Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 20

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Grandís frá Kjörís GRANDÍS er ný ístegnnd frá Kjör- ís. Hann er vanilluís með stökkum hnetum, mjúkri karamellu og Sirius súkkulaði. Grandís fæst í öllum helstu söluturnum. Ný verslun Slaufan opnuð í Hafnarfirði NÝLEGA opnaði gjafa-, og heimil- isvöruverslunin Slaufan í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar eru seldir dúkar, púðar, teppi, rúmföt og handklæði frá ýmsum löndum. Þá er dönsk textíl- hönnun frá Maríu Soul til sölu hjá Slaufunni eins og dúkar, svuntur, ofnhanskar og körfur með rykktum pífum og í stíl hægt að fá kerti og servíettur. Einnig eru til sölu hjá Slaufunni leirmunir, dúkar og fylgihlutir frá Sia, sem er þekkt vörumerki í Svíþjóð og Danmörku. Um er að ræða diska, eggjabikara, tekatla, mjólkurkönnur, tebolla og ýmsa skrautmuni. Þegar barnaafmæli stendur fyrir dyrum fást í Slaufunni diskar, glös, servíettur, dúkar og afmælisgiafir, t.d. tréóróar, ofín rúmteppi með bamamyndum, tuskubangsar, skrautblýantar með tréfígúrum, post- ulínsdúkkur og fleira. Valdís Guðmundsdóttir er útstill- ingahönnuður verslunarinnar og hefur bæði stillt upp vörum og ráðlagt með litaval í versluninni. Eig- andi Slauf- unnar er Sigríður Jóhannes- dóttir. starfsmenn kvörtunarþjónustu Neytenda- samtakanna. Töluvert ber á kvörtunum frá neytendum sem gert hafa munnlega verksamninga um viðgerðir á fasteignum og ökutækjum sem hafa síðan ekki staðist. Að þessu komst Hrönn Marinósdóttir í samtali við ÞAÐ kemur alloft fyrir í við- skiptum að ekki eru gerðir skrif- legir samningar þegar um stór verk í byggingariðnaði og í bílavið- skiptum er að ræða. Kvartanir berast því frá neytendum sem þurfa að greiða mun hærri reikn- inga en um var samið í upphafi. Starfsmaður Neytendasamtak- anna, Þóra Sigurðardóttir segir neytandann vera réttindalausan ef verktaki telur kostnaðinn vera meiri en munnlega tilboðið hljóðar upp á. „í fyrrasumar voru til að mynda nokkrum sinnum gerð munnleg tilboð í þakviðgerðir sem síð- an stóð- ust ekki. Samkeppnin er mikil hjá iðnaðar- mönnum og undirboð því algeng,“ segir Þóra. Hún bætir við að til samtakanna hafi einnig borist mál er varða munnlega samninga um steypu- viðgerðir á húsum, málningu á fasteignum og fleira. „Bílaeigendur leita mikið til okkar en við sölu á notuðum öku- tækjum og í bílaviðgerðum er al- gengt að orð standi á móti orði. Greiðandinn stendur þá uppi alger- lega varnarlaus. Við hvetjum því alla til að gera skriflega verksamninga. Ef um fasteignaviðgerðir er að ræða fást eyðublöð hjá Samtökum iðnaðar- ins og einnig á skrifstofu okkar sem hægt er að fylla út við gerð verksamninga.,“ segir Þóra. Ferðalög og fasteignir algengustu umkvörtunarefnin Á sumrin snúast kvörtunarmál- in töluvert um ferðalög og fast- eignaviðgerðir. „Margir hringja hingað til að grennslast fyrir um rétt sinn t.d. ef það hættir skyndi- lega við að fara í sólarlandaferð sem það hefur fest kaup á eða ef ferðin var ekki eins og ráð var fyrir gert,“ segir Þóra. „Fóik gerir sér enga grein fyrir þeim fjölda málaflokka sem við sinnum. Sumir halda að við sinn- um einungis efnalaugamálum en svo er aldeilis ekki.“ segir Þóra. Inn á borð kvörtunardeildar berst ógrynni mála er varða kaup á vöru og þjónustu, bankastarf- semi, tannviðgerðir, tryggingar og ótal margt fleira. „Algengt er að neytendur leiti til samtakanna með fyrirspurnir um tiltekin við- skipti en símaþjónustan er opin frá kl. 10.00 til 15.00, alla virka daga. „Þegar kvartanir berast, þá öfl- um við upplýsinga frá báðum ágreiningsaðilum. Neytandinn er beðinn um að skrifa stutta grein- argerð um kvörtunarefnið. Mót- aðilanum er skýrt frá réttarstöðu sinni og honum boðið að koma á framfæri sínum sjónarmiðum,“ segir Þóra. Úr myndasafni Morgunblaðsins/Ásdís Á SUMRIN snúast kvörtunarmál töluvert um fasteignaviðgerðir. Starfsmönnum er gert að gæta hlutleysis í ágreiningsmálum en treysti þeir sér ekki til að skera úr um mál hafa Neytendasamtökin á sínum snærum matsmenn sem hægt er að leita til. Að sögn Þóra leysast þó málin oftast nær á skrif- stofu samtakanna. Sex úrskurðarnefndir Lögfræðingur Neytendasam- takanna, Sigríður Auður Arnar- dóttir, veitir félagsmönnum ókeypis lög- fræðiaðstoð í þeim málum sem flokkast undir neyt- endamál. í samvinnu við aðila úr við- skiptalífinu eiga Neytendasamtök- in aðild að kvörtunarnefndum til að úrskurða um ágreining neyt- enda og seljenda. Sigríður segir nefndirnar ekki koma í stað dóm- stóla en vera fljótvirka og ódýra úrlausnarleið sem jafnframt veiti seljendum vöru og þjónustu ákveð- ið aðhald. Um er að ræða sex úrskurðar- nefndir. Nefnd í samstarfi við Fé- lag efnalaugaeigenda, nefnd vegna kaupa á vöru og þjónustu í samstarfi við Kaupmannasamtök Islands og Samtök samvinnuversl- ana, úrskurðarnefnd Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa, nefnd er varðar nýbyggingar og viðhald íbúðarhúsnæðis, úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og sjötta nefndin fjallar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. „Ef ekki er komið til móts við eðlilegan og sjálfsagðan rétt neyt- andans er viðkomandi mál gert að umtalsefni í ijölmiðlum. Einnig hefur verið gripið til þess ráðs að birta svartan lista yfir þau fyrirtæki eða verslanir sem ítrekað hafa brotið á rétti neytendans, segir Sigríður. Fram kom einnig hjá Sigríði að upplýsingastarfsemi gegni sí- fellt mikilvægara hlutverki í starfi samtakanna. „Félagsmönnum er til dæmis boðið að fá ljósrit 'af hinum ýmsu gæðakönnunum sem gerðar hafa verið hér á landi og erlendis.“ Kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna Munnlegir samningar varasamir i > K m w m átqámogrunnum Sitkagreni Hvítgreni Blágreni Opnunartímar: Virka daga kl. 9-21 Umhelgarkl. 9-18 Oafsláttur • Loðvíðir • Alaskavíðir • Viðja GRODRARSTOBIN • Blátoppur • Alaskayllir • Fjailarós • Hjónarós • Sumarblómog plærarplöntur STJÖRNUGRÖF18, SMi S81 42SS, FAXS812228 Sækiö suraarið tii okkar Morgunblaðið/Ásdís Nýjar salatsósur TVÆR nýjar salatsósur hafa bæst í hópinn hjá Heidelberg-vörunum. Um er að ræða svokallaða Bret- agne-sósu og hinsvegar ítalska sósu sem nefnist Toscana og er með tómatkeim. Súkkulaði * brættá kaffivél- arhellunni MARGIR eru komnir upp á lag með að bræða súkkulaði j í örbylgjuofni en sumir nota örugglega gömlu aðferðina og bræða það í vatnsbaði. Við rákumst nýlega á aðra aðferð í dönsku blaði. Þar var lesandi að segja frá því að hann keypti alltaf súkkulaði- bita eða spæni og setti í eld- fast mót á plötu kaffivélar- innar sinnar. Þá er auðvitað j kveikt á kaffivélinni og súkk- ulaðið bráðnar þar í rólegheit- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.