Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 19 ERLENT Fundu vopna- verksmiðiu IRA JOHN Bruton, forsætisráð- herra írlands, hvatti í gær Sinn Fein til að gera endanlega upp við ofbeldið sem baráttu- aðferð en írska lögreglan fann á fimmtudagskvöld mikla, leynilega vopnaverksmiðju sem hryðjuverkasamtökin írski lýðveldisherinn (IRA), sem er í nánum tengslum við Sinn Fein, hafði komið sér upp. Sagði Bruton að fram- leiðsla hefði verið í gangi í smiðjunni sem er á afskekkt- um bóndabæ í Laois-sýslu, sunnan við Dublin. Meciar óánægður með stjórnina VLADIMIR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, frestaði í gær för sinni á leiðtogafund Evrópusambandsins í Flórens vegna harðra deilna í þriggja flokka samsteypustjórn sinni. Samstarfsflokkar hans, annar til hægri en hinn til vinstri, neita að hlíta ákvæðum stjórn- arsáttmála og sagði Meciar að samstarfið væri „óvirkt“. Rif- ist er um einkavæðingu ríkis- fyrirtækja og starfsemi leyni- þjónustunnar. Bjóða Suu Kyi vernd og aðstoð NORSK stjórnvöld ætla að senda háttsettan fulitrúa sinn tii Burma til að bjóða helsta andstæðingi herforingja- stjórnarinnar, lýðræðissinnan- um Aung San Suu Kyi, vernd og aðstoð. Margir óttast að stjórnvöld í Burma hyggist handtaka Suu Kyi á ný. Karadzic verði ekki í framboði FRAKKAR tóku í gær undir gagnrýni Þjóðveija vegna þess að Radovan Karadzic, helsti leiðtogi Bosníu-Serba, hefur verið tilnefndur forsetafram- bjóðandi í lýðveldi sínu í kosn- ingunum í september. í Day- ton-friðarsamkomulaginu er tekið fram að enginn sem ákærður hafi verið fyrir stríðs- glæpi megi gegna opinberum embættum í héruðum deiluað- ila í Bosníu. Stríðsglæpadóm- stólinn í Haag hefur ákært Karadzic. Tékkum mis- tekst að mynda stjórn VIÐRÆÐUR stjórnarflokk- anna í Tékklandi um myndun minnihlutastjórnar báru ekki árangur í gær en stjórnin missti naumlega meirihluta í þingkosningum nýverið. Vaclav Klaus forsætisráðherra sagðist vona að samningar tækjust í næstu viku. Reuter Hús Gehrys opnað í Prag RASIN-byggingin í Prag var opnuð með hátíðlegri viðhöfn á fimmtudag. Húsið er eftir bandaríska arkitektinn Frank Gehry og gengur undir nafninu Fred og Ginger-byggingin með- al íbúa borgarinnar. Viðurnefn- ið fékk húsið vegna þess að það þykir minna á dans og er átt við Fred Astaire og Ginger Rogers, stórstjörnur dans- og söngvamynda Hollywoods. Gehry er einn þekktasti arki- tekt okkar daga og þykja bygg- ingar hans bera frumleika og framsýni vitni. Prag er þekkt fyrir gamla bæinn, sem þykir einkar fallegur. Með nýbygg- ingum eftir arkitekta á borð við Gehry myndast brú milli gamla og nýja tímans í hinni forn- frægu höfuðborg Tékka. Lautarkarfa (Picnic) kr. 2.900 Bastkistur Minni kr. 1.950. Stærri kr. 3.950 Basthúsgög# I Borð og 4 stólar kr. 14.900 (aðeins í Blámaval í Reykjavtk) Hundakörfur 13 stcerðir Verð frá 200 kr. til .500 Gámasala «m helgina ♦ ♦ BASTVO RUR ínn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.