Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Læknar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi óánægðir Vilja samning um bráðatilvik HEILSUGÆSLULÆKNAR í Hafn- arfirði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi eru orðnir langþreyttir á að þessi svæði hafi orðið útundan í samningum um læknishjálp fyrir bráðaþjónustu, að sögn Jóhanns Á. Sigurðssonar prófessors í heimil- islæknisfræði. A þessum stöðum búa um 25 þúsund manns. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins, segir lækna fara með rangt mál og að þeir noti sér sjúkl- inga í sínu einkastríði. Jóhann segir lækni svæðisins hafa fengið endursenda reikninga frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem tekið sé fram að TR greiði læknum á þessu svæði ekki fyrir endurlífgan- ir eins og annars staðar á landinu. Ekki sé hægt að túlka það á annan veg en að vaktlæknar á þessu svæði eigi ekki að sinna bráðatilvikum, nema án greiðslu af siðfræðilegum ástæðum. „Strangt til tekið eru skilaboð yfir- valda að samkvæmt gjaldskrá sé heilsugæslulæknum ætlað að reyna endurlífgun og sinna stórslösuðum um land allt, nema gagnvart Hafn- firðingum, Garðbæingum og íbúum Bessastaðahrepps," segir Jóhann. Fyrir ári sömduTryggingastofn- un og Læknafélag íslands um gjald- skrá heimilislækna og segir Jóhann að læknar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafi bent á fyr- ir undirritun að þessu svæði hefðu orðið útundan varðandi neyðarhjálp. Yfirvöld hafi lofað að sjá til þess að túlkun samningsins gilti einnig fyrir þetta svæði. Við þetta hafi ekki ver- ið staðið. „Síðastliðið ár höfum við oft feng- ið endursenda reikninga, ef við ætl- uðumst til greiðslu fyrir að end- urlífga þessa útskúfuðu íbúa. Við höfum endurtekið vakið athygli yf- irvalda heilbrigðismála og sveita- stjórnarmanna á þessu misrétti," segir Jóhann. Fara með ósannindi Karl Steinar Guðnason harmar málflutning heilsugæslulæknanna. Hann fullyrðir að þeir fari með hrein ósannindi og noti sér sjúklinga í einkastríði sínu. Karl segir að TR hafi í fyrra gert samning við Lækna- félag íslands, sem samið hafí fyrir hönd heilsugæslulækna. I samningn- um sé sérstakur taxti fyrir endurlífg- un sem gildi utan höfuðborgarsvæð- is. Hann sé nokkru hærri en sá sem gildi á höfuðborgarsvæðinu en með því sé reynt að jafna misvægi í tekj- um heilsugæslulækna. Karl Steinar segir rangt að lækn- um á þessu svæði sé mismunað. Þeir fái sömu greiðslu fyrir þessi læknisverk og áður, utan samnings- bundinnar taxtahækkunar. Þá kann- ast hann ekki við að læknarnir hafi kvartað vegna þessa máls. Hann bendir á að samninganefnd Lækna- félagsins hafi öll samþykkt samning- inn á sínum tíma. Morgunblaðið/Birgir Valsson Fallbyssunni miðað NOKKRUM sinnutn á ári er hald- in fallbyssuæfing á varðskipinu Ægi, sem felst í að byssan, sem er 40 mm, er sett saman og skot- ið úr henni á hentug skotmörk. Fyrir skömmu var ein slík haldin og var skotkraftinum beint að gömlum björgunarbát sem hafði sungið sitt síðasta. Sex skotum var hleypt af að þessu sinni og reyndust byssurnar í góðu lagi. Sveinn Svavarsson háseti og Þor- steinn Orn Andrésson stýrimað- ur miðuðu fallbyssunni á bátinn og bar sá síðarnefndi ábyrgðina á skotinu. Andlát BJORN GUÐMUNDSSON BJORN Guðmunds- son, forstjóri^ heild- verslunar Ásbjörns Ólafssonar ehf., lést fimmtudaginn 20. júní á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, 58 ára að aldri. Björn fæddist 24. september 1937 í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Gíslasonar, umboðs- sala í Reykjavík, og Ástu Þórhallsdóttur húsmóður. Björn kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Ólafíu Ásbjarnardóttur, árið 1956 en foreldrar hennar voru Ásbjörn Ólafsson stórkaupmaður og Gunn- laug Jóhannsdóttir húsmóðir. Þau eignuðust fjóra syni og eina dóttur sem öll eru uppkomin, elsta barnið fætt 1957 en yngsta 1971. Eftir að hafa lokið prófi í Samvinnuskól- anum í Reykjavík árið 1955 vann Björn ýmis verslunarstörf, m.a. hjá Sambandinu. Tæplega tvítugur hóf Björn störf sem sölumaður í heild- verslun tengdaföður síns og ferðaðist hann víða um land í starfi sínu. Að Ásbirni látn- um árið 1977 tók Björn við stjórn fyrir- tækisins sem hann stýrði alla tíð síðan. Björn var mjög virkur í Lions- hreyfingunni og hlaut margvísleg- ar viðurkenningar fyrir störf sín á þeim vettvangi. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík. Þá var Björn meðlimur í Frímúr- arareglunni. Skoðanakönnun Stöðvar 2 og DV Olafur með 16% forskot SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Stöð 2 og DV gerðu í fyrradag, er Ólafur Ragnar Grímsson með 16% meira fylgi á bak við sig en Pétur Kr. Hafstein. Könnunin er sú fyrsta sem gerð er síð- an Guðrún Pétursdóttir tók ákvörðun um að draga framboð sitt til embættis forseta íslands til baka. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og svöruðu 73%. Samkvæmt könnuninni fær Ólafur Ragnar 46,8% fylgi, en samkvæmt síðustu könnun Stöðv- ar 2 og DV, sem gerð var fyrir tveimur vikum, var hann með 49,4%. Pétur fær 30,8%, en var með 25,1% fylgi í síðustu könnun þessara fjöl- miðla. Guðrún Agnarsdóttir fékk 19,4% fylgi, en mældist með 12,3% fylgi í síðustu könnun. Astþór fær 3,2% í könnuninni en var með 3% síðast. Tæknileg vandamál við myndlyklakerfi Stöðvar 3 leyst eftir 7 mánaða bið TEKIST hefur að leysa þau tækni- legu vandamál sem upp komu vegna myndlyklakerfis Stöðvar 3, eftir 7 mánaða langa bið. Verður byrjað að rugla útsendingar stöðvarinnar síðar í sumar eftir að búið verður að dreifa afruglurum til áskrifenda, en dagskrá stöðvarinnar hefur verið send út í opinni dagskrá frá því að hún hóf útsendjngar, 24. nóvember á síðasta ári. Ástæða þessara tafa er sú að framleiðandi myndlykla- kerfisins vanmat hversu langan tíma það myndi taka að laga kerfið að evrópsku sjónvarpskerfi, en fram til þessa hefur það einungis verið notað í Norður-Ameríku. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, verð- ur hafist handa við að dreifa mynd- lyklum til þeirra sem- gengið hafa frá áskriftarsamningum strax í næsta mánuði. „Við höfum gengið frá samningum við framleiðanda lyklanna um að sá fjöldi sem við komum til með að þurfa í upphafi verði afhentur frá 1. júlí og fram til 1. september. Við áætlum að þá verðum við búnir að fá nægilega mikið magn myndlykla til að geta afhent öllum þeim sem ætla að vera áskrifendur að stöðinni lykla. Einhvern tíma á þessu tímabili munum við byrja að rugla, en það er dálítið erfitt að dagsetja nákvæmlega hvenær það verður, því við viljum ekki vera að loka á það fólk sem vill gerast áskrifendur hjá okkur á meðan við höfum ekki afhent þeim myndlykil- inn." Að sögn Úlfars verður byrjað að innheimta áskriftargjöld þegar myndlykill hefur verið afhentur. „Við erum komnir með fleiri þúsund áskrifendur í dag sem gengið hafa frá samningi og við eigum aðeins eftir að uppfylla okkar hluta." Öll tæknileg vandamál verið leyst Að sögn Roberts Velascos hjá Veltech, sem hannar myndlykla- Morgunblaðið/Ásdís BOGI Þór Siguroddsson, markaðsstjóri Stöðvar 3, Þórarinn Ágústsson, tæknistjóri, Úlfar Steindórs- son, framkvæmdastjóri, og Robert Velasco, frá Veltech, framleiðanda myndlyklakerfisins. Aðlögun kerfisins flókn- ari en gert var ráð fyrir kerfið, snerust tæknilegu vandamál- in fyrst og fremst að því að laga kerfið að evrópsku sjónvarpskerfi og hafi það verið vanmetið í upp- hafi hversu langan tíma það myndi taka. „Kerfíð var allt hannað fyrir NTSC-sjónvarpskerfið sem notað er í Bandaríkjunum og fáeinum öðrum löndum. Þegar við hófumst handa við að breyta lyklunum fyrir PAL- sjónvarpskerfið, sem notað er í Evr- ópu og víðar, gerðum við ekki ráð fyrir að það yrði eins flókið og raun- in varð. Eftir að hafa kannað málið gaumgæfílega komumst við raunar að því að þetta hafði aldrei verið gert áður. Við komum með fyrsta tækjabún- aðinn hingað til lands í desember sl. og þá komu þessi vandamál fyrst í Ijós. Við hófumst þá handa við þær breytingar sem þurfti að gera og niðurstaðan er kerfi sem getur skipt sjálfkrafa á milli NTSC- og PAL- kerfanna. Þetta er raunar eina kerf- ið sem býr yfír þessari tækni á þessu sviði og jafnframt það fyrsta sem sem getur afruglað margar rásir í einu fyrir PAL-kerfíð og jafnframt afruglað „pay-per-view" [sala á ein- stökum dagskrárliðum] sjón- varpsútsendingar sérstaklega." Velasco segir að það sem þetta kerfi hafí umfram hefðbundin myndlyklakerfi sé einmitt möguleik- inn á því að rugla margar rásir í einu. Þetta þýði að aðeins þurfi einn afruglara á hvert heimili, en ekki einn afruglara á hvert sjónvarps- tæki. Þá sé þetta ekki síður mikil- vægt fyrir þá sem vilja taka upp á myndband á einni rás en horfa á aðra, auk þess sem fjölmörg sjón- varpstæki bjóði upp á að vera með fleiri en eina rás á skjánum í einu. Hvað varðar áætlanir Stöðvar 3 um að hefja þáttasölu (pay-per- view), segir Úlfar að beðið hafi ver- ið með endanlega áætlanagerð uns myndlyklakerfíð væri tilbúið. Hins vegar væri búið að ganga frá öllum tæknilegum atriðum sem sneru að þessum útsendingarmáta og samn- ingar um sýningarrétt lægju á borð- inu. „Við eigum eftir að ljúka ákveð- inni vinnu hér innanhúss til þess að þessir hlutir gangi fyrir sig eins og þeir eiga að gera. Það er hins vegar ekki langt í að þetta hefjist." Hlutafjáraukning skýrist á næstu vikum Úlfar segir að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í hlutafjár- aukningu þeirri sem nú stendur yfir hjá Stöð 3. Heimild er fyrir hluta- fjáraukningu upp á 150 milljónir króna en ekki liggur fyrir hvort núverandi hluthafar muni nýta sér forkaupsrétt sinn. „Ég reikna fast- lega með því að þetta skýrist betur á næstu tveimur vikum," segir Úlf- ar. Tekjur stöðvarinnar hafa verið í lágmarki frá stofnun, enda engar tekjur enn komið af áskrift. Úlfar segir hins vegar að auglýsingatekjur hafí farið vaxandi og reikna megi með að tekjurnar muni aukast veru- lega eftir að farið verði að inn- heimta fyrir áskrift. Því sé öllu bjartari horfur yfir rekstrinum en verið hafi. Hann segir að ýmislegt hafí þó breyst í rekstrarumhverfi stöðvar- innar frá því sem ráð hafi venð fyrir gert í upphafí. Bæði hafi verið farið út í lengri dagskrá og sömu- leiðis dýrari en upphaflega hafi ver- ið ráðgert. Hann segir hins vegar að á næstu mánuðum muni það skýrast mikið hversu stóran hóp áskrifenda stöðin þurfi til að geta staðið undir rekstri. Bogi Þór Siguroddsson, markaðs- stjóri Stöðvar 3, bætir því við að sú kynning sem stöðin hafi fengið með því að hafa dagskrána opna í allan vetur hafi verið mun meiri en upphaflega hafi verið reiknað með. „Þetta er því mjög sterk markaðsað- gerð í sjálfu sér að svo margir hafí getað séð dagskrá okkar og við finn- um það í þeim könnunum sem við höfum látið gera að fólk kann að meta dagskrána."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.