Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 17

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ IjAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 17 ERLENT Reuter Fischer segir skákina orðna „eintómt svindr4 BANDARÍSKI skáksnillingurinn Bobby Fisch- er segist hafa breytt skákreglunum til þess að skák megi aftur verða sú list sem hún var áður en tölvur komu til sögunnar. Segir Fisch- er að skák sé orðin leiðinleg, vegna þeirra endalausu rannsókna sem gerðar væru á fá- einum, mögulegum byijunarstöðum. Það sem verra væri, skák sé orðin tómt svindl. „Allar skákimar [milli Anatólís Karpovs og Garrys Kasparovs] voru fyrirfram skipu- lagðar leik fyrir leik,“ sagði Fischer á frétta- mannafundi í Buenos Aires, þar sem hann Bobby Fischer var staddur til þess að kynna nýtt afbrigði tafls, sem hann nefnir „Handahóf Fischers". Felst breytingin í því, að skákmönnum er raðað upp af handahófi á bakvið peðalínuna í upphafi skákar. Sagði Fischer, að stærsta vandinn við hefðbundið tafl væri sá, að úr því skákmennirnir vissu byijunarstöðuna upp á hár væri auðvelt að skipuleggja skákina út í ystu æsar. Handahóf Fischers býður upp á 960 mögulegar byijunarstöður. Þetta er í fyrsta sinn í fimm hundruð ár sem gerðar em breytingar á manntafli. Fyrsti bíll Toyota fæst á ný JAPANSKI bifreiðaframleið- andinn Toyota hefur nú hafið framleiðslu að nýju á fyrsta einkabílnum, sem kom af færi- böndum fyrirtækisins. Bifreiðin hefur hlotið nafnið Toyota Classic, en þegar hún var fyrst framleidd árið 1936 hét hún Toyota AA. Það verður ekki á færi hvers sem er að kaupa bif- reiðina. Hún kostar 8,17 milljón- ir japanskra jena eða um 50 milljónir íslenskra króna. .....---------- Albanía Hundsa til- mæli Evr- ópuþingsins Tirana. Reuter. RÍKISSTJÓRN Albaníu virti í gær að vettugi tilmæli Evrópuþingsins um að umdeildar kosningar í land- inu yrðu lýstar ógildar. Kváðust albanskir ráðamenn myndu kalla saman þing eins og ráðgert hefði verið. Evrópuþingið í Strassbourg hvatti til þess á fimmtudag að kos- ið yrði á ný í Albaníu, vegna þess, að fregnir hefðu borist um alvar- lega misbresti á kosningunum sem haldnar voru í tveim umferðum 26. maí og 2. júní. Væri slíkt dragbítur á lýðræði í landinu. Tritan Shehu, leiðtogi Demó- krataflokksins, sem er stærsti borgaraflokkurinn, tjáði Reuters að á Evrópuþinginu réðu vinstri- menn lögum og lofum. Samþykktir þingsins væru ekki bindandi, og þótt vinstrisinnar á Evrópuþinginu færu fram á eitt og annað þá væri Albanía sjálfstætt ríki. Demókrataflokkurinn fékk lang- flest atkvæði í kosningunum og hefur 75-85% þingsæta, sem alls eru 140. „1. júlí mun nýja þingið koma saman og það mun veit nýrri ríkisstjórn brautargengi og allt mun ganga eðlilega fyrir sig,“ sagði Shehu. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem hættu þátttöku í kosningunum, saka stjómina um umfangsmikið kosningasvindl og hafa krafist þess, að kosið verði á ný. Sósíalist- ar, helsti stjómarandstöðuflokkur- inn, hafa neitað að taka þau fáu sæti sem þeir fengu í kosningunum. Sagðist varaformaður flokksins, Mamik Dokle, ánægður með sam- þykkt Evrópuþingsins, sem hefði orðið fyrst vestrænna stofnana til þess að krefjast nýrra kosninga. Dokle sagði, að samþykktin sýndi að vestrænum ráðamönnum væri ljóst, að einræðisstjómir gætu aftur náð fótfestu í Austur-Evrópu. 500 sinnum dregið i Lottó 5/38 Ferðavinniruiar í léttum lei 10 UTANLANDSFERÐIR! -vertu viðbúin(m vinningi Starfsfólk sölustaða Lottósins veitir allar nánari upplýsingar. / tilefni af 500. útdrœttinum í Lottóinu í kvöld gefum við Lottóspilurum tcekifœri til að vinna 10 utanlandsferðir að andvirði 50.000 kr. hver. Það eina sem pú parft að gera er að kaupa 10 raða miða í Lottóinu eða meira. Þá fœrð pú afhent sérstakt leikspjald sem pú fyllir út og afhendir á sölustaðnum. Dregið verður úr nöfnum heppinna þátttakenda í beinni útsendingu í Lottóinu, laugardagskvöldið 29. júní. Misstu ekki af tækifærinu, leiknum lýkur í kvöld. Vertu með - draumurinn gæti orðið að veruleika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.