Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 28

Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 28
28 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LYÐRÆÐIOG UTANKJÖRSTAÐA- KOSNING SAMKVÆMT lögum um utankjörstaðakosningu, sem breytt var á árinu 1987, hófst kosningin átta vikum fyrir kjördag og það þótt framboðsfrest- ur væri þar til fjórar vikur væru til kjördags. Áður en þessi lagabreyting átti sér stað, gat utankjörstaða- kosning ekki farið fram, fyrr en framboðsfrestur var runninn út. Þegar breytingin var í lög leidd fyrir níu árum vakti félagsmálaráðherra athygli á þessu misræmi og taldi að það gæti valdið erfiðleikum í framkvæmd og voru þá nefndar sveitarstjórnarkosningar sérstak- lega, þar sem framboð í sveitarfélögum þyrftu ekki endilega að fara eftir því flokkamynstri, sem lengi hefði verið við lýði í landinu. Voru þingflokkar beðn- ir að skoða hvort ástæða væri til að breyta lögum um sveitarstjórnarkosningar að þessu leyti, en ekki reyndist grundvöllur fyrir því. Nú hefur þetta misræmi enn betur komið í ljós við væntanlegar forsetakösningar og ýmiss konar vafaatriði hafa komið upp í því sambandi. Utankjör- staðakosning til kjörs forseta íslands hófst áður en síðasta framboðið kom fram, sem vekur upp áleitnar spurningar um hvort kröfur um lýðræðislegar kosn- ingar eru uppfylltar. gagnvart þeim frambjóðanda. Er um fullkomið lýðræði að ræða, þegar kosning er hafin án þess að kjósendum sé ljóst, hveijir eru í framboði? Kjósandi, sem kýs áður en framboðsfrest- ur er útrunninn, hefur ekki sama val og aðrir kjósend- ur og lýðræðið hlýtur að byggja á jafnræði allra kosningabærra manna til þess að velja sér forseta. Þá hafa þær raddir og heyrzt að komi fram kjör- seðlar í utankjörstaðakosningu með nafninu „Guð- rún“, eigi það atkvæði að tilheyra Guðrúnu Agnars- dóttur, eftir að nafna hennar Pétursdóttir hætti við. Væru þær báðar í kjöri, hefði slíkt atkvæði talizt til vafaatkvæða og hlýtur að vera það áfram af þeirri einföldu ástæðu, að þótt Guðrún Pétursdóttir sé ekki lengur forsetaframbjóðandi, þá var hún það þorra þess tíma, sem utankjörstaðakosningin stóð, eða hartnær sjö vikur af átta. BJÖRK BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tónleika í Laugardals- höll í gærkveldi. Við íslendingar fögnum því ávallt, þegar þessi heimskunna tónlistarkona sækir okkur heim og flytur tónlist sína hér. Þjóðin gleðst yfir velgengni hennar og hún er verðugur fulltrúi okkar íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Ekki síst fyrir þær sakir, er það ánægjulegt fyrir íslenska aðdáendur Bjarkar, þegar hún segir hér í Morgunblaðinu í gær, að hún sé ekki hingað komin af skyldurækni við samlanda sína, heldur sé það henni tilfinningamál að syngja fyrir íslenska áheyr- endur. Hún geymi ísland þar til síðast þegar hún er á tónleikaferðalögum, uns tónleikarnir séu orðnir eins góðir og þeir geti framast orðið. „Það er vegna þess að ég hef mestan metnað til að halda góða tónleika hér og það er mikilvægara fyrir mig hér en annars staðar,“ sagði Björk orðrétt. Það er einnig ánægjuefni að fylgjast með því að frægð og frami virðast engin áhrif hafa haft á per- sónu Bjarkar. Hún er jafn látlaus í framkomu, einlæg og opinská, eins og hún var, þegar hún fyrst sló í gegn hér heima. Það þarf vissulega sterk bein til þess að vera ósnortin af jafnmikilli velgengni og Björk hefur átt að fagna á undanförnum árum. FORSÍÐA fyrstu Lesbókarinnar, 1925. BREYTINGIN á Lesbók 1962. EITT BLAÐ í þriðja sinn í 70 ára sögu Lesbókar eru gerð- ar breytingar á þessu elzta sérblaði Morffun- blaðsins, nú með þeim hætti að sérblaðið Menning-listir, sem einnig heíur fylgt Morgunblaðinu á laugardögum er nú sam- einað Lesbókinni. Af þessu tilefni hefur útlit Lesbókarinar verið endurhannað. ASÍÐASTA ári var þess minnst að 70 ár voru liðin frá því Lesbók Morgun- blaðsins hóf vikulega göngu sína 4. október, 1925. í lið- lega sjö áratugi hafa lesendur Morgunblaðsins vanizt því að fá Lesbókina um helgar, en að sjálf- sögðu hafa verulegar breytingar orðið á henni á svo löngum tíma. Sérstaða Lesbókarinnar hófst strax með því að hún var prentuð í öðru og miklu minna broti en Morgun- blaðið. Efnislega var Lesbók strax mörkuð sú stefna sem í aðalatriðum hefur verið haldið, nema hvað nýjum efnisfiokkum hefur verið bætt við í áranna rás. Nú þegar nauðsynlegt þykir að endurhanna blöð með fárra ára milli- bili til þess að fylgjast með hrað- fleygum tíma, er næstum ótrúlegt að upphaflegu útliti og broti Lesbók- arinnar skyldi haldið svo til óbreyttu í 37 ár. En í ársbyijun 1962 var það metið svo að Lesbókin væri ekki lengur í takt við tímann og var hún þá stækkuð í broti, en umfram allt var efnið skilgreint uppá nýtt og mátti segja að sú Lesbók sem hafði fylgt Morgunblaðinu í 37 ár væri alveg nýtt blað. Strax á öðru ári Lesbókarinnar fóru að birtast í henni ljóð og Krist- ján Albertsson á heiðurinn af fyrstu smásögunni, þegar á fyrsta árinu. Fyrstu áratugina voru ljóðin hefð- bundin, þó með þeirri markverðu undantekningu á árinu 1926, að blaðið birti framúrstefnuljóð eftir ungan rithöfund, Halldór Kiljan Laxness, sem þá dvaldist í klaustrinu í Clervaux. Ljóðið heitir Rhodymenia palmata og er í átta köflurn. Tekið er fram við suma kaflana að þar eigi að fylgja einsöngur ásamt þrem- ur harmoníkum, eða blandaður kór gervimanna. Trúlega hefur einhveij- um þótt Lesbókin fara út á hæpna braut með því að birta þetta. Með breytingunni 1962 var Les- bókin hugsuð sem „magasín" þar sem þjóðlegum fróðleik var haldið, en bætt við efnisflokkum svo sem viðtölum, oftast við listafólk, stutt- um símaviðtölum sem voru þá nýj- ung, en einnig var bætt við ferðaf- rásögnum og umfjöllun um hús og húsbúnað, svo og tízku. Föstum þáttum var bætt við; þar á meðal var rabh Lesbókar, sem orðið hefur að föstum lið æ síðan í umsjá hóps sem blaðið velur. En jafnframt var verulega aukin áherzlan á bókmenn- talegu hliðina; bæði með bók- menntagreinum, smásagnabirting- um og nú jókst vægi ljóðanna til mikilla muna. Á árunum framyfir 1930 höfðu að jafnaði birzt 30 ljóð á ári og þá eftir höfunda eins og Davíð Stefánsson, Guðmund Kam- ban, Ólöfu frá Hlöðum, Guðmund Friðjónsson, Böðvar frá Hnífsdal og Einar Benediktsson sendi Lesbók- inni til birtingar eitt af síðustu ljóð- um sínum, Jöklajörð frá Túnis þar sem hann dvaldist í síðustu utanferð sinni. En jafnframt birti Lesbókin þá eins og síðar ljóð alls ókunnra alþýðuskálda. Ötulastur í þeim hópi var Árni G. Eylands, betur þekktur fyrir eylandsljái sína. Þegar breytingin var gerð á Les- bók 1962 var formbyltingin í ljóðlist um garð gengin. Þess sér líka stað. Á þessum tímamótum fór blaðið að birta órímuð ljóð, svonefnd atómljóð. Síðan má segja, að Lesbók hafi birt jöfnum höndum rímuð og órímuð Ijóð og hefur alla tíð verið einasti vett- vangurinn fyrir ljóðabirtingar í blöð- um, þegar frá eru talin tímarit sem birta aðeins örlítið brot af því sem kemur í Lesbók. í nýlegri könnun hefur það komið fram, að ljóðin eru ásamt krossgátunni vinsælasta efni blaðsins. Þau hafa að sjálfsögðu ver- ið misjöfn að gæðum, enda spegil- mynd af svonefndum alþýðukveð- skap. Mörg þekktustu ljóðskáld landsins birta enn ljóð í Lesbók eins og áður var. Með betri litprentun var hægt að auka vægi sjónlista, myndlistar sér- staklega, en þar að auki hefur Les- bókin haft þá sérstöðu meðal ís- lenzkra blaða að birta að staðaldri umfjöllun um innlendan og erlendan arkitektúr. Þriðja stóra þróunarskrefíð í sögu Lesbókar varð í ársbyijun 1984, þeg- ar farið var að prenta hana í sama broti og Morgunblaðið. Jafnframt var hún inni í blaðinu eins og önnur sér- blöð hafa verið og eru. Hér var verið að leita eftir hagkvæmni í vinnslu Jtloreuublabií ,Núna eru allir aö keppast riö að rera frumlegirl‘ fiu, ÖUKSOX Um Kvæði Kristjáns ijj [ol [Rj[oj [0] ÍNT [b][LjÍAjloj[8]íTj ÍnJisl 111 BREYTINGIN á Lesbók 1984. MENNING LISTIR Þjóðfræði Laufía i'dugur 22 júní - 1996 FORSÍÐAN á nýrri Lesbók. MENNING-listir í byrjun 1984. og pappírsnotkun sem haldið hefur verið síðan. Af þessu tilefni var Les- bókin endurhönnuð og fékk hún þá þann haus og það útlit sem lesendur þekkja frá síðustu 12 árunum. Um það bil sem þessi breyting varð hafði Lesbók fengið það hlut- verk til viðbótar að kynna menning- arviðburði, einkum og sér í lagi myndlistarsýningar. Þeir sem standa að slíku binda ævinlega miklar vonir við að fá kynningu í fjölmiðlum og Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á að koma til móts við þessar gagn- kvæmu óskir listamanna og listunn- enda. Það var til þess að geta sinnt þessu menningar- og þjónustuhlutverki bet- ur, að Morgunblaðið bætti við sér- blaði 9. desember 1984. Það var 8 síður og í fyrstu aðeins skilgreint sem C-hluti blaðsins. En fljótlega fékk það sinn sérstaka blaðhaus: Listir- menning, og hefur komið út undir því heiti þar til nú. í upphafi þessar- ar tilraunar má sjá að áherzlur eru að stærstum hluta á bókmenntir með forsíðuviðtali við Indriða G. Þor- steinsson, grein um kvæði Kristjáns Karlssonar, önnur um Pál Ólafsson skáld og Sigfús Daðason skrifar um þýðingar. Með tímanum breyttist blaðið og varð í vaxandi mæli vett- vangur fyrir kynningar á nýjum bók- um, leiksýningum, hljómleikum og málverkasýningum. Þegar Listahátíð fer fram annað hvert ár, verður eðlilega sérstök þörf fyrir umfangsmikla kynningu. Af því tilefni var það skref stigið sem til- raun, að dagana 8. og 15. júní komu Lesbók og Menning-listir út í einu lagi og með breyttu útliti. í fram- haldi af því var ákveðið að sameina þessa krafta í eitt blað, nýja Lesbók, sem birtist lesendum í dag. Um leið er það þriðja stóra breytingin sem Lesbók gengur í gegnum á sjö ára- tugum. I hausnum á forsíðu má sjá þrjú orð sem skilgreina í sem fæstum orðum efnisinntakið: Þjóðfræði, menning, listir. Undir því merki verð- ur unnið. Lesbók mun áfram sem hingað til sinna þeim málflokkum sem mótað hafa blaðið. Til viðbótar kemur þáttur sérblaðsins, Menning- listir, þar sem lesendur geta gengið að líflegum kynningum á listviðburð- um. Von forráðamanna Morgun- blaðsins er sú að ný Lesbók verði áhugavert, nútímalegt og menning- arlegt blað. E' KKERT er vikið að þeim möguleika í lögum um kjör forseta að frambjóð- andi dragi framboð sitt til baka. Ákveðið hefur verið að prenta nýja kjörseðla án nafns Guðrúnar Pétursdóttur eftir að hún dró framboð sitt til baka. Skv. upp- lýsingum Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er þó alveg ljóst að ef frambjóðandi drægi framboð sitt til baka þegar aðeins væru einn til tveir dagar til kosninga væri slíkt ekki framkvæmanlegt. Frambjóð- andinn hefði þann kost að lýsa því yfir að hann teldi sig ekki eiga möguleika á að ná kjöri og gæti hvatt kjósendur til að kjósa aðra, en nafn hans yrði eftir sem áður á atkvæðaseðlinum. Einnig hafa komið upp álitamál sambandi við utankjörfundarat- kvæði en þeir sem greiða atkvæði utan kjörfundar geta greitt atkvæði að nýju ef þeir kjósa það, hvort sem er utan kjörfundar á nýjan leik eða á kjörstað á kjördegi og gildir þá síðara atkvæðið. Við utankjörstaðaatkvæða- greiðslur þarf kjósandi að skrifa nafn þess frambjóðanda sem hann velur á kjörseðilinn. Þrátt fyrir að kosningalög kveði á um að rita skuli fullt nafn frambjóðanda er atkvæði talið gilt þótt það sé ekki gert, ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt. Ekki er talið útilokað að fram komi atkvæðaseðlar sem greiddir voru áður en Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka, þar sem eingöngu hefur verið skrifað nafnið Guðrún. Þá vakna spurningar um hvort atkvæðið teljist greitt Guð- rúnu Agnarsdóttur eða verði úr- skurðað ógilt. Að sögn Ólafs er ljóst að ef Guðrún Agnarsdóttir og Guð- rún Pétursdóttir hefðu báðar verið í framboði á kjördegi hefðu slík at- kvæði verið úrskurðuð ógild. Ólafur segir að það hljóti að heyra til undantekninga ef slíkir atkvæða- seðlar koma fram þegar utankjör- fundaratkvæðin verða talin að lokn- um kjörfundi en ekki sé hægt að útiloka það. Hann segir ómögulegt að segja fyrir um hvernig farið verð- ur með slík atkvæði, hvort þau verða talin gild eða hvort þau gætu yfir- leitt skipt sköpum fyrir úrslit kosn- inganna. „Ég vek athygli á því að yfirkjör- stjórnirnar telja og úrskurða at- kvæði þegar þar að kemur. Þó yfir- kjörstjórn sé sammála um einhveija afgreiðslu geta umboðsmenn fram- boðanna gert athugasemdir við hana og ágreiningsefnin fara þá til úrskurðar í Hæstarétti,“ segir Ólafur. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla var hafln áður en framboðsfrestur rann út og raunar áður en framboð Ástþórs Magnússonar kom fram. Ólafur segir að sú staða gæti líka komið upp að einhver kjósandi sem kýs utan kjörfundar áður en fram- boðsfrestur var útrunninn hefði ákveðið að greiða einhveijum þeim manni atkvæði sitt sem hann teldi að myndi bjóða sig fram, þó svo hann gerði það ekki. Utankjörfundaratkvæðum verði komið í rétta kjördeild Athygli sendiráða og ræðismanna erlendis hefur verið vakin á því að kjósendur geti greitt atkvæði að nýju utan kjörfundar og er almennt við því að búast að meira verði um það en áður að kjósendur sem þeg- ar hafa greitt atkvæði utan kjör- fundar kjósi á nýjan leik. ------- Kjósandi hefur þá rétt á því að greiða aftur at- kvæði utan kjörfundar. Þá gildir að sjálfsögðu síðar greidda atkvæðið, að sögn Olafs W. Stefánssonar. Fylgigögn atkvæðaseðilsins svara því hvenær atkvæði eru greidd og eftir atvikum hafa þeir sem kjósa aftur möguleika á að vekja athygli á því á fylgibréfi að þeir hafi kosið áður og afturkalla fyrra atkvæði sitt. Sú staða gæti hins vegar komið upp að eldri kjörseðillinn verði í Álitamál við undirbúning kosninganna Ýmis álitamál hafa komið upp varðandi framkvæmd forsetakosninganna, m.a. vegna utankjörstaðaratkvæða. Omar Friðriksson kynnti sér ýmsar hliðar þessara mála. STAFLI af kjörkössum, sem væntanlega verða notaðir í kosningun- um næsta laugardag. Myndin er tekin fyrir kosningarnar 1991. AtkvæAi talið gilt ef greini- legt er við hvern er átt reynd talinn ef um tvö utankjörstað- aratkvæði sama kjósanda er að ræða, sem liggja í sitt hvorri kjör- deildinni við lok kjörfundar og ef ________ kjörstjórn hefur ekki vitn- eskju um bæði atkvæðin. Við kosningar utan kjör- fundar er heimilt að leggja atkvæði inn í ann- arri kjördeild en þar sem " ' viðkomandi kjósandi er á kjörskrá og er það oft gert. Hafi kjosandi greitt atkvæði utan kjörfundar í tvígang og liggi annað atkvæðið í hans kjördeild en hinu atkvæðinu hefur verið skilað í aðra kjördeild, er það atkvæði sem er í kjördeild þar sem kjósandinn er á kjörskrá, tekið til meðferðar í lok kjördags, en hitt kemur aldrei til álita, ef ekki er vitneskja í kjördeild- inni um tilvist þess. Kemur þá ekki fram hvort um yngra eða eldra at- kvæði er að ræða. „Þetta myndi þá leiða til þess, að reynist ______ vera atkvæði annars stað- ar, þá er viðkomandi búinn að kjósa samkvæmt kjör- skrá þegar þær eru bornar saman, að sögn Ólafs. Þetta vandamál getur komið upp við allar kosningar en talið er hugsanlegt að meira verði um það nú en endranær að kjósend- ur greiði atkvæði tvisvar. „Þetta gefur tilefni til þess að vekja at- hygli kjörstjórna á því að koma öll- um utankjörfundaratkvæðum í rétta kjördeild til að fyrirbyggja þetta,“ segir Ólafur. Afleiðingar kosningakerfisins Ólafur Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, telur ekki að ákvörðun Guð- rúnar að draga framboð sitt til baka spilli fyrir framkvæmd kosning- anna. Bendir hann á að kjósendur megi kjósa á ný ef þeir komi því . við og hér sé í reynd um svo fá atkvæði að ræða að utankjörfundar- atkvæðin eigi ekki að geta valdið alvarlegum álitamálum. „Líkurnar á því að þeir sem hafa þegar kosið Guðrúnu Pétursdóttur og ná ekki að kjósa á ný, breyti einhveiju um úrslit kosninganna, eru afskaplega litlar,“ segir Ölafur. Hann bendir á að ákvörðun Guð- rúnar sé afleiðing þess kosninga- kerfis sem notað er. „Þetta gerist ekki þegar um hlutfallskosningar er að ræða. Málin horfa öðru vísi við í því kosningakerfi sem hér er notað við forsetakosningar, vegna þess að hér er um einfalda meiri- hlutakosningu að ræða. Frambjóð- andi sem er jafn neðarlega í skoð- ; anakönnunum og Guðrún Péturs- ! dóttir var, veit að líkurnar á að ná kjöri eru nánast engar. Það er því : skiljanlegt að menn vilji ekki eyða krafti og fjármunum í að ljúka kosn- ingabaráttunni,“ segir Ólafur. Kosningakerfið getur leitt til þess að mati Ólafs að stuðningsmenn frambjóðenda sem standa illa að vígi í könnunum ákveði á síðustu stundu að snúa við blaðinu ef sýnt þykir að þeirra frambjóðandi næði ekki kjöri og kjósa annan frambjóð- anda til að hafa áhrif á úrslitin. Kjósa „taktískt“, eins og það er kallað. Þetta ýti undir frambjóðend- ur sem eru með lítið fylgi að draga framboð sitt til baka af ótta við að það muni reytast af þeim á seinustu dögunum. Olafur segir að ef tekið yrði hér upp kosningakerfi eins og notað er við forsetakosningar á írlandi, þar sem kjósendur geta merkt við fleiri en einn frambjóðanda, ætti að draga úr líkunum á því að frambjóðendur | dragi sig til baka. Olafur segir erfitt að segja um það fyrirfram i hve ríkum mæli kjós- endur muni breyta afstöðu sinni á kjördag í ljósi skoðanakannana en telur þó alveg víst að ekkert slíkt hafi átt sér stað við forsetakosning- arnar árið 1980. Þetta hefur vakið spurningar um hvort eigi að takmarka gerð skoðan- akannana skömmu fyrir kjördag. Ólafur er því algerlega andvígur og segir það mikla óvirðingu við kjós- endur og dómgreind þeirra. „Þeir sem hafa skömm og fyrir- litningu á kjósendum, sérstaklega skynsömum kjósendum, munu nátt- úrlega hefja þann söng að banna kjósendum að fá upplýsingar. Ef menn á annað borð vilja kjósa tak- tískt, þá er skynsamlegast fyrir þá að nota niðurstöður skoðanakann- ana. Ef skoðanakannanir yrðu bannaðar væri bara verið að neyða kjósendur til að reiða sig á verri upplýsingar. Ef ég ætla að kjósa taktískt og ef skoðanakannanir hafa verið bannaðar, þá mun ég ekkert gefast upp heldur beita öðrum að- ferðum til að reyna að fínna út hverjir séu líklegastir til að verða efstir. Ég yrði hins vegar í verri stöðu til þess. Ef kjósendur vilja kjósa taktískt eftir skoðanakönnun- um, þá eiga þeir fullan rétt á því,“ segir Ólafur. „Maður heyrir stundum frambjóð- endur segja að menn eigi að kjósa ----------- þann sem þeir vilja helst, og auðvitað mega þeir halda þessu fram, en að ætla að skylda kjósendur til þess að kjósa þann sem þeir vilja helst er bara ósvífni. Kjósandi má kjósa þann sem hann vill helst ef honum sýnist en ef hann metur það svo að hann vilji veija atkvæði sínu öðru- vlsi og kjósi næst besta kostinn, þá á hann fullkominn rétt á því. Skoð- anakannanir hjálpa slíkum kjósanda og eru bara eins og hveijar aðrar upplýsingar í nútímalegu samfélagi,“ segir Ólafur Harðarson. Irskir kjós- endurgeta merkt við fleiri en einn | I { Í I (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.