Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 13 AKUREYRI Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga veitir viðurkenningar Þrjátíu og tveir framleiðendur með úrvalsmjólk ÞRJÁTÍU og tveir mjólkurfram- leiðendur á samlagssvæði Mjólk- ursamlags Kaupfélags Eyfirðinga hlutu viðurkenningu fyrir fram- leiðslu á úrvalsmjólk, en þetta er í fjórtánda sinn sem samlagið veitir slíka viðurkenningu. Forsvarsmenn Mjólkursam- Iagsins skilgreina úrvalsmjólk m.a. þannig að gerlainnihald fari aldrei yfir 30 þúsund gerla í milli- lítra, að meðaltalsfrumutala sé undir 300 þúsund í millilítra, mjólkin lendi alltaf í 1. flokki við flokkun í hitaþolnum og kulda- kærum gerlum og að aldrei hafi orðið vart fúkkalyfja og/eða ann- arra efna sem rýrt geta gæði mjólkurinnar. Einnig hefur að- koma og umgengni í fjósi og mjólkurhúsi ævinlega verið góð að mati mjólkureftirlitsmanna. Sverrir Sverrisson á Neðri- Vindheimum í Glæsibæjarhreppi hlaut viðurkenningu fyrir fram- leiðslu á úrvalsmjólk níunda árið í röð, en hann ásamt Árna Her- mannssyni á Ytri-Bægisá í Glæsi- bæjarhreppi hafa lagt inn úrvals- mjólk í 12 ár af þeim 14 sem viður- kenningin hefur verið veitt. Sig- urður Jónasson í Efstalandi í Öxnadalshreppi og Félagsbúið á Eyvindarstöðum hafa lagt inn úrvalsmjólk í 11 ár af 14. Þeir sem hlutu viðurkenningu eru: Eiríkur Helgason, Ytra-Gili, Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, Ólafur Andri Thorlacius, Óxna- felli, Sveinn Sigmundsson, Vatns- enda, Haukur Berg, Fífilgerði, Árni Sigurjónsson, Leifshúsi, Stefán Tryggvason, Þórisstöðum, Sverrir Sverrisson, Neðri-Vind- heimum, Árni Hermannsson, Ytri- Bægisá, Árni Þórisson, Auð- brekku, Kristján Buhl, Ytri-Reist- ará, Félagsbúið Torfufelli, Fé- lagsbúið Villingadal, Hermann Jónsson, Barká, Félagsbúið Syðri- Bægisá, Sigurður Jónasson, Efstalandi, Sigurður Gíslason, Steinsstöðum, Þorsteinn Rútsson, Þverá, Aðalsteinn Hreinsson, Auðnum, Kristinn Ásmundsson, Morgunblaðið/Margrét Þóra Höfða, Sökkubúið, Sökku, Stefán K. Jónsson, Hofi, Svana Halldórs- dóttir, Melum, Gunnlaugur Tryggvason, Þorsteinsstöðum, Guðmundur Gunnlaugsson, Göngustöðum, Gunnlaugur Sig- urðsson, Klaufabrekku, Atli Frið- björnsson, Hóli, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Hjálmar Her- bertsson, Steindyrum, Þorleifur Karlsson, Hóli, Hafsteinn Pálsson, Miðkoti, og Félagsbúið í Böðvars- Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Nauðsynlegt að auka sam- starf atvinnuþróunarfélaga Jónsmessuvaka á Nonnaslóðum JÓNSMESSUVAKA sem Minjasafn- ið á Akureyri og Zontaklúbbur Akur- eyrar standa fyrir verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld, 23. júní, og hefst kl. 22. Dagskráin hefst í Minjasafnskirkj- unni þar sem flutt verður erindi um Jónsmessuna. Að því loknu verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um Nonnaslóðir í Innbænum en Zon- taklúbburinn hefur unnið að merk- ingum á þessari gönguleið. Gengið verður frá Minjasafnskirkjunni upp eftir gamla kirkjugarðsstígnum og upp á Höfða. Þar verður staðnæmst við minjastaði og notið mikilfenglegs útsýnis af Höfðanum. Gengið verður niður Búðagil og inn eftir Aðalstræti að safnhúsunum. í lok gönguferðar verða seldar veitingar í Zontahúsi. ----------? ? ?---------- Gítartónleikar á Listasumari ÞÓRÓLFUR Stefánsson gítarleikari heldur tónleika í Deiglunni annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júní og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Alfonso Mundarr, Johann Merz, Piazzola og Jón Ásgeirsson. Þórólfur er fæddur á Sauðárkróki, hann stundaði nám við gítardeild Tónlistarskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og fór í framhaldsnám til Stokkhólms. ----------? ? ? Messur BJARNI Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., segir nauðsynlegt að endurskipuleggja upplýsinga- streymi og auka samstarf atvinnu- þróunarfélaga í landinu, sem þó eru að hluta til í samkeppni og efla tengsl atvinnuráðgjafa. Hann segir að til þessa hafi samskiptin verið háð því hve mikinn áhuga einstak- lingarnir sem sinna þessum málum hafí, því ekkert heildarskipulag er til að vinna eftir. Þá sé staða hinna ýmsu félaga mjög mismunandi. Bjarni segir jafnframt að þessi vinna sé að hluta til hafin. „Á síðasta ári var töluverðum tíma varið til að kynna hugmyndir okkar um breytingar fyrir fram- kvæmdavaldinu en sem kunnugt er hefur núverandi ríkisstjórn boðað breytingar á þessu skipulagi. Þessi yinna hefur þó engan árangur borið enn. Núverandi staða er þannig að iðnaðarráðuneytið hefur komið á fót kerfí sem gerir að hluta til það sama og atvinnuráðgjafar eru að gera um allt land. Starfstöðin er að sjálfsögðu í Reykjavík en þeir sem eru að huga að nýsköpun landsbyggðinni geta hringt í grænt símanúmer." Bjarni segir að ekkert samband hafi verið haft við starfandi at- vinnuráðgjafa um þessar breyting- ar. Skýringin var sögð sú að at- vinnuráðgjöfin heyri undir annað ráðuneyti og að iðnaðarráðuneytið gæti ekki blandað sér í málefni annarra ráðuneyta. „Eftir stendur að skipulagið er jafn óskilvirkt og áður og engu minni ástæða en áður að taka allt skipulag- ið til endurskoðunar. Með endur- skipulagningu væri hægt að gera allt kerfið mun skilvirkara og betra fyrir sama eða jafnvel minna fé. Það gerir málið ekki betra að nú er minna fé varið í styrki til frumkvöðla og erfiðara að nálgast það, sem er mjög bagalegt fyrir framgang nýrra hug- mynda," segir Bjarni. Atvinnumál brenna á sveitarstjórnarmönnum Hann segir að atvinnumál brenni að vanda mjög á sveitarstjórnar- mönnum og víða hafi sveitastjórnir haft mikil afskipti af atvinnulífi með beinum eða óbeinum hætti. Fjármörgnun á rekstri atvinnuþró- unarfélags sé því ekkert annað en óbein afskipti af atvinnulífinu og líta má á þá fjármuni sem framlög til atvinnumála. „Það er full þörf á að huga að skipulagi og samþættingu þeirra aðila sem þjóna atvinnulífinu á veg- um sveitarfélagana og hins opin- bera. Meðan þessi þjónusta er á vegum margra aðila er nauðsynlegt að góð samvinna geti átt sér stað milli þessara aðila til að tryggja eðlilega verkaskiptingu og upplýs- ingastreymi." Ný stjórn IFE var kjörinn á aðal- fundi félagsins í vikunni og er hún þannig skipuð: Daníel Árnason, Sig- ríður Stefánsdóttir, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Árni K. Bjarnason, Valtýr Sigurbjarnarson, Sigurður Jóhannesson og Hákon Hákonarson. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöld, Jónsmessunótt. Ath. breyttan messu- tíma. Einsöngur: Micael Jón Clarke. Mikill almennur söngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld, sunnu- dagskvöid, bæn kl. 19.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld. Vakninga- samkoma kl. 20 annað kvöld, ræðu- maður Quentin Stewart. KAÞÓLSKA KIRKJAN við Eyrar- landsveg; Messa kl. 18. á laugardag og kl. 11. á sunnudag. KVÍABEKKJARKIRKJA í Ólafs- fírði: Messa, sunnudag kl. 11, Jóns- messa skírara. Landslags- arkitektinn leggur línurnar! Ókeypis ráðgjafavþjónusta BM^Vallá Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Atta manns á slysadeild HARÐUR árekstur varð á Leiru- vegi um miðnætti aðfaranótt föstudags. Tveir fólksbílar skullu saman og voru 8 manns fluttir á slysadeild FSA, 3 úr öðrum bíln- um og 5 úr hinum. Bílarnir voru báðir á austur- leið og ætlaði ökumaður fremri bílsins að snúa við á sama tíma og ökumaður hins bílsins ætlaði að aka f ramúr. Bílarnir skullu saman af miklu afli og voru báð- ir óökufærir á eftir. Meiðsli fólksins eru ekki talin mjög al- varleg, en það slasaðist m.a. á höfði, hálsi og baki. 48 siSno hugmyndabækltngur lyrir gariinn þinn. Paitloou ókcypis eintakl Björn Jóhannsson landslagsarkitekt aðstoðar þig við að útfæra skemmtilega innkeyrslu, gangstíg, verönd, blómabeð eða annað með vörum frá BM'Vallá og veitir margvísleg góð ráð um lausnir í garðinum. Hringdu í 577 4200 og pantaðu tíma. Grænt númer 800 4200. Hafðu með þér grunnmynd af húsi og lóð í kvarða 1:100 og útlitsteikningu eða góða ljósmynd af húsinu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BM-VAIIA Breiðhöfða 3 112Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.