Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 33 MINNINGAR GUÐLAUGUR TORFASON + Guðlaugur Torfason var fæddur í Hvammi í Hvítársíðuhreppi 12. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Hvammi 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Torfi Erlingur Magnús- son b. á Dýrastöð- um í Norðurárdal, Erlingssonar og Jóhanna Egilsdótt- ir b. á Galtalæk í Biskupstungum, Egilssonar, bændur í Hvammi. Systkini Guðlaugs eru Magnús Ágúst Torfason, kvæntur Steinunni Thorsteinsson, búa í Reykjavík, og SvanlaugTorfa- dóttir gift Ásgeiri Þ. Óskars- syni, búa í Kópavogi. Guðlaug- ur ólst upp í Hvammi og tók landspróf utanskóla frá MR 1948 og kennarapróf 1953. Lauk námskeiði við Kennara- skólann í Ollerup í Danmörku 1953, lauk stúdentspróf við MR 1958 og handavinnukenn- araprófi 1961. Stundaði nám í íslensku við HÍ í hjáverkum og námsorlofi, hafði lokið öll- um prófum og ætlaði sér að skrifa lokaritgerð til BA prófs þegar um hægðist. Guðlaugur var kennari í Norðurárdal og Þverárhlíð 1950-52, við Laug- arnesskóla 1953-55, Breiða- gerðisskóla 1955-58, Varma- landsskóla 1958-65 og 1971- 1993, og var skólastjóri vetur- inn 1964-65. Guðlaugur tók við búi foreldra sinna í Hvammi 1959 og bjó þar til dauðadags. Hann var formaður UMF Brú- arinnar 1959-1962 og 1963-65. Gjaldkeri UMSB var hann Hinn 8. 1961-1963, í sljórn búnaðarfél. Hvít- ársíðu 1965-1980, Veiðifélags Hvít- ár og Norðlin- gafljóts 1970-80, formaður 1975-80. Hann sat í skólanefnd Reykholtsskóla 1970-1989, var sýslunefndarmað- ur 1978-88, hrepp- stjóri Hvítársíðu- hrepps frá 1979 og hreppsnefnd- armaður frá 1982. nóvember 1953 kvæntist Guðlaugur Steinunni Önnu Guðmundsdóttur, f. 5. sept. 1931, en hún er dóttir hjónanna Guðmundar Guð- mundssonar bónda á Efri-Brú í Grímsnesi og Arnheiðar Böðvarsdóttur frá Laugar- vatni. Börn Guðlaugs og Stein- unnar Öiimi eru: 1) Arnheiður, f. 16. júní 1953, fjölmiðlafræð- ingur, í sambúð með Bergþóri Ulfarssyni. 2) Jóhanna Erna, f. 20 ágúst 1955, hjúkrunar- fræðingur, gift Giulio Molin- ari, þau eiga einn son Lorenzo Vilhelm og eru búsett á ítalíu. 3) Bryndís, f. 24. okt. 1957, hjúkrunarfræðinemi við Há- skólann á Akureyri, gift Guð- mundi Birki Þorkelssyni, þau eiga dæturnar Elfu og Brynju Elínu. 4) Guðmundur, f. 11. júni 1962, stúdent og húsa- smiður, kvæntur Kristinu Ey- jólfsdóttur, þeirra börn eru Sindri og Steinunn. 5) Torfi, f. 12. mars 1965, stúdent, vél- og rennismiður. Útför Guðlaugs fór fram 21. júní í kyrrþey að ósk hins látna. Fráfall Guðlaugs Torfasonar bónda og kennara að Hvammi í Hvítársíðu bar brátt að. Hann var snemma uppi við bústörfin eins og vani hans var þegar kallið kom fyr- irvaralaust. Mörgum reynist erfitt að skipta sér svo á milli tveggja ólíkra starfa að vel takist til á báð- um vígstöðvum en Guðlaugi tókst það svo vel að með ólíkindum var. Þar hjálpaðist að dugnaður hans, útsjónarsemi og harðfylgi og svo samvinna hans og eiginkonunnar, Steinunnar Önnu Guðmundsdóttur, sem var jafnoki hans við bústörfin. Guðlaugur var ákafamaður við öll verk og unni sér ekki hvíldar fyrr en við verklok. Hann fann ótal ráð til að létta sér og sínum störfin í búskapnum og nýtti hvert tæki og hverja^ vél svo ekki verður betur gert. í smiðju lék allt í höndum hans, mér er nær að halda að hey hafi aldrei hrakist í Hvammi vegna vélarbilana eins og víða er reyndin. Guðlaugur var ræktunarmaður af lífi og sál og Hvammsjörðin ber honum þar fagurt vitni. Hann græddi sanda og mela með ánni, aukin heldur fjallið upp af bænum, þannig að nú má segja að hún sé öll fullgróin og skógarreitur í hlíð- inni eykur áhrifamátt þessara verka á gesti og gangandi. Snyrtimennska var honum í blóð borin og allur bæjarbragur í Hvammi ber þess merki. En Guðlaugur átti fleiri hliðar. Hann var kennari af hugsjón og lagði sig í líma við að þjóna nemend- um sínum þannig að þeir nytu skólavistarinnar sem best og hefðu af henni sem mest gagn. Hann gerði til þeirra miklar kröfur en um leið sanngjarnar og nemendur hans náðu árangri. Heima í Hvammi var lagni hans við börn og ungmenni augljós. Guð- laugur hafði sérstakt lag á að halda þeim til léttra gagnlegra verka sem þau sóttust eftir að vinna fyrir hann og verkefnin voru fjölbreytt og óþrjótandi. Heima í bæ glímdu þau við orðaleiki, gátur og þrautir af ýmsu tagi. Systkinabörn þeirra hjóna og síðar barnabörnin sóttust eftir sveitastörfunum á sumrin. Þau sakna nú öll sárt vinar í stað. Þótt Guðlaugur sæktist ekki eftir mannvirðingum, því hann var í eðli sínu hlédrægur, hlóðust á hann trúnaðarstörf. Öll verk sín á sviði félagsmála vann hann af samvisku- semi og trúnaði. Hann var áhuga- samur um þjóðmál og ræddi þau gjarnan af miklum þunga og alvöru í bland við hressilega kímni sem honum var líka gefin. Guðlaugur í Hvammi var óvenju- legur maður um margt og vel gerð- ur. Hann hefur, með verkum sínum og framgöngu allri, reist sér óbrot- gjarnan bautastein sem mun halda minningu hans hátt á lofti og sefa sáran söknuð sem nú sækir að fjöl- skyldunni í Hvammi. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Birkir Þorkelsson. Kveðja frá börnum Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjariægð með söngvaklið. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkefi daganna svifu þar um sál þina í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar i fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson) Fregn af andláti ættingja, venslamanns og vinar valda sárs- auka, trega og tómleika. Þó að þeim, sem eftir lifa, hafi verið ljóst að hverju stefndi eða við hverju mætti búast, hefur fregnin í fyrstu lamandi áhrif, kemur svo róti á hugann, hugsað er til baka og líka um það allt, sem eftir var að ræða og gera. Þannig varð mér við, þeg- ar ég frétti skyndilegt andlát svila míns og vinar, Guðlaugs Torfason- ar, kennara og bónda að Hvammi í Hvítársíðu. Það örlaði jafnvel á reiði. Af hverju þurfti hann að hverfa á braut svo fljótt? Ævin er stutt athafnasömum manni, og hvert ár hennar ber að þakka, njóta og nýta til hins besta. Guðlaugur hafði kennt sér meins frá því að hann slapp naumlega undan sláttumanninum mikla fyrir fáum árum. Þrátt fyrir áfall þá, unni hann sér engrar hvíldar, hann hélt áfram störfum sínum með þeirri stefnufestu og ósérhlífni, sem honum var eðlislæg, þó að hann hafi eflaust gert sér grein fyrir því, sem af gæti hlotist. Tengdamóðir okkar Guðlaugs sagði við hann fyrir fjölmörgum árum, að henni fyndist hann byggja stórt (fjós). Hann svaraði því til, að hann væri ekki að byggja fyrir sig, heldur framtíðina. Svarið lýsir vel viðhorfi Guðlaugs og fram- tíðarsýn til alls, sem hann tók sér fyrir hendur. Við Guðlaugur kynntumst eftir að hann var orðinn kennari við Breiðagerðisskóla. Mér varð strax ljóst, hversu námsfús og fróðleiksf- ús þessi maður var. Hann var sí- spyrjandi og leitaði fróðleiks um hvaðeina, hvenær og hvar sem hann gat, og þar sem hann taldi von um að fá svar. Þó að hann stundaði fulla kennslu, las hann jafnframt til stúdentsprófs utanskóla. Því lauk hann vorið 1958 og fluttist um sum- arið með konu sinni og þremur ungum dætrum að Hvammi, þar sem foreldrar hans bjuggu. Hér hófst nýr kafli í lífi Guðlaugs og fjölskyldu hans. Þau hjónin keyptu jörðina af Torfa og Jó- hönnu, foreldrum Guðlaugs, sem bjuggu þó áfram á jörðinni. Ári síð- ar hóf Guðlaugur búrekstur, og þeir feðgar skiptu með sér verkum. Torfi starfaði að fjárbúskap, en Guðlaugur kom sér upp myndarlegu kúabúi. Samhliða búrekstri stund- aði Guðlaugur kennslu við grunn- skólann á Varmalandi. Þá reyndi á Steinunni, sem auk heimilisstarfa og umönnunar barna þurfti að ganga til gegninga til jafns við Guðlaug. Þá kom sér vel, að hún var vön sveitastörfum á æskuheim- ili sínu. Guðlaugur réðst strax í að reisa vélageymsluhús og vel búið verk- stæði, þegar hann var fluttur í sveit- ina. Honum var ljóst, að vélarþyrftu viðhald og góða geymslu, ekki að- eins til þess að þær væru alltaf til reiðu þegar á þyrfti að halda, held- ur líka til að lækka viðgerðarkostn- að og koma í veg fyrir sóun verð- mæta. Þar gat hann sjálfur annast viðhald og viðgerðir véla sinna með dyggri aðstoð Ágústs bróður síns og síðar sona sinna. Þarna voru alls kyns vélar og tæki gerð gang- fær, sem aðrir höfðu dæmt úr leik. Heyvinnsluvélar voru geymdar þar yfir veturinn, yfirfarnar að vori og búnar undir átök sumarsins. íbúðarhúsið að Hvammi var ekki stórt og of þröngt fyrir tvær fjöl- skyldur. Guðlaugur stækkaði húsið á haganlegan hátt, svo að þar urðu tvær sjálfstæðar íbúðir, sín fyrir hvora fjölskyldu, en þó ekki fyrr en hann hafði komið upp véla- geymslunni. Þegar hann hafði lokið við aukningu á íbúðarrými fór hann að huga að nýju fjósi - og byggði þá til framtíðar, eins og hann sagði við tengdamóður okkar. Lausa- göngufjós voru þá ekki mörg í sveit- um, en þeim fylgja mjaltabásar með gryfjum til að létta störf mjalta- fólksins. Þetta var nýjung sem vakti athygli. Rafmagn var ekki á bænum, þegar Guðlaugur og Steinunn flutt- ust inn. Hann fékk sér því rafstöð, sem hann setti upp í vélageymslu- húsinu. Síðar notaði hann stöðina sem vararafstöð, ef almenningsveit- an brygðist. Sími var lagður milli útihúsa og íbúðarhúss. Guðlaugur velti mikið fyrir sér súgþurrkun með hituðum blæstri í fjóshlöðunni til að auðvelda þurrkun töðunnar, þegar kalsavindur stæði ofan af Arnarvatnsheiði eða rakt loft bærist að sunnan, sem hindraði eða tefði heyannir. Það voru einkenni Guð- laugs að notfæra sér tækni og hug- vit til að gera störfin auðveldari og nýtískulegri. Guðlaugur var áhugasamur ræktunarmaður. Hann átti elstu gangfæru jarðýtu landsins og aðra sömu gerðar, sem hann notaði í varahluti. Með þessari jarðýtu braut hann land, stækkaði tún, lagfærði og ræktaði meira en nokkrum manni datt í hug, að unnt væri á landareigninni. Hann sneri við holt- um og grýttri jörð, ýtti mold yfir, ræsti fram deigjur í túninu eða lag- færði áður ræktað land á hverju ári. Ekki voru framkvæmdir hans minni á melum meðfram bökkum Hvítár. Hann hafði kynnt sér störf Landgræðslunnar í Gunnarsholti, fylgst með uppræktun Skógasands af áhuga, og breytti nú melunum við Hvítá í iðgræn tún.Það var fá- títt í sveitum þá, þar sem bændur hugsuðu mest um að þurrka mýrar eða plægja upp valllendi við ræktun til túna. Guðlaugur lauk við að rækta og gera að túni mestan hluta láglendis á landareign sinni, þó að enn geymdi hann til síðari ára og ætti eftir skika á ystu mörkum, þegar hann féll frá. Gaman er að geta þeirrar snyrti- mennsku, sem þau Steinunn og Guðlaugur voru þekkt fyrir á búi sínu. Sama var, hvort það var inn- anhúss eða utan, og í umgengni um land, vélar eða hús. Þau hlutu verðlaun fyrir snyrtilegasta býlið í umbun. Sá vani Guðlaugs um áratuga skeið að ráða til sín útlenda náms- menn frá ýmsum löndum Evrópu til að aðstoða við heyannir, var merkilegur þáttur menningar- skipta, sem vakti athygli þeirra, sem með þeim fylgdust. Tilgangur- inn og árangurinn var margþætt- ur: Guðlaugur gat með þessu móti eflt málakunnáttu og aukið við víð- sýni sína og annarra heimilis- manna, m.a. barnanna, hvort sem þau voru heimilisfðst eða í sumar- dvöl. Útlendingarnir báru inn á heimilið ferskan anda og ný við- horf frá heimalöndum sínum. Þeir kynntust á hinn bóginn íslensku sveitalífí og kjarngóðu islensku tungutaki á menningarheimili, þar sem þeir gátu tekið þátt i upp- byggjandi umræðum um nánast hvaðeina. Innantómt bjal tíðkaðist ekki, þar sem Guðlaugur var. Ung- mennin á bænum voru sett í verk- efni við að lesa og læra, milli þess, sem þau unnu líkamlega vinnu, til að nýta hverja stund. Mörg hver lærðu í fyrsta sinn í Hvammi að vinna og taka til höndum, jafnvel við erfiðisvinnu á stundum. Þetta styrkti þau og þroskaði, og var þeim gott nesti til framtíðar. Þau tóku ástfóstri við land og þjóð, og milli margra þeirra og fjölskyldn- anna í Hvammi mynduðust vin- áttutengsl, sem ekki rofnuðu, þrátt fyrir tíma og rúm. Það reyndu Guðlaugur og Steinunn á ferðum sínum erlendis sem gestir „fóstur- barnanna". Yfirleitt var dvöl þess- ara ungmenna í Hvammi þó aðeins stuttur tími að sumri. Guðlaugur var fjölmenntaður maður á ýmsan hátt eins og fram hefur komið hér að framan. Auk kennara- og menntaskólanáms sótti hann einig nám í Háskóla íslands nokkra vetur í landafræði og bók- menntafræði og hafði mikla ánægju af, þó að hann lyki ekki prófi. Hann hafði gaman af að hlusta á ferða- sögur annarra og gladdist með við- mælendum sínum við ferðalýsing- arnar. Kennsla Guðlaugs stóð í áratugi, ekki aðeins í skólum, heldur líka í daglegri önn og samskiptum við menn. Hann naut þess að rækta land og huga, fræðast og fræða. Friður Guðs fylgi þér, vinur. Kæra Steinunn, við Inga vottum þér, börnunum og öðru venslafólki innilegustu samúð. Bergur Jónsson. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, Guðlaugur minn. Þú lést við störf þín svo sem vænta mátti, því þér féll aldrei verk úr hendi og nú ferð þú að starfa „meira Guðs um geim". Þú byrjaðir snemma að búa þig undir búskapinn á þeirri jörð sem þú unnir. Meðan þú kenndir í Reykjavík og viðar, varst þú að byggja upp. Við íbúðarhús, hlöðu, fjós, geymslu og jafnframt að auka við ræktunina. Þér var illa við skurði í túnum og lokaðir þeim eins og föng voru á, enda eru fal- leg túnin þín og skipulag húsa. Þú kaust kennsluna að ævistarfi, sótt- ir þína menntun til Reykjavíkur og víðar. Þér var sýnt um að upp- fræða fólk og aldrei hitti ég þig svo að ég lærði ekki eitthvað af þér, ættfræði og ýmsan annan fróðleik. Það hlaut að koma að því að ýmis félagsmálastörf hlóðust á þig og nefni ég aðeins nokkur; hreppstjórn, skólanefnd Reykholts- skóla, stjórn ungmennasambands Borgarfjarðar. Þú varst manna duglegastur að' fá þér alls konar vélar, bæði til jarð- vinnslu, heyskapar og smíða, og umgengni við þær og allt umhverfi mjög til fyrirmyndar og hlaut Hvammur verðlaun fyrir. Fyrir góð kynni við þig fyrr og síðar, vil ég nú þakka að leiðarlok- um og votta konu þinni og börnum samúð mína. Þorsteinn Sigurðsson. Gott er sjúkum að sofna meðan sðlin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vðku sér. (Davíð Stefánsson.) Horfinn er fróður maður og_ okk- ur kær, Guðlaugur Torfason. í ára- tugi sem við hjónin komum í heim- sókn að Hvammi, oft með dætur og barnabörn, tók hann okkur opn- um örmum, gaf sig að börnunum, spurði hvað þau væru að læra og hvernig þeim vegnaði, svona vildi hann fylgjast með námi þeirra og framförum. Þau urðu þakklát fyrir þessa athygli og litu upp til Guð- laugs, sögðu hann besta kennara, Hann lagði mikla rækt við að fræða börnin í skólum sem hann kenndi við, vildi sjá árangur af sínu starfi, hafði metnað fyrir ungling- anna hönd. Þetta og margt fleira viljum við þakka, í það minnsta sem að okkur sneri. Aldrei bar skugga á okkar löngu kynni. Guðlaugur fékkst við að binda inn bækur og rit, þegar tími vannst til. Var það handbragð óaðfmnan- legt eins og allt sem hann lagði hönd að. Guðlaugur var í fullu starfi heima fyrir fram til síðustu stund- ar, þótt hann gengi ekki heill tii skógar. En hvað er dásamlegra en að fara á vit feðra sinna, þegar þrekið er þrotið, í faðmi náttúrunn- ar sem hann unni. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt. Við vottum eftirlif- andi eiginkonu þinni og börnum okkar innilegustu samúð. ,- Kristjana og dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.