Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rauði krossinn gagnrýnir íslenska þróunaraðstoð GUÐJÓN Ó. Magnússon, formaður Rauða kross íslands, gagnrýndi stjórnvöld harðlega í gær fyrir það hversu lág framlög Islendinga til alþjóðlegs þróunarstarfs væru í samanburði við nágrannaríkin. Á fundi þar sem skýrsla Alþjóða- hreyfíngar Rauða krossins var kynnt sagðist Guðjón telja að nú væri lag að auka framlög íslands þar sem þjóðarhagur virtist fara batnandí. Guðjón sagði íslendinga í raun vera í algjörum „sérflokki" hvað framlög til þróunaraðstoðar varð- aði. Þjóðartekjur væru mjög háar en framlög mjög lág. Markmið SÞ væri að framlög ríkja til þróunarað- stoðar næmu 0,7% af vergri þjóðar- framleiðslu. Árið 1993 veittu Danir 1,03% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar, Norðmenn 1,01% og Svíar 0,99%. Þróunarað- stoð íslendinga árið 1993 nam hins vegar 455,4 milljónum eða 0,12% af vergri þjóðarframleiðslu. Meðal- ísland í „sér- flokki" með lág framlög tal áranna 1990-1995 var 0,11% af vergri þjóðarframleiðslu. Guðjón sagði margt vera inni í þessari tölu og alls væru 65% henn- ar í raun föst framlög sem íslend- ingar væru skuldbundnir til að greiða til ýmissa alþjóðastofnana, s.s. Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða- bankans og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Einungis 160 millj- ónir rynnu til Þróunarsamvinnu- stofnunar. Ef notað væri viðmið SÞ um 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu ætti þróunaraðstoðin í raun að nema 2,565 milljörðum króna. Auð- vitað mætti alltaf spyrja hvað væri eðlilegt, sagði Guðjón. Tók hann dæmi að ef miðað væri við framlög Spánar, sem verja 0,25% til þróun- araðstoðar, þyrfti að tvöfalda fram- lag íslendinga þannig að það yrði 949 milljónir. „Þarna stöndum við okkur mjög illa," sagði Guðjón og sagðist hafa rætt þetta við fjölmarga, m.a. al- þingismenn. Hefði hann fengið þá skýringu að þegar kæmi að fjár- lagagerð ætti þróunaraðstoðin sér enga talsmenn og væri því mjög auðvelt að ýta henni út af borðinu. Árið 1993 hefði til að mynda verið bætt við þrjátíu milljóna fjár- lagalið vegna neyðaraðstoðar. Hann hefði hins vegar horfið af fjárlögum 1994 og ekki komið inn aftur. Hann sagði tvívegis hafa verið reynt að hækka framlag ís- lendinga í áföngum á tíu árum en í bæði skiptin hefði verið hætt við eftir fyrsta árið. Guðjón sagði að nú þegar þjóðar- hagur væri að vænkast á ný væri rétti tíminn til að taka á þessu máli. ¦ Vandinn eykst/18 Fyrstu dag- ana grét hann eins og lítið barn AFRÆKTI kópurínn í Húsdýra- garðinum í Laugardal er hættur að gráta, farínn að taka pela og er nú allur að braggast. Enn er hann þó vistaður í sjúkraskýli Húsdýragarðsins og er undir stöðugu eftirliti. „Hann er farinn að þyngjast og er allur bragglegri. Fyrstu dagana lá hann og grét eins og lítið barn en nú er hann farinn að sýna viðleitni til að sjúga og skoða umhverfið í kringum sig," segir Margrét Dögg Halldórs- dóttir dýrahirðir - og kópurinn hjúfrar sig í fanginu á henni sæll á svipinn. Kópnum er gefin blanda af mjólk, lýsi og þrúgusykri á tveggja tíma fresti og nú stendur til að auka skammtinn og venja hann við fastara fæði, að sögn Tómasar Guðjónssonar, for- stöðumanns Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins. Hann segist sjá mikinn dagamun á kópnum og er ánægður með þann mikla áhuga sem honum er sýndur. Morgunblaðið/Ásdís KOPURINN í góðum höndum matmóður sinnar, Margrétar Daggar Halldórsdóttur. Vísað til sátta- semjara VERKALÝÐSFÉLÖGIN, sem koma að gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn sem vinna við jarðgöngin undir Hvalfjörð, hafa ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við vinnuveitendur til rík- issáttasemjara. Félögin hafa til- kynnt VSÍ þetta og verður sáttasemjara sent formlegt er- indi eftir helgina. Að sögn Snæs Karlssonar, hjá Verkamannasambandinu, ætla forystumenn verkalýðsfé- laganna að ræða við starfs- menn, sem vinna við gerð gang- anna, á mánudaginn og upplýsa þá um gang viðræðnanna og fara yfír stöðuna eins og hún blasir við núna. Bræðurnir á batavegi LÍÐAN bræðranna, sem lentu í slysi á mótorhjóli á Seltjarn- arnesi sl. þriðjudag, er sam- kvæmt upplýsingum læknis á Borgarspítala eftir atvikum góð. Sá yngri fór í aðgerð á þriðju- dagskvöld vegna slæms opins fótbrots en líðan hans er eftir atvikum ágæt. Eldri bróðirinn er með ýmsa áverka, m.a. á hrygg og er hann einnig á bata- vegi. Að sögn læknis er fyrirsjá- anlegt að bræðurnir verði á sjúkrahúsi næstu vikur. Lést við Foss- vogskirkju MAÐURINN, sem lést við Fossr vogskirkju á fimmtudag, þegar steintrappa féll á hann, hét Sig- tryggur Snorri Ást- valdsson. Sigtrygg- ur var fímm- tugur húsa- smiður, til heimilis í Skógarási 7b í Reykjavík. Hann lætur eft- ir sig eiginkonu, fjögur börn á aldrinum þriggja til tólf ára og tvær uppkomnar dætur af fyrra hjónabandi. Sigtryggur S. Ástvaldsson Nýr Brúarf oss á heimleið NÝJU skipi Eimskips, sem fyrirtæk- ið lét smíða í Póllandi, var gefið nafnið Brúarfoss við athöfn í Stettin í gær. Skipið er hið fjórða í eigu félagsins, sem toer þetta nafn. Elísabet Hermannsdóttir eigin- kona Indriða Pálssonar, stjórnar- formanns Eimskips, gaf skipinu nafn. Brúarfoss er stærsta skip sem Eimskip hefur eignast. Skipið hélt þegar að athöfn lokinni í jómfrúar- ferð sína og kemur til íslands 30. júní að lokinni lestun í Evrópuhöfnum. _--------? ? ? Tvö blöð í eitt LESBÓK Morgunblaðsins og Menn- ing/listir hafa nú komið út tvisvar sinnum í einu blaði. Þetta var gert í tilefni Listahátíðar, eins og sagt var frá á sínum tíma. Þessi breyting hefur mælzt það vel fyrir, að ákveð- ið er að blóðin tvö, Lesbók Morgun- blaðsins og Morgunblaðið menn- ing/listir, komi framvegis út í einu blaði. Nýja blaðið sækir nafn til for- veranna og heitir Lesbók Morg- unblaðsins - Menning/listir/þjóð- fræði._________________________ ¦ Eitt blað/28 Vopnafjarðarhreppur gerir tilboð í 33% hlut Þróunarsjóðs sjávarútvegs í Tanga hf. ÚA hyggst kaupa 20-30% hlut í Tanga á Vopnafirði VOPNAFJARÐARHREPPUR hefur lagt fram tilboð í 33% hlut Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins í Tanga hf. á Vopnafirði sem er að nafnvirði 115 milljónir króna. í framhaldi af þess- um kaupum er gert ráð fyrir að hreppurinn selji aftur um 20-30% hlut til Útgerðarfélags Akureyringa hf. og fyrirtækin taki upp náið sam- starf um hráefnisöflun og vinnslu. Vopnafjarðarhreppur á 38% hlut í Tanga, en-auk Þróunarsjóðsins eiga Útvegsfélag Samvinnumanna, Vá- tryggingafélag íslands hf., Olíu- félagið hf. og Tryggingamiðstöðin hf. hluti í félaginu. Tangi stundar einkum hefðbundna botnfiskvinnslu og gerir út „hálf- frystitogarann" Bretting og ísfísk- togarann Eyvind vopna. Fyrirtækið á jafnframt stóran hlut í Fiskimjöls- verksmiðjunni Lóni á móti hreppnum og nokkrum smærri hluthöfum í Fyrirtækin ætla að taka upp náið samstarf um hráefnisöflun og vinnslu Grindavík. Verið er að stækka verk- smiðjuna um þessar mundir þannig að afkastageta hennar eykst úr 350 tonnum í 500 tonn á sólarhring. Annað dótturfyrirtæki Tanga er Bjarnarey hf., sem gerir út nótaveiði- skipið Sunnuberg. Skipið var keypt í lok síðasta árs og fjármagnað með nýju hlutafé frá hluthöfum að nafn- virði 50 milljónir. Loks er Bakkasíld hf. í eigu Tanga en það félag hefur stundað hefðbundna síldarverkun. Afkoma Tanga var í járnum á síð- asta ári, en eigið fé var nálægt 300 milljónum í árslok. Hefur fyrirtækið verið að vinna sig út úr þeim vanda sem það lenti í á árunum 1988 og 1989. Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri á Vopnafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hreppurinn ætti forkaupsrétt að bréfum Þróunarsjóðs ásamt hluthöfum og starfsmönnum. Það væri spennandi yalkostur ,að taka upp samstarf við ÚA, sem væri eignarlega mjög sterkt félag með mikinn kvóta. Tangi stæði aftur á móti ve! að vígi í veiðum og vinnslu á síld og loðnu. „Með þessu móti kemst UA inn í þá grein," sagði Vilmundur. „Menn horfa mjög til þess að auka vinnslu á síld og loðnu í framtíðinni. Fyrirtækin eiga það einnig sameiginlegt að stunda bæði hefðbunda fiskvinnslu og eru að vinna að tilraunum á því sviði. ÚA hefur verið að vinna að tilraimum með norskan fisk en við erum í til- raunum með rússneskan fisk." Vil- mundur benti ennfremur á að Vopna- fjörður ætti mikil samskipti við Akur- eyri, bæði á sviði flugsamgangna, heilbrigðisþjónustu og annarrar þjón- ustu, þrátt fyrir að tilheyra Austur- landi. Annað tilboð komið í bréfin Að sögn Jóns Þórðarsonar, stjórn- arformanns ÚA, hefur félagið um skeið kannað möguleika á samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki sem stunda veiðar og vinnslu á uppsjávarfiskum. Áhugi hafi reynst vera fyrir hendi fum samstarf á Vopnafirði. „Við höfum trú á því að innan ekki mjög langs tíma verði meirihlutinn af upp- sjávarfiskinum nýttur til manneldis. Munurinn á framleiðsluverðmæti á afurðum úr bræðslu annars vegar og frystingu hins vegar er allt að tífaldur," sagði Jón. I r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.