langinn um marga mánuði eða ár. ESB ákvað útflutningsbannið 27. mars sl. þegar upplýst var í Bretlandi, að hugsanlega væru tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í mönnum. Gremja innan ESB Samkvæmt samkomulaginu getur þriðja ríki sótt um það til framkvæmdastjórnar ESB að fá að flytja inn breskt nautakjöt og verður slík um- sókn þá afgreidd í samráði við vísindamenn. Þá er einnig kveðið á um aukin fjárframlög til að bæta kúabændum að nokkru þann skaða, sem þeir hafa orðið fyrir. Mikil gremja er innan Evrópusambandsins vegna framferðis Breta í kúariðudeilunni og Klaus FRANSKIR bændur efndu til mótmæla í 75 bæjum víða um Frakkland í gær og kom sums staðar til átaka með þeim og lögreglunni. Voru þeir að krefjast aukinnar aðstoð- ar vegna hruns í nautakjötssölu en það eru ekki aðeins breskir bændur, sem hafa orðið illa úti vegna kúariðunnar, heldur einnig starfsbræður þeirra á meginlandinu. I Frakk- landi hefur salan minnkað um allt að 30%. Hér er verið að bera brúðu í líki John Majors, forsætisráðherra Bretlands, á bál fyrir framan byggingu Evrópuþingsins í Stras- borg en Frakkar telja Breta eiga mesta sök á hvernig komið er. Hansch, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær, að koma yrði í veg fyrir, að það endurtæki sig. Ann- ars væri hætta á, að önnur ríki færu að leika sama leikinn. Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, tók enn dýpra í árinni og sagði, að fram- vegis ætti að beita refsiaðgerðum gegn ríkjum, sem höguðu sér svona. Franskir embættismenn sögðu, að John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem á undir högg að sækja fyrir Evrópuandstæðingum í breska íhalds- flokknum, hefði þurft á samningi að halda, sem hann gæti túlkað sem sigur sinn. Sögðu þeir, að lyktirnar væru þó enginn sigur fyrir hann og eng- inn sérstakur ósigur heldur. Robin Cook, talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum, sagði í gær, að nú væri ljóst, að útflutningsbannið stæði enn þegar gengið yrði til kosninga á næsta ári og jafnvel samflokksmenn Majors óttast, að ekki sé allt sem sýnist með sig- ur hans í kúariðudeilunni. Semja má um Gólan- hæðir Jerúsalem. Reuter. DAVID Levy, nýskipaður ut- anríkisráðherra Israels, segist ekki utiloka málamiðlun í deilu ísraela og Sýrlendinga um Gólanhæðir. Kom þetta fram í viðtali við Levy í gær. Fréttaskýrendur segja Levy vera hvað hófsamastan þeirra er skipa ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, sem tók við völd- um nú í vikunni. Levy lét fyrst í ljós í janúar að sér þætti rétt að hluta Gólan-hæða yrði skilað gegn því að friður kæmist á. I drögum að stjórnarstefnu, sem gerð voru opinber fyrr í vikunni, segir að ísraelar muni halda yfirráðum yfir Gólanhæðum, sem þeir tóku í stríði við Sýrlendinga 1967. Arabaleiðtogar funda í dag hefst í Kaíró fundur leiðtoga arabaríkja, þar sem ræða á hvernig þrýsta megi á stjórn Netanyahus um að halda áfram friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum. Komu utanríksráðherrar ríkjanna saman til fundar í gær. Netanyahu kallaði ráðherra sína á fund í gær, þar sem rætt var brotthvarf ísraelskra hermanna frá borginni Hebron á Vesturbakkanum, svo sem kveðið er á um í samningi sem fráfarandi ríkisstjórn gerði á síðasta ári. Á fundinum voru engar ákvarðanir teknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.