Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samþykkt að endurlána greiðslur af rekstrarlánum til fiskeldisfyrirtækja Stefnt að allt að 2.000 tonna fram- leiðsluaukningn á fjórum árum RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að endurlána greiðslur af rekstrar- lánum til fiskeldisfyrirtækja að verð- mæti um 300 milljónir króna frá árunum 1991 og 1992. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður landbúnað- arráðherra, segir að af rekstrarlán- unum hafi verið greiddar um 35 milljónir. Starfshópur undir forystu hans hefur veitt þremur stærstu fisk- eldisfyrirtækjunum 10 milljón króna lán hveiju. Uthlutun lánanna lýkur væntanlega í næstu viku. Ingimar Jóhannsson, deildarstjóri í lanbúnað- arráðuneytinu, segir að markmiðið með lánunum sé að stuðla að allt að 2.000 tonna framleiðsluaukningu í fiskeldi á næstu fjórum árum. Lánin eru verðtryggð til 15 ára með 5% vöxtum. Fyrstu þrjú árin eru afborg- unarlaus. Jón Erlingur sagði að rekstrarlán- um að verðmæti 300 milljónir króna hefði verið veitt til 20 fiskeldisfyrir- tækja á árunum 1991 og 1992. Ríkis- stjórnin hefði svo samþykkt að end- urlána endurgreiðslurnar að verð- mæti 35 milljónir í haust. Um leið hefði verið gefín heimild til 25% af- skrifta af rekstrarlánunum. Fram kom að starfshópur undir stjórn Jóns Erlings hefði verið skip- aður vegna lánveitinganna upp úr áramótum. Starfshópurinn gerði m.a. kröfu um að fyrirtæki fram- leiddu árlega meira en 50 tonn af laxi, silungi eða bleikju og hefðu verið lánshæf árin 1991 og 1992. Yfirlýst markmið var að lánið nýttist til þróunarverkefna og framleiðn- iaukandi aðgerða í fiskeldi. Ellefu umsóknir Alls bárust ellefu lánsumsóknir og hefur verið ákveðið að veita þremur stærstu fiskeldisfyrirtækjunum, þ.e. Fiskeldisfélagi íslandslax hf. við Grindavík, Silfurstjörnunni hf. í Öx- arfirði og sameinuðu fyrirtæki Sil- ungs hf. og Lækjar hf. í Vogum 10 milljónir hverju. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að taka ákvörðun um 5 milljón króna lánveitingu á fundi sín- um í næstu viku. Tafir urðu á af- greiðslu frekari lána vegna nánari upplýsingaöflunar um umsækjendur. Jón Erling tók fram að ætlunin hefði aldrei verið að veita lán til markaðssetningar, byggingar á kerjum eða kaupa á seiðum. Miðað hefði verið við að fyrirtæki ættu sér lífsvon og gætu með ódýrum hætti aukið núverandi framleiðslu sína umtalsvert. „Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðið þróunar- skeið í fiskeldi hér á landi. Nú búum við yfir nægilega mikilli þekkingu til að eiga góða möguleika til að stunda landeldi í stórum landsstöðv- um. Annar möguleiki getur falist í mjög litlum fjölskyldufyrirtækjum. Fiskeldið er í því tilviki meira eins konar aukabúgrein," sagði hann og tók fram að fiskeldi væri alls stað- ar í heiminum framtíðar atvinnu- vegur. 800 millj. útflutningsverðmæti Ingimar Jóhannsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagði að markmiðið með lánunum væri að stuðla að allt að 2.000 tonna fram- leiðsluaukningu í fiskeldi á næstu fjórum árum. Ýmislegt hefði áhrif á hvort hægt yrði að ná því markmiði. Norskir framleiðendur hefðu t.a.m. gert íslendingunum erfitt fyrir. Nú hefðu Norðmenn hins vegar sett á fóðurkvóta með þeim afleiðingum að framleiðsla þeirra myndi væntanlega ekki vaxa eins ört og áður og meira verðjafnvægi myndi væntanlega skapast í framtíðinni. Hjá honum kom fram að af 20 fyrirtækjum, sem landbúnaðarráðu- neytið hefði veitt lánafyrirgreiðslu í upphafi áratugarins, væru 14 starfandi en 6 hefðu orðið gjald- þrota. Fyrirtækin framleiddu 90% af öllum eldisfiski í landinu í dag. Áætlanir gera ráð fyrir að heildar- framleiðsla eldisfisks verði um 4.000 tonn á árinu. Útflutningstekjur vegna eldisfisks voru 850 milljónir á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að þær verði um 900 milljónir á yfir- standandi ári, sem er langmesta útflutningsverðmæti einnar at- vinnugreinar í landbúnaði í landbún- aði. Útflutningsverðmæti fyrirtækj- anna 14 er áætlað liðlega 800 millj- ónir á árinu. Morgunblaðið/Bernharð LAXI landað við Laxfoss í Grímsá. Stórir laxar og smáir SMÁLAX er að gera vart við sig í vaxandi mæli og það sama má eigin- lega segja um stórlaxa, því á land eru komnir 22 punda lax og annar sem vóg 21,5 pund. Þann stærri dró Pétur Steingrímsson í Nesi úr Laxá í Aðaldal, en þann smærri dró Eyþór Björgvinsson úr Kálfhagahyl í Stóru- Laxá í Hreppum. Þá hafa verið að veiðast nokkuð margir 17 til 19 punda fiskar. Sáu tvo, veiddu báða Ekki er kominn teljandi lax enn sem komið er fyrir löndum Ness í Laxá í Aðaldal, að sögn Péturs Steingrímssonar í Nesi. Áin er vatnsmikil og taldi hann líklegt að laxinn rynni allur fram eftir ánni og gengi síðan til baka þegar hún sjatnar. Þau hjónin Anna María og Pétur urðu þó vör við tvo laxa og veiddu þá báða. Anna María fékk 14 punda hrygnu á Skriðuflúð 17. júní. Hrygnan var nýgengin og tók ljósan Toby-spún. Daginn eftir setti Pétur í 22 punda lúsugan hæng í Kirkjuhólmakvísl- inni. Hængurinn kom á tveggja tommu Bill Young-plasttúbu og var mjög frískur. Var Pétur uppundir klukkutíma að landa fiskinum. 18 punda flugulax 18 laxar hafa veiðst á Brennunni í Borgarfirði og hópur sem hætti á hádegi í gær fékk 8 fiska. Veiði hófst 1. júní, en framan af veiddist lítið. Dagur Garðarsson, einn leigu- taka svæðisins, veiddi 18 punda ný- genginn hæng á flugu í fyrradag, á Black Sheep númer 10, og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gærdag að smálax væri nú að ganga en stoppaði stutt við á Brennunni og ryki rakleiðis fram í Þverá. „Veiðin nú er því hittingur og við vorum heppin. Fyrr höfðu veiðst nokkrir stórir,_ 17, 16 og 14 punda þar á meðal. Ég fékk einn 6 punda sjóbirting í túrnum núna og það var skemmtileg tilbreyting," sagði Dag- ur. Laxinn helst í skugganum Það hefur verið rólegt í Elliðaán- um, en á hádegi í gær höfðu veiðst 9 laxar og morgunaflinn nam tveim- ur löxum. 36 laxar voru farnir um teljarann og laxarnir tveir sem veidd- ust í gærmorgun voru þeir fyrstu sem veiddust þar fyrir ofan, annar á flugu á Hrauninu og hinn á maðk í Hunda- steinum. Allt er þetta smálax, utan einn 10 punda. Magnús Sigurðsson veiðivörður sagði Miðkvömina vera aðalstaðinn það sem af er, en hún er beint fyrir neðan nýju brúna. „Laxinn virðist sækja í skuggann, það er ekki spurn- ing,“ sagði Magnús. Sá fyrsti úr Soginu Fyrsti lax sumarsins sem fréttist af úr Soginu veiddist á fimmtudags- kvöld, 6 punda grálúsugur hængur á flugu á Neðra-Horni í Bíldsfells- landi. Menn sem þar voru sáu fleiri og fengu auk þess nokkrar vænar bleikjur. Sami hópiir hafði verið á silunga- svæðinu í Ásgarði fyrr um daginn og landað 16 bleikjum, allt að 4 punda. Að sögn manna er talsvert komið af bleikju í Sogið og hefur hún auk þessa einnig veiðst á laxasvæð- inu í Ásgarði. Stórir urriðar Veiði er hafin á urriðasvæðinu svokallaða í Ytri-Rangá. Veiði þar hefur verið upp og ofan og fer gjam- an eftir því hvort kunnugir menn eru þar á ferð eða ókunnugir. Á svæðinu fá menn fáa fiska en stóra. Á fimmtudagsmorgun fékk einn veiðimaður t.d. fjóra urriða, 8, 7, 6 og 5,5 punda, alla í Grjótneshyl. í Minnivallalæk hafa veiðst milli 70 og 80 fískar. Þar hefur stærstur veiðst 10 punda fiskur og Svíi sem var í læknum fyrir skömmu fékk sex físka, 3 til 7 punda. rrn IICÍI CCO 1Q7Í1 lárusþ.VALOIMARSSON,FRAMKVÆMDASTJÚRI ÖUL I luU'UUL lu/U ÞÚRÐURH.SVEINSSONHDL., 1ÖGGILTURFflSTEIGNflSALI Nýjar á fasteignamarkaðnum m.a. eigna: „Stúdíó“-íbúð - eins og ný Glæsileg 4ra herb. íb. á 1. hæð í reisulegu steinh. við Bergstaða- stræti tæpir 100 fm. Ágæt sameign. Gott verð. Á besta stað við Dalsel Sólrík mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð rúmir 100 fm. Sérþvottah. Sólsvalir. Parket. Sameign eins og ný. Bílhýsi. Frágengin lóð með leik- tækjum. Mjög gott verð. Sólrík suðuríbúð við Meistaravelli Lítið niðurgr. samþ. 2ja herb. íb. tæpir 50 fm. Vel skipul. Laus fljótl. Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 4,7 millj. Njálsgata - lítið timburhús vel með farið. Húsið er hæð og kj. á vinsælum stað. Teikn. fylgir fyrir stækkun. Langtímalán kr. 4 millj. Ýmiskonar skipti mögul. Tilboð óskast. • • • Opiðídag kl. 10-14. Fjársterkir kaupendur óska eftir íbúðum, sérhæð- um, rað- og einbýlishúsum. ALMENNA FASTEIGNASALAN UU6IVEG118 S. 552 1158-552 1371 Opið hús — Melgerði 37, Kóp. Mjög falleg 5 herb. 139 fm sérhæð á jarðhæð í þríbýli. Mikið búið að endurnýja í íbúðinni. Parket á gólfum. Sérbílastæði. Suðurgarður og verönd. Ath. skipti á ódýrari eign. Áhvílandi góð lán 2.750 þús. Verð 9,9 millj. Magdalena tekur á móti þér og þínum í dag, laugardag, og sunnudag kl. 14-16. Gimli, sími 5525099. Haraldur Blöndal Eðlilegt að taka sæti að nýju YFIRKJÖRSTJÓRN Reykja- víkur mun á fundi sínum eftir helgi taka afstöðu til þess hvort Haraldur Blöndal hæstaréttar- lögmaður taki að nýju sæti í stjórninni, en hann vék sæti úr henni vegna skyldleika við Guð- rúnu Pétursdóttir. Hún hefur sem kunnugt er dregið framboð sitt til forseta ísiands til baka. Haraldur Blöndal kveðst telja eðlilegt að taka sæti að nýju. „Vanhæfisástæður mínar eru ekki lengur fyrir hendi. Þar af leiðandi tel ég mig ekki geta vikist undan þeirri borgaralegu skyldu að sitja í yfirkjörstjórn. Þetta er því ekki spurning um hvað ég vil heldur hvað mér er falið,“ sagði Haraldur. Haraldur enn vanhæfur? Hjörleifur Kvaran formaður yfirkjörstjórnar segir að enn sé ekki fullljóst hvort vanhæfis- ástæður hafi fallið niður. Hugs- anlegt sé að Haraldur sé van- hæfur til að úrskurða um þau utankjörstaðaratkvæði sem greidd voru áður en Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka. Það ætti þó aðeins við um þau atkvæði þar sem ein- göngu er ritað fornafnið Guð- rún en ekki greint á milli Guð- rúnar Pétursdóttur og nöfnu hennar Agnarsdóttur. Hjörleif- ur sagði að skorið yrði úr um þetta eftir helgi. Samkeppni á herrafata- markaðnum VIKU eftir að norska herrafata- verslunin Dressmann var opnuð í Reykjavík auglýsir Hagkaup á heilsíðu í Morgunblaðinu: „Við bjóðum betur." Þar er auglýstur herrafatnaður á afar hagstæðu verði. Aðspurður hvort opnun Dressmann-verslunarinnar hafi verið kveikjan að auglýsing- unni, segir Örn Kjartansson, sölustjóri Hagkaups, það ljóst að Hagkaup leggi sérstaka áherslu á herrafatnað nú vegna þessa. Þeir sem hagnist mest á samkeppninni séu auðvitað við- skiptavinirnir og sé það vel. Verslunarstjóri Dressmann á íslandi, Áróra Gústafsdóttir, vill ekki tjá sig um samkeppnis- mál en segir að salan hafi geng- ið vel. Hún átti von á gámi með þremur tonnum af fatnaði, sem átti að koma á miðvikudag en hafði enn ekki skiiað sér um miðjan dag í gær og sagði hún að verslunin væri að tæmast, svo mikið væri keypt. Ekið á bíl á Aflagranda EKIÐ var á bíl á bílastæði við Aflagranda 40 miðvikudaginn 19. júní á tímabilinu frá kl. 16.30 til 20. Bíllinn, sem ekið var á, er af gerðinni Honda Civic og bíllinn, sem ók á hann, hefur verið grænsanseraður. Vinstri framhurð og frambretti á Hondunni skemmdust við ákeyrsluna. Ökumaður grænsanseraða bílsins er beðinn um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík og einnig vitni að ákeyrslunni, ef einhver hafa verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.