Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 J MORGUNBLAÐIÐ 3Kwg«iittfafrft STOFNAD 1913 ÚTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LYÐRÆÐIOG UTANKJÖRSTAÐA- KOSNING SAMKVÆMT lögum um utankjörstaðakosningu, sem breytt var á árinu 1987, hófst kosningin átta vikum fyrir kjördag og það þótt framboðsfrest- ur væri þar til fjórar vikur væru til kjördags. Áður en þessi lagabreyting átti sér stað, gat utankjörstaða- kosning ekki farið fram, fyrr en framboðsfrestur var runninn út. Þegar breytingin var í lög leidd fyrir níu árum vakti félagsmálaráðherra athygli á þessu misræmi og taldi að það gæti valdið erfiðleikum í framkvæmd og voru þá nefndar sveitarstjórnarkosningar sérstak- lega, þar sem framboð í sveitarfélögum þyrftu ekki endilega að fara eftir því flokkamynstri, sem lengi hefði verið við lýði í landinu. Voru þingflokkar beðn- ir að skoða hvort ástæða væri til að breyta lögum um sveitarstjórnarkosningar að þessu leyti, en ekki reyndist grundvöllur fyrir því. Nú hefur þetta misræmi enn betur komið í ljós við væntanlegar forsetakösningar og ýmiss konar vafaatriði hafa komið upp í þvi sambandi. Utankjör- staðakosning til kjörs forseta íslands hófst áður en síðasta framboðið kom fram, sem vekur upp áleitnar spurningar um hvort kröfur um lýðræðislegar kosn- ingar eru uppfylltar gagnvart þeim frambjóðanda. Er um fullkomið lýðræði að ræða, þegar kosning er hafin án þess að kjósendum sé ljóst, hverjir eru í framboði? Kjósandi, sem kýs áður en framboðsfrest- ur er útrunninn, hefur ekki sama val og aðrir kjósend- ur og lýðræðið hlýtur að byggja á jafnræði allra kosningabærra manna til þess að velja sér forseta. Þá hafa þær raddir og heyrzt að komi fram kjör- seðlar í utankjörstaðakosningu með nafninu „Guð- rún", eigi það atkvæði að tilheyra Guðrúnu Agnars- dóttur, eftir að nafna hennar Pétursdóttir hætti við. Væru þær báðar í kjöri, hefði slíkt atkvæði talizt til vafaatkvæða og hlýtur að vera það áfram af þeirri einföldu ástæðu, að þótt Guðrún Pétursdóttir sé ekki lengur forsetaframbjóðandi, þá var hún það þorra þess tíma, sem utankjörstaðakosningin stóð, eða hartnær sjö vikur af átta. BJÖRK BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tónleika í Laugardals- höll í gærkveldi. Við íslendingar fögnum því ávallt, þegar þessi heimskunna tónlistarkona sækir okkur heim og flytur tónlist sína hér. Þjóðin gleðst yfir velgengni hennar og hún er verðugur fulltrúi okkar íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Ekki síst fyrir þær sakir, er það ánægjulegt fyrir íslenska aðdáendur Bjarkar, þegar hún segir hér í Morgunblaðinu í gær, að hún sé ekki hingað komin af skyldurækni við samlanda sína, heldur sé það henni tilfinningamál að syngja fyrir íslenska áheyr- endur. Hún geymi ísland þar til síðast þegar hún er á tónleikaferðalögum, uns tónleikarnir séu orðnir eins góðir og þeir geti framast orðið. „Það er vegna þess að ég hef mestan metnað til að halda góða tónleika hér og það er mikilvægara fyrir mig hér en annars staðar," sagði Björk orðrétt. Það er einnig ánægjuefni að fylgjast með því að frægð og frami virðast engin áhrif hafa haft á per- sónu Bjarkar. Hún er jafn látlaus í framkomu, einlæg og opinská, eins og hún var, þegar hún fyrst sló í gegn hér heima. Það þarf vissulega sterk bein til þess að vera ósnortin af jafnmikilli velgengni og Björk hefur átt að fagna á undanförnum árum. LESBÓK MOKUUNDK.AÐSINS. _»*;«;» 1............*«.»• MMB{~< Llfe anð Work. tttfnm i't'ut iiw %-..¦ >nu kmihimu ~*uiM.kivu^i*-3D».H1m<. <v- Nif*-> »f:-*. \«r «1 »>.». MtJ f» (nMMh -f .<¦*;«¦ ^fHS^I tuw >JKh m-:'* >>;»¦» ,JM M .Wi ie n-Xtrr. •< .#»¦¦ ¦!!«»« «*v*»-' M0WM* >»f*tr»t-, *«*V>. t|-> «* >¦»> .-;•:- *S« >.«!» « »¦*> l..vl .--..- M >w 1 M*MCK .1 ,-rf. «, W. )(i- »* .»« fcftÚlWlW *«:»:(-» "« W-Mt) <¦<->> --.-.::.-(,.- ttcíi.-.-ríJ i-. v-j-»m n.(» »»« i •"«-V'pji t«^ ktM'-N 1 *«•->..v-< ™ «*:l >»! iv! IjV> ;tí- ..íi w-yv <a-< -;«-•¦> t.-, -U-5. Íi* * «•*(«*« >:»! ;.,!» 1 <ff— i™ .-s™ <™ >:rtx» •««> ») «-1« ¦>->>:; i •« .».*.¦ ' Bn.W»>uWi 1 AJbt, .í--.-íjp tl**tMMM »,*•> <•! *.xíi v>- tbU M#AÍ Kt* -i«f VftMMK >-* MI>AMf<«f-f rwtMl Kt' :>:•- -k -" >«¦ " i ittil l*Vl* >-" ¦»•¦' vw>-t. *( •¦*•. 'y >,/»... w an <-»'/ u,l-f>V'rtj>x (tytnJ .< ¦4hi'j*< ¦ :> iWf <*¦*>¦* »-. ]t -:i mwm ¦/n ,x-i >.-.>}.. ' » Vt*)mH >na <-*«• t >-<* J-a*J f> >í>" « " »>Sf»--~ vhwrV^V-\ \*&>'y*A>r'?i >í *¦.?.:-.',¦¦. íi-.*xw-a.-K >>*.&>:t > k *»> t* f-wkm ><*x«». "1 ><(«;•: >< m .líllí frtti -( M«r-A>f«-V->«< •**¦ »*¦»• ¦ ÍBorniuiW a!>s«i9 UÓS I MYRKRlW FORSIÐA fyrstu Lesbókarínnar, 1925. BREYTINGIN á Lesbók 1962. EITT BLAÐ í þríðja sinn í 70 ára sögu Lesbókar eru gerð- ar breytingar á þessu elzta sérblaði Morgun- blaðsins, nú með þeim hætti að sérblaðið Menning-listir, sem einnig hefur fylgt Morgunblaðinu á laugardögum er nú sam- einað Lesbókinni. Af þessu tilefni hefur útlit Lesbókarinar verið endurhannað. ASÍÐASTA ári var þess minnst að 70 ár voru liðin frá því Lesbók Morgun- blaðsins hóf vikulega göngu sína 4. október, 1925. í lið- lega sjö áratugi hafa lesendur Morgunblaðsins vanizt því að fá Lesbókina um helgar, en að sjálf- sögðu hafa verulegar breytingar orðið á henni á svo löngum tíma. Sérstaða Lesbókarinnar hófst strax með því að hún var prentuð í öðru og miklu minna broti en Morgun- blaðið. Efnislega var Lesbók strax mörkuð sú stefna sem í aðalatriðum hefur verið haldið, nema hvað nýjum efnisflokkum hefur verið bætt við í áranna rás. Nú þegar nauðsynlegt þykir að endurhanna blöð með fárra ára milli- bili til þess að fylgjast með hrað- fleygum tíma, er næstum ótrúlegt að upphaflegu útliti og broti Lesbók- arinnar skyldi haldið svo til óbreyttu í 37 ár. En í ársbyrjun 1962 var það metið svo að Lesbókin væri ekki lengur í takt við tímann og var hún þá stækkuð í broti, en umfram allt var efnið skilgreint uppá nýtt og mátti segja að sú Lesbók sem hafði fylgt Morgunblaðinu í 37 ár væri alveg nýtt blað. Strax á öðru ári Lesbókarinnar fóru að birtast í henni ljóð og Krist- ján Albertsson á heiðurinn af fyrstu smásögunni, þegar á fyrsta árinu. Fyrstu áratugina voru ljóðin hefð- bundin, þó með þeirri markverðu undantekningu á árinu 1926, að blaðið bírtí framúrstefnuljóð eftir ungan rithöfund, Halldór Kiljan Laxness, sem þá dvaldist í klaustrinu í Clervaux. Ljóðið heitir Rhodymenia palmata og er í átta köflum. Tekið er fram við suma kaflana að þar eigi að fylgja einsöngur ásamt þrem- ur harmoníkum, eða blandaður kór gervimanna. Trúlega hefur einhverj- um þótt Lesbókin fara út á hæpna braut með því að birta þetta. Með breytingunni 1962 var Les- bókin hugsuð sem „magasín" þar sem þjóðlegum fróðleik var haldið, en bætt við efnisflokkum svo sem viðtölum, oftast við listafólk, stutt- um símaviðtölum sem voru þá nýj- ung, en einnig var bætt við ferðaf- rásögnum og umfjöllun um hús og húsbúnað, svo og tízku. Föstum þáttum var bætt við; þar á meðal var rabb Lesbókar, sem orðið hefur að föstum lið æ síðan í umsjá hóps sem blaðið velur. En jafnframt var verulega aukin áherzlan á bókmenn- talegu hliðina; bæði með bók- menntagreinum, smásagnabirting- um og nú jókst vægi ljóðanna til mikilla muna. Á árunum framyfir 1930 höfðu að jafnaði birzt 30 ljóð á ári og þá eftir höfunda eins og DavíðStefánsson, Guðmund Kam- ban, Ólöfu frá Hlöðum, Guðmund Friðjónsson, Böðvar frá Hnífsdal og Einar Benediktsson sendi Lesbók- inni til birtingar eitt af síðustu ljóð- um sínum, Jöklajörð frá Túnis þar sem hann dvaldist í síðustu utanferð sinni. En jafnframt birti Lesbókin þá eins og síðar ljóð alls ókunnra alþýðuskálda. Ötulastur í þeim hópi var Árni G. Eylands, betur þekktur fyrir eylandsljái sína. Þegar breytingin var gerð á Les- bók 1962 var formbyltingin í ljóðlist um garð gengin. Þess sér líka stað. Á þessum tímamótum fór blaðið að birta órímuð ljóð, svonefnd atómljóð. Síðan má segja, að Lesbók hafi birt jöfnum höndum rímuð og órímuð ljóð og hefur alla tíð verið einasti vett- vangurinn fyrir ljóðabirtingar í blöð- um, þegar frá eru talin tímarit sem birta aðeins örlítið^ brot af því sem kemur í Lesbók. í nýlegri könnun hefur það komið fram, að ljóðin eru ásamt krossgátunni vinsælasta efni blaðsins. Þau hafa að sjálfsögðu ver- ið misjöfn að gæðum, enda spegil- mynd af svonefndum alþýðukveð- skap. Mörg þekktustu ljóðskáld landsins birta enn ljóð í Lesbók eins og áður var. Með betri litprentun var hægt að auka vægi sjónlista, myndlistar sér- staklega, en þar að auki hefur Les- bókin haft þá sérstöðu meðal ís- lenzkra blaða að birta að staðaldri umfjöllun um innlendan og erlendan arkitektúr. Þriðja stóra þróunarskrefið í sögu Lesbókar varð í ársbyrjun 1984, þeg- ar farið var að prenta hana í sama broti og Morgunblaðið. Jafnframt var hún inni í blaðinu eins og önnur sér- blöð hafa verið og eru. Hér var verið að leita eftir hagkvæmni í vinnslu tKÍ^TIiM ^^JÍAJÍJlLiJidlAjtÖjOjJ'BLs sé^l BREYTINGIN á Lesbók 1984. FORSIÐANán og pappírsnotkun sem haldið hefur verið síðan. Af þessu tilefni var Les- bókin endurhönnuð og fékk hún þá þann haus og það útlit sem lesendur þekkja frá síðustu 12 árunum. Um það bil sem þessi breyting varð hafði Lesbók fengið það hlut- verk til viðbótar að kynna menning- arviðburði, einkum og sér í lagi myndlistarsýningar. Þeir sem standa að slíku binda ævinlega miklar vonir við að fá kynningu í fjölmiðlum og. Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á að koma til móts við þessar gag^n- kvæmu óskir listamanna og listunn- enda. Það var til þess að geta sinnt þessu menningar- og þjónustuhlutverki bet- ur, að Morgunblaðið bætti við sér- blaði 9. desember 1984. Það var 8 síður og í fyrstu aðeins skilgreint sem C-hluti blaðsins. En fljótlega fékk það sinn sérstaka blaðhaus: Listir- menning, og hefur komið út undir því heiti þar til nú. í upphafi þessar- ar tilraunar má sjá að áherzlur eru að stærstum hluta á bókmenntir með forsíðuviðtali við Indriða G. Þor- steinsson, grein um kvæði Kristjáns Karlssonar, önnur um Pál Ólafsson skáld og Sigfús Daðason skrifar um -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.