Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 29 C ftliOMTO „Núna eru allir aö keppast viðaö rera frunúegir" :¦¦;:;¦" Wsírík?yM~~W.í Vm Kvæði Kristjáns ('¦¦¦;'""¦- MENNING-listir í byrjun 1984. E' i nýrri Lesbók. þýðingar. Með tímanum breyttist blaðið og varð í vaxandi mæli vett- vangur fyrir kynnirigar á nýjum bók- um, leiksýningum, hljómleikum og málverkasýningum. Þegar Listahátíð fer fram annað hvert ár, verður eðlilega sérstök þörf fyrir umfangsmikla kynningu. Af því tilefni var það skref stigið sem til- raun, að dagana 8. og 15. júní komu Lesbók og Menning-listir út í einu lagi og með breyttu útliti. I fram- haldi af því var ákveðið að sameina þessa krafta í eitt blað, nýja Lesbók, sem birtist lesendum í dag. Um leið er það þriðja stóra breytingin sem Lesbók gengur í gegnum á sjö ára- tugum. I hausnum á forsíðu má sjá þrjú orð sem skilgreina í sem fæstum orðum efnisinntakið: Þjóðfræði, menning, listir. Undir því merki verð- ur unnið. Lesbók mun áfram sem hingað til sinna þeim málflokkum sem mótað hafa blaðið. Til viðbótar kemur þáttur sérblaðsins, Menning- listir, þar sem lesendur geta gengið að líflegum kynningum á listviðburð- um. Von forráðamanna Morgun- blaðsins er sú að ný Lesbók verði áhugavert, nútímalegt og menning- arlegt blað. f- KKERT er vikið að þeim möguleika í lögum um kjör forseta að frambjóð- andi dragi framboð sitt til baka. Ákveðið hefur verið að prenta nýja kjörseðla án nafns Guðrúnar Pétursdóttur eftir að hún dró framboð sitt til baka. Skv. upp- lýsingum Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er þó alveg Ijóst að ef frambjóðandi drægi framboð sitt til baka þegar aðeins væru einn til tveir dagar til kosninga væri slíkt ekki framkvæmanlegt. Frambjóð- andinn hefði þann kost að lýsa því yfir að hann teldi sig ekki eiga möguleika á að ná kjöri og gæti hvatt kjósendur til að kjósa aðra, en nafn hans yrði eftir sem áður á atkvæðaseðlinum. Einnig hafa komið upp álitamál í sambandi við utankjörfundarat- kvæði en þeir sem greiða atkvæði utan kjörfundar geta greitt atkvæði að nýju ef þeir kjósa það, hvort sem er utan kjörfundar á nýjan leik eða á kjörstað á kjördegi og gildir þá síðara atkvæðið. Við utankjörstaðaatkvæða- greiðslur þarf kjósandi að skrifa nafn þess frambjóðanda sem hann velur á kjörseðilinn. Þrátt.fyrir að kosningalög kveði á um að rita skuli fullt nafn frambjóðanda er atkvæði talið gilt þótt það sé ekki gert, ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt. Ekki er talið útilokað að fram komi atkvæðaseðlar sem greiddir voru áður en Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka, þar sem eingöngu hefur verið skrifað nafnið Guðrún. Þá vakna spurningar um hvort atkvæðið teljist greitt Guð- rúnu Agnarsdóttur eða verði úr- skurðað ógilt. Að sögn Ólafs er ljóst að ef Guðrún Agnarsdóttir og Guð- rún Pétursdóttir hefðu báðar verið í framboði á kjördegi hefðu slík at- kvæði verið úrskurðuð ógild. Ólafur segir að það hljóti að heyra til undantekninga ef slíkir atkvæða- seðlar koma fram þegar utankjör- fundaratkvæðin verða talin að lokn- um kjörfundi en ekki sé hægt að útiloka það. Hann segir ómögulegt að segja fyrir um hvernig farið verð- ur með slík atkvæði, hvort þau verða talin gild eða hvort þau gætu yfir- leitt skipt sköpum fyrir úrslit kosn- inganna. „Ég vek athygli á því að yfirkjör- stjórnirnar telja og úrskurða at- kvæði þegar þar að kemur. Þó yfir- kjörstjórn sé sammála um einhverja afgreiðslu geta umboðsmenn fram- boðanna gert athugasemdir við hana og ágreiningsefnin fara þá til úrskurðar í Hæstarétti," segir Ólafur. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla var hafin áður en framboðsfrestur rann út og raunar áður en framboð Ástþórs Magnússonar kom fram. Ólafur segir að sú staða gæti líka komið upp að einhver kjósandi sem kýs utan kjörfundar áður en fram- boðsfrestur var útrunninn hefði ákveðið að greiða einhverjum þeim manni atkvæði sitt sem hann teldi að myndi bjóða sig fram, þó svo hann gerði það ekki. Utankjörfundaratkvæðum verði komið í rétta kjördeild Athygli sendiráða og ræðismanna erlendis hefur verið vakin á því að kjósendur geti greitt atkvæði að nýju utan kjörfundar og er almennt við því að búast að meira verði um það en áður að kjósendur sem þeg- ar hafa greitt atkvæði utan kjör- fundar kjósi á nýjan leik. - Kjósandi hefur þá rétt á því að greiða aftur at- kvæði utan kjörfundar. Þá gildir að sjálfsögðu síðar greidda atkvæðið, að sögn Olafs W. Stefánssonar. ~ Fylgigögn atkvæðaseðilsins svara því hvenær atkvæði eru greidd og eftir atvikum hafa þeir sem kjósa aftur möguleika á að vekja athygli á því á fylgibréfi að þeir hafi kosið áður og afturkalla fyrra atkvæði sitt. Sú staða gæti hins vegar komið upp að eldri kjörseðillinn verði í Álitamál við undirbúning kosninganna Ymis álitamál hafa komið upp varðandi framkvæmd forsetakosninganna, m.a. vegna utankjörstaðaratkvæða. Ómar Friðriksson kynnti sér ýmsar hliðar þessara mála. STAFLI af kjörkössum, sem væntanlega verða notaðir í kosningun- um næsta laugardag. Myndin er tekin fyrir kosningarnar 1991. Atkvæði talið gilt ef greini- legt er við hvern er átt reynd talinn ef um tvö utankjörstað- aratkvæði sama kjósanda er að ræða, sem liggja í sitt hvorri kjör- deildinni við lok kjörfundar og ef ----------- kjörstjórn hefur ekki vitn- eskju um bæði atkvæðin. Við kosningar utan kjör- fundar er heimilt að leggja atkvæði inn í ann- arri kjördeild en þar sem viðkomandi kjósandi er á kjörskrá og er það oft gert. Hafi kjösandi greitt atkvæði utan kjörfundar í tvígang og liggi annað atkvæðið í hans kjördeild en hinu atkvæðinu hefur verið skilað í aðra kjördeild, er það atkvæði sem er i kjördeild þar sem kjósandinn er á kjörskrá, tekið til meðferðar í lok kjördags, en hitt kemur aldrei til álita, ef ekki er vitneskja í kjördeild- inni um tilvist þess. Kemur þá ekki fram hvort um yngra eða eldra at- kvæði er að ræða. „Þetta myndi þá leiða til þess, að reynist _______ vera atkvæði annars stað- ar, þá er viðkomandi búinn að kjósa samkvæmt kjör- skrá þegar þær eru bornar saman, að sögn Ólafs. Þetta vandamál getur ¦"""~-~-~ komið upp við allar kosningar en talið er hugsanlegt að meira verði um það nú en endranær að kjósend- ur greiði atkvæði tvisvar. „Þetta gefur tilefni til þess að vekja at- hygli kjörstjórna á því að koma öll- um utankjörfundaratkvæðum í rétta kjördeild til að fyrirbyggja þetta," segir Ólafur. Afleiðingar kosningakerfisins Ólafur Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, telur ekki að ákvörðun Guð- rúnar að draga framboð sitt til baka spilli fyrir framkvæmd kosning- anna. Bendir hann á að kjósendur megi kjósa á ný ef þeir komi því við og hér sé í reynd um svo fá atkvæði að ræða að utankjörfundar- atkvæðin eigi ekki að geta valdið alvarlegum álitamálum. „Líkurnar á því að þeir sem hafa þegar kosið Guðrúnu Pétursdóttur og ná ekki að kjósa á ný, breyti einhverju um úrslit kosninganna, eru afskaplega litlar," segir Olafur. Hann bendir á að ákvörðun Guð- rúnar sé afleiðing þess kosninga- kerfis sem notað er. „Þetta gerist ekki þegar um hlutfallskosningar er að ræða. Málin horfa öðru vísi við í því kosningakerfi sem hér er notað við forsetakosningar, vegna þess að hér er um einfalda meiri- hlutakosningu að ræða. Frambjóð- andi sem er jafn neðarlega í skoð- anakönnunum og Guðrún Péturs- dóttir var, veit að líkurnar á að ná kjöri eru nánast engar. Það er því skiljanlegt að menn vilji ekki eyða krafti og fjármunum í að ljúka kosn- ingabaráttunni," segir Ólafur. Kosningakerfið getur leitt til þess að mati Ólafs að stuðningsmenn frambjóðenda sem standa illa að vígi í könnunum ákveði á síðustu stundu að snúa við blaðinu ef sýní þykir að þeirra frambjóðandi næði ekki kjöri og kjósa annan frambjóð- anda til að hafa áhrif á úrslitin. Kjósa „taktískt", eins og það er kallað. Þetta ýti undir frambjóðend- ur sem eru með lítið fylgi að draga framboð sitt til baka af ótta við að það muni reytast af þeim á seinustu dögunum. Olafur segir að ef tekið yrði hér upp kosningakerfi eins og notað er við forsetakosningar á írlandi, þar sem kjósendur geta merkt við fleiri en einn frambjóðanda, ætti að draga úr líkunum á því að frambjóðendur dragi sig til baka. Olafur segir erfitt að segja um \ það fyrirfram í hve ríkum mæli kjós- endur muni breyta afstöðu sinni á kjördag í ljósi skoðanakannana en telur þó alveg víst að ekkert slíkt hafi átt sér stað við forsetakosning- arnar árið 1980. Þetta hefur vakið spurningar um hvort eigi að takmarka gerð skoðan- akannana skömmu fyrir kjördag. Ólafur er því algerlega andvígur og segir það mikla óvirðingu við kjós- endur og dómgreind þeirra. „Þeir sem hafa skömm og fyrir- litningu á kjósendum, sérstaklega skynsömum kjósendum, munu nátt- úrlega hefja þann söng að banna kjósendum að fá upplýsingar. Ef menn á annað borð vilja kjósa tak- tískt, þá er skynsamlegast fyrir þá að nota niðurstöður skoðanakann- ana. Ef skoðanakannanir yrðu bannaðar væri bara verið að neyða kjósendur til að reiða sig á verri j upplýsingar. Ef ég ætla að kjósa j taktískt og ef skoðanakannanir hafa I verið bannaðar, þá mun ég ekkert [ gefast upp heldur beita öðrum að- I ferðum til að reyna að finna út | hverjir séu líklegastir til að verða £ efstir. Ég yrði hins vegar í verri Í stöðu til þess. Ef kjósendur vilja kjósa taktískt eftir skoðanakönnun- um, þá eiga þeir fullan rétt á því," segir Ólafur. „Maður heyrir stundum frambjóð- endur segja að menn eigi að kjósa -------------- þann sem þeir vilja helst, og auðvitað mega þeir halda þessu fram, en að ætla að skylda kjósendur til þess að kjósa þann sem þeir vilja helst er bara ~--~"¦—~ ósvífni. Kjósandi má kjósa þann sem hann vill helst ef honum sýnist en ef hann metur það svo að hann viljí verja atkvæði sínu öðru- vísi og kjósi næst besta kostinn, þá á hann fullkominn rétt á því. Skoð- anakannanir hjálpa slíkum kjósanda ; og eru bara eins og hveqar aðrar j uppiýsingar í nútímalegu samfélagi," segir Ólafur Harðarson. Irskir kjós- endur geta merkt við f leiri en einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.