Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 9 - kjarni málsins! Markmiðið það sama ___MaxMara_________ ítalskur sumarfatnaður opið í dag 12-15 Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 bænda og neytenda FJÓSALYKT í Kringlunni? Jú, það stendur heima. í tilefni svokallaðra Bændadaga standa nú tveir litlir kálfar fyrir utan Hagkaup í Kringl- unni. Þar er einnig boðið upp á ferska „kúamjólk", þ.e. ógeril- sneydda og ófitusprengda nýmjólk úr ferðamannafjósinu á Laugar- bökkum. Bændadagarnir hófust í fyrra- dag og standa yfir í tíu daga í öll- um verslunum Hagkaups. Það eru Bændasamtökin, Upplýsingaþjón- usta landbúnaðarins og Hagkaup sem standa að framtakinu. Marg- vísleg tilboð og kynningar á nýjum framleiðsluvörum verða í gangi á Bændadögunum og þeim lýkur með fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal helg- ina 29.-30. júní. Að sögn Arnórs Karlssonar, for- manns Landssamtaka sauðfjár- bænda, er átakið þáttur í því að færa bændur nær markaðnum og koma til móts við neytendur. „Við viljum heyra óskir fólksins og fylgjast með því sem verslanirn- ar eru að gera, því þær hafa jú örlög okkar í höndum sínum að verulegu leyti. Þetta er partur af því að átta sig á öllu ferlinu frá framleiðanda til neytanda. Ef við fylgjumst ekki með því hvað milli- liðirnir eru að gera þá er hætta á því að málflutningurinn verði að einhverju leyti órökstuddar ásakan- ir - en það þarf að ríkja skilningur milli þessara aðila til þess að við getum lagfært það sem miður fer og unnið að þessu sameiginlega markmiði að koma góðum landbún- aðarvörum til neytenda á sem hag- stæðustu verði,“ segir Arnór Karls- son. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að neysla á landbúnaðarvörum hafi aukist á síðustu mánuðum og það gefí bændum nýja von og nýja mögu- leika og væntanlega einnig neyt- endum betri vöru. ------♦ ♦ ♦------- Gegn framvísun Safnkorts fá viðskiptavinir Pizzahússins á Grensásvegi 10% afslátt í punktum Ekki athuga- semd við lyfsöluleyfi BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsagnir borgarlögmannsins í Reykjavík um umsókn Höskuldar Höskuldssonar um lyfsöluleyfi í Borgartúni 23 og umsókn Róberts Melax um lyfsöluleyfi í Skeifunni 15. Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umsóknirnar, enda yrði staðsetning lyfjaverslan- anna í samræmi við gildandi aðal- skipulag. Hins vegar bendir hann á að fyrirhuguð lyfjaverslun Ró- berts Melax yrði í húsnæði þar sem rekinn er stórmarkaður. Telur hann nauðsynlegt að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið taki af- stöðu til þess hvort rekstur lyfja- verslunar í stórmarkaði sé í sam- ræmi við heilbrigðisstefnu stjórn- valda. Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi lét af þessu tilefni bóka að hún væri eindregið því fylgjandi að af- greiðsla lyfja yrði áfram í sérversl- unum. FRÉTTIR Bændasamtökin og Hagkaup taka höndum saman Sameigin- legir hags- munir Morgunblaðið/Þorkell MJOLK er góð! Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Laugarbakkakálfar í kaupstaðnum. Pizzahússins og Safnkorts ESSO Safnkort ESSO - Kortið þitt hjá Pizzahúsinu (tssq) I Olíufélagiðhf —50ára — Vegna breytinga í veitum vi( af nýjum litríkum sumarfatnaði Borgarkringlunni.sfmi S68-9525. af öllum mat á matseðlinum. Við bjóðum Pizzahúsið, fyrst veitingastaða í Reykjavfk, velkomið til samstarfsins og hvetjum Safnkortshafa til að notfæra sér þjónustu þessa ágæta veitingahúss á Grensásveginum. U Cata/ogo MM KENZ/Æ ©ranáev töskurnar komnar í öllum stærðum. Laugavegi 58, sími 551 3311 Gott verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.