Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU ERLEIMT Fáskrúðsfj ör ður Frosti tekur tilboði hreppsins um kaup á Ragnaborg hf. FROSTI hf. í Súðavík hefur tekið tilboði Búðahrepps um kaup á hlutabréfum fyrirtækisins í Ragnaborg hf. á Fáskrúðsfírði. Ragnaborg er eigandi meginhluta þeirra húsa sem Goðaborg hf. var með starfsemi í fyrir gjaldþrotið á dögunum. Búðahreppur ætlar að selja hlutabréfin aftur. Frosti hf. keypti hlutabréfin í Ragnaborg hf. rétt fyrir gjalþrot Goðaborgar en hefur ekki hafið rekstur á Fáskrúðsfirði. Auðunn Karlsson, stjórnarformaður Frosta, segir að félagið hafi litið á kaupin sem aðgöngumiða að vinnslu loðnu og síldar. Fyrirhugað hafí verið að hefja vinnslu í sam- vinnu við aðra en ekki hafi tekist að koma samstarfinu á. Því væri Frosti tilbúinn til að selja. Þó Frosti hafi tekið tilboði Búða- hrepps hefur ekki verið gengið frá samningum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins býðst Búða- hreppur til að kaupa hlutabréfin á 3 milljónir kr. sem mun vera marg- falt kaupverð Frosta á bréfunum. Tryggja hagsmuni hreppsins Búðahreppur lánaði Goðaborg 19 milljónir kr. í vetur, í þeim til- gangi að reyna að tryggja rekstur fyrirtækisins, gegn veði í fasteign- um Ragnaborgar. Albert Kémp oddviti segir að með kaupum á eignunum vilji hreppsnefndin reyna að tryggja hagsmuni sína vegna þessa láns. Jafnframt væri gott ef einhver vildi hefja þar rekstur aftur. Hreppurinn er einn- ig með 12 milljóna kr. ábyrgð í tækjum sem þarna eru og vill hreppurinn tryggja það veð. Albert segir að hugmyndin sé að selja eignirnar aftur. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur sýnt því áhuga. Einnig fleiri aðilar. Albert Kemp segir að töluvert af fólki hafi flutt frá Fáskrúðsfirði frá því Goðaborg varð gjaldþrota og fleiri séu að fara. Kveðst hann vonast til að þessi þróun stöðvist ef rekstur hefst aftur í húsum Ragnaborgar. Reuter ÖRYGGISVÖRÐUR úr öryggissveitum Borís Jeltsins Rússlandsforseta horfir gegnum kíki inn um glugga á húsinu andspænis skrifstofum borgarstjóra Moskvu. Mikill öryggisviðbúnaður er nú í höf- uðborg Rússlands í kjölfar þess að yfirmenn öryggismála í landinu voru reknir. Breytt staða eftir hreinsanir Jeltsíns Rússar takmarka útflutning á fiski RÚSSAR stefna nú að því að draga verulega úr útflutningi á físki. Stjórnvöld hafa sett á út- flutningskvóta upp á 350.000 tonn af fiski, en á síðasta ári nam fi- skútflutningur Rússa um 1,2 millj- ónum tonna að verðmæti um 100 milljarðar íslenzkra króna. Land- anir Rússa á þorski í Noregi hafa þegar dregizt verulega saman, fallið úr 60.000 tonnum í 45.000 fyrstu 17 vikur árins, eða um fjórðung. Talið er að útflutningur á fiski til vinnslu í Noregi muni minnka enn frekar þegar floti nýrra lítilla frystitogara verður afhentur eig- endum í norðanverðu Rússlandi. Reyndar hefur þessi stefna stjórn- valda haft áhrif á endurnýjun fiskiskipaflotans, en fyrir hana hefur verið greitt með fiski. Fái útgerðimar ekki lengur að flytja fískinn út, geta þær ekki greitt fyrir endurnýjun flotans. Þorskurinn hefur í miklum mæli verið fluttur ferskur eða heil- frystur til frystihúsa í Noregi, á ísíandi og í Kanada. Laxinn og kóngakrabbinn hefur farið til Jap- an og alaskaufsinn fór til Banda- ríkjanna og Kína. Fyrir vikið var mjög lítið af fiski eftir fyrir mark- aðinn innan lands. Fiskneyzla hef- ur af þessum sökum dregizt mikið saman. Árið 1990 var fiskneyzlan í Rússlandi 20,3 kíló á mann, en var í fyrra komin niður í 10,3 kíló. Horfur eru nú bjartari á ný. Aflinn í fyrra náði 4,2 milljónum tonna, sem var 19,6% meira en árið áður og horfur eru á því að aflinn auk- izt enn í ár. Þess vegna verður meira til skiptanna milli útflutn- ings og vinnslu og neyzlu heima fyrir. Moskvu. Reuter. ATBURÐIR undanfarinna daga í Moskvu kæmust ekki ofarlega á blað í umfjöllun um pólitískt valda- tafl í Rússlandi, en það er Ijóst að þau orð Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands, að eingöngu hafi verið um venjulega uppstokkun að ræða til að fá nýtt blóð inn í stjórnina þegar þrír harðlínumenn voru látnir fara á fimmtudag blekkja engan. Umfangsmiklar aðgerðir Ekki eru nema tæpar tvær vikur til seinni umferðar forsetakosning- anna 3. júlí. Jeltsín rak Alexander Korzhakov, yfírmann lífvarðar forsetans, Míkhaíl Barsúkov, yfirmann örygg- islögreglunnar, og Oleg Soskovets, fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Brottrekstur þremenninganna sigldi í kjölfarið á því að Pavel Gratsjov var vikið úr embætti vam- armálaráðherra, en það var bein afleiðing þess að Jeltsín tók Alex- ander Lebed, sem varð í þriðja sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, inn í stjórnina. Spenna í stjórninni Það hefur vakið mikla spennu milli harðlínumanna og umbóta- sinna í stjórn Jeltsíns að Lebed skyldi gerður að yfírmanni rúss- neska öryggisráðsins. Ein afleiðingin var sú, segja fréttaskýrendur og ýmsir sam- starfsmenn Jeltsíns, að Korzhakov og Barsúkov ákváðu með stuðningi Soskovets að reyna að jafna metin við fijálslyndisöfiin, þ. á m. Anatolí Tsjúbajs, sem virtust vera að tryggja sér leið til áhrifa á ný með þætti sínum í kosningabaráttunni. Tsjúbajs og skoðanabræður hans líta svo á að handtaka tveggja að- stoðarmanna í kosningaherbúðum Jeltsíns á miðvikudag og 11 klukku- stunda yfirheyrsla, sem þeir geng- ust undir, hafi verið örvæntingar- full tilraun til að koma í veg fyrir að seinni umferð kosninganna milli Jeltsíns og Gennadís Zjúganovs, leiðtoga kommúnista, yrði haldin. Georgí Satarov, helsti stjórn- málaráðgjafi Jeltsíns, sagði að með handtökunum hefði átt að tryggja að heiðurinn fyrir úrslitin í kosn- ingunum færi til harðlínumann- anna og yfirmanna öryggismála, en ekki til hinna frjálslyndu í föru- neyti Jeltsíns. Korzhakov og Barsúkov hefðu ákveðið að hrifsa frumkvæðið af kosninganefnd Jeltsíns og einkum og sér í lagi Víktor Tsjernomírdín forsætisráð- herra og styrkja stöðu sína á þeirra kostnað. Umbótasinnar gætu nú andað léttar. Annar þeirra, sem var handtek- | inn, Sergei Lísovskí, sagði í viðtali . við Reuter-fréttastofuna að hann hefði ekki haft á tilfinninguna að þeir, sem yfirheyrðu hann, hefðu viljað skaða Jeltsín. Tilgangurinn óljós „Þeir virtust telja að hann hefði rangt fólk, sem ekki væru raunveru- legir föðurlandsvinir, í_ sinni þjón- ustu,“ sagði Lísovskí. „Ég fékk ekki ' skilið hvað þeim gekk til.“ Fréttaskýrendur segja að Jeltsín i gæti farið flatt á auknum áhrifum f Tsjúbajs, sem var vikið úr embætti fyrr á þessu ári. Margir kjósendur verði fegnir því að sjá á bak Gratsjov og Korzhakov, en öðrum líst ekki á blikuna þegar þeir, sem stóðu fyrir einkavæðingu, er hlóð undir hina nýríku, og umbótum, sem fylgt hafa miklir erfiðleikar, virðast vera að komast aftur á blað. Með uppstokkuninni virðist Jelts- | ín einnig vera að loka á samstarf . við kommúnista og auðvelda Gríg- ' orí Javlínskí, forsetaframbjóðanda og leiðtoga Jablokó, samtaka um- bótasinna, að ganga til liðs við sig. Verkleg sjóvinna í Sjóminjasafninu OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, og Jacques Chirac, for- seti Frakklands, skála fyrir málsverð á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í Flórens í gær. SJÓMINJASAFNIÐ í Hafnarfirði er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. í safninu eru varðveittir munir og myndir er tengjast sjómennsku og siglingum fyrri tíma, þ.ám. þrír árabátar. Þekktastur þeirra er að líkindum landhelgisbáturinn Ingjaldur sem Hannes Hafstein, þáverandi sýslu- maður þar vestra, fékk lánaðan 10. október 1899 til að til að fara á að breskum landhelgisbijót á Dýra- firði. Sökktu Bretar bátnum og fór- ust með honum þrír menn en tveir björguðust auk sýslumanns. Einnig er til sýnis loftskeyta- og korta- klefi af nýsköpunartogaranum Röðli GK 518, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki, m.a. klippumar frægu úr þorskastríðunum 1972- 1976, skipslíkön og fleira. Sunnudaginn 23. júní sýnir gamall sjómaður netabætingu í safninu frá kl. 13-17, en stefnt er að því að kynna verklega sjó- vinnu alla sunnudaga í sumar. Sunnudaginn 30. júní verður sýnd vinna við lóðir. Boðið var upp á þá nýbreytni að hafa safnið opið að kvöldi hins 16. júní frá kl. 20-23 í tengslum við þjóðhátíðarhöldin í Hafnarfirði. Sýndi gamall sjómaður netagerð og Ieikið var á harmonikku meðan á opnun stóð. Aðsókn var mjög góð. I forsal Sjóminjasafns stendur nú yfir sýning á 15 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Ailt eru þetta myndir um sjó- mennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar og má því segja að um hreinar heimildarmyndir sé að ræða. Allar myndimar eru til sölu. EVROPA^ Boðað til leiðtoga- fundar um framtíð ESB Flórens. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í Flórens í gær að boða til sérstaks leiðtogafundar í nóvetnber þar sem ýmis mál verða tekin fyrir sérstaklega. írar taka við formennsku í ráð- herraráðinu um mánaðamótin og sögðu írskir embættismenn að fund- urinn yrði að öllum líkindum haldinn í Dublin. Frakkar, ítalir og Þjóðveijar höfðu lagt mikla áherslu á að haldinn yrði óformlegur leiðtogafundur í for- mennskutíð íra til að ýta undir árangur á ríkjaráðstefnu sambands- ins, sem nú stendur yfir. Embættismenn sögðu í gær að ákveðið hefði verið að halda fullmót- aðan og formlegan leiðtogafund með mjög umfangsmikilli dagskrá. Meðal mála, sem líklegt er að tek- in verði fyrir á fundinum eru, auk ríkjaráðstefnunnar, atvinnumál og félagslegt öryggi, baráttan gegn eit- urlyfjum og undirbúningur fyrir ráð- herrafund Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO), sem haldinn verður í Singapore í desember. Þá er markmiðið að með aukafund- inum verði hægt að leggja grunninn | að því að samningamenn á ríkjaráð- k stefnunni leggi uppkast að nýjum ríkjasamningi fyrir hinn venjubundna | leiðtogafund í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.