Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 ¦ MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hverfisgötu breytt og Hafnarstræti lokað til frambúðar Verulegar breytingar á umferð um miðborguia GATNAMALASTJÓRI og borgar- verkfræðingurinn í Reykjavík kynntu í gær fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu, lokun Hafnarstrætis til frambúðar og breytt fyrirkomulag skiptistöðvar og aksturs Strætis- vagna Reykjavíkur. Vinna við breytingar á Hverfis- götu hefst 23. júní nk., en fram- kvæmdum lýkur fyrri hluta ágúst- mánaðar. Eftir breytingarnar verður í tilraunaskyni í eitt ár leyfður akst- ur strætisvagna og leigubíla í vestur- átt, en öll almenn umferð verður leyfð í austurátt. Auk breytinga á akstursstefnu verða gerðar ýmsar endurbætur til að auka öryggi gang- andi vegfarenda og fegra umhverfið. Torg við Þjóðleikhúsið Vegna framkvæmdanna verður Hverfisgötu lokað framan við Þjóð- leikhúsið og síðar við Vitatorg. Hins vegar verður opið fyrir akstur að þessum stöðum og milli þeirra. Þver- götur að Hverfisgötu verða yfirleitt opnar og hægt er að komast akandi að flestum húsum við götuna, svo íbúar ættu ekki að verða fyrir telj- andi óþægindum vegna lokunarinn- ar-. Á Hverfisgötu verður upphækk- uðum og hellulögðum gangbrautum með miðeyjum og trjágróðri komið fyrir við öll gatnamót þar sem ekki verða umferðarljós. Við Þjóðleikhúsið verður lögð áhersla á hæga umferð með þrengingum og steinlögn, ásamt gróðri og lágri lýsingu. Þar verður reynt að laða fram torgmyndun, þó svo akandi umferð fari þar um. í miðeyju torgsins verður komið fyrir stuðlabergi sem ætlað er að mynda samspil við byggingarstíl Þjóðleik- hússins. Hafnarstræti lokað Hafnarstræti verður lokað til frambúðar fyrir allri umferð milli Pósthússtrætis og Lækjargötu, og hefjast framkvæmdir þar um miðjan júlí. Þessi breyting er meðal annars gerð til þess að strætisvagnar og leigubílar eigi þar greiðari leið. Ráð- ist verður í ýmsar breytingar á svæð- inu milli Hafnarstrætis og Tryggva- götu næst Lækjargötu, en þar verður skiptistöð Strætisvagna Reykjavíkur. Hin nýja skiptistöð mun verða miðstöð þjónustu SVR í miðborginni. Við hönnun svæðisins hefur verið lögð áhersla á þjónustuhlutverk strætisvagnanna og tekur staðsetn- ing vagnanna og frágangur svæðis- ins sérstakt mið af því. Yfirborð svæðisins verður endurnýjað, og m.a. mun hellulögn verða sniðin að þörf- um sjónskertra og hreyfihamlaðra. Breytt leiðakerfí SVR Með tvístefnuakstri um Hverfis- götu verður SVR kleift að sinna þörf- um viðskiptavina sinna betur en ver- ið hefur. Akstursleiðir strætisvagna færast nær verslunum og annarri þjónustu, en með núverandi skipulagi þurfa vagnar að aka Sæbraut til vesturs eftir hádegi og geta því ekki sinnt vegfarendum á svæðinu frá Hlemmi að Lækjartorgi. Umbætur þessar koma til með að valda verulegum breytingum á akstri um miðbæ Reykjavíkur. Algeng akstursleið til austur hefur verið eft- ir Hafnarstræti og upp Hverfisgötu, en við lokun Hafnarstrætis er þess- ari umferð einkum beint út á Geirs- götu og Sæbraut. Ljóst er því að hraður gegnumakstur um Hverfis- götuna mun minnka, ökuhraði lækka og aukin hluti umferðar um götuna verður af hálfu þeirra sem beinlínis eiga þangað erindi. Heildarfjárveit- ingar til þessara framkvæmda nema 78 milljónum króna. J^ V Þessi hluti Hafnar- strætis verður lokaður til frambúðar en þar verður skiptistöð SVR Hverfisgötu verður lokað við Þjóðleikhús f rá 23. júní og fram í ágúst TRYGGVAG. HAFNARSTRr1 AUSTURSTRÆTI KIRKJUSTR: Hverfisgata verbur ab tvístefnúgötu UMFERÐ um miðbæ Reykjavíkur mun breyjasfverulega með tvístefnuakstri um Hverfisgötu ooJetCun Hafnar strætis Fljótlega verður götunni einnig lokað við Vitastíg. Þvergötur , verða yfirleitt opnar og hægt ' að aka að fiestum húsum. vcrfðt" c^> Dragast ís- lenskir náms- menn aftur úr? Safnaðarheimili Árbæjarkirkju, laugardaginn 22. júníkl. 14:00. Vinir vors og blóma munu Pélur Hafsteiri -traustsins verður skemmta en einnig verða á dagskrá ávörp ogfyrirspurnir. • ' -í1';' i- ¦ *~ ÍSLENSKIR grunnskólanemendur fá ekki nema um 70% af þeirri kennslu sem almennt tíðkast í lönd- um Evrópusambandsins. Þetta get- ur leitt til þess að íslenskir náms- menn dragist aftur úr evrópskum félögum sínum. Þetta kemur fram í grein eftir Jónínu Gissurardóttur félagsfræðing i fréttabréfi VSÍ, Af vettvangi. í greininni segir frá viðamikilli könnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins á skipan skólatíma grunnskólabarna í lönd- um sambandsins og voru Noregur og ísland tekin þar með. Á súluritinu má sjá árlegan kennslustundafjölda 9 ára barna og kemur þar í ljós mikill munur. Þessi aldurshópur íslenskra barna fær ekki nema 554 klukkustunda kennslu á ári og er því í neðsta sæti. Til samanburðar má nefna að í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi fá grunnskólabörn frá 660 til 712 klukkustunda kennslu á ári. ísland sker sig úr þar sem al- mennir frídagar eru annars vegar. Hérlendis eru þeir taldir tíu en í hinum löndunum yfirleitt á bilinu Vigdís Finnboga- dóttir í við- tali við Veru Fjarstæða að kona geti ekki tekið við af konu í VIÐTALI í nýútkomnu tölu- blaði tímaritsins Veru segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, að fráleitt sé að hugsa sér að önnur kona geti ekki fetað í fótspor hennar í forsetaembætti. í viðtalinu segir Vigdís meðal annars að enginn vafi leiki á því að staða kvenna hafi breyst mikið á síðastliðn- um sextán árum. Það sjáist á því að árið 1979 hafi konur einungis verið 5% alþingis- manna, en í dag sé hlutfallið orðið 25,4%. Hún segir að fullkomnu lýðræði verði þó ekki náð fyrr en konur verði jafn margar körlum í stjórn- málum, enda séu þær helm- ingur þjóðfélagsþegna. Um forsetaembættið segir Vigdís að fráleitt sé að ætla að kona geti ekki fetað í fót- spor hennar. „Umræðan um það að nú sé kominn tími til að fá karlmann í embættið fer fyrir brjóstið á mér. Sum- ir halda að þetta sé eitthvert hól um mig og að kona eigi ekki að fara í mín spor - en mér finnst umræðan lúta að því að koma þessu öllu aftur á byrjunarreit. Ef við lítum til fimmtíu og tveggja ára lýðveldis og drögum frá sext- án ár þá fáum við þrjátíu og sex ár. í sextán ár hefur kona gegnt embættinu en karlar hins vegar í þrjátíu og sex ár. Er það ekki undarlegt að nokkrum skuli detta slíkt fjarstæðuhjal í hug að kona geti ekki tekið við starfi af konu?" Vigdís segir að sér fínnist mikið bakslag komið í kven- réttindabaráttuna og að stöðnun ríki í jafnréttismál- um. Hún telur að jafnréttis- baráttan geti ekki borið árangur nema konur fái karla í lið með sér og að nauðsyn sé að kalla líka til karlkyns fulltrúa þegar ræða skal mál- efni kvenna. Vigdís segist ennfremur ætla að vinna áfram að því að bæta stöðu kvenna í heiminum eftir að hún lætur af embætti forseta íslands. Fjöldi árlegra kennslustunda í löndum ESB 200 400 600 800 1000 /s/and fjórir til sjö. Þar við bætast svo tólf starfsdagar kennara hér á landi en þeir virðast hvergi tíðkast í sanv anburðarlöndunum. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.