Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 21 Sólhf. ogKjörís Nýir frost- pinnar með Svala- bræðrum KJÖRÍS hf hefur gert samning við Sól hf. um framleiðslu og sölu á Svala-frostpinnum. Kjörís mun framleiða og selja Svalafrostpinna, sem innihalda 35% hreinan ávaxtasafa í samræmi við drykkinn Svala sem Sól hf. fram- leiðir, og skreyta Svalabræður um- búðirnar. Núna eru komnar á markað tvær bragðtegundir af frostpinnum, með appelsínu og eplabragði, og verða pinnarnir seldir í lausu í sumar, en í fjölskyldupakkningu í haust. Stjórnendur Sólar telja að miklir möguleikar felist í samstarfi við önnur íslensk framleiðslufyrirtæki um nýtingu á Svalavörumerkinu vegna harðnandi samkeppni við er- lend fyrirtæki. Samningurinn við Kjörís er fyrsta skrefið að þeirra mati í slíku samstarfi. Sól hf. og Kjörís hafa einnig gert með sér samkomulag um markaðssetningu vörunnar, sem felst í sumarleik Svalabræðra og byggist á safnleik um að eignast raðspil og svifdiska. Kaupendur safna flipum af ávaxtafernum og umbúðum utan af frostpinnum. Shell bensínstöðvar dreifa svo vinn- ingum um allt land. -----♦ ♦ ♦----- Línuskautar til leigu LJÓSABEKKJALEIGAN Lúxus mun í sumar leigja út línuskauta. Sverrir E. Eiríksson, eigandi henn- ar, segist keyra út skautana til þeirra sem panta. „Ég er með línuskauta í öllum stærðum," segir hann, en símboða- númerið er 896 8965. Sverrir leið- beinir einnig um hvernig best sé að rúlla áfram. Hnjáhlífar fylgja með skautunum og ef fólki líkar sportið vel er hægt að kaupa skautana. Morgunblaðið/Ásdís Ný Húsavík- urjógurt TVÆR nýjar bragðtegundir af Húsavíkuijógurt eru komnar í búð- ir. Annars vegar léttjógurt með peru- og vanillubragði og hins veg- ar kákasusjógurt með blábeijum. Jógurtin eru framleidd í 500 g fernum eins og aðar tegundir frá Húsavíkuijógurt, en jarðarbeijajóg- urtin hafa verið sett í nýjan bún- ing. Alls fást nú um 10 tegundir af Húsavíkuijógurt. Framleiðandi er Mjólkursamlag KÞ á Húsavík. Heilsuvörur seld- ar í heimahúsum SÆNSKU heilsuvörurnar Nature’s Own sem komu á markaðinn í Sví- þjóð fyrir tveimur árum fást nú hér- lendis. Umboðsmaður er Sigurður Fannar, sem segir að vörurnar verði einungis seldar i heimahúsum og þegar sé hafin uppbygging sölunets. Boðið er upp á ijórar framleiðslu- tegundir: Nutrítion Pack, eða nær- ingarpakkinn, sem sagður er góð næring og fæðuviðbót fyrir alla og einnig þá sem vilja grenna sig. I framleiðslunni er prótín drykkjar- blanda, fjölvítamíntöflur með jurtum og steinefnum, andoxunartöflur og trefjatöflur. Elite Sport Nutrition System er ætlað sem orku- og fæðu- bótaefni fyrir íþróttafólk, Sun Clinic samanstendur af nokkrum gerðum af sóláburði til notkunar utandyra og í sólbekkjum. Einnig framleiðir Nature’s Own þijár tegundir af and- litskremum, sem nefnast einu nafni Face Line, og ætlaðar eru til dag- legrar umönnunar húðarinnar.. Aðrar framleiðsluvörur eru Kó- ensín Q-10, Calsím D og Omega 3 lýsi. Á veitingastofum McDonald's á íslandi er boðið upp á þrjár gerðir af McMjólkurhristingi; súkkulaði, jarðarberja og vanillu. Mcís er hægt að fá i brauðformi eða bikar með heitri súkkulaði- eða karamellusósu. Bragðefnin eru „ekta“ - aðeins er notað hreint súkkulaði, hrein karamella og hrein jarðarber í þau. „Algjört bstlœtil", segja margir. Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf, er islenskt fjölskyldufyrirtceki. Ef frekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf, pósthólf 52, 121 Reykjavík, eða: Emmessís hfi, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavtk. LYST VISSIR ÞU ÞETTA UM EMMESSÍS OG McDONALD'S Á ÍSLANDI? Það er Emmessís hf. sem framleiðir ísinn fyrir McDonald’s samkvæmt sérstakri uppskrift en Emmessís hefur búið til ís fyrir íslendinga í 36 ár. Isinn er búinn til í sérhannaðri byggingu Emmessíss, en þar er öll framleiðslan tölvustýrð og undir stöðugu eftirliti samkvæmt GÁMES, alþjóðlegu kerfi um öryggi og hreinlæti í matvæla- fyrirtækjum. Magnús Ólafsson fram- kvæmdastjóri Emmessís er stoltur af samstarfinu við McDonald’s: „McDonald's er einn stcersti seljattdi íss og mjólkurhristings í heiminum og við höfum lært margt af því að framleiða fyrír þá. Hin öguðu vinnubrögð þeirra tryggja t.d. að ísinn er eins, hvort sem er í Reykjavík eða í Tokýo. Samkvæmt kröfum McDonald’s er ísblandan sem ísinn er búinn til úr, alltaffersk. í henni er m.a. rjómi og mjólk en það er rjóminn sem gefur ísnum þeirra þettafina bragð." „Fyrir gestina okkar“, segir Kjartan Örn Kjartansson, hjá Lyst ehf., „ er það mikilvœgt að þeir geti treyst hreinlæti okkar og gæðum. Mannshöndin kemur hvergi nærri fram- leiðslunni og ísvélamar á veitingastofunum okkar eru sótthreinsaðar daglega. Hrein afurð islenskrar náttúm - mjólkin - er uppistaðan i ísnum, en hún þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, m.a. um fituhlutfall. Með hinni sérstöku uppskrift okkar og þessum vinnubrögðum verða til hágæða ís og mjólkur- hristingur sem em fitu- og sykurminni en gengur oggerist - létt ogfersk i munni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.