Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ i MINNINGAR KOLBRUN MYHRBERG + Kolbrún Þyri Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1932. Hún lést í Gautaborg 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- munda Rannveig Guðmundsdóttir, f. 15.11. 1901, d. 28.9. 1994, og Lárus Jó- hann Samúelsson, f. 22.12. 1900, d. 16.2. 1971. Hinn ll.júlí 1953 giftist Kolbrún Rune Myhrberg, f. 1920, d. 1979. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Erik, f. 1954, sambýliskona Gatharina Carlander, þau eiga tvö börn. 2) Ás- laug, f. 1955. 3) Olga Marie,s f. 1958, sambýlis- maður Lars Ragn- ar Nerelius, þau eiga tvö börn. Sambýlismaður Kolbrúnar var Peter Deinlein, Redbergsvagen 9B, 41665 Gauta- borg. Kolbrún stund- aði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1947 - 1950. Þá fór hún í M.R. og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Útför Kolbrúnar fór fram í kyrrþey í Gautaborg 18. júní. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg og staldrað við minningar okkar um Kollu. Góður vinur er gulli betri og sann- aðist það í okkar samskiptum. Það er erfitt að hugsa sér að hún skuli vera farin frá okkur, að ekki sé hægt að lyfta símanum og hringja í hana og ræða við hana um dag- inn og veginn. Allt tekur enda, hún er farin í ferðina miklu, sem við öll eigum eftir. Við erum búin að þekkja Kollu nánast alla_ okkar ævi, alveg frá barnæsku. í gamla daga fórum við saman um allar trissur, á skíði, í gönguferðir, bílferðir og alls konar ferðalög og útilegur enda var hún mikið í skátastarfi bæði hér heima og líka í Svíþjóð með manni sínum og börnum. Hún þekkti landið og naut þess að skoða það. Hún var í nokkur ár í vist hjá fröken Ragnheiði Jónsdóttur skóla- stýru Kvennaskólans og var hjá henni bæði í Reykjavík og í sumar- bústað hennar við Þingvallavatn. Fröken Ragnheiður sá gott náms- mannsefni í Kollu og eggjaði hana á að hætta í Kvennaskólanum hjá sér og fara í Menntaskólann. Kolla gerði þetta og lauk stúdentsprófi frá MR 1953. Um þessar mundir hafði hún kynnst mannsefni sínu Rune Myhr- berg. Hann var sænskur verkfræð- ingur semhafði komið hingað til starfa við írafossvirkjun. Að loknu stúdentsprófi hélt hún af landi brott til fundar við unnusta sinn og voru þau gefin saman 11. júlí 1953. Vegna starfa sinna þurfti hann að dvelja langdvölum víða erlendis. Því er ekkert barna þeirra fætt í sama landinu, Erik á ís- landi, Áslaug á Filippseyjum og Olga Marie á Spáni. Á þessu gekk allan þeirra bú- skap, en samt voru þau tíma og tíma í Svíþjóð. Þau settu sig niður á Tjörn fyrir utan Stenungsund og bjuggu þar um hríð en fóru síðan til Grikklands þar sem Rune hafði umsjón með sprengingum við gangagerð. Þar varð hann veikur og lést 1979. Þá tóku við erfiðir tímar hjá Kollu, en öll él birtir upp um síðir. ÖU börnin hennar höfðu sest að í Gautaborg. Hún fluttist þangað og hóf nám til að auðvelda sér at- vinnuleit. Um síðir fékk hún vinnu og kom sér fyrir á góðum stað í borginni. Seinni árin var hún í sambúð með Peter Deinlein, manni af þýskum ættum. Hún kom af og til til íslands til að vera hjá móður sinni sem var orðin háöldruð og síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík. Kollu þótti leitt að geta ekki verið meira hjá henni en hún gat það ekki vegna vinnu sinnar. Síðast kom hún þeg- ar móðir hennar var jörðuð. Það er nú ekki langt síðan, en þá fannst okkur að hún ætti eftir að koma oft í heimsókn hingað. Því miður varð okkur ekki að ósk okkar. Hún veiktist fyrir tæpu ári síðan af krabbameini og lést langt fyrir aldur fram. Góður vinur er genginn. Söknuðurinn er sár, sérstaklega þar sem við áttum eftir að verja miklum tíma saman, eða svo héld- um við. En sá sem öllu ræður hef- ur tekið hana í sínar mildu hendur og linað þjáningarnar, sem veik- indunum fylgdu. En þegar við lít- um til baka erum við þakklát fyrir að hafa fengið að vera með henni og njóta vináttu hennar og gest- risni. Kahlil Gibran segir um sorgina meðal annars: „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín, lindin sem var uppspretta gleðinn- ar var oft full af tárum." Við viljum þakka Peter, Erik, Áslaugu og Olgu og tengdabörnum Kollu fyrir allt sem þau gerðu fyr- ir okkar góðu vinkonu og sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kolla er farin heim. Guðrún og Sigurjón. Jafnteflisleg biðskák SKAK Hcimsmcistara- cinvígi FI D E: Elista, Rússlandi, höfuð- borg sjálfstjórnarlýð- veldisins Kalmykíu. 6. júní - 14. júlí Karpov vann sjöundu skákina auðveldlega þegar biðskákin var tefld áfram á miðvikudaginn. Átt- unda skákin fór einnig í bið á fimmtudaginn, en hún er jafn- teflisleg. Staðan: Karpov 5 v. Kam- sky 2 v. og ein biðskák. Kamsky hafði þægilegri stöðu lengi framan af áttundu skákinni, en þegar hún fór í bið hafði hann glatað frumkvæði sínu ogjafntefli virtist blasa við. Staða hans er býsna erfið með þremur vinning- um undir gegn jafnöruggum skák- manni og Karpov. Ef einhver get- ur bitið á jaxlinn í svo erfiðri að- stöðu og jafnað metin, er það þó örugglega Gata Kamsky. Biðstaðan úr 7. skákinni Eins og búist hafði verið við, . reyndist staða Kamskys gjörtöpuð. Það kom helst á óvart hvað hann nennti lengi að reyna að verja þetta vonlausa tafl. Biðstaðan var þannig: Svart: Gata Kamsky Sjá stöðumynd I ' Hvítt: Anatólí Karpov 57. - Dg7+ 58. Bg3 - Bc7 59. De6 - Kh7 60. d6 - Bd8 61. Df5+ - Kh6 62. Kh3 - Df6 63. Dxf6 - Bxf6 64. Kg4 - b5 65. Kf5 - Bd8 66. Kxe5 - Kg6 67. Kd5 - b4 68. Kc4 - Ba5 69. Kb3 - Kf5 70. Ka4 - Ke6 71. h5 og svartur gafst upp. 8. einvígisskákin Hvítt: Gata Kamsky Svart: Anatólí Karpov Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rg5 - Rgf6 6. Bd3 -e6 7. Rgf3 - Bd6 8. De2 - h6 9. Re4 - Rxe4 10. Dxe4 - Rf6 11. De2 - Dc7 12. Bd2 - b6 13. 0-0-0 - Bb7 14. Re5 - c5 15. Bb5+ - Ke7 16. dxc5 - Dxc5 17. a3! - Dc7 Karpov endurbætir hér tafl- mennsku sína í tveimur skákum gegn Anand og ívantsjúk á hrað- móti í Monte Carlo í vor. Hann lék 17. - a5 gegn þeim og tapaði báðum skákunum. 18. Bf4 - Rd5 19. Bg3 - Hhd8 20. Hd4 - Kf8 21. Kbl - a6 22. Hc4 - De7 23. Rc6 - Bxc6 24. Bxc6 - Ha7 25. Bxd5 - exd5 26. Bxd6 - Dxd6 27. Hd4 Hvítur stendur betur vegna þess að svartur hefur stakt peð á mið- borðinu. Venjulega dugir þetta ekki eitt sér til að gefa veruleg vinningsfæri. 27. - b5 28. Dd3 - Kg8 29. g3 - De6 30. Hdl - Had7 31. h4 - Hd6 32. Hd2 - Del+ 33. Ka2 - De7 34. Df3 - De6 35. He2 - Dc8 36. Dd3 - Hc6 37. Kbl - He6 38. He3 - Dc6 39. Dd2 - Hxe3 40. Dxe3 - De6 41. Dd2 - Hd6 42. g4 - Df6 43. g5 - Df3 44. Ka2 - Df5 45. c3 - Df3 46. Hf4 - Dh3 47. gxh6 - De6! 48. Dd4 - Dxh6 49. Hf5 - De6 50. He5 - Dd7 51. Kal - f6 52. He3 - Hc6 53. h5 - Hc4 54. Db6 - d4 55. Hd3 - Df5 56. Hxd4 - Hxd4 í þessari stöðu fór skákin í bið. Það virðist sama hvernig Kamsky drepur svarta hrókinn, Karpov er ekki í neinum vandræðum, nema síður sé. Margeir Pétursson BONDAROS BLOM VIKUNNAR 332. þáttur rnisjón Ágústa B j ö r n s d ó 11 i r Paeonia HVAÐA rós er það sem er laukur og hefur ekki þyrna? Þessi spurn- ing kemur oft upp í huga mér þegar ég rölti um garðinn minn. Fyrir a.m.k. 10-15 árum birtust stundum á vorin þættir í Morgun- blaðinu, sem voru nefndir „Spurt og svarað um garðyrkju". Hver sem var gat sent blaðinu spurn- ingar en síðan reyndi garðyrkju- maður að svara. Það er ekki að orðlengja það að svarið var auðvitað engin rós væri lauk- ur og þótt mikið væri reynt að ná fram af- brigði án þyrna, væru þær flestar býsna göddóttar. En spurningin er samt sem áður ekki eins vitlaus og hún virðist vera í fljótu bragði, því bóndarósin er „laukur" — réttara forðarætur — og hún hefur enga þyrna, enda alls óskyld hin- um eiginlegu rósum. Þessi misskilningur sýnir líka hve vara- samt er að kalla blóm sóleyjar — fífla — eða rósarnöfnum á ís- lensku, en skeyta engu skyldleika tegundanna. Paeonia eða bóndarósin er upprunnin í Suður-Evrópu en vex villt líka í Litlu-Asíu, Síberíu, Kína og Japan svo nokkuð sé nefnt. Bóndarósir eru ævagamlar í ræktun. Þær hafa verið notaðar sem fæða, krydd og til lækinga, en nú eru þær fyrst óg fremst ræktaðar fyrir blómfegurðina eina, þótt laufið sé einnig fallegt og mjög skrautlegt, einkum snemma sumars eins og hjá jap- önsku bóndarósinni. Bóndarósir eru ýmist fjölærar jurtir, sem visna niður á haustin, eða runn- ar. í síðustu skoðunarferð á veg- um Garðyrkjufélags íslands, sem farin var til írlands á dögunum, sáum við einstaklega glæsilega runnapaeoníu, Paeonia lutea, sem blómstraði gulu, en runnapaeon- íur munu ekki vera ræktaðar hér. Peoníur, sem ræktaðar eru á Islandi, eru gjarnarn 50-60 sm háar og nokkuð fyrirferðamiklar plöntur og þarf því að ætla þeim gott pláss í beðinu. Laufið er alln- okkuð skipt og virðist ekki vera hætt við skordýraárásum og blómin eru stór, 10-15 sm í þver- mál. Það er mjög gott að veita bóndarósinni dálítinn stuðning, því jafn stór brúskur og hún myndar, tekur upp mikinn vind og því vilja þær leggjast undan vindáttinni. Bóndarósir vaxa best í frjóum, djúpum jarðvegi og gott er að blanda hann búfjáráburði og gefa þeim smávegis skít eða moltu á vorin. Þær þrífast vel í mikilli sól, en þola þó líka nokk- urn skugga. Helst ber að varast mjög sterka morgunsól, sem gæti orðið plöntunum erfið á vor- in. Þegar forðaræturnar eru gróðursettar, eru þær settar fremur grunnt, vaxtar- broddurinn hámark 5 sm undir yfir- borði. Þær vilja helst standa óhreyfðar árum saman og séu þær fluttar, dregur það oft úr blómgun næstu þrjú árin. Hafi þær staðið mjög lengi á sama stað þarf þó stund- um að taka þær upp og skipta um jarð- veg. Það er ekki að tjalda til einnar nætur að eignast bóndarós, því þær verða allt að 50 ára. Hérlendis er tegundin P. officinalis langsamlega algengust og þá einkum fylltu afbrigðin, rauð, hvít eða bleik. Ég á þrjár bóndarósir, þá rauðu, fylltu eða „Rubra plena", bleika einfalda, mjög fallega og stórblómstrandi með grá- eða blágrænu laufi og áberandi fallegum gulum fræfl- um, og svo hvíta, sem hefur reynst rnér óttalegur vonarpen- ingur. Ég flutti hana fyrir þremur árum á besta staðinn í garðinum og er búin að segja henni að ef hún blómstri ekki almennilega í ár skuli hún víkja. Eitthvað tillit hefur hún tekið til þessa, því hún er komin með tvo naglarstóra knúppa, en sú einfalda blómstrar á fullu þessa dagana og sú fyllta er alveg að springa út, mun fyrr en í venjulegu árferði. Bóndarós- ir vaxa vel á Norðurlandi. Sunn- anlands mynda þær mikið af fræjum og hef ég jafnvel fundið sjálfsánar bóndarósir í garðinum, sem nú eru í uppeldi. Garðyrkjufélagið hefur nokkr- um sinnum flutt inn Paeonia lacti- flora, silkibóndarós, sem hefur staðið sig vel, þar sem hún á ann- að borð hefur kunnað við sig, en þessar fallegu „rósir" eru dálítið vandlátar á eigendur. S.HJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.