Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumathugun á nýjum vegi yfir Lyngdalsheiði Telja fólk í stað bíla VEGAGERÐIN á Selfossi mun í sumar gera frumathugun á nýjum vegi frá Þingvöllum að Laugar- vatni, leið sem í daglegu tali er nefnd Lyngdalsheiðin. Komi til framkvæmda mun batna verulega vegurinn á hinni fjölförnu ferða- mannaleið frá Reykjavík um Þingvelli og Laugarvatn að Gull- fossi og Geysi. Leiðin frá Reykja- vík að Gullfossi styttist við þetta og þó sérstaklega leiðin að Laug- arvatni. Núverandi vegur frá Þingvöllum um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, Gjábakkavegur, er gamall niður- grafinn malarvegur sem er aðeins opinn á sumrin. Endurbætur á veginum eru ekki á vegaáætlun næstu fjögur árin. Guðmundur Hallgrímsson, yfirmaður hönnun- ardeildar Vegagerðarinnar á Sel- fossi, segir að áhugi á lagningu vegar á þessari leið hafi aukist. Rætt er um að leggja nýjan veg yfir heiðina, sunnan við núverandi veg, 15 km leið. Yrði hann heldur styttri og lægri en núverandi veg- ur, eða mest í 200 metra hæð yfir sjávarmáli í stað 300 metra á nýverandi vegstæði. Nýi vegurinn kæmi niður hjá Miðfelli við Þing- vallavatn en lítið eitt sunnan við núverandi veg Laugarvatnsmegin. í sumar verða gerðar mælingar á nýju vegstæði. Ljóst er að lagning nýs vegar yfir Lyngdalsheiði er nokkuð dýr framkvæmd. Kostnaðaráætlun hefur ekki verið gerð en Guðmund- ur áætlar að kostnaðurinn gæti orðið af stærðargráðunni 150-200 milljónir kr. Talað er um nýjar viðmiðanir við mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar, að sögn Guð- mundar. Hingað til hefur verið notast við umferðarmælingar, þar sem ijöldi bíla er talinn. En með því að miða við fjölda vegfarenda um veginn myndi dæmið líta allt öðru vísi út, Lyngdalsheiðinni í hag, því um hana fara margar rútur með ferðamenn. Laugarvatnsvegi lýkur á næsta ári Mögulegt er að komast að Gull- fossi og Geysi úr fjórum áttum. Engin leiðanna er þó með bundnu slitlagi alla leið. Minnst vantar upp á Laugarvatnsveg, eða 7,5 km kafla frá Reykjavegi að Biskupst- ungnabraut. Er það fjölfarnasta ferðamannaleiðin og hefur hún forgang hjá Vegagerðinni. í haust verður ráðist í vegagerð á rúmlega helmingi malarkaflans, þ.e. 4 km frá Reykjavegi að Andalæk og slit- lag verður lagt á þann kafla næsta vor. A næsta ári er fyrirhugað að taka fyrir það sem eftir er og verð- ur þá unnt að aka frá Reykjavík að Gullfossi og Geysi á bundnu slitlagi. í sumar verður einnig lagt bundið slitlag á tæplega 2 km kafla á á hinum veginum sem fer í gegnum Biskupstungur en þar er enn malarslitlag frá Reykholti að Laugarvatnsvegi. Reykjavík - Laugarvatn km Mosfellsheiði-Gjábakkavegur 85 Suðurlandsvegur-Grímsnes 65 Reykjavík - Gullfoss km Mosfellsheiði-Gjábakkavegur 104 Suðurlandsvegur-Grímsnes 118 Hugsanlegt nýtt vegarstæði er nú til athugunar Þingvéliij Gjábakki REYKJAVIK Mosfells heibi i Lyngdals \ hei&i L Ur , Grimsnes Hveragerðil Bundið slitlag Malarvegur Morgunblaðið/Þorkell Heiðursmerki frá Noregskonungi NORSXA sendiráðið efndi á mið- vikudaginn til móttöku vegna Nordkalotten 1996. Við sama tækifæri afhenti norski sendiherr- ann, Niels O. Dietz, Björgu Juhlin Árnadóttur heiðursmerki frá Nor- egskonungi, en Björg hefur um árabil haft forystu í norsku- kennslu á framhaldsskólastigi hér á landi. Morgunblaðið/Kristinn Samkeppni um sendiráð í Berlín BYGGINGANEFND sendiráðs íslands í Berlín efndi á vor- mánuðum til opinnar arkitekta- samkeppni um hönnun bygging- ar fyrir sendiráð íslands í Berlín. Tillaga þeirra Pálmars Krist- mundssonar og Gunnars B. Stef- ánssonar varð hlutskörpust, og sést hún á myndinni. Alls bárust 23 tillögur í keppnina, og voru þær til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni frá7. ti!21.júní. Minna atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna Mikið er að gera hjá iðnaðarmönnum þessa dagana og rekja þeir það m.a. til meiri bjartsýni í þjóðfélaginu og einnig til hagstæðs tíðarfars. Fram kemur í samantekt Þórdísar Höddu ____Yngvadóttur að þar vega þyngst stórframkvæmdir og_ viðhaldsverkefni. Misjafnt er þó hve menn meta batann mikinn. ATVINNULEYSI meðal iðnaðar- manna hefur minnkað verulega á síðustu vikum og mánuðum. í sam- tölum við forystumenn nokkurra iðn- aðarfélaga kom fram að þeir eru á einu máli um að aukinnar bjartsýni gæti í þjóðfélaginu. Stórfram- kvæmdir sem nú eru byijaðar eða eru í bígerð vega þó þyngst s.s. stækkun álversins, brúargerð og virkjunarframkvæmdir. Einnig hef- ur aukist viðhaldsvinna á íbúðarhús- um og er skortur á málurum í sumar. Hákon Ólafsson hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins segir að samdráttarskeið hafi ríkt undan- farin ár. Steypuframleiðsla muni aukast í ár vegna viðbótarfram- kvæmda. Menn geri sér vonir um að komast upp úr lægðinni sem ríkt hefur undanfarin ár og hefur at- vinnuástand iðnaðarmanna batnað á nokkrum mánuðum vegna aukinna framkvæmda m.a. vegna stækkunar álversins, virkjunarframkvæmda og brúarbygginga. Skortur á fagmönnum í málningu Helgi G. Jónsson, formaður Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, seg- ir að atvinnuástand meðal málara hafi batnað óvenju snemma í vor. Skortur sé á fagmönnum í málning- arvinnu í sumar og eru menn bókað- ir í vinnu langt fram í tímann. Helgi taldi að framkvæmdir í álverinu hefðu óbein áhrif þar sem eftirspum eftir málurum er nú meiri en sl. þrjú ár. Einnig virðist fólk vakna til vitundar um mikilvægi viðhalds á húsum sínum. Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu hf., sagði að sumarið hafi farið mjög vel af stað og gætir meiri bjartsýni sem birtist í meiri framkvæmdahug en á undanförnum árum. „Merkja má hægan og stíg- andi bata í þjóðfélaginu og hugsa menn meira um viðhald en áður, enda hefur viðhald verið vanrækt í kreppunni. Það segir til sín að kaup- máttur hefur batnað sl. 2 ár. Við höfum tekið eftir að mikið er að gera hjá málurum og hefur veðrið í vor og sumar verið ákaflega gott, en það hefur mikil áhrif á málningar- vinnu utanhúss. Síðasta sumar fór að rigna í júlí og rigndi fram í lok september og þurftu margir að fresta því að láta mála hjá sér þar til í sumar. Mikið er af fyrirspumum og málningarframleiðsla hefur auk- ist,“ segir Helgi. Þegar kreppir að er ekki skipt um gler þrátt fyrir móðu Stefán Guðjónssen, fjármálastjóri Málningar hf., sagði að góð sala hefði verið í málningu í sumar og rakti hann það til heppilegs veðurs í sumar. Hann taldi ekki að sölu- aukningin ætti rót að rekja til góð- æris og að efnahagsáhrifm væru minni en áhrif veðurs. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, segir að trésmiðum á atvinnuleysisskrá hafí snarlega fækkað í byijun aprfl úr 100 í 40. En síðan hefur sú tala haldist, sumir hafa farið út af skrá og aðrir komið aftur inn. Búist er við að enn fækki á atvinnuleysis- skrá þegar á líður sumar. Grétar segir að þetta sé breyting frá því sem áður hefur verið á þess- um árstíma þar sem ekki hefur ver- ið slík eftirspurn eftir smiðum fyrr en í fyrsta lagi í maí. Allt frá árinu 1990 hafa einhveijir tugir smiða verið á atvinnuleysisskrá en nú sé búist við meiri fækkun á skránni en áður hefur verið. Viðhald húsa er vaxandi atvinnugrein sem fer eftir kaupmætti almennings. Á árunum frá 1980-90 var töluvert hugsað um viðhald. Mikið var um það að fólk skipti t.d. um gler í gluggum, en þegar kreppir að hleypur fólk ekki til að skipta um gler þótt móða sé á milli gleija, segir Grétar. Byggingarvinna sem legið hefur niðri aftur farin af stað Þór Ottesen, starfsmaður hjá Raf- iðnaðarsambandi íslands, segir að einhverrar uppsveiflu hafi gætt hjá rafvirkjum, en hún hafi gerst hægt. Færri eru þó atvinnulausir en fyrir tveimur mánuðum. Byggingarvinna sem legið hefur niðri í einhvem tíma virðist vera að fara af stað aftur. Mikið sé af ófrágengnum húsum á höfuðborgarsvæðinu og eigi m.a. eftir að ganga frá raflögnum. Taldi Þór að álverið kæmi til með að ráða til sín nokkuð af rafvirkjum. Síðasta hálfa mánuðinn hafi óvenju- mikið verið leitað til Rafiðnaðarsam- bandsins eftir mönnum bæði í lítil og stór verk. Þór segir að merkja megi stígandi aukningu á vinnu. Ekki sé hægt að sjá hvað veldur auknu vinnuframboði en taldi hann að margir samverkandi þættir hefðu þessi áhrif og almenningur væri bjartsýnni nú en áður. Með sama áframhaldi stefnir í skort á rafiðnað- armönnum. Múrarar koma seinna að Friðrik Andrésson, formaður Múrarameistarafélags Reykj avíkur, segir að atvinnuástand hjá múrurum sé ágætt. „Fólk hugsar meira um viðgerðir og viðhald á húsum sínum en áður og hefur viðhaldsmarkaður- inn stækkað. Gott útlit er fyrir múrara a.m.k. fram á haust. Múrar- ar koma seinna að verkefnum en aðrir, en ekki er hægt að tala um atvinnuleysi. Mikið hefur verið byggt undanfarin ár og stefnir í offram- boð, en aftur á móti skortir góðar byggingarlóðir í Reykjavík. Búast má við að eitthvað af múrurum verði ráðnir við stórframkvæmdirnar. Tómas Runólfsson, ijármálastjóri Sementsverksmiðjunnar hf. á Akra- nesi, segist hafa orðið var við lítinn bata. Fyrstu fimm mánuði þessa árs seldust rúmlega 26 þúsund tonn af sementi, en í fyrra seldust tæp 23 þúsund tonn á sama tíma. Sá vetur var mjög slæmur veðurfarslega og bitnaði það á sementssölunni. Sömu sölutölur og í ár má sjá fyrstu fimm mánuði 1994. Búist er við aukningu í ár vegna stækkunar álversins, framkvæmdum á Gilsfjarðarbrú og Kvíslárveitum en á öðrum markaði virðist ekki vera aukning. Söluáætl- un Sementsverksmiðjunnar fyrir þetta ár er 85 þúsund tonn sem er aðeins meira en fyrir árið í fyrra, segir Tómas. Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri BM Vallár ehf., sagði að of djúpt væri tekið í árinni að tala um uppsveiflu. Ef litið væri á byggingarstarfssemi á höfuðborg- arsvæðinu fyrir utan stórfram- kvæmdir eins og álverið, horfði til 3-4% aukningar á árinu. Taldi Víg- lundur að heildarumsvif í íslenskum byggingariðnaði væri nú 15-20% minni en það meðaltal sem var á milli 1986-90. „Það er engin þensla miðað við afkastagetu greinarinnar. Auka mætti afköst um 10-15% án nokk- urrar þenslu. Afkastageta greinar- innar er því langt frá að vera full- nýtt. Þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 4% hagvexti á árinu og hefur almenn framleiðsla aukist um 3-4%. Gera má ráð fyrir að heildaraukning grein- arinnar, að stórframkvæmdum meðt- öldum, sé 7-8% fyrir höfuðborgar- svæðið. Sjálfsagt var einhver til- hneigning í upphafi ársins að ofmeta áhrif álversframkvæmda, það er ekki nein ofurframkvæmd í sjálfu sér, þótt hún sé góð, sagði Víglundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.