Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 27 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJOR Einingu um annan forseta Guðmundur Kjartansson. ÞA ER þjóðhátíðin af- staðin og næsta mál á dagskrá eru forseta- kosningar. Framboð fyrrum foringja Al- þýðubandalagsins nýtur mikils fylgis og hefur farið víða í orðs- ins fyllstu merkingu eins og þau vita er horft hafa á „fréttir" af því hjá vinum hans á frjálsasta fjölmiðli landsins. Keppinautar þessa fjölkunnuga forseta- efnis eiga mjög undir högg að sækja. Alveg er sama hvernig kjósendur eru minntir á staðreyndir, allt ber að einum brunni. Upplýsingar um óljósar trúarskoðanir og ósæmi- legar embættisfærslur hafa komið fram, en allt kemur fyrir ekki. Opinber, oftast óvinsæl, afskipti af stjórnmálum eiga nú engu að skipta, og eigi að heldur þótt vitað sé að ýmsar embættisfærslur og framferði Ólafs hafi þótt jaðra við landslög að því er fram kemur í fjölmiðlum. Ólafur með afslætti Þar sem nú hallar undan fæti hjá Ólafi í skoðanakönnunum hef- ur hann gert þjóðinni afsláttartil- boð. Hann ætlar bara að sitja í átta ár ef þjóðin veitir honum brautargengi. Þetta er dæmigert fyrir hinn sjóaða atvinnumann úr stjórnmálunum. Tilboðið um tvö kjörtímabil minnir óneitanlega á auglýsingar dugandi kaupmanna í bænum. Tveir fyrir einn! Langar í meira Þar sem Davíð Oddsson gaf ekki kost á sér ákvað Ólafur að slá til, enda hefur Davíð hlotnast í stjórnmálum flest það er Ólafur vildi en fékk ekki. Hinn landlausi konungur íslenskra sósíalista, sem nýlega varð að láta af hendi stól og staf til flokkssystur sinnar get- ur ekki hætt. Hver kjósandi virðist hafa sína eigin stefnuskrá og skilgreiningu á því hvað forseti Islands eigi að gera: Forsetinn á að taka til í Sjálf- stæðisflokknum, stoppa leiðinda- frumvörp í þinginu, rækta landið, skemmta, vera þjóðlegur með fornu sniði, skamma ríkisstjórnina og helst stýra henni, selja saltfísk og ull og vera öðrum alþýðlegri. Enn sem komið er er það veruleg- ur minnihluti þjóðarinnar sem læt- ur sér duga að óska þess að forset- inn sé bara til friðs. Að alvarlegri hlutum íslendingar guma af því að eiga elsta þjóðþing í heimi og taka það sem dæmi um að þeir séu öðrum þjóðum fremri um alla skynsemi og stjórnvisku. Það er kaldhæðnis- legt í þessu ljósi að þjóðin skuli ætla að veita brautargengi til æðstu stöðu manni sem hefur allan sinn feril barist fyrir og innleitt pólitísk gildi sem 80-90% þjóðar- innar hafa gersam- lega hafnað í fjöl- mörgum þingkosning- um. Pétur Kr. Hafstein er einn ágætra fram- bjóðenda um að geta veitt Ólafi verðuga keppni en hefur ýmis- legt skrýtið á móti sér í sinni baráttu. M.a. stjórnendur Stöðvar 2. Pétur hefur vart fengið þann hljómgrunn sem honum ber þó allir viti af reynslu af störfum hans að hann gætir fyllstu sæmd- ar í embættisfærslum og að hann mun, ef kjörinn, rækja skyldur sínar í samræmi við íslensk lög og stjórnarskrá. Það er harmleikur að honum sé talið til lasts að vera fullkomlega heiðvirður maður sem hefur án undantekninga látið eitt yfir alla ganga. Sá hugsanagangur á einfaldlega ekki hljómgrunn. Menn vilja læti og þekkja sinn fulltrúa langt að. „Við þekkjum hann" Þannig hljómar skýring margra fylgjenda Ólafs Grímssonar á því hversvegna þeir hyggjast greiða honum atkvæði sitt. Aður en lengra er haldið er rétt að þessir kjósendur svari nokkrum spurn- ingum fyrir 60 prósentin sem vija ekki fá hann fyrir forseta: Búast menn við því að hann muni makka öðruvísi sem forseti en sem stjórnmálamaður? Ef það er hald manna, á hverju er það byggt? Er stór hluti þjóðarinnar svo ábyrgðarlaus að óska sér þeirr- ar Glæsivallahátíðar sem er líklegt að fylgi nái Ólafur kjöri? Ætla þúsundir er átt hafa í höggi við Alþýðubandalagið og aðra vinstri menn út af vestrænni samvinnu, skattheimtu, skólamál- um, fjölmiðlafrelsi, efnahagspóli- tík og mörgu fleiru að heiðra sinn skæðasta andstæðing með því að sæma hann æðstu virðingarstöðu ríkisins? Hvar er það fólk sem mest kveinkaði sér undan embætt- isfærslum Ólafs er hann gegndi stöðu fjármálaráðherra? Er skattagleðin gleymd? _ Um þetta snýst andstaðan við Ólaf Gríms- son. Hér eru stjórnmálaflokkar og flokkadrættir til nefndir af þeirri ástæðu að með því að bjóða sig fram er fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsins að gera kosning- una pólitíska. Hann getur ekki vik- ist undan því. Kjósendur Olafs taka afstöðu til framboðs hans á pólit- ískum forsendum sama hvar í flokki þeir kunna að standa. Hver með sínu lagi eins og áður er skýrt. Mest þó af því að_ menn halda að með því að kjósa Ólaf fyrir forseta séu þeir að sýna forystu stjórn- málaflokkanna, einkanlega Sjálf- stæðisflokksins, í tvo heimana. Þetta er rangt og mun engu skila. Margir kjósendur virðast gera sér vonir um breytingar á æðstu stjórn landsins nái Olafur kjöri. Skýringin á þessu hlýtur að liggja í ferli hans sem stjórnmálamanns. Þessi skoðun er á hrapallegum misskilningi byggð. Stjórnkerfið er þannig upp byggt að forseti hvorki getur né má hafa nokkuð um póli- tísk þrætumál að segja. Það væri brot á þeim lögum og venjum er gilda um embættið ef forseti færi að beita sér með ákveðnum hætti í dægurmálum í pólitíkinni. Það er einmitt þarna sem mest ber á milli fylgismanna Ólafs og andstæðinga hans. Margir andstæðingar hans álíta að hann muni hafa sig í frammi með ýmsum þeim hætti er ekki samrýmist hlutverki forsetans. Loforð hans um eitthvað annað eru einfaldlega ekki trúverðug. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að embætti for- áiSPr ^rðtiti] ...blafoib ^-¥ a mivil) MUi - kjarni málsins! seta íslands er ekki vettvangur fyrir uppstokkun á flokkaskipan eða stjórnkerfi. Þau mál eiga sér vettvang í þingkosningum. Það kann hinsvegar að skipast svo við ófyrirséðar aðstæður að forseti þurfi á almennum stuðningi þjóð- arinnar að halda vegna framferðis einstaklinga eða flokka á Alþingi eða í ríkisstjórn. Hverjum á þá að treysta? Pétur eða Ólaf? Skammur tími er til stefnu. Hér skal skorað á alta þá sem vilja sátt um forseta íslands næstu kjörtímabil að horfast í augu við staðreyndir. Þar sem Guðrún Pétursdóttir hefur tekið þá afdrifaríku ákvörð- un að gefa ekki frekar kost á sér mun kjörfylgi um 60 - 70% kjós- enda dreifast á þrjá álitlega fram- bjóðendur. Afstaða okkar mótast af væntingum til embættisins og þeirra hugðarefna sem frambjóð- endurnir hafa mest rætt. Það breytir því ekki að allir ábyrgir einstaklingar verða að axla sína eigin ábyrgð og horfast í augu við skyldur forsetans með sama hætti og undangengnir forsetar hafa sjálfir gert. Skyldur og starfssvið forseta okkar eru rækilega skil- greind í lögum. Frávik frá þeim reglum verða ekki þoluð. Pétur Kr. Hafstein uppfyllir hin ströngu hæfnisskilyrði öðrum bet- ur. Hann hefur verið afar farsæll og virtur sem embættismaður fyr- ir utan að vera yfir allar deilur hafinn. Það staðfestir seta hans í Hæstarétti. Hann yfirgefur stöðu sem er ein hin valdamesta og mik- ilvægasta í nokkru lýðræðisríki til að gefa kost á sér til harðvítugrar baráttu um leiðtogastöðu, sem er allt annars eðlis. Það gerir hann að áeggjan fólks sem þekkir hann sem traustan og heiðvirðan dreng- skaparmann. Hann er að öðrum ólöstuðum einn besti kostur sem okkur hefur boðist til þessa emb- ættis. Framboð hans er þeim mun trúverðugra að hann hefur vegna sinnar háu stöðu sem fyrir er, ekki sérstaka ástæðu til að sækj- ast eftir öðrum vegtyllum. Fram- boð hans sýnir því bæði þjóðholl- ustu og þegnskap. GUÐMUNDUR KJARTANSSON. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Þökkum landsmönnum frábæra þátttöku í hreinsunarátakinu hreinulandi 196 OÍHHÍHýát í Mi Þið sem fenguö ykkur Græna hiröinn eruð beðin um að skiia inn þátttökumiðanum sem honum fylgdi. Þar með eigið þið kost á aö hreppa !>pennandi ÆVINTÝRAFERÐ. Ails hljóta 150 manns vinninga af einhverju tagi. I boöi eru jöklaferðir, bátsferðir, hestaferðir, bsendagistingar og ýmislegt fleira. Dresið verður úr innsendum þátttökumiðum 1. júlí 1996. 1imktie4Uoe^Uam Umhverfisverðlaun Græna hirðisins verða veitt því félagi, fyrirtæki, sveitarfélagi eöa hverjum þeim sem þykir hafa staðið sig sérstaklega vel í hreinsunarátakinu, eða við verndun umhverfisins. Við biðjum því landsmenn að tilnefna þann eða þá aðila sem þeir telja að hafi staðið sig einkar vel varðandi umhverfismál. Tilnefninsar þurfa að hafa borist fyrir 1. september 1996 til Ungmennafélags íslands, Fellsmúla 26,108 Reykjavík. Verðlaunin verða veitt í september. M5 \\okk <mn totti Umhverfistónleikar með hljómsveitinni Endurvinnslunni verða haldnir á Ráðhústorgi á Akureyri þann 29. júní kl. 16:00. UMHVERFIÐ í OKKAR HÖNDUM UMHVERFISSJOÐUR VERSLUNARINNAR UNGMENNAFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.