Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ L. ERLEIUT Telja vöggu Samstöðu ógnað STARFSMAÐUR í skipasmíða- stöðinni í Gdansk, þar sem Sam- staða í Póllandi varð til, heldur á svínshaus á mótmælafundi við ríkisstjórnarbyggingar í Varsjá í gær. Ráðherra einkavæðingar, Wieslaw Kaczmareks, vill stefna fyrirtækinu í gjaldþrot og afskrifa þannig skuldir upp á 115 milljónir dollara, um 7,7 milljarða króna. Um 7.200 manns starfa nú í stöðinni og óttast margir um atvinnu sína. „Haldið rauðu krumlunum ykk- ar frá stöðinni," var hrópað. Ágreiningur mun vera í sam- steypustjórn landsins milli flokks fyrrverandi kommúnista og liðsmanna Smábændaflokks- ins vegna málsins..-."¦ Aðeins eih af fimm skipa- smíðastöðvum landsíns er nú rekin með hagnaði, stöðin í Szczecin. Þar hefur reksturinn verið stokkaður upp. HÉR má sjá hvar skriðuf öllin í Finneidfjord urðu. Þjóðvegur E6 rofnaði og járnbrautih er lokuð. Scan-Foto BJORGUNARMENN að störfum í Finneidfjord í gær. Reuter Fjórir fórust í skriðu- föllum í Noregi LEITARMENN í Norður-Noregi fengu í gær smákafbát til að nota við leit að konu og manni, sem fór- ust er aurskriða svipti tveim íbúða- húsum í sjávarþorpinu Finneidfjord út í sjó aðfaranótt fímmtudagsins. Alls fórust fjórir, og hafa lík tveggja fundist. Þrennt var í öðru húsinu, en fólki, sem var í hinu húsinu, tókst að forða sér áður en það barst út í sjó. Sá fjórði, er fórst, var á ferð í fólksbíl sem aurskriða hreif með sér. í gær var hafin leit á stærra svæði en áður, og Robert Bjugn, yfirvarðstjóri lögreglunnar í Rana í Norðland-fylki, segir að smákaf- báturinn geri leitarfólkinu kleift að leita betur á botni fjarðarins og í skriðunni sem fór í sjó fram. Að því er fram kemur í Aften- posten í gær telur lögreglan ekki ástæðu til þess að ætla að fleiri kunni að hafa orðið fyrir aurskrið- um, en haft er eftir Bjugn að allt verði gert til þess að taka af vafa um það. Enn er ekki vitað hvað olli skriðu- föllunum. Talið var, að ef til vill hefðu vegaframkvæmdir í grennd- inni komið þeim af stað, en Egil Revhaug, deildarstjóri Vegagerðar- innar í Norðland, neitaði því að svo hefði verið. Gagnrýnt hefur verið, að vegna ónógra fjárveitinga hafi ekki verið kortlögð öll þau svæði í Noregi þar sem hætta getur talist á skriðuföll- um sem þessum. Nils Valla, formað- ur hreppsnefndar í Hemnes, tjáði fréttastofu NTB að skriðuföllin í Finneidfjord leiddi í ljós nauðsyn slíkra aðgerða. Valla segir að enn eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingar skriðuföllin hafi, bæði fyrir íbúa á svæðinu og efnahag byggðarlags- ins. I gær var svæði umhverfis skóla og samkomuhús í bænum girt af vegna hættu á skriðuföllum. Dökk mynd dregin upp í skýrslu Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins Vandinn eykst stöðugt en framlög minnka RAUÐI kross íslands kynnti í gær árlega skýrslu Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins (World Disasters Report 1996) þar sem fjallað er ítarlega um afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara og hjálparstarf vegna þeirra. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að flóttamönnum og heim- ilislausum í eigin landi hefur fjölg- að mjög á undanförnum tíu árum og að búast megi við enn frekari fjölgun á næstu tíu árum. Lang- flestir hafa þurft að flýja land eða eru á vergangi í eigin landi vegna stríðsátaka. Þrátt fyrir að þeim sem eru hjálparþurfi hafí fjölgað verulega megi hins vegar ekki búast við að framlög til hjálpar- starfa aukist á næstu árum, nema síður sé. Því megi slá því föstu að æ fleiri muni líða skort á næstu tíu árum. Betri nýting nauðsynleg Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir verði að bregðast við þessari þróun með enn vand- aðri vinnubrögðum og betri nýt- ingu þeirra fjármuna, sem varið er til hjálparstarfs. Enn fremur kemur fram sú skoðun að enn um sinn verði þörf fyrir mikla aðstoð við íbúa fyrrver- andi Júgóslavíu og að enn sé eng- in lausn í sjónmáli fyrir hundruð þúsunda flóttamanna frá Rúanda. Þá kemur fram að fyrirsjáanleg sé alvarleg hungursneyð í Norður- Kóreu í kjölfar uppskerubrests vegna flóða þar á síðasta ári. Guðjón 0. Magnússon, formaður íslandsdeildar Rauða krossins, sagði að á allra síðustu mánuðum og ári hefði verið að koma fram stefnubreyting á Vesturlöndum. Ríkisstjórnir ættu í erfiðleikum með að halda uppi stuðningi og athygli vekti að þriðjungur fram- laga kæmi frá Evrópusambandinu. Þá væri það einnig merkileg stað- reynd að þriðjungur þeirra fram- laga, sem Rauði krossinn hefði til ráðstöfunar, kæmi frá Norðurlönd- unum. Hann sagði annan þátt, sem torveldaði hjálparstarf, vera að sí- fellt fleiri ríki væru í upplausn og nefndi sem dæmi Sómalíu, Líberíu og Rúanda. Þetta setti hjálpar- starfí skorður og gerði það jafn- framt áhættusamara. „Þetta er mikið og vaxandi áhyggjuefni," sagði Guðjón. Fjölgun flóttamanna Einnig hefði fjöldi flóttamanna aukist gífurlega eða úr 22 milljón- um í 37 milljónir á síðastliðnum áratug. Þetta jafngilti 70% aukn- ingu og vandinn væri sá hver ætti að taka við þessum flóttamanna- fjölda. Mörg ríki hefðu þar að auki skipt um stefnu í flóttamannamál- um upp á síðkastið. í OECD-ríkjunum hefði verið al- gengt að menn litu á það sem hluta af mannréttindum að veita fólki af hættusvæðum landvist. Þær stjórn- ir, sem hæst hefðu talað um þessi réttindi, væru nú að setja strangar reglur. Reglur sem vissulega væru í fullu samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar en leiddu jafnframt til að stórlega væri dregið úr þeim fjölda flóttamanna, sem ríkin tækju við. í sífellt fleiri ríkjum gætti auk- innar andúðar gagnvart útlending- um og væri það áhyggjuefni. Guð- jón sagði hjálparstofnanir hafa litla möguleika til að bregðast við þess- um vanda. Þetta væri spurning um pólitísk viðbrögð þjóða heims og fjárhagslega aðstoð, þannig að standa mætti að uppbyggingu er gerði fólki kleift að snúa til baka. SKRÁNING nóttamanna frá El Salvador í Honduras. Hvað hjálparstofnanir varðar væru þær farnar að skoða hvernig hægt væri að tryggja gæði hjálpar- starfsins betur sem og það sem kalla mætti „þrðunaraðstoð í neyð- araðstoð", þ.e. hvernig haga mætti neyðaraðstoð þannig að hún stuðl- aði að því flýta fyrir að eðlilegt mannlíf byggðist upp á nýtt. Það væri lykilatriði að hjálparstarf kæfði ekki enduruppbyggingu. Þetta ætti til dæmis við um mat- vælaaðstoð og fataaðstoð. Mest til Júgóslavíu Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands, sagði að Rauði kross íslands hefði á því starfsári, sem nú væri að ljúka, varið 125 milljónum króna til hjálparstarfs erlendis og að auki 14 milljónum króna til sér- verkefna Alþjóðahreyfingar Rauða krossins. Alls er því um að ræða 139 milljónir króna, að frátöldum launa-, stjórnunar- óg ferðakostn- aði starfsmanna á aðalskrifstofu. Stærstur hluti aðstoðarinnar rann til fyrrverandi Júgóslavíu eða 48 milljónir króna en þar hefur Rauði kross íslands varið 105 millj- ónum í aðstoð frá árinu 1991. Þá runnu á síðasta starfsári 21 milljón króna til neyðaraðstoðar í 40 löndum, 26 milljónir króna í þróunaraðstoð og 30 milljónir til starfs 23 sendifulltrúa í alls 110 mánuði. Hún sagði að nú væri Rauði kross íslands með 15 manns að störfum erlendis og væri það mesti fjöldi á sama tíma frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.