Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 34

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 34
34 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA HERDÍS JÓNSDÓTTIR + Anna Herdís Jónsdóttir fæddist í Hvolsseli í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 3. júlí 1910. Hún lést á heimili sinu í Hveragerði 12. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Guðmundsson frá Níp á Skarðs- strönd og Sigríður Olöf Andrésdóttir frá Fremri-Brekku í Saurbæ. Jón tók kennarapróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og sinnti kennslu á Hellissandi og í Ólafsvík, ásamt bústörfum. Tveggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Hellu í Beruvík í Breiðavíkurhreppi, þar sem þau bjuggu lengst af, eða þar til faðir hennar lést 1918. Hún var elst systkina sinna, sem voru 11 talsins. Af þeim eru fimm á lífi. Þau sem komust til fullorðins ára eru í aldursröð: Páll Vídalín Jónsson f. 1912; Valgerður Jónsdóttir, f. 1913 (látin); Guðmundur Jónsson, f. 1917; Helga Jó- hannsdóttir, f. 1921 (látin); Magnús Jóhannsson, f. 1928, Asgeir Jón Jóhannsson, f. 1925; Ingibjörg Sigrún Jóhannsdótt- ir, f. 1928. Þijú dóu í frum- bernsku. Hinn 14. maí giftist Anna Herdís Guðmundi Pálssyni frá Höskuldsey á Breiðafirði. Guð- mundur stundaði sjómennsku og bústörf, fyrst með föður sín- um, Páli Guðmundssyni frá Arnarstöðum í Helgafellssveit. Þau hófu búskap í Viðvík við Stykkishólm. Siðan á Lýsuhóli í Staðarsveit. Þaðan fluttu þau á Barðastaði í sömu sveit. 10. júní 1958 fluttu þau til Hveragerðis, þar sem þau hafa verið búsett síðan. Þau eignuðust átta börn, en fjögur þeirra dóu í frum- bernsku. Þau voru: Sigríður Ólöf, f. 18.2. 1939, d. 24.9. 1939; Erla Ósk, f. 23.5. 1940, d. 18.7. 1940; Ester, f. 18.9. 1941, d. 2.10. 1941; sveinbarn, f. 26.1. 1955, d.s.d. Eftirlif- andi börn þeirra eru: 1) Jón, f. 27.4. 1944, maki Alma Garðarsdóttir. Börn Jóns eru: Garðar, Herdís, Ósk og Guðmundur Þór. 2)_ Klara, f. 13.4. 1947, maki Ómar Þór Helgason. Börn Klöru eru: Ag- úst Liljan, Barði, Páll Dagbjart- ur og Guðmundur Herdal. 3) Páll Arnar, f. 3.8. 1950, maki Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Börn Páls eru: Guðrún, Björg- vin, Guðmundur, Anna Herdís og Bjarki Þór. 4) Sigríður Ólöf, f. 22.4. 1952, maki Jón Þóris- son. Börn Sigríðar Ólafar eru: Ólöf, Sverrir Björn, Ingvi Bjarmar og Esther Erla. Árið 1932 útskrifaðist Anna Herdís frá Ljósmæðraskóla Is- lands og tók sama ár við ljós- móðurstarfi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún gegndi ljós- móðurstörfum í Staðarsveit í 25 ár, eða til 1958, er hún var skipuð ljósmóðir í Hveragerðis- og Ölfushéraði til ársins 1976, er hún lét af starfi, en útför hennar fer fram frá Staðastað í dag og hefst athöfnin klukkan 14- Kveðjuathöfn um Önnu Her- dísi fór fram í Hveragerðis- kirkju í gær. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Glœsileg kristallsglös í miklu Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfæröu gjöfina - Elsku mamma mín. Mig langar að þakka þér allar okkar samverustundir í lífínu. Þær hafa reynst mér stoð og styrkur, ómetanlegar. Trúlega hef ég þó ekki þakkað þær sem skyldi meðan þín naut við, því ósögðu orðin, sem segja átti á „morgun", verða ósögð áfram. Þú gekkst á_ guðsvegum í lífinu, mamma mín. Eg veit að nú ert þú komin til ástvinanna, sem biðu þín fyrir handan. Hafið þið pabbi hjartans þökk fyrir allt það sem þið hafið gert Sérfræðingar í blómaskrcyiinguin við öll (ækil'æri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastraetis, sími 19090 Opið kl. 13-18 alla virka daga Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555. fyrir mig og fólkið mitt í gegnum tíðina, og pabbi minn, megi guð styrkja þig og blessa. Klara. Elsku Herdís mín, við viljum af alhug þakka þér fyrir allar yndis- legu samverustundirnar og fyrir þau forréttindi að hafa átt þig sem tengdamóður. Þú varst alltaf ljúf og góð og tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Að tala við þig, svona lífsreynda konu, gaf okkur mikið og munum við geyma það í hjarta okkar sem dýrmætan fjársjóð. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og sérstaklega þeim sem minna máttu sín í lífinu. Þú hlúðir að öllu lífi, bömunum sem þú tókst á móti sem ljósmóðir í rúmlega 40 ár og öllum fallega gróðrinum, sem þú ræktaðir í garðinum þínum í Varmahlíðinni. Elsku Herdís, þú áttir við mikil veikindi að stríða í lokin, þú sýndir mikið æðruleysi eins og ætíð í mikl- um erfiðleikum. Nú ert þú farin þá ferð sem við öll eigum fyrir höndum og komin til barnanna þinna fjögurra, sem þú misstir í frambernsku. Þú fékkst hinstu ósk þína upp- fyllta að fá að deyja heima. Öll börnin þín og Guðmundur sýndu þér mikla umhyggju, en sér- staklega viljum við þakka Klöru dóttur þinni fyrir að hjúkra þér síð- ustu vikurnar heima. Elsku Herdís, þakka þér fyrir allt og allt, góður Guð verndi þig og blessi. Elsku Guðmundur, Jón, Klara, Páll og Silla, við biðjum Guð að senda ykkur styrk í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekskt þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þóra V. Guðmundsdóttir, Alma Garðarsdóttir. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með þessum fáu línum. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þú tókst okkur alltaf svo vel. Þú varst alltaf svo lífsglöð og með kímnigáfuna í lagi, okkur fannst alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá. Þú varst mikil persóna og yndisleg kona sem öllum leið vel hjá. Þú varst mikið gefin fyrir blóm og garðrækt, enda dafnaði allt sem í kringum þig var svo einstaklega vel, eins og sást best á garðinum þínum, sem þér var svo annt um. Við geymum í minningunni margar góðar stundir með þér sem gafst okkur svo margt með návist þinni. Við þökkum góðar samveru- stundir sem við áttum með þér og afa. Elsku afi, Guð gefi þér styrk á þessari erfiðu stundu. Við biðjum góðan Guð að varðveita þig, elsku amma. Guð geymi þig. Snert hörpu mina himin borna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. (Davíð Stefánsson) Guðrún, Björgvin og Guðmundur. Það er með mikilum söknuði sem ég kveð hana ömmu mína í dag með þessum fáu orðum. Elsku amma, nú hefur þú fengið hvíldina, sem þú þráðir svo heitt eftir erfið veikindi. Upp í hugann koma marg- ar góðar minningar, sem ég mun alltaf geyma, öll þau skipti sem við komum í heimsókn og fengum ný- bakaðar kökur og gos. Og svo þær stundir sem farið var út í gróðurhús, þar sem þú gekkst um með okkur og sagðir hvað öll blómin þín hétu. Það var alltaf jafn yndislegt að koma í heimsókn til ykkar afa, þeg- ar þú sagðir okkur allar sögurnar sem við hlustuðum á með aðdáun, því þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir okkur, elsku amma mín. Hafði þökk fyrir alla blíðuna sem þú gafst okkur. Elsku afi, pabbi, Klara, Palli og Silla, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minning ömmu mun alltaf lifa með okkur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Bless, elsku amma mín. Guð geymi þig og varðveiti. Osk Jónsdóttir og fjölskylda. Þegar það var hringt í mig og mér var sagt að elsku amma mín væri dáin átti ég erfítt með að trúa því, þótt ég vissi að hveiju stefndi. Ég gat alltaf leitað ráða hjá ömmu Herdísi þegar ég þurfti. Ef ég vildi vita eitthvað um ættina mína vissi hún allt um hana. Hún gat setið tímunum saman og sagt mér frá ættfólki mínu. Nú veit ég að hún er komin á góðan stað og passar litlu stelpuna mína. Elsku afi, pabbi, Klara, Palli, Silla og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín nafna, Herdís Jónsdóttir. Kveðja frá ömmu- og langömmubörnum Elskulega amma, njóttu, eilíflega Guði hjá umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá, þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Þó við ennþá ekki þekkjum, allt sem við þér nutum frá, mun hjá okkur afleiðingin, elsku þinnar búa hjá; hún mun ylinn ávallt breiða, eins og sól á foldarskaut; endurminning elsku þinnar, okkar jafnan lýsir braut. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Anna Herdís Jónsdóttir var ljós- móðir í Staðarsveitarumdæmi í 23 ár og síðan í Hveragerði í 17 ár. Hún var dáð af sínum sveitungum í Staðarsveit, og sögðu mér konur er hún sat yfir þar vestra að betri og farsælli ljósu hefðu þær ekki getað haft. Ég kynntist Herdísi mágkonu minni fyrst er hún kom í Hveragerði og tókst þá góð vin- átta á milli okkar. Við hjónin og börn okkar nutum ástríkis og hlýju hennar serh seint verður fullþökk- uð. Herdís var hannyrðakona mikil og undraði mig oft hversu miklu hún kom í verk af útsaumi og pijónaskap, þrátt fyrir langan vinnudag við skyldustörf heima og heiman. Einnig unni hún öllum gróðri og garðurinn hennar bar þess líka merki. Herdís og Guð- mundur maður hennar eignuðust átta börn og era fjögur þeirra á lífi. Þijú fyrstu börn sín misstu þau öll nokkurra vikna eða mánaða gömul, og sjá allir þá miklu sorg sem þessi ungu hjón urðu fyrir. Síðasta barn þeirra fæddist andvana. Ég hef oft hugsað um það þrek og þolgæði sem þurft hefur til að komast yfir svona mikla sorg og læra að lifa með henni. Enda báru þau heill barna sinna mjög fyrir bijósti, svo og af- komenda allra. Nú verður Herdís borin til graf- ar við hlið barna sinna í heima- sveit sinni. Við hjónin og börnin okkar þökkum fyrir hlýjuna og samverustundirnar og sendum Guðmundi, börnum þeirra og öllu hennar fólki innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl þú í friði og hjartans þökk fyrir allt. Sigurbjörg Sveinsdóttir. Mig langar að kveðja með örfáúm orðum eiginkonu föðurbróður míns, Guðmundar Pálssonar frá Hös- kuldsey. Herdís Jónsdóttir ljósmóðir er látin. Þar fór greind og gegn kona sem ætíð var ánægjulegt að ræða við um landsins gagn og nauðsynj- ar. Mín fyrstu kynni af henni sem ég man eru frá fyrsta ferðalaginu mínu í bíl. Þá þjuggu þau Guðmund- ur á Barðastöðum í Staðarsveit. Pabbi fékk mann til að keyra okkur þangað og ég var bílveik alla leið. Eftir allan spenningin við ferðalag- ið var ég óskaplega fegin að koma að Barðastöðum. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum. Her- dís beið okkar með dúkað borð og við áttum góðan dag í sveitinni. Jón og Klara voru góð við mig, teymdu mig um allt og léku við mig. Sérstaklega minnist ég sands- ins ljósa við ströndina og þess að mér fannst ég vera á einhveijum eyðistað. Móðir mín, Kristín Níels- dóttir, mat Herdísi mikils og voru þær góðar vinkonur. Þær þurftu alltaf mikið að tala. Áttu sameigin- leg áhugamál, svo sem lestur og grúsk og ekki síst blómaræktina en í hana fór allur þeirra frítími. Eftir að þau fluttust í Hvera- gerði sá ég Herdísi sjaldnar, því þó að Guðmundur kæmi á hveiju ári vestur til að hitta bræður sína og gera sér glaðan dag í Hólminum, var Herdís ekki mikið fyrir ferðalög og undi sér best heima. En ég heim- sótti þau nokkrum sinnum mér til mikillar ánægju, skoðaði fallegu blómin hennar Dísu og dáðist að handavinnunni hennar sem prýddi heimilið, og spjallaði við þau hjónin um gamla og nýja tíma. Þau voru samrýnd og góð heim að sækja. Ég votta elskulegum frænda mínum dýpstu samúð og fjölskyld- unni allri. Dagbjörg Höskuldsdóttir. Herdís ljósmóðir frá Barðastöðu- m er látin, nær 86 ára að aldri. Með þessum fáu línum ætla ég ekki að rekja hennar fyrsta æviske- ið, það munu aðrir gera sem eru kunnugri. Ég kynnist Herdísi ekki fyrr en ég flyt að Böðvarsholti 1946, þá tókst með okkur góð vinátta. Her- dís var hlédræg en mikill vinur vina sinna. Árið 1949 þurftum við að leita til hennar sem ljósmóður. Þá fann ég fljótt að þar fór mjög örugg og nærfærin kona. Hún var líka trúuð og bjó yfir dulrænum hæfileikum. Herdís útskrifaðist sem Ijósmóðir 1932. Fyrsta janúar 1933 var hún sett ljósmóðir í Staðarsveitarum- dæmi og starfaði að heita má óslit- ið til 1958. Þá flutti hún ásamt ásamt fjölskyldu sinni til Hvera- gerðis þar sem hún tók við ljósmóð- urstörfum. Einnig starfaði hún víð- ar við hjúkrunarstörf. Þau hjón, Herdís og Guðmundur, fóru ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu. Þau misstu þijú fyrstu börn- in, öll á fyrsta ári, einnig síðasta barnið sem dó samdægurs en fjögur börn þeirra lifa móður sína. Herdís var mikil hannyrðakona og bar þeirra fallega heimili þess vott. Útsaumur piýddi þar veggi og allt var blómum vafið, bæði utan- húss og innan. Að endingu vil ég þakka henni alla vináttu og tryggð við okkur. Herdís verður jarðsett við hlið barna sinna í Staðastaðarkirkju- garði. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðmundi og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristjana E. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.