Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Framhaldsskóla Vestfjarða slitið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson STÚDENTARNIR sem brautskráðir voru frá Framhaldsskóla Vestfjarða. ísafirði - Framhaldsskóla Vest- fjarða var slitið laugardaginn 25. maí sl. Brautskráðir voru fimmtán stúdentar. Tveir nemendur luku iðnprófi í vélsmíði. Af 1. stigi skip- stjórnarbrautar, eftir eins vetrar nám, voru brautskráðir sex nem- endur. Þá luku fjórir verslunar- prófi og einn sjúkraliðaprófi. Baldur Smári Einarsson frá Bolungarvík, af hagfræðibraut, fékk hæsta meðaleinkunn á stúd- entsprófi, ágætiseinkunn 9,06, og hafa áður aðeins þrír nemendur hlotið ágætiseinkunn á stúdents- prófi á ísafirði. Næsthæstu ein- kunn á stúdentsprófi nú fékk Hulda Pétursdóttir, 8,38, sem einnig brautskráðist af hagfræði- braut. Hæstu meðaleinkunn af náttúrufræðibraut fékk Hlynur Guðmundsson, 8,00, en hæstu ein- kunn af mála- og samfélagsbraut fékk Arna Lára Jónsdóttir, 7,99. Af skipstjórnarbraut fékk hæsta einkunn Egill Jónsson, 7,75. Anna K. Kristjánsdóttir fékk hæstu einkunn þeirra sem braut- skráðust með verslunarpróf, 7,75. Á iðnprófi var hæstur Sigurður Viðarsson með 7,61. Allir þessir nemendur og fieiri til hlutu verð- laun. Til máls tóku Halidór Þorgeirs- son, sem var fulltrúi tuttugu ára stúdenta, og Unnur Árnadóttir, fulltrúi tíu ára stúdenta, og færðu þau skólanum gjafir, sem eru margmiðlunarefni og forrit til notkunar á bókasafni. í skólanum voru á haustönn 243 nemendur í dagskóla, 15 utan skóla og 55 í öldungadeild, þar af 23 í öldungadeild á Reykhólum, en hún var starfrækt í eina náms- önn aðeins. Á vorönn voru nem- endur nokkru færri. Nemendur við skólann voru talsvert fleiri í vetur en árið á undan. Við Framhalds- skóla Vestfjarða eru 18 kennarar í fullu starfi, að stjórnendum með- töldum. Skólameistari, Björn Teitsson, ávarpaði sérstaklega þá nemendur sem brautskráðust, og sagði þá m.a.: „Byggð á Vestfjörðum á nú í vök að veijast fremur en byggð í nokkrum öðrum landshluta. Þeg- ar svo er komið reyna þeir helst að flytjast burt sem auðveldast eiga með það. Ungt fólks eins og þið á yfirleitt ekki fasteignir og ekki maka eða börn, og því er það oft hreyfanlegast. Séu brottflutn- ingar miklir verður hætta á að þeim sem eftir sitja komi æ verr saman. Ég leyfi mér að ráðleggja ykkur að reyna að komast hjá því að glata uppruna ykkar. Hættur leynast miklu víðar um heim en hér, bæði á sjó og landi, og yrði of langt upp að telja. Því er alls kostar óráðlegt að afskrifa Vest- firði sem byggilegt svæði. Það er mjög óvíst að grasið sé grænna annars staðar." 50 árvið kirkju- orgelið Stokkseyri - Á þjóðhátíðardaginn var haldið upp á það við messu að 50 ár eru liðin frá því að Pálm- ar Eyjólfsson tók við starfi organ- ista við Stokkseyrarkirkju. Að lok- inni messu bauð sóknarnefndin upp á kaffi í íþróttahúsinu honum til heiðurs þar sem honum voru þökkuð góð störf og færðar gjafir. Á þessum 50 árum hefur Pálm- ar Eyjólfsson starfað með fjórum prestum og voru þrír þeirra við- staddir þessa hátíðarstund; þeir eru sr. Magnús Guðjónsson, sr. Valgeir Ástráðsson og starfandi prestur sr. Úlfar Guðmundsson. Fjórði presturinn, sr. Árelíus Ní- elsson, er látinn. I ræðum manna kom fram að Pálmar hefur í gegnum tíðina verið iðinn við að safna að sér nótum sem margar hefðu ella glat- ast auk þess sem hann hefur sam- ið mörg lög sjálfur og komu sum þeirra út á geisladisknum Sólnæt- ur fyrir fáum árum. Þess má að lokum geta að Pálmar starfar ennþá sem organisti við Stokks- eyrarkirkju. Aldarminning sr. Frið- riks A. Friðrikssonar Húsavík-17. júní voru liðin 100 ár frá fæðingu sr. Friðriks A. Frið- rikssonar, prófasts á Húsavík og var þess minnst á virðulegan hátt í Húsavíkurkirkju á afmælisdaginn. Sóknarpresturinn séra Sighvatur Karlsson minntist forvera síns með ítarlegri ræðu, en séra Friðrik þjón- aði Húsavíkursöfnuði í um 30 ár en lét þá af störfum að eigin ósk og tók við umfangsminna presta- kalli, Hálsi í Fnjóskadal, og þjónaði því í átta ár. Hafði hann þá dyggi- lega og eftirminnilega þjónað kirkj- unni vestan hafs og austan í rúma hálfa öld. Auk prestþjónustunnar hlóðust á sr. Friðrik tímafrek félagsstörf, einkum er lutu að tónlist og skóla- málum. Hann stjórnaði Karlakórn- um Þrym í 18 ár og Kirkjukór Húsavíkur í 20 ár og bjó báðum kórunum í hendur gögn með upp- skriftum og fjölritunum, sem nútíð- ar söngstjórar þekka ekki, þar sem allt er ljósritað. Hann fékkst einnig við lagasmíð og í handriti átti hann um 30 lög fyrir karlakóra og blandaða kóra og mörg þeirra við hans eigin texta. Morgunblaðið/Silli SR. SIGHVATUR Karlsson minntist sr. Friðriks A. Frið- rikssonar. Með söngstjórastarfi sínu kom séra Friðrik á framfæri fjölda sönglaga er eigi höfðu verið sunginn hér á landi áður en hafa síðan verið sung- in af hinum ýmsu kórum. Textaþýð- ingar hans vöktu athygli enda stóð hann vel að vígi að fella saman Ijóð og lag. I sínu mikla prests- og tónlistar- starfi naut hann dyggilegs stuðn- ings eiginkonu sinar, frú Gertrud, sem var organisti við Húsavíkur- kirkju í 25 ár og einnig var hún undirleikari við hin ýmsu tækifæri. Verður ekki ofmetið hið mikla fram- lag þeirra hjóna til söng- og tónlist- armála í Þingeyjarsýslu. Handbragð hans á nótnaskrift var viðbrugðið og teiknaði hann meðal annars til prentunar Passíu- sálmalögin, sem Sigurður Þórðar- son, söngstjóri, hafði safnað og gefin voru út í viðhafnarútgáfu. Einnig var gefin út afmælisdagabók með málsháttum og skrautritaði hann þá útgáfu. í sambandi við 50 ára afmæli Húsavíkurkirkju 1957 samdi séra Friðrik hátíðarkantötu, dýrðarljóð og lag, sem hann nefndi Ákall, heit bæn og innileg. Við minningar- athöfnina flutti kirkjukórinn þessa kantötu undir stjórn Natalíu Chow. í tilefni aldarafmæli sr. Friðriks færði Húsavíkursöfnuður Friðriks- sjóði 100 þúsund króna gjöf en sjóð- urinn var stofnaður til minningar um sr. Friðrik A. Friðriksson og hefur þann tilgang að efla sönglíf og tónmennt í Húsavíkursókn með styrkjum til hljóðfærakaupa, radd- kennslu og nótnaútgáfu. Morgunbiaðið/Sigurður Aðalsteinsson FJÖLDI fólks, allt að 250 manns, voru við vígslu nýju sundlaugar- innar við Skjöldólfsstaðaskóla. Ný sundlaug vígð við Skjöldólfs- staðaskóla. Vaðbrekku, Jökuldal - íbúar Jök- uldalshrepps fögnuðu vígslu nýrrar sundlaugar víð Skjöldólfsstaða- skóla á þjóðhátíðardaginn sautj- ánda júní síðastliðinn. Sundlaugin hefur verið í bygg- ingu síðastliðið ár, en Ingifmna Jónsdóttir bóndi á Hvanná tók fyrstu skóflustungu að henni 12. júní fyrir rúmu ári. Samhliða sund- laugarvígslunni var haldið upp á fimmtíu ára afmæli Skjöldólfs- staðaskóla, og hélt Jökuldalshrepp- ur íbúum og brott fluttum og fleiri gestum kaffisamsæti í tilefni dags- ins. Fluttur var fróðleikur um bygg- ingar- og starfssögu skólans af oddvita hreppsins Arnóri Bene- diktssyni, Hákon Aðalsteinsson og Aðalsteinn Jónsson sögðu sögur af veru sinni í skólanum. Að kaffisamsætinu loknu var haldið til laugar þar sem Séra Brynhildur Óladóttir frá Merki sóknarprestur á Skeggjastöðum flutti bæn og vígði laugina. Því næst drifu allir sem vettlingi gátu valdið sig í sundföt og tóku sér sundsprett, og þeir er ekki höfðu sundföt meðferðis fengu jafnvel líka sumir hveijir ókeypis bað. Sundlaugin verður opin almenn- ingi yfir sumartímann auk þess sem þar verður kennt sund, og er sund- laugin því kærkomin viðbót við þá ferðaþjónustu í sveitinni sem fyrir er en í Skjöldólfsstaðaskóla er rek- in greiðasalan Dalakaffi. í Möðru- dal er Fjallakaffi og í Klausturseli er rekið handiðnarvinnustofa og vísir að dýragarði með hreindýrum, gæsum og tófum, og nú geta þeir er nýta sér ferðaþjónustu í sveitinni farið í sund til að farga ferðaþreyt- unni. Morgunblaðið/Gísli Gíslason FJOLA Ægisdóttir afhenti Pálmari og eiginkonu hans, Guðrúnu Loftsdóttur, gjafir. Miklar framkvæmdir í Stykkishólmsbæ Stykkishólmi - Hjá starfsmönnum Stykkishólmsbæjar er nóg að gera og verða miklar framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar. Nú er ver- ið að lagfæra Skólastíginn sem er ein elsta gata bæjarins og ein af örfáum götum í bænum sem ekki hefur verið lagt á bundið slitlag. Verið er að færa götuna aðeins vest- ar til að fá hana lengra frá húsun- um. Skipt verður um jarðveg og allar götulagnir og í framhaldinu verður stígurinn malbikaður eða hellulagður eins og skipulag gerir ráð fyrir. Þá hefur í vor verið gengið frá einni nýrri götu í bænum, Tjarnar- ási. Þar hafa verið boðnar út bygg- ingarlóðir og eru nú þegar hafnar framkvæmdir við tvö íbúðarhús. Þá eru starfsmenn bæjarins farn- ir að vinna við endurbætur á íþrótta- vellinum. Hér hefur verið malarvöll- ur en nú á að útbúa hann sem gra- svöll og á framkvæmdum að ljúka í sumar. Á íjárhagsáætlun bæjarins eru áætlaðar 10 milljónir til verksins þannig að hér er um miklar fram- kvæmdir að ræða. Þá stendur til að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða og verður fljótlega ieitað tilboða í verkið sem á að hefjast í sumar. Morgunblaðið/Árni Helgason UNNIÐ við breikkun á Skólastígnum í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.