Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 23 Upphafsmund med farmáia UPPHAFSMYNDIN er nánast sjóharhorn „guðs" af himni, tekið úr krana eða þyrlu ofar skýjum, af skýjaflákum sem girða fyrir jörðu. Hvell kirkjuklukka rýfur þögnina og myndin tekur við sér og skimar eftir glymjandanum í gegnum skýin og til jarðar. Smám saman kemur í ljós að lengst þar á jörðu niðri klúkir lítil sveit, af- girt skriðjöklum og brunasöndum. Myndin þrengist eins og aug- anu sé sérstaklega beint að stað sem hér eftir er nefndur Kirkjustaður við sjó. Þaðan berst hringingin hvella. Formáli sem kemur yfir myndina: „Séra Jón Magnússon lauk Skálholtsskóla með láði og vígðist anno 1643 að afskekktri söknar- kirkju á Vestfjörðum. Hann gekk að eiga ekkju fyrirrennara síns sem fylgdi brauðinu. Ekkjan var nær þrjátíu árum eldri. Séra Jón veiktist er frá leið af ókennilegum sjúkdómi og er það upphaf kunnustu galdramála íslenskrar sögu." MYNDHEMUR Odd Nerdram hefur verið kveikjan að umbúðum myndarinnar. Áferðin er hugsuð í líkum stfl og þetta málverk hans. síðan íslendingar uppgötvuðu að hægt er að borða rækjur og humar. Öldum saman flaut síld upp i fjör- urnar hringinn í kringum landið, en fáum datt til hugar að leggja sér hana til munns. íslendingar eru trúlega hirðingj- ar sem koma af steppum Asíu og hafa aldrei verið sjómenn í eðli sínu eða kunnað að meðhöndla sjávaraf- urðir. Árið 1264, þegar við töpum sjálfstæðinu, er ekki eitt einasta skip til í landinu. Þau höfðu öll fúnað undan landsmönnum. Þegar við töp- uðum sjálfstæðinu vorum við að gera eins konar EES-samning þeirra tíma. Konungur tryggði sigl- ingar hingað. Ef við hefðum ekki haft vit á að tapa sjálfstæðinu 1264 hefðum við líklega dáið út." Hrafn segir að ýmislegt fleira varðandi íslenska sögu megi skoða í nýju Ijósi: „íslendingar lögðu niður þræla- hald vegna þess að það var of dýrt fyrir þá. Menn báru ábyrgð á þræl- um sínum og það var of kostnaðar- samt. Þess í stað var tekið upp vista- band með hjúum, vegna þess að menn báru enga ^^^^^^^^g ábyrgð á hjúunum og gátu hent þeim út á gaddinn þegar þeim sýndist. ís- lendingar hafa lengst af átt erfitt með að stjórna eigin málum. Flestar réttarfars- bætur íslenskar hafa komið utan að og yfirleitt verið þröngvað upp á ís- lendinga. Það mætti umskrifa ís- landssöguna á mörgum sviðum. Baldur Her- mannsson gerði merkilega tilraun gmn til þess í sjón- varpsþáttunum t Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Eg held að þegar fram líða stundir muni íslenska þjóðin kunna Baldri þakkir fyrir að ryðja brautina í hinni nýju sögu- skoðun." Makt murkranna Við víkjum nú talinu að Myrkra- höfðingjanum, kvikmyndahandriti eftir Hrafn og Þórarin Eldjárn, en þetta er fyrsta verkið sem þeir vinna saman síðan á árum Utvarps Matthildar: „Ég fékk hugmyndina að verkinu í menntaskóla, þegar við vorum lát- in lesa brot úr texta Píslarsögu Jóns Magnússonar. Það var eitthvað í þessum texta sem orkaði mjög sterkt og „göldrótt" á mig, eitthvað sem ég hafði aldrei lesið í öðrum texta og ég var að velta þeim hugar- heimi, sem textinn var sprottinn úr, fyrir mér allan menntaskólann. Þeg- ar ég var kominn í háskóla í Stokk- hólmi gerði ég tilraun til að skrifa leikrit upp úr þessum texta. En það varð svo reimt í íbúðinni minni á Það var ekki bara veðurfarið sem setti mönn- um skorður og rak þá á vonar- völ heldur einnig hugarfar- ið og sú hug- myndafræði, sem heltók þetta þjóðfélag meðan á þessum skrifum stóð að ég varð hreinlega að gefast upp. Ég veit ekki hvort það var andi Jóns eða eitthvað sem kom innan úr sjálf- um mér. Ég lagði verkið á hilluna. Svo liðu nokkur ár og ég reyndi aftur að skrifa skáldsögu upp úr Píslarsögunni og gerði margar at- rennur en var aldrei sáttur við út- komuna. Það var ekki fyrr en ég fór að hugsa verkið sem kvikmynd að hugmyndin gekk upp. En þetta hef- ur verið lengi á leiðinni og í rauninni hef ég verið að skrifa þetta verk í aldarfjórðung og hef líklega aldrei gjörunnið verk eins nákvæmlega og þetta. Ég fékk svo Þórarin Eldjárn til Iiðs við mig, sem er manna hagastur á íslensku og þekkir vel til tungutaksins á þessum tíma og handritið liggur nú fyrir." / %/iðjum hugmgnda ng hræðslu________ „Draumurinn er að hefja tökur í febrúar, þegar veðravítin eru hvað mest á íslandi, til að ná upp þeim aðstæðum sem menn bjuggu við á ^^^^^^^^ þessum tíma. En það var ekki bara veðurfarið sem setti mönnum skorður og rak þá á vonarvöl heldur einnig hugar- farið og sú hug- myndafræði, sem heltók þetta þjóðfé- lag. Á þeim tíma var það hið mesta guð- last að efast um til- vist djöfulsins. Guð var dómarinn en Djöfullinn var í raun böðullinn, sem fram- kvæmdi refsidóma og hafði völdin. Guð almáttugur lét sig litlu skipta örlög stöku sinnum til að skakka leikinn og þá var það kallað kraí'taverk. Það sem dregur mig að Píslarsög- unni er að í þessari litlu kirkjusókn á Vestfjörðum birtist í hnotskurn það sem hefur verið að gerast í heiminum á öllum tímum og er að gerast enn í dag, þar sem hug- myndafræði verður svo sterk að hún tekur yfir alla mannlega skynsemi og étur upp það góða í fólki. Hug- myndin verður í sjálfu sér eins kon- ar lífvera sem tekur völdin. Og inn í þennan heim fléttast saga Þuríðar, 18 ára stúlku, sem upplifír það að horfa á fóður sinn og bróður brennda á báli fyrir galdra og má ekki undan líta. Síðan beinist grun- urinn að henni sjálfri og verkið fjall- ar um baráttu hennar við áburðinn. Þuríður þurfti að sanna að hún væri ekki norn. Sönnunarbyrðinni var snúið við eins og gerist stundum í fjölmiðlum í dag. Fjölmiðlar bera gjarnan eitthvað á menn og ef þeir standa ekki upp reglulega til að af- sanna áburðinn teljast þeir sekir." Stár ng fínkin framkvæmd_____ Hrafn segir að þótt hugur sinn standi til að hefja tökur á myndinni í febrúar, sé með öllu óvíst hvort myndin verði nokkru sinni gerð. Til þess skorti lágmarks fjárframlag frá íslandi. „Menn átta sig yfirleitt ekki á því hversu gríðarlegt fyrirtæki það er að gera eina kvikmynd. Ef við tök- um sem dæmi upphafsatriði þessar- ar myndar, tekið úr þyrlu skýjum ofar. Hugsunin er sú að Guð er ofar skýjum og heyrir klukknahringingu úr þessari afskekktu sveit og hið al- sjáandi auga kvikmyndarinnar bregst við uppi á himnum og kíkir í gegnum skýjaflákana. Við sjáum lít- inn söfnuð tínast til kirkju og síðan ungt fólk sem er að slíta upp kjarr í auðninni og þarf síðan að komast yfir íshrönglað jökulfljót, fleytandi sér á hrísknippum. Þetta eru Þuríð- ur og unnusti hennar og í sama mund ríður sýslumaður framhjá með alla fylgdarmenn sína og sund- ríður ána. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi litla sena, með hest- um, fólki, búningum og að láta þetta gerast þannig að áhorfandinn trúi því, er í raun og veru stór og flókin framkvæmd. Og þetta skot tekur kannski ekki nema tvær til þrjár mínútur í byrjun myndarinnar. Það er lágmark að gera svona mynd fyrir 150 milljónir. Ég heí fengið vilyrði frá kvikmyndasjóði upp á"20 milljónir, og þá eru 130 milljónir eftir sem mér er ætlað að sækja til útlanda. Vandinn er sá, að þessar erlendu stofnanir, sem gætu fjármagnað þetta, taka ekki mark á umsóknum nema að lágmarks fram- lag frá heimalandinu sé um 25 pró- sent af heildarupphæðinni og trú- lega verður gerð krafa um 50 pró- sent þegar frá líður. Það yerður sífellt erfiðara fyrir okkur íslendinga að sækja til þess- ara stofnana því þær eru farnar að líta svo á að við Islendingar höfum gengið á lagið með að stilla upp verkefnum með nánast engu fjár- magni að heiman. Aukinn stuðning- ur hér heima er því nauðsynlegur, en til þess þarf auðvitað að koma tií ný pólitísk hugsun gagnvart kvik- myndalistinni. Ef ég næ ekki auknu framlagi héðan að heiman til þessar- ar myndar er ekki um annað að ræða en að leggja árar í bát, þrátt fyrir að ég hafi fengið í lið með mér frábært listafólk frá ýmsum löndum Evrópu, þar á meðal norska málar- ann Odd Nerdrum og spænsku leikkonuna Rosana Pastor." Hrafn hefur á orði að úthafsrækj- an bragðist vel, en öndin hefði mátt vera stökkari. Yfirþjónninn heldur því hins vegar fram að þessi ákveðni andaréttur, sem við pöntuðum, geri ekki ráð fyrir stökkri önd. Um þetta eiga þeir Hrafn í orðaskiptum um stund þar sem „monsúmdium glúda- ment" ber á góma og lætur undirrit- aður lítið fyrir sér fara á meðan, enda gjörsneyddur þekkingu á um- ræðuefninu. í eftirrétt pantar Hrafn djúp- steikta banana með hunangi og ís, sem hann segir „eins kínverskt og það geti orðið". Og við vendum okk- ar kvæði í kross og fórum að tala um Listahátíð og rifjum upp þegar Le- onard Choen og Bob Dylan komu til landsins. En það er auðvitað allt önnur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.