Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 SKÁPUR frá seinni hluta 17. aldar, innlagður dýrindis steinum og marmara. A LAUGARDEGI Barakk- stíUinn 1300-1770 í síðasta þætti fjallaði Sigríður_ Ingvarsdóttir um endurreisnarstílinn, rætur hans og einkenni. Nú tekur hún barokkstefnuna fyrir, en hún var allsráðandi í Evrópu á sautjándu og átjándu öld. EINS og flestar nýjungar I list- um á þessum tíma átti barokkstefnan rætur að rekja til Ítalíu, nánar tiltekið Rómar. Oft getur reynst erfitt að segja hvenær einni stíltegund lýkur og önnur tek- ur við, því breytingin gerist hægt. Talið er að stílhugtakið barokk merki perla, óregluleg lögun. I fyrstu voru það franskir mennta- menn sem notuðu orðið til að lýsa byggingarlist sem ekki féll að strangklassískum stíl. Þegar barokkstíll er borinn saman við end- urreisnarstílinn kemur í ljós að í honum er meiri hreyfing, íburður og ýkjur. Form eins og ferningur eða hringur sjást varla í barokkstílnum. Hins vegar birtist sporbaugur eða egglaga form barokkstílsins ekki einungis í myndarömmum heldur einnig í húsgögnum og nytjahlutum. BburðarmíkiH útskurður Vissulega þróaðist barokkstfllinn sjálfstætt í hverju landi, þótt stöðugt væri leitað til útlendra fyrir- mynda. Þótt fyrst væri litið til Italíu var Frakkland brautryðjandi í þess- um nýja stfl húsgagnalistar. Barokkstíllinn var voldugur og þunglamalegur. Sterkir litir voru áberandi, íburðarmikill útskurður blóma- og blaðamynstra, þar sem rósir, túlípanar og andlitsgrímur eða mannamyndir voru algengar fyrirmyndir og notaðar í útskurði húsgagna. Fomklassísk skraut- minni voru tekin upp, grotteskur og akantusblöð. Umgerðin um skraut- fletina var íburðarmikil með skæld- um grímum og brynjuðum vopnum. Hnotan var enn vinsælasta viðar- tegundin. íbenviður var stundum notaður til að spónleggja húsgögn að öllu leyti, en var áður notaður til inngreypingar. Palesanderviður var einnig talsvert notaður. Báðar þess- ar viðartegundir voru dýrar og þurfti að flytja þær inn frá fjarlæg- um löndum. Inngreyping varð vin- sæl og farið var að lakka húsgögn með aðferð Japana sem þótti gagn- fáguð. Framfarir urðu miklar á þessu tímabili og nýjar gerðir hús- gagna litu dagsins Ijós — skrifborð- ið, kommóðan og veggspegillinn eru barrokkuppfinningar. Farið var að nota fasta bólstrun í sæti og bak á stólum í ríkari mæli en áður. Bakið á bólstruðu stólunum vai’ yfirleitt beint, hátt og óþægi- legt. Flosdúkur, glitvefnaður eða skinn með upphleyptum, marglitum skreytingum voru notuð á dýrari húsgögn. Um húsgögn alþýðufólks er minna vitað, því að fátt hefur varðveist. Hin íburðarmiklu hús- gögn hafa varðveist betur og lent á söfnum. Stíll hins sigrandi Binveldis Helsti brautryðjandi barokkstíls- ins var Giovanni Lorenzo Bemini CONSOLE taple skrifborð frá frá 1715. ITALSKUR stóll frá 1700. SKRIFBORÐ frá 1685, inngreypt skjaldbökuskeljum og gyllingu. FRANSKUR stóll í barokkstíl frá 1685. Hallarbgggingar Árið 1661 varð Lúðvík XIV (1643— 1715) konungur í Frakk- landi. Hann hafði ekki verið lengi konungur þegar hann lét reisa stór- byggingar. Kapp var lagt á bygg- ingu Louvre-hallarinar, þáverandi aðsetur hirðarinnar. Bernini, sem þótti besti arkitekt í heiminum, var sóttur til Rómar og falin yfimmsjón með verkinu. Arið 1661 var stofnuð listaaka- demía fyrir flestar greinar lista. Auk þess var franskri akademíu komið á fót í Róm árið 1666. Skömmu síðar var ákveðið að reisa Versali, mestu höll veraldar, 25 km fyrir utan Pan's. Lúðvík XIV fékk Charles Lebrun (1619—90) til að stjóma byggingunni, en hann átti síðar eftir að verða aðal menningar- frömuður Frakklands. Hann var næstum einráður í túlkun Versala- tísku og um tíma stjórnaði hann listaakademíunni, skreytingum Ver- salahallar og Góbelínverksmiðjunni, sem stofnuð var 1663. Hann sagði fyrir um skreytingar í smáatriðum, teiknaði myndaramma, skrautlist, laufbeðjur, myndvefnað og kristal- krónur. En herskarar annarra lista- manna lögðu hönd á plóginn að ógleymdum listiðnaðarmönnum, sem lögðu til góbelínvefnað, hús- gögn og hvers kyns skreytingar. Inngreyping mddi sér til rúms á barokktímabilinu. Góbelínverk- smiðjan framleiddi skápa úr íbenviði innlagða dýrindis steinum og málm- um (pietre dure), ítölsk aðferð frá 1600. Gyllt brons var notað sem um- gjörð á viðinn til að undirstrika hönnunina. Góbelínverksmiðjan og aðrir fóru að smíða skápa úr íben- viði sem voru skreyttir með út- skurði og inngreypingu. Á miðjum skápnum var hurð, en til hliðar vom litlar skúffur með gylltum fígúrum. íburðarmikil húsgagn Viðartegundirnar urðu fjölbreytt- ari. Húsgögnin sem smíðuð voru fyrir Versali voru íburðarmikil og skrautleg enda gætti áhrifa þeirra í langan tíma. Inngreyping með dýr- indis málmum, jafnvel hreinu gulli og skelplötum var mikið notuð. Frönsk barokkhúsgögn eru oft kennd við Lúðvík XIV og barokkstfllinn breiddist síðan út um alla álfuna. Um miðja 17. öld fór að bera á því að bólstraðir stólar væru í stfl við gardínur, rúm eða himinrúm. Stólar voru gylltir, útskornir með laufamynstri, bólstraðir með silki og flaueli í sterkum litum. Eftir 1680 urðu skápar og borð íburðarmeiri og gyllta útskoma hliðarborðið með marmaraplötunni (console table) leit dagsins ljós. (1598—1680). Hann var bygginga- meistari og myndhöggvari og óhemju afkastamikill. í dag era gos- brannar hans mörgum augnayndi í Róm, en þekktastur er hann fyrir að fullgera Péturskirkjuna. Barokkstfllinn var yfirleitt ná- tengdur kaþólsku kirkjunni og hans gætti mest í löndum Habsborgara. Hann hefur einnig verið nefndur stfll hins sigrandi einveldis og í Frakklandi er hann beinlínis kennd- ur við „sólkónginn“ Lúðvík XIV. Þegar listmunir þessa tímabils eru skoðaðir er nauðsynlegt að hafa tvennt í huga. I fyrsta lagi höfðu verið stofnuð austur-asísk verslun- arfélög víðs vegar í Evrópu og flutt voru kynstur inn af austurlenskum gagnfáguðum listmunum sem féllu í góðan jarðveg hjá yfirstéttinni. í öðra lagi höfðu áhrif páfa víðs vegar minnkað eftir 1648. Á 16./)g 17. öld kepptust lista- menn á Ítalíu við að búa til listaverk páfanum til dýrðar, en hver páfinn á fætur öðram var vemdari og aðdá- andi lista og vinnuveitandi fjölda listamanna. A þessu tímabili vora reistar margar stórbyggingar, kirkjur, klaustur og hallir, en litið var á hverja þeirra sem listaverk og listasafn í senn. Þetta átti þó ekki við víða norðar í Evrópu, í Bretlandi og á Niðurlöndum þar sem auðug borgarastétt var vel á veg komin með að leysa aðalinn af hólmi. Aldarfjórðungi síðar... FYRIR réttum 25 árum var tek- in ljósmynd af fimm gjörvuleg- um piltum, sem fögnuðu þeim áfanga að hafa útskrifast sem stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta voru þeir Hjör- leifur B. Kvaran, Geir H. Haarde, Jón Þór Sverrisson, Hannes J. S. Sigurðsson og Steinn Jónsson. Að loknu stúdentsprófi skildu leiðir. Hjörleifur hóf nám í lög- fræði og starfar nú sem borgar- lögmaður. Geir lauk prófi í hag- fræði í Bandaríkjunum og hasl- aði sér síðan völl í stjórnmálum og er nú alþingismaður og for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Þeir Jón Þór, Hannes og Steinn ákváðu að helga lækn- isfræðinni líf sitt og starfa allir sem slíkir, Jón Þór á Akureyri, Steinn í Reykjavík og Hannes í Bandaríkjunum. „Við hittumst á stúdents- afmælinu í vor, 25 árum og jafn- mörgum kílóum síðar og ákváð- um að endurtaka leikinn og ÞÁ — Nýútskrifaðir stúdentar frá MR: Iljörleifur B. Kvaran, Geir H. Haarde, Jón Þór Sverrisson og í fremri röð: Hannes J. S. Sigurðsson og Steinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.