Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 1

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 1
80 SÍÐUR B/C 139. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Olympíueldinum miðlað ÓLYMPÍUELDURINN er enn á ferðinni til Atlanta í Bandaríkj- unum þar sem Ólympíuleikarnir hefjast 19. júlí. í fyrrakvöld lá leiðin til Hvíta hússins í Wash- ington og í gær var aftur lagt uppáð lokinni veglegri athöfn. Carla McGhee, sem er í kvenna- landsliði Bandaríkjanna í körfu- knattleik, tók þá við eldinum frá Bill Clinton forseta. Skoðana- könnun, sem birt var í síðustu viku, sýndi, að Clinton hefði ekki nema sex prósentustig umfram Bob Dole, frambjóð- anda repúblikana og keppinaut sinn í forsetakosningunum í haust, en tvær nýjar kannanir í þessari viku sýna, að munurinn er nú 20 prósentustig. Virðist því sem umræðan um Whitewat- er-málið og önnur gagnrýni repúblikana á Clinton hríni lítt á honum. Jeltsín talínn víss um stuðning Javlínskís Lebed dregur til baka allt um „valdaránstilraunina“ Moskvu. Reuter. BÚIST er við, að umbótasinninn Grígorí Javlínskí ákveði um helgina hvaða afstöðu hann tekur í síðari umferð forsetakosninganna í Rúss- landi en sumir samhetja hans hafa þegar lýst yfir stuðningi við Borís Jeltsín forseta. Alexander Lebed, hinn nýi yfirmaður rússneska ör- yggisráðsins, hefur dregið til baka ásakanir á hendur nokkrum hers- höfðingjum um, að þeir hafi ætlað að þrýsta á Jeltsín að hætta við brottrekstur Pavels Gratsjovs, fyrr- verandi varnarmálaráðherra. Javlínskí og flokkur hans, Jabl- oko eða Eplið, fengu 5,5 millj. at- kvæða í fyrri umferð forsetakosn- inganna 16. júní og Jeltsín þarf á þeim að halda í síðari umferðinni 3. júlí til að sigra Gennadí Zjúg- anov, frambjóðanda kommúnista. Óbein stuðningsyfirlýsing Javlínskí hefur stundum haft stór orð um Jeltsín og stjórn hans en hann er ákveðinn andkommúnisti og því mun hann aldrei styðja Zjúg- anov. í gær skoraði hann raunar á stuðningsmenn sína að kjósa ekki Zjúganov og hann komst næst því að lýsa yfir stuðningi við Jeltsín með því að skora einnig á þá að kjósa ekki gegn báð- um frambjóð- endum því að það myndi gagn- ast Zjúganov. Búist er við, að samþykkt verði á flokksþingi Jabloko um helgina að hvetja til stuðnings við Jeltsín. Þingmaðurinn Vladímír Kúkín og einn af stofnendum Jabloko sagði í gær, að ekki væri 'um annað að ræða en styðja Jeltsín og undir það hafa aðrir frammámenn í flokknum tekið. Javlínski hefur fagnað því, að Jeltsín skuli hafa rekið þijá harð- línumenn úr stjórn sinni og sumir fréttaskýrendur telja hann líklegan til að þiggja ráðherraembætti í næstu stjórn sigri Jeltsín. Lebed dregur í land Lebed, yfirmaður öiyggisráðsins, dró í gær til baka ásakanir um, að nokkrir hershöfðingjar hefðu ætlað að þrýsta_ á Jeltsín að reka ekki Gratsjov. í fyrstu sagði hann, að um valdaránstilraun hefði verið að ræða en nú, að málið væri aðeins það, að blaðafulltrúi Gratsjov hefði reynt að fá deildir hersins til að skora á Jelts- ín að hrófla ekki við varnarmálaráð- herranum. Jeltsín neitaði í gær að fallast á frumvarpsdrög um það hvernig for- setaskipti eigi að fara fram og vís- aði því aftur til þingsins eða dúm- unnar þar sem kommúnistar og stuðningsmenn þeirra eru í meiri- hluta. Sagði aðstoðarmaður hans, að drögin væru „hættuieg" vegna þess að þau gerðu ráð fyrir að valda- skiptin gætu farið fram annars stað- ar en i Moskvu. Það gæti leitt til að upp risi annar forseti í landinu. Samkomulag tókst í kúariðudeilu Evrópusambandsins og Bretlands Reuter FRANSKIR bændur efndu til mótmæla í 75 bæjum víða um Frakkland í gær og kom sums staðar til átaka með þeim og lögreglunni. Voru þeir að krefjast aukinnar aðstoð- ar vegna hruns í nautakjötssölu en það eru ekki aðeins breskir bændur, sem hafa orðið illa úti vegna kúariðunnar, heldur einnig starfsbræður þeirra á meginlandinu. I Frakk- landi hefur salan minnkað um allt að 30%. Hér er verið að bera brúðu í líki John Majors, forsætisráðherra Bretlands, á bál fyrir framan byggingu Evrópuþingsins í Stras- borg en Frakkar telja Breta eiga mesta sök á hvernig komið er. „Sigri“ Majors fá- lega tekið heima fyrir Flórens. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, ESB, náðu sam- komulagi í gær í kúariðudeilunni við Breta og verð- ur útflutningsbannið á breskum nautgripaafurðum afnumið í áföngum. Á móti munu Bretar taka upp eðlilegt samstarf við önnur ríki bandalagsins og hætta að tefja fyrir samþykktum þess. John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði samkomu- laginu sem sigri en breska stjórnarandstaðan vísar því á bug og jafnvel hans eigin flokksmenn hafa um það efasemdir. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fagnaði málamiðluninni og Malcolm Rifkind, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði, að orðið hefði verið við tveimur meginkröfum bresku stjórnariiinar. Samt eru engar tímasetningar í samkomulaginu og talið er, að deilur um hvort skilyrði vísinda- manna fyrir afléttingu bannsins hafi verið uppfyllt geti dregið hana á langinn um marga mánuði eða ár. ESB ákvað útflutningsbannið 27. mars sl. þegar upplýst var í Bretlandi, að hugsanlega væru tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í mönnum. Gremja innan ESB Samkvæmt samkomulaginu getur þriðja ríki sótt um það til framkvæmdastjórnar ESB að fá að flytja inn breskt nautakjöt og verður slík um- sókn þá afgreidd í samráði við vísindamenn. Þá er einnig kveðið á um aukin fjárframlög til að bæta kúabændum að nokkru þann skaða, sem þeir hafa orðið fyrir. Mikil gremja er innan Evrópusambandsins vegna framferðis Breta í kúariðudeilunni og Klaus Hánsch, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær, að koma yrði í veg fyrir, að það endurtæki sig. Ann- ars væri hætta á, að önnur ríki færu að leika sama leikinn. Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, tók enn dýpra í árinni og sagði, að fram- vegis ætti að beita refsiaðgerðum gegn ríkjum, sem höguðu sér svona. Franskir embættismenn sögðu, að John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem á undir högg að sækja fyrir Evrópuandstæðingum í breska ílialds- flokknum, hefði þurft á samningi að halda, sem hann gæti túlkað sem sigur sinn. Sögðu þeir, að lyktirnar væru þó enginn sigur fyrir hann og eng- inn sérstakur ósigur heldur. Robin Cook, talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum, sagði í gær, að nú væri Ijóst, að útflutningsbannið stæði enn þegar gengið yrði til kosninga á næsta ári og jafnvel samflokksmenn Majors óttast, að ekki sé allt sem sýnist með sig- ur hans í kúariðudeilunni. Semja má um Gólan- hæðir Jerúsalem. Reuter. DAVID Levy, nýskipaður ut- anríkisráðherra Israels, segist ekki útiloka málamiðlun í deilu ísraela og Sýrlendinga um Gólanhæðir. Kom þetta fram í viðtali við Levy i gær. Fréttaskýrendur segja Levy vera hvað hófsamastan þeirra er skipa ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, sem tók við völd- um nú í vikunni. Levy lét fyrst í ljós í janúar að sér þætti rétt að hluta Gólan-hæða yrði skilað gegn því að friður kæmist á. í drögum að stjórnarstefnu, sem gerð voru opinber fyrr í vikunni, segir að ísraelar muni halda yfirráðum yfir Gólanhæðum, sem þeir tóku í stríði við Sýrlendinga 1967. Arabaleiðtogar funda í dag hefst í Kaíró fundur leiðtoga arabaríkja, þar sem ræða á hvemig þrýsta megi á stjórn Netanyahus um að halda áfram friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum. Komu utanríksráðherrar ríkjanna saman til fundar í gær. Netanyahu kallaði ráðherra sína á fund í gær, þar sem rætt var brotthvarf ísraelskra hermanna frá borginni Hebron á Vesturbakkanum, svo sem kveðið er á um í samningi sem fráfarandi ríkisstjórn gerði á síðasta ári. Á fundinum voru engar ákvarðanir teknar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.