Morgunblaðið - 22.06.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 22.06.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 15 100% hækkun hluta- bréfa á tveimur árum MIKIL hækkun hefur orðið á þing- vísitölu hlutabréfa hérlendis á síð- ustu árum. Nemur hækkunin 100% á síðustu tveimur árum. Hlutabréfavísitalan hækkaði um rúm 33% fyrstu fimm mánuði þessa árs eða jafnmikið og allt árið í fyrra. Þá er ekki tekið tillit til þeirra fyrirtækja sem skráð eru á Opna tilboðsmarkaðnum en gengi margra þeirra hefur einnig stigið mjög í verði. Þetta kemur fram í greiningu á hlutabréfamarkaðnum, sem Kaup- þing hf. gefur út. Þar er fullyrt að hlutabréf hafi óvíða ef nokkurs staðar í heiminum hækkað al- mennt jafnmikið og á íslandi á þessu tímabili. Kaupþing telur ekki ástæðu til að óttast bakslag Frá áramótum hafa mestar hækkanir orðið á hlutabréfum í Marel, Skagstrendingi og Síldar- vinnslunni af félögum á Verð- bréfaþingi íslands en á Opna til- boðsmarkaðnum voru það hluta- bréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, Tæknivali, Pharmaco og SIF sem hækkuðu mest. Ef litið er á ein- stakar atvinnugreinar sést að hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækj- um hafa hækkað mest eða um 50% að meðaltali, olíufélögin koma næst með 35% og þar á eftir flutninga- fyrirtæki með tæpa 25% hækkun. Skammt er í að fyrirtæki birti milliuppgjör og segir í umsögn Kaupþings að fróðlegt verði að sjá útkomuna. „Þá skýrist hvaða félög standa undir undangengnum hækkunum og hvaða félög gefi tilefni til áframhaldandi ábatavon- ar. Almennt má búast við góðri afkomu fyrirtækja á yfirstandandi ári, og á meðan búsældin varir er ekki ástæða til að óttast almennt bakslag þrátt fyrir óvenju miklar hækkanir á undanförnum misser- um Velta hlutabréfaviðskipta hef- ur aukist gríðarlega og nýsett lög um fjármagnstekjuskatt munu enn efla verslun með hlutabréf. Sú ráðstöfun eykur stöðugleika mark- aðarins, dýpkar hann og styrkir,“ segir í umsögninni. Nýrri framleiðsluvöru Össurar hf. vel tekið erlendis Góður árangur á alþjóðlegri stoð- tækjasýningu STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Öss- ur hf. hefur ráðist í víðtæka kynn- ingu á nýjustu framleiðsluvöru sinni, Icex, erlendis. Um er að ræða tækni, sem notuð er við framleiðslu á gervifótum og þykir byltingarkennd. Framleiðslan byggist á flókinni koltrefjatækni og helstu kostir hennar eru þeir að með henni tekur smíði gervifót- ar mun skemmri tíma en áður. Þá eru gæði smíðinnar meiri en áður hafa þekkst að sögn forráða- manna fyrirtækisins. Fyrirtækið kynnti Icex á alþjóð- legu stoðtækjasýningunni Inter- bor, sem haldin var í Noregi í síð- ustu viku. Um eitt þúsund læknar og stoðtækjafræðingar sóttu sýn- inguna og vakti hún gífurlega at- hygli meðal þeirra að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Ossurar. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tækni er sýnd opinberlega en fyr- irtækið hefur unnið að þróun hennar í hálft annað ár. Nýr fótur meðan beðið er Icex tæknin samanstendur af koltrefjaefni, sem notað er í gervi- fætur og tæki, sem notað er við smíðina. Jón segir að með tækn- inni taki smíði gervifóta aðeins einn til einn og hálfan klukkutíma og því geti sjúklingurinn beðið eftir fótnum. Með ríkjandi tækni á Vesturlöndum taki smiðin 8-15 tíma og kosti sjúklinginn margar heimsóknir til stoðtækjafræðings- ins. „Við fengum frábærar mót- tökur á sýningunni og áætlum að tveir þriðju hlutar sýningargesta hafi kynnt sér tæknina. Sumir þeirra sögðu að þetta væri mesta bylting á sviði stoðtækja í mörg ár.“ Jón segir að Össuri hf. hafi þegar borist margar pantanir á búnaðinum og að næsta skref sé að kenna væntanlegum kaupend- um að nota hann. „Við krefjumst þess að þeir sem kaupa tæknina sæki námskeið hjá okkur. Við erum því að undirbúa umfangs- mikið kennsluverkefni fyrir evr- ópska kaupendur og hefst það í ágúst. I því skyni erum við að koma okkur upp kennsluaðstöðu í fyrirtæki okkar í Manchester í Englandi. Annars var sýningin í Noregi aðeins fyrsti áfanginn að því marki að kynna tæknina um allan heim. Næsti áfangi felst í þátttöku Össurar á stórri stoð- tækjasýningu, sem haldin verður í Bandaríkjunum í október. Auk þess mun fyrirtækið taka þátt í sýningum í Frakklandi, Spáni og Sviss á þessu ári.“ Um tvö hundruð manns eru nú með gervifætur, sem smíðaðir eru með Icex tækninni og segir Jón að reynslan af þeim sé alls staðar góð. Á myndinni sést smíði gervifótar með Icex-tækninni sýnd í bás Öss- urar hf. á stoðtækjasýningunni. Litlar breyting- ar á vísi- tölum VÍSITALA byggingar- kostnaðar hefur hækkað um 2,7% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þijá mánuði hef- ur vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um 0,1%, sem jafngildir 0,4% verðbólgu á ári. í frétt frá Hagstofunni kemur fram að vísitala bygg- ingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júní 1996 reyndist vera 209,9 stig og hækkar um 0,05 frá maímánuði. Vísi- talan gildir fyrir júlí. Launavísitala miðað við meðallaun í maí er 147,8 stig, óbreytt frá fyrri mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðl- ána er 3230 stig í júlí. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem sam- kvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 0,4% frá og með 1. júlí 1996. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í júní 1996. Leiga helst þó óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í ágúst og september 1996. STARCRAFT ARCTICLINE fellihýsi FYRIR ISLENSKAR AÐSTÆÐUR Aðalfundur íslenska fjársjóðsins hf. Innra virði hækkaði um 57% á 7 mánuðum INNRA virði eigna íslenska fjár- sjóðsins hf. hefur hækkað um 57% frá stofnun sjóðsins í nóvember síðastliðnum. Hluthafar eru nú 713 talsins og og nema heildar- eignir alls 197 milljónum króna. Sjóðurinn var stofnaður af Landsbréfum hf. á síðasta ári og er ætlað að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum tengdum sjávar- útvegi og í nýjum, vaxandi at- vinnugreinum, sem þykja arð- vænlegar. Bjartsýni um framtíð íslensk sjávarútvegs einkenndi skýrslu stjórnar íslenska fjársjóðsins á fyrsta aðalfundi hans sem hald- inn var þann 14. júní s.l. í ræðu Björns Líndal, stjórnarformanns, kom fram að öll verðbréfaeign sjóðsins hefur verið fest í hluta- bréfum. Þar af eru 71% eignar- innar fest í fyrirtækjum í sjávar- útvegi, 13% í fyrirtækjum í sölu sjávarafurða, 6% í fyrirtækjum í lyfjaframleiðslu og lyfjainnflutn- ingi, 5% í iðnfyrirtækjum og 5% í tölvufyrirtækjum. Samtals dreifist hlutabréfaeignin á 24 fyrirtæki, þar af eru 12 í sjáv- arútvegi og 2 í sölu sjávarafurða. „Mikil framþróun á sér nú stað í íslenskum sjávarútvegi. Fisk- vinnsla og -veiðar eru í örri þróun og starfsemi innan þessara greina hefur að undanförnu ein- kennst af hagræðingu, auknum sóknarfærum og aukinni verð- mætasköpun. Einnig er mikill uppgangur og hröð framþróun hjá iðnfyrirtækjum sem byggja á hugviti tengdu sjávarútvegi svo og hjá íslenskum hugbúnaðarfyr- irtækjum. Þá má nefna útrás ís- lenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi, jafnt útgerðarfélaga sem sölusamtaka, og þau víð- tæku áhrif sem verkefni á þeirra vegum hafa þegar haft og munu í framtíðinni hafa á íslensk iðn- fyrirtæki sem framleiða vörur fyrir sjávarútveg," sagði Björn í ræðu sinni. Stjórn íslenska fjársjóðsins hefur ákveðið að heimila kaup á hlutabréfum fyrirtækja sem ekki hafa skráð hlutab'réf sín á al- mennum markaði, fyrir allt að 15% af eignum sjóðsins þó að hámarki 3% í einstöku félagi. AÐRIR BJ0ÐA EKKIBETUR: Ryðvörn, stormfestingar, 12 V ísettur rafgeymir og teng- ing fyrir bfl, blaðfjöðrun, 12" dekk, íslenskt kúlutengi, öflugur hitari og margt, margt fleira! Meira en 25 ára reynsla á íslandi og góður vitnisburður eigenda sýna best að Camp-let er yfirburða tjaidvagn fyrir okkar aðstæður. \s' jfse* CÍ5U JÓNSSON ehf Bíidshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 — áreiðanleiki ár eftir ár —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.