Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 31

Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Púðurtunnan Kosovo Gunnar Hólmsteinn Arsælsson UNDANFARNAR vikur hafa fréttir bor- ist af vaxandi ólgu í Kosovo héraði Serbíu, en báðar þessar ein- ingar tilheyrðu Júgó- slavíu áður en átökin þar brutust út sumarið 1991. Serbía var lýð- veldi en Kosovo að nafninu til sjálfstjórn- arsvæði. Albanir, sem taldir eru hinir upp- runalegu íbúar Balk- anskaga, eru yfir- gnæfandi meirihluti íbúa Kosovo, en Serb- ar minnihluti. Serbar tilheyra svokölluðum suður-Slövum ásamt Króötum, Slóvenum, Makedónum og Svart- fellingum, en s-Slavar (Júgóslavía þýðir í raun „land s-Slava“) flutt- ust til Balkanskaga á 6. og 7. öld. Á árunum 1961 til 1991 fjölg- aði Albönum í Kosovo um 23%, úr 67% í 90%. Á sama tíma fækk- aði Serbum um 13%, úr 23% í 10%. Serbar telja að Kosovo sé hjarta menningar sinnar, sumir kalla Kosovo „hina serbnesku Jerúsalem.“ Þetta á rætur sínar að rekja til mikils bardaga þ. 28 júní árið 1389, þegar Tyrkir ger- sigruðu Serba í Kosovo. Serbar telja hinsvegar að með ósigri sín- um og fórnum hafi þeir komið í veg fyrir að íslömsk trú breiddist út um alla Evrópu. Þessi dagur hefur upp frá þessu alltaf haft sérstaka merkingu í serbneskri þjóðarsál. Kosovo er bláfátækt og vanþró- að landbúnaðarhérað og flestir íbúanna eru múslimar. Þar varð til árið 1878 albönsk þjóðemis- hreyfing, sem miðaði að því að sameina alla Albani í eitt ríki. En þetta var veik hreyfing í veiku ríki og árið 1912 mistókst þá skamm- lífu fijálsu ríki Albana að halda í Kosovo og albanska hluta Makedóníu. Því innlimaði Serbía þau í ríki sitt. Árið 1926 voru landamæri svo loks ákveðin og þá lenti svæði sem innihélt 500.000 Albani á svæði Júgóslavíu, sem varð til sem sérstakt ríki árið 1918. Frá 1941-1945 var Kosovo undir stjórn ítala, sem hluti af Stór-Albaníu ítalska einræðisherr- ans, Mussolínis. Með valdatöku kommúnista eft- ir seinni heimsstyijöld var ekki þar með sagt að vandamál Kosovo væru yfirstaðin, svæðið var í raun öryggissvæði, þrátt fyrir að á yfir- borðinu væri allt slétt og fellt. Leiðtogi Júgóslavíu frá 1945-1980 Jósep Bros Tító gerði á árunum 1945-1965 litlar tilraunir til að flétta Albana inn í júgóslavneskt samfélag. Árið 1966 lét harðlínu- maðurinn, yfirmaður öryggislög- reglunnar og einn nánasti sam- starfsmaður Tító, Aleksander Rankovic, af störfum. í kjölfar þessa gripu Albanir tækifærið til að láta óánægju með bág lífskjör sín í ljós og til mikilla óeirða kom árið 1968. Kröfur um sjálfstjórn voru settar fram. En Tító brást við með því að reyna að ,júgóslavísera“ Al- banina. Þeir höfðu hinsvegar slæma reynslu af Serbum, sem fram að þessu hafa komið fram við þá sem nýlenduherrar, hagsmunir Serba voru ávallt teknir fram yfir hagsmuni Albana. Fram til ársins 1975 var miklum pen- ingum dælt til Kosovo, fleiri Albanir settir í æðri stöður og ýmsar breytingar til hins betra gerðar í mennta- og menningarmálum. í staðinn áttu Albanir að sýna Tító og _,,júgóslavisma“ hans hollustu. Ástandið skánaði hinsvegar ekki mikið, andspyrna og mótlæti voru enn meðal íbúa Kosovo og allskonar hópar sem kröfðust breytinga voru myndaðir (og yfir- leitt upprættir). En Albanir urðu sífellt meðvitaðri um slæma stöðu sína innan Júgóslavíu. Þann 11. mars árið 1981 kom til alvarlegra stúdentaóeirða í höfuðborg Kosovo, Pristina, þar sem náms- menn mótmæltu bágum kjörum sínum. Mótmælin voru barin niður af hörku af öryggislögreglu og herlög sett á. Opinberar tölur segja að 12 hafi látist og 150 særst (tal- ið er að þessar tölur séu fjarri lagi). Um 2.000 manns voru handteknir. Skuldinni vegna óeirðanna var skellt á staðaryfirvöld og hreinsan- ir voru framkvæmdar. Þjóðernis- sinnaðir Serbar sáu sér þarna leik á borði og komu sínum mönnum til valda í Kosovo. Með þessum aðgerðum má segja að ákveðin vatnaskil hafi átt sér stað hjá yfir- völdum, sem nú tóku afstöðu með einu þjóðarbroti Júgóslavíu (Serb- um) gegn öðru, Albönum. Eftir óeirðirnar jókst brottflutningur Serba frá Kosovo, og á árunum 1981-1988 fluttu um 25.000 Serb- ar frá Kosovo. I kjölfar óeirðanna hófust mikl- ar umræður um Kosovo, bæði meðal stjórnvalda og í fjölmiðlum. Ivan Stambolic, sem varð forsætis- ráðherra Júgóslavíu þegar Tító lést, gaf fjölmiðlum svo til lausan tauminn, smám saman fengu greinarnar á sig þjóðernislegri blæ og meiri andúðar gætti meðal höf- unda þeirra í garð Albana. Menn sem áttu sér draum um Stór-Serb- íu gátu því þeyst um ritvöllinn óhindraðir og nú var ekki neinn Tító til staðar til þess að hemja þjóðernistilfínningar með persónu- legu valdi sínu. Árið 1986 var stofnuð í Serbíu svokölluð „Koso- vonefnd Serba og Svartfellinga“. Hennar markmið var að snúa Kosovo aftur til þess tíma er það var lögregluríki undir stjórn Rankovic. Viti borin umræða virt- ist hafa verið borin ofurliði í Serb- íu á þessum tíma og orð eins og Amerísku Fléttumotturnar komnar aftur Vandamál Kosovo verða naumast leyst, segir Gunnar H. — Arsælsson, nema með alþjóðlegri íhlutun. „þjóðarmorð" og „ofsóknir“ heyrð- ust æ oftar frá Serbum. Árið 1987 náði svo Serbinn Slobodan Mi- losevic, núverandi forseti Serbíu, yfirhöndinni innan kommúnista- flokks Serbíu, i baráttunni við þá sem aðhylltust áfram eitt ríki, samsett úr mörgum þjóðarbrotum. Smám saman varð hann kóngur í ríki sínu. Næstu ár fóru síðan í að hræra í þeim potti þjóðernis- hyggju sem var til staðar í Serbíu og kynda undir slagorðum á borð við „Sameinaðir Serbar í samein- uðu ríki“ og „Stór-Serbía“. Mi- losevic hefur á valdatíð sinni kom- ið „sínum“ mönnum að í öllum lykilstöðum í Serbíu, Kosovo, Svartfjallalandi og Voyvodina-hér- aði í Serbíu. Hann virðist vera sá stjórnmálamaður í Serbíu sem hefur öll trompin á hendi sér og virðist alltaf vita hvaða leikur sé næstur í stöðunni. Vandamál Kosovo hafa ekki verið leyst eins og staðan er í dag og hefur sú skoðun komið fram að vandi Kosovo verði ekki leystur nema með alþjóðlegri íhlutun, því Serbía sé stefnulaus eining sem teygi anga sína langt út fyrir sín eiginlegu landamæri og þetta stefnuleysi verði viðvarandi nema lausn finnist fyrir Kosovo. Segja má að vandamál Kosovo hafi í hnotskurn verið vandamál gömlu Júgóslavíu; var landið ríki suður-Slava, eða sambandsríki allra þjóðerna innan svæðisins? Því staðreyndin er sú að Albanir eru ekki s-Slavar, heldur af öðru bergi brotnir. Þeir vildu pólitísk réttindi, en Serbar litu á kröfur þeirra sem ógnun við sig. Reyndar telur fræðimaðurinn Vladimir Gligorov (höfundur bókarinnar Why do countries break up; The case of Yugoslavia) að hrun Júgó- slavíu hafi byijað í Kosovo, m.a. með þjóðernislegum kröfum um aukið frelsi. Reyndar má í raun útiloka báða möguleikana og staðan núna virð- ist vera sú að stöðug ólga sé í Kosovo og að upp úr geti soðið í samskiptum á milli Serbíu (Serba) og Kosovo (Albana) hvenær sem er. Mjög líklegt verður að teljast að til meiriháttar óeirða komi í Kosovo þ. 28 júní n.k. Svæðið ein- kennist af örbirgð, atvinnuleysi og gríðarlegri vanþróun á öllum svið- um. Serbar hafa komið fram af miklum hroka og harðræði við íbúa Kosovo. Og svo lengi sem ástand þetta varir og aðstæður albanskra múslima í Kosovo verða ekki bætt- ar, má búast við sífelldum átökum og óeirðum þar. Landfræðileg lega Kosovo, sem á landamæri að Alb- aníu og Makedóníu, en forseta landsins hefur verið sýnt banatil- ræði, er mjög viðkvæm á Balkan- skaganum. Ekki er útilokað að átök þar geti breiðst út til annarra landa í nágrenninu. Grein þessi er hluti af BA-rit- gerð höfundar, „Hrun Júgóslav- íu“, í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands. Tilvitnunum í fræðirit hefur verið sleppt. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði. ISLENSKT MAL SIGURÐUR E. Guðmundsson í Reykjavík skrifar mér mjög vin- samlegt bréf, og fylgir grein sem full ástæða er til að birta (millifyrirsagnir voru felldar niður): „Þegar íslenzka þjóðin gekk fyrsta sinni til forsetakosninga vorið 1952 voru þrír mætir menn í framboði. Þegar þeir buðu sig fram gerðust þeir forsetaefni þeirra fylkinga, sem að baki þeim stóðu og öllum þótti eðli- legt að tala þannig um þá. Þeg- ar næsta sinni var gengið til kosninga og kosið milli tveggja manna var vitaskuld alltaf talað um þá sem forsetaefni, enda buðu þeir sig fram sem slíkir og voru það, báðir tveir, allt þar til úrslit lágu fyrir. í þriðja sinnið var kosið milli fjögurra fram- bjóðenda. Oll voru þau forseta- efni, jafnskjótt og framboð þeirra lágu formlega fyrir, enda buðu þau sig fram til embættis Forseta íslands, og voru það, allt þar til fyrir lá, að frú Vig- dís hafði hlotið kosningu í emb- ættið. Það var þannig þjóðinni eðlilegt að taka sér þetta orð í munn, þegar þjóðkjör í embættið fór fyrsta sinni fram. Mér finnst sem það hafi kviknað af sjálfu sér, vorið 1952 (ef ekki fyrr), þegar menn tóku að svipast um eftir líklegum frambjóðendum og það lá loks fyrir, hveijir yrðu í framboði. Enda þurfti ekki langt að sækja það. Alla tíð hafa þeir verið þingmannsefnin, sem sózt hafa eftir þing- mennsku, í Reykjavík hafa flokkamir boðið fram borgar- stjóraefni, í prestkosningum hafa menn boðið sig fram sem prestsefni; og þannig koll af kolli. Ég hygg, að í nær öllum tilvikum hafi verið litið svo á, sem nota bæri orðið „efni“ um þær manneskjur, sem í framboði hafa verið, til hinna ýmsu emb- ætta og starfa, svo fremi að þær teldust hafa allgóða möguleika á að ná kjöri. I svipinn man ég ekki eftir nema einu embætti, sem önnur regla hefur gilt um. Mér finnst sem orðið „biskups- efni“ hafi þá fyrst verið notað Umsjónarmaður Gísli Jónsson 854. þáttur um hlutaðeigandi einstakling, er hann hafði hlotið kosningu til þess embættis. Ég held, að í flestöllum öðrum tilvikum hafí frambjóðendur verið taldir efni í hlutaðeigandi embættis- eða stjórnmálamann, allt þar til kjör hafði farið fram. Þannig var frú Vigdís forsetaefni meðan á kosningabaráttunni stóð; og að henni lokinni var hún kjörin for- seti, allt þar til hún tók formlega við embætti forseta. Það er dapurlegt að Ríkisút- varpið (einkum fréttastofa hjóð- varpsins) skuli hafa gengið fram fyrir skjöldu undanfarin misseri til að ryðja braut nýju orði í stað þess gamla og góða orðs, sem að ofan getur. Ekki er lengur húsfriður fyrir því amerísk- íslenzka orði, sem RÚV hefur tekið upp á arma sína og notar í tíma og ótíma. Nú skulu for- setaefnin nefnd forsetafram- bjóðendur, hvað sem það kostar, sýnilega bæði vegna vanþekk- ingar og misskilnings. Sem gam- all blaðamaður get ég mér þess til, að fyrir nokkrum misserum síðan hafi fréttamaður á „út- lendri fréttavakt" þurft í flýti að snara orðunum „presidential candidate“, í fréttaskeyti frá útlöndum; og þá hafi þetta „ný- yrði“ orðið til. Síðan hefur það gengið ljósum logum í fréttatím- um hljóðvarpsins. Því miður hef- ur það smitað út frá sér og fleiri hafa tekið það upp. Og enn frek- ar þannig, að reynt hefur verið að nota það í öðrum tilvikum. Þannig er eftirminnilegt, að þeg- ar stjórnarkosningar fóru nýlega fram í Vmf. Dagsbrún var Hall- dór Björnsson, formannsefni annars framboðslistans, nefndur „formannsframbjóðandi" í fréttatíma annarrar sjónvarps- stöðvarinnar. Sem betur fer hef- ur ekki orðið framhald á þeirri ísl-ensku. Ella gætum við búizt við, að í næstu borgarstjórnar- kosningum verði þau Ingibjörg Sólrún og Árni Sigfússon kölluð „borgarstjóraframbjóðendur“ (í stað þess að vera borgarstjóra- efni) og þingmenn, sem þing- flokkarnir hafa tilnefnt til ráð- herradóms, nefndir „ráðherra- frambjóðendur", en ekki ráð- herraefni, eins og verið hefur. Góðu heilli voru þeir Grétar Þor- steinsson og Hervar Gunnarsson ekki nefndir „forsetaframbjóð- endur“ í fréttum fjölmiðla frá síðasta ASÍ-þingi; hins vegar var Grétar réttilega nefndur forseta- efni, þegar eftir að kjörnefnd hafði ákveðið að bjóða hann fram í embætti forseta ASÍ. Mér hefur komið í hug, að e.t.v. finnist mönnum sem ekki eigi að nota orðið „forsetaefni" um mann fyrr en hann hefur náð kjöri, sbr. amerískuna „president elect“; og síðan sé hann eða hún forsetaefni fram að embættistöku. Og að það sé ástæðan fyrir öllu talinu um „forsetaframbjóðendur“. En það tel ég á misskilningi byggt og stangast á við flest allar hefðir í íslenzku máli. Frambjóðandi er „forsetaefni“ þegar framboð hans er löglega komið á laggirn- ar og þegar kjör hefur farið fram er einn eða ein úr hópnum „kjör- inn forseti". Við embættistöku er hlutaðeigandi síðan Forseti íslands. Þannig er um þijú stig að ræða. íslenzkan á til eðlileg orð yfir þau öll og þarf ekki að notast við illa þýdd hálfamerísk orðskrípi í þeirra stað. Það er vonandi að forsetaefnin noti nú rétt orð í þessu efni og er þá von til að aðrir nái áttum, þ.á m. fréttastofur RÚV.“ Umsjónarmaður þakkar þessa vel skrifuðu og röggsamlegu ádrepu. Orðið er laust, eins og jafnan lyrr. Inghildur austan kvað: Þegar skaparinn lét til sín taka og tímans hjól snerist til baka, gerðust örvasa ungir, afholdguðust þungir og varð kynbomba Kristjana hraka. P.s. Nær upphafi síðasta þátt- ar féllu málsgreinaskil á einum stað niður. Beðist er velvirðingar á því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.