Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 19 ERLENT Fundu vopna- verksmiðju IRA JOHN Bruton, forsætisráð- herra írlands, hvatti í gær Sinn Fein til að gera endanlega upp við ofbeldið sem baráttu- aðferð en írska lögreglan fann á fimmtudagskvöld mikla, leynilega vopnaverksmiðju sem hryðjuverkasamtökin írski lýðveldisherinn (IRA), sem er í nánum tengslum við Sinn Fein, hafði komið sér upp. Sagði Bruton að fram- leiðsla hefði verið í gangi í smiðjunni sem er á afskekkt- um bóndabæ í Laois-sýslu, sunnan við Dublin. Meciar óánægður með stjórnina VLADIMIR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, frestaði í gær för sinni á leiðtogafund Evrópusambandsins í Flórens vegna harðra deilna í þriggja flokka samsteypustjórn sinni. Samstarfsflokkar hans, annar til hægri en hinn til vinstri, neita að hlíta ákvæðum stjórn- arsáttmála og sagði Meciar að samstarfið væri „óvirkt". Rif- ist er um einkavæðingu ríkis- fyrirtækja og starfsemi leyni- þjónustunnar. Bjóða Suu Kyi vernd og aðstoð NORSK stjórnvöld ætla að senda háttsettan fulltrúa sinn til Burma til að bjóða helsta andstæðingi herforingja- stjórnarinnar, lýðræðissinnan- um Aung San Suu Kyi, vernd og aðstoð. Margir óttast að stjórnvöld í Burma hyggist handtaka Suu Kyi á ný. Karadzic verði ekki í framboði FRAKKAR tóku í gær undir gagnrýni Þjóðverja vegna þess að Radovan Karadzic, helsti leiðtogi Bosníu-Serba, hefur verið tilnefndur forsetafram- bjóðandi í lýðveldi sínu í kosn- ingunum í september. í Day- ton-friðarsamkomulaginu er tekið fram að enginn sem ákærður hafí verið fyrir stríðs- glæpi megi gegna opinberum embættum í héruðum deiluað- ila í Bosníu. Stríðsglæpadóm- stólinn í Haag hefur ákært Karadzic. Tékkum mis- tekst að mynda stjórn VIÐRÆÐUR stjórnarflokk- anna í Tékklandi um myndun minnihlutastjórnar báru ekki árangur í gær en stjórnin missti naumlega meirihluta í þingkosningum nýverið. Vaclav Klaus forsætisráðherra sagðist vona að samningar tækjust í næstu viku. Hús Gehrys opnað í Prag Reuter RASIN-byggingin í Prag var opnuð með hátíðlegri viðhöfn á fimmtudag. Húsið er eftir bandaríska arkitektinn Frank Gehry og gengur undir nafninu Fred og Ginger-byggingin með- al íbúa borgarinnar. Viðurnefn- ið fékk húsið vegna þess að það þykir minna á dans og er átt við Fred Astaire og Ginger Rogers, stórstjörnur dans- og söngvamynda Hollywoods. Gehry er einn þekktasti arki- tekt okkar daga og þykja bygg- ingar hans bera frumleika og framsýni vitni. Prag er þekkt fyrir gamla bæinn, sem þykir einkar fallegur. Með nýbygg- ingum eftir arkitekta á borð við Gehry myndast brú milli gamla og nýja tímans í hinni forn- frægu höfuðborg Tékka. Gámasala um helgina ? ? BASTVORUR lo 1 irTLiri KÖrftir eitt verð 200 kr. stk. Lautarkarfa (Picnic) kr. 2.900 Bastkistur Minni kr. 1.950 Stærri kr 3.950 Basthúsgög Borð og 4 stólar kr. 14.900 (aðeins í Blómaval í Reykjavík) Hundakörfur 23 suerð Verð frá r-.r kr.til 1.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.