Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 22

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 22
ÚTI AÐ BORÐA MEÐ HRAFNI GUNNLAUGSSYNI Myrkrahöfðinginn er heiti á nýju kvik- myndahandriti eftir Hrafn Gunnlaugsson og Þórarin Eldjám, en verkið er byggt á -----------------------------7---------- Píslarsögu Jóns Magnússonar. I kvöldverð- arspjalli við Svein Guðjónsson ræðir Hrafn um hugmyndina að baki verkinu, hlekki hugarfarsins, austurlenska lífsspeki og matargerðarlist. HRAFN segir mér í óspurðum fréttum að hann sé í lambakjötsbind- indi af hugsjónaástæðum. „Mér finnst lambakjöt afskaplega góm- sætt, ef það er vel matreitt," segir hann. „En ég hef heitið sjálfum mér því að borða ekki lambakjöt fyrr en lausaganga búfjár á Islandi hefur verið stöðvuð og rollur lokaðar inni í hólfum í stað þess að reisa 270 millj- ón króna gaddavírsgirðingu á einni af náttúruperlum íslands, Eyvind- arstaðaheiði, eins og menn eru að tala um. Og það í nafni friðunar. Enginn hreyfir við mótmælum og jafnvel Mogginn lofar í leiðara þessa áætlun, sem að mínu mati jafngildir því að rista móður jörð á hol. Við verðum að fara að hugsa okkar gang í þessum efnum.“ Er það kannski af hugsjóna- ástæðum sem hann er svona hrifínn af austurlenskum mat? „Það má vel tengja saman hug- sjónir og matargerðarlist, en ég var mjög ungur þegar ég heillaðist af töfrum Austurlanda og eftir að ég fór að fara þangað reglulega hin seinni ár hefur framandi menning þessara landa haft æ meiri áhrif á lífsskoðun mína.“ Við sitjum á veitingahúsinu Sjanghæ við Laugaveg og er það vel við hæfi, þvi sá staður sérhæfir sig í kínverskum mat. Reyndar hafði Hrafn bent mér á lítinn veitingastað við Hlemm, Banthai, sem hann kvaðst vera afar hrifinn af, en sá staður sérhæfir sig í tælenskum og víetnömskum heimilismat. „Ef þú vilt koma einhverjum verulega á óvart skaltu fara með hann þangað. Það er fjölskylda sem rekur staðinn og þú ert að borða það sama og hún. Þú ert kominn þarna inn í einhverja aðra vídd.“ Hrafn segir áhuga sinn á matar- gerðarlist líklega stafa af því að bragði og lykt sé ekki hægt að koma til skila í kvikmynd: „Flestu öðru get ég komið frá mér í kvikmyndinni, en ekki bragði eða lykt. Ég hef nánast óþægilega næmt bragðskyn og er svo lyktnæmur að ég get persónugreint fólk eftir lykt- inni.“ Sætt, beiskt ag heitt Hann segir mér að til þess að njóta austurlenskrar matargerðar- listar verði blandan að vera rétt. „Við verðum að fá okkur eitthvað sætt, eitthvað beiskt og eitthvað „heitt“, kryddað með karrí eða pip- ar, til að máltíðin fái réttan sam- hljóm,“ segir Hrafn um leið og við setjum upp lesgleraugun til að sjá á matseðilinn. Talið berst að ferðum Hrafns um Asíu. „Ég hef farið til Víetnam árlega síðan 1986 og þar, eins og annars staðar í Asíu, hef ég orðið fyrir sterkum áhrifum frá lífsskoðunum íbúanna. Þetta fólk býr yfir ein- hverju „búddísku" innra jafnvægi sem okkur skortir. í Víetnam býr þjóð sem hefur átt í styrjöldum um aldir við mestu hemaðarveldi heims, Kínverja, Japani, Frakka og nú síðast Bandaríkjamenn og með æðruleysi sínu og innra jafnvægi tókst Vietnömum að lifa þessar hremmingar af og bera sigur úr být- um. Þetta hugarfar gerir fólk eins og bambusinn sem bognar, en réttir úr sér um leið og vindinn lægir.“ Hvemig eru viðhorf Víetnama til Bandaríkjamanna núna? „Mér finnst þeir tala um þá sem uppvöðslusama óþekktarorma, sem voru til vandræða en em nú famir heim til sín. Þeir virðast ekki leggja langrækna fæð á Kanana, þótt und- arlegt megi virðast. Á stríðsminja- safni í Ho Chi Minh-borg, sem áður hét Saigon, þar sem sjá má minjar um átökin við öll þessi hemaðar- veldi er áberandi að Víetnamar virð- ast líta á Japani sem grimmustu og hörðustu andstæðinga sína. Annars hafa þeir mjög sérstakan húmor og á torgi einu í þessari sömu borg rakst ég eitt sinn á brotajárns- hrúgu, sem átti að vera eins konar skúlptúr og þar stóð: „Til minningar um fall Saigon. Petta var hliðið að bandaríska sendiráðinu, sem var það eina í borginni sem skemmdist þegar frelsissveitirnar frelsuðu hana úrklóm heimsvaldasinna.“ MorgunDiaoio/Jon ovavarsson HRAFN Gunnlaugsson: „Ef við hefðum ekki haft vit á að tapa sjálf- etæðinu 1264 hefðum við líklega dáið út.“ Fiskaugu ug kjúk linga tær Það er komið að því að panta og við ákveðum að fá okkur blandaðan kínverskan forrétt sem inniheldur vorrúllu, þ.e. nautakjöt og græn- meti, gufusoðna hveitibollu með svínakjöti og syew mai, þ.e. innbak- að svínakjöt með rækjum og græn- meti og í aðalrétt velur Hrafn netta blöndu af sætu, beisku og heitu, þ.e. úthafsrækjur með ananas og hnet- um, ristaða önd með baunaspírum og Hoi Sin-sósu og nautakjöt í karrí að hætti Kanton-búa. Með þessu drekkum við svo Mouton Cadel- hvítvín, árgerð 1994. „Það er ótrúlegt hvað Asíubúar kunna að nýta hráefnið til þrautar. Þarna hef ég til dæmis smakkað andatungusúpu og fiskaugnaseyði. I Asíu þykir hausinn mesta lostæti fisksins, enda em í honum sjö ólíkar bragðtegundir, en í fiskinum sjálf- um aðeins þrjár. Og einhver besti matur sem ég hef smakkað þarna er gerður úr kjúklingatám. Það em ýmsir möguleikar á að matreiða kjúklingatær. Hér á landi er þessu öllu hent. Og það eru ekki mörg ár 22 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er sársauki? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS SAGAN greinir frá mismunandi hugmyndum manna um sársauka í gegnum aldirnar og hvaða ráð menn notuðu gegn honum. Frum- stæðar þjóðir tengdu sársauka við illa anda og reyndu að hrekja þá á brott, t.d. með því að bera hring í eyra eða dansa særingadansa. Síð- ar uppgötvuðu menn að ýmsar jurtir draga úr sársauka og má rekja notkun ópíums til Babýloníu- búa um 1500 fyrir Krist. Forn- Kínverjar þróuðu nálarstungu- aðferðina, sem á síðari árum hefúr orðið vinsæl á vesturlöndum. Forn-grikkir veltu fyrir sér orsökum sársauka. Platon hélt því t.d. fram að sársaukinn stafaði ekki aðeins af utanaðkomandi áreitum heldur einnig frá sálinni, og þegar kristni kom til sögunnar urðu til nýjar hugmyndir um að hægt væri að lina sársauka með handayfirlagningu og bænum. Trúin hafði þannig áhrif á sársaukaskynið, og eru þau áhrif velþekkt og viðurkennd í dag. í lok miðalda fóru menn að rannsaka sársauka á vísindalegri hátt. Árið 1644 lýsti franski heimspekingurinn Descartes leiðni skynjana, þ.á m. sársauka, eftir fíngerðum þráðum, sem tengdu vefi líkamans við heilann. Deyfingar á sársauka hófust síðan á fyrri hluta 19. aldar með fram- leiðslu morfíns. Löngu síðar kom í ljós að líkaminn framleiðir sitt eigið efni, endorfín, sem vinnur gegn sársauka. Þegar vísinda- og tækniöld hélt innreið sína var lögð megináhersla á hinar líkamlegu orsakir. Sársauki var einkum talinn þjóna því hlutverki að vera viðvörunarmerki íyrir líkamann gegn hugsanlegum skaða. Seinni tíma rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á áhrif sálarlífs á sársaukaskynjun og margar af eldri hugmyndum um sársauka og lækningu við honum þykja nú ekki jafn fráleitar og um skeið var talið. Flestir líta nú svo á að sársauki eigi sér bæði líkamlegar og sálrænar orsakir. Upplifun hans er í sjálfu sér sálræn, skynjun sem getur verið einstaklings'bundin og hefur ekki nema takmarkaða samsvörun við þann líkamlega skaða sem að baki liggur. Það er því mjög mismunandi hvernig fólk skynjar og bregst við sársauka. Sársaukaviðbrögð eru lærð. Ákveðin viðbrögð við sárs- auka geta festst í sessi þar sem þau veita umbun. Sársauki getur kallað á athygli, meðaumkun og umhyggju. Þannig geta sárs- aukaviðbrögð orðið mjög mikil af vægu áreiti sökum þeirrar umb- unar sem þau veita barni. Dæmi um þetta er þegar foreldrar sinna barni sínu helst, þegar það sýnir merki um sársauka eða vanlíðan. Börn slíkra foreldra læra að sárs- aukaviðbrögð gefa ást og um- hyggju og beita því þessum við- brögðum mun oftar en annars mundi vera. Skilgreind hefur verið sérstök persónuleikagerð, fólk sem nær sér hægt eftir áverka og getur fengið langvarandi sársauka án nokkurra líkamlegra áverka eða sjúkdóms. Það þjáist oft af sektarkennd og notar sársauka sem nokkurs konar sjálfsrefsingu og bregst við með því að breyta vanlíðan sinni í líkamleg einkenni. Þunglyndislyf geta virkað gegn langvarandi sársauka, þar eð þau draga úr sálrænum orsökum sársaukans. Ytri aðstæður geta haft mikil áhrif á upplifun sársauka. Meiðsl sem verða þegar öll athygli er bundin öðru virðast ekki sársauka- full, þ.e. sársaukinn kemst ekki að í meðvitundinni. Þetta á t.d. við um íþróttamenn í keppnum og hermenn í bardaga, þar sem við- komandi má ekki vera að því að sinna neinu öðru en að standa sig eða komast lífs af. Og allir þekkja hve auðvelt er að beina athygli barna frá sársaukanum, þegar þau meiða sig, með því að vekja athygli þeirra á einhverju óvæntu eða spennandi. Það getur líka verið nóg að „kyssa á meiddið" til að sársaukinn hverfi. Fólki, sem slasast illa eitt síns liðs og verður að treysta á sjálft sig, virðist þurrka út sársaukann, e.t.v. með endorfín-myndun, meðan fólk sem hlýtur sambærilega áverka í návist annarra, getur sig hvergi hreyft vegna sársauka. Þótt sársauki sé ákaflega persónuleg upplifun ráðast hin ytri viðbrögð við honum mikið af því hvernig aðrir bregðast við undir svipuðum kringumstæðum og hvað aðrir álíta viðeigandi. í leit sinni að réttum viðbrögðum leitar einstaklingurinn að fyrirmyndum í nánasta umhverfi sínu, sem verða honum töm síðar. Þannig læra börn t.d. af foreldrum sínum hvernig bregðast skuli við sársauka, hvort þau eigi að leiða hann hjá sér eða láta hann í ljós. Viðbrögð við sársauka eru ekki aðeins breytileg milli einstaklinga, heldur er einnig munur á því hvernig einstaklingar úr mismun- andi menningarsamfélögum bregð- ast við sársauka. Gott dæmi eru tráarsiðir Indverja sem vesturlandabúum kann að virðast bæði grimmilegir og sársaukafullir. Ungir menn eru valdir til þess að blessa uppskeruna og hanga við athöfnina í stórum krókum sem stungið er í bak þeirra. Þeir virðast finna til lítilla óþæginda og er það talið stafa af því hve mikill heiður felst í því að vera valinn í þetta hlutverk. Sár þeirra gróa einnig ótrúlega fljótt. Sársauki er í eðli sínu sálræn upplifun og ólík eftir einstaklingum og aðstæðum, hver svo sem hin líkamlega meinsemd að baki honum er. Þess vegna er með- höndlun á sársauka, einkum lang- varandi sársauka, mismunandi og fjölbreytileg. • Lesendur Morgunblnðsins geta spurt sálfræðinginn uni það sem þcim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 5691100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Viku- lok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.