Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 35_ MINNINGAR EINAR GUÐLAUGSSON + Einar Guð- laugsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 9. maí 1927. Hann dó á heimili sínu í Mosfellsbæ 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaug M. Jakobs- dóttir, f. 24. ágúst 1892, d. 7. febrúar 1938 og Guðlaugur G. Jónsson, f. 8. febrúar 1894, d. 24. apríl 1984. Einar var niundi í röðinni af fimmtán systkin- um. Hann ólst upp á Loftsölum í Mýrdal frá sjö ára aldri hjá hjónunum Elínu Björnsdóttur og Guðbrandi Þorsteinssyni. Hinn 14. maí 1954 kvæntist Einar Guðlaugu Höllu Jónsdótt- Góður frændi og vinur er nú fall- inn frá eftir hetjulega baráttu við hinn vonda vágest, krabbameinið. Svo langt sem ég man minnist ég Einars, fyrst á Loftsölum, en þar kom hann sex eða sjö ára í fóstur til afa míns og ömmu á stórt og mannmargt heimili. Unga fólkið sem þar var í sumardvól leit jafnan með aðdáun til Einars, því hann var sérlega barngóður, ungur og frískur og hann var skemmtilegur. Ég man margar góðar stundir í æsku og jafnan lék Einar á als oddi og hann gat hermt svo sérstaklega vel eftir sveitungum sínum að unun var að, en þó allt meinlaust og var ekki erft. Um 20 ára aldur fór Einar á vertíð til Vestmannaeyja og eina vertíð reri hann frá Keflavík. Þar kom hann sér vel fyrir létta lund og samviskusemi. Þótt hann kynni vel við sjómennsku stóð hugur hans til landbúnaðarstarfa og ræktunar lands og auk þess var hann mikill dýravinur, en ást hans á hestum og hestamennsku tók hug hans föstum tökum, og hestamennsku stundaði hann æ síðan. Hann átti marga góða hesta, enda var faðir hans, Guðlaugur Gunnar Jónsson, kunnur hestamaður í Vík í Mýrdal. Fróðir menn á þessu sviði hafa sagt mér að kunnátta Einars hafi verið sérlega mikil og góð. En búskapurinn kallaði á Einar og hann hóf búskap með bræðrum sínum, fyrst á Skaftafelli í Öræfum og svo bjó hann nokkur ár á Múla á Landi. Næst lá leiðin að Hellu þar sem búið var í nokkkur ár. Eftir það fluttist fjölskyldan í bæ- inn, þar sem Einar vann við hús- vörslu og að lokum vann hann í fjölda ára við Álverið í Straumsvík. A öllum þessum stöðum eignaðist hann fjölda vina sem mátu mann- kosti hans, ljúflyndi og tryggð. Þegar dró að starfslokum, byggði Einar sér sumarhús í landi Hæðar- garðs við Klaustur og þar dvaldi hann og leið vel með konu, börnum og barnabörnum. Þangað var gott að koma, góðar veitingar, hlýtt við- mót. Þar hafði Einar hesta og svo gat hann skroppið til veiða í Skaftá. Þetta var honum hugljúfur staður og þar var hann kóngur í ríki sínu. Þrátt fyrir ýmis óhöpp, meiðsli og sjúkrahúsvist var hann alltaf bjartsýnn og vongóður. En á síð- asta ári komu fram veikindi sem hafa lagt þennan ágæta mann að velli en ég veit að harm á góðrar heimkomu von. En Einar var ekki einn. Fyrir rúmum 40 árum kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Guðlaugu Höllu Jónsdóttur, og eru börn þeirra tvö og afabörnin eru sex, sem Einar vakti yfir, enda fjölskyldan sam- heldin og stóð saman í blíðu og stríðu: þar réð virðing og hugul- semi. Halla reyndist manni sínum vel, var honum góð og nærgætin og hlúði að honum eins vel og framast var unnt. Henni launast fyrir það. Og nú kveð ég góðan frænda og ur, f. 6. ágúst 1924, dóttir hjónanna Elínar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar bónda á Hunku- bökkum á Síðu. Börn peirra eru: 1) Jón Erling, kvæntur Guðrúnu Sigurðar- dóttur og eru þau búsett í Vík í Mýrd- al. Börn þeirra eru Hjördís Rut, í sam- búð með Jóhanni Pálmasyni, Sigrún Dóra og Einar Sig- urður. 2) Elín Björk, búsett í Mosfellsbæ. Börn henn- ar eru Ragnhildur Halla, Bogi Hrafn og Einar Órn. Útför Einars verður gerð frá Víkurkirkju í Vik í Mýrdal i dag og hefst athöfnin klukkan 14:00. vin, þakka honum löng kynni okkar og trygglyndi fyrr og síðar og er þakklátur fyrir að hafa átt þennan sómamann að vini. Ég sakna hans mikið. Blessuð sé minning þín, væni minn. Guðbrandur Guðjónsson. Ég veit að það er of seint að kveðja og þakka fyrir sig þegar sá sem þakka ber er farinn. Ekki síst þegar köld krumla dauðans hefur hrifið hann á brott. Ég held þó að Einar Guðlaugsson hafi vitað hve mikils ég mat þá vináttu og tryggð sem hann alla tíð sýndi mér og mínu fólki. Hann sagði að hún mamma mín hafi verið sér svo góð þegar hann kom sem tökubarn á Loftsalaheimilið. Það endurgalt hann með ævilangri vináttu við hana og hennar fjölskyldu. Það hefur ekki verið auðvelt að vera lít- ið og móðurlaust tökubarn á þeim tímum og það var víst ekkert sjálf- gefið að þau hlytu gott atlæti. Ég veit kannski lítið um það hvernig Einari leið þau ár sem hann var á Loftsölum. Það hefur sjálfsagt ekki verið um neitt ofdekur að ræða og eflaust hefur hann þurft að vinna mikið. Svoleiðis var það í þá daga. Hitt veit ég að alla tíð hélt hann góðu sambandi við Loftsalafólk og rækaði það samband með þeirri hlýju og þægilegheitum sem voru honum svo eiginleg. Hann var í mínum huga einn af frændfólkinu og kannski var hann meiri frændi en margur sem skyldari er. Hann var ekki einn af þeim sem hætti að koma við á Nesi eftir að hún mamma mín féll frá. Það var oft gaman að heyra hann segja frá gömlu dögunum á Loftsölum, fólki og atburðum sem hann sá frá örlít- ið öðru sjónarhorni en þau hin sem voru þar borin og barnfædd. Ég á margar góðar minningar um Einar Guðlaugsson. Hann var ljúfur og þægilegur maður. Hann var glaður á góðri stund og hann kunni ekki síður að hughreysta og gleðja þá sem daprir voru. Ég vildi að ég gæti sent kveðju mína og þakklæti yfir landamæri lífs og dauða. Ég mun sannarlega sakna hans. Ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Steinþórsdóttir. Elsku hjartans afi minn, nú ert þú farinn frá okkur. Það er svo erfitt að sætta sig við það því við héldum að þú yrðir alltaf hjá okk- ur. Mikið vildi ég að þú værir hjá mér núna og klappaðir á bak mér og segðir, svona kerlingin mín, eins og þú gerðir svo oft. Ég trúi því að þú gerir það enda þótt ég hrist- ist ekki. Ég veit, elsku afi minn, að nú líður þér vel og það huggar okkur öll í sorginni. Þegar ég hugsa til þín kemur svo ótal margt upp í huga mér, eins og hve notalegt var að kúra hjá þér í bólinu þínu og rifumst við frænd- systurnar oft um það. Svo er klapp- ið þitt á bak okkar svo minnisstætt og það sagði miklu meira en orð. Oft er ég sat í kjöltu þinni spurði ég þig um langafa og langömmu. Þá sperrtist þú alltaf upp og sagðir mér hreykinn frá þeim. Mér þótti svo vænt um það og var ég svo stolt af því að vera af Guðlaugsætt- inni þinni. Ég minnist líka hvað þú trúðir alltaf á mig ef ég var hrædd um að gera eitthvað vitlaust eða ekki nógu vel, en þá klappaðir þú mér bara hraustlega á bakið og þá leið mér svo miklu betur. Eins og þegar þú dreifst mig upp í bíl og sagðir mér að keyra. Ég þorði það ekki fyrr en þú klappaðir mér og sagðir að ég gæti það vel. Eftir það keyrði ég svo svo stolt um með afa mínum, honum afa mínum sem all- ir elskuðu og dáðu. Afí þekkti líka svo marga, hann gat ekki skroppið út í sjoppu án þess-að spjalla við flestalla sem urðu á vegi hans. Ég man líka hvað ég var hálfsár við þig, afi, vegna þess að Hjördís og Halla fengu hesta frá þér þegar þær fæddust en ekki ég, þá tókst þú mig í fangið, klappaðir mér á bakið og sagðir: „Sigrún mín, þú átt mig alveg eins og Halla og Hjödda, en þú mátt bara eiga alla hestana mína með mér." Þá gaf ég honum afa mínum rembingskoss, því nú átti ég fullt af hestum. Minn eigin hest fékk ég svo seinna sem ég nefndi Hug eftir gæðingi hans langafa. Afi minn, mér þykir svo vænt um að hafa fengið að kynnast þér og um allar þær stundir sem við áttum saman og mun ég ávallt varð- veita þær innst í hjarta mér og vertu þar líka afi minn. Vertu alltaf hjá mér, kúrðu hjá mér og klappaðu mér fast á bakið, því ég sakna þín svo sárt. Elsku amma, Ella, pabbi, mamma, Halla, Hjördís, Jói, Siggi, Boggi og Einar, mikið áttum við gott að eiga hann afa okkar sem var okkur alltaf svo góður. Góði Guð, varðveittu hann afa minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Opið 9-22 alla daga Lyf á lágmarksverði LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 JON GUÐFINNSSON Þín, (Ingibj. Sig.) Sigrún Dóra. APOTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka12 ' eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar + JÓ11 Guðfinns- son fæddist í Akbraut í Holtum 12. maí 1918. Hann andaðist á Dvalar- heimilinu Ljós- heimum á Selfossi hinn 15. júní 1996. Foreldrar hans voru Oddbjörg 111- ugadóttir og Guð- finnur Jónsson. Jón kvæntist eftirlif- andi konu sinni Kristínu Benedikts- dóttur 21. septem- ber 1947. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sólveig, á tvær dætur, Krist- inu, hársnyrti i sambúð með Baldvini Bjarnasyni, rafvirkja °S ei&* Þau ema dóttur, Stein- unni Onnu; og Lindu Björk, nema. 2) Oddbjörg Inga, með- ferðarfulltrúi, gift Einari Ár- sæli Sumarliðasyni, rafmagn- seftirlitsmanni. Oddbjörg á eina dóttur frá fyrra hjóna- bandi, Lovísu Vilhelmínu nema í röntgentækni við Tækniskóla íslands og á hún einn son, Ágúst^ Einar, frá fyrri sambúð, Lovísa er > í sambúð með Gísla Matthíasi Gíslasyni, stýrimanni og nema í þyrluflugi. Einar Arsæll á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Hilmu, nema, Esther, nema. Einnig á hann fósturson, Fjalar tölvufræð- ing, í sambúð með Helgu EHdóttur nema í læknisfræði við HÍ. 3) Guðfinnur málari í sambúð með Helgu Dagmar Emilsdott- -ur, skrifstofumanni og eiga þau eina dóttur, Lovísu Dagm- ar. Jón lærði bifvélavirkjun. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Arnesinga í 45 ár, fyrst sem bifvélavirki og síðan sem vakt- maður. Jón verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. Hann afí minn er farinn eftir erf- ið veikindi. En minningar um yndis- legan mann lifa enn. Fyrst man ég eftir okkur afa saman í Smáratúninu er við sátum í eldhúsinu og hann gaf mér kaffi úr teskeið. Eg hef verið um tveggja ára. Afi var mjög barngóður maður. Þær voru víst margar stundirnar sem hann sat við vögguna mína og fylgdist með mér. Fram á annað árið mitt bjuggum við alveg hjá ömmu og afa, en síðan er við fluttumvoru víst felld mörg saknaðrartár. Á sumrin og um pásk- ana dvaldi ég iðulega hjá ömmu og afa. Þetta voru frábærir tímar. Allt- af hafði afi tíma fyrir mann. Oft spiluðum við, lásum, fórum í bíltúr eða hlustuðum á útvarpsleikritið. Afi skipti aldrei skapi. Alltaf var hann þessi ljúfi, góði maður sem hafði húmorinn á réttum stað. Hann sagði kannski ekki margt, en það sem hann sagði hitti ávallt í mark. Einnig var hann mjög fróður og það voru ótrúlegustu hlutir sem hann vissi enda voru bækur og börn líf hans og yndi. Afi kenndi manni að meta bækur og þær eru ófáar ferð- irnar sem við fórum á bókasafnið í leit að góðri bók. Elsku afí minn, við söknum þín svo mikið. En það sem styrkir okkur í sorginni er að við vitum að nú líður þér betur eftir þessi hörmulegu veik- indi. Elsku amma, Solla, mamma og Guffi, guð styrki ykkur í sorginni. Elsku afi, ég vil ekki bara þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú hefur gef- ið mér og fyrir allt sem þú hefur kennt mér heldur vil ég líka þakka þér fyrir að hafa verið þú. Lovísa. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá mér og verður erfitt til þess að vita að geta ekki heimsótt af a Nonna á Selfossi. Þar dvaldi ég mikið sem barn og hlakkaði alltaf til að hitta þig elsku afi. í huga mínum komst þú mér að mörgu leyti í föður stað og fannst mér alltaf gott að leita JA þín þegar eitthvað bjátaði á. Minnisstæð eru mér kvöldin jafnt aðfangadags - sem aðra daga. Þeg- ar þú fórst út á verkstæði til vinnu, með kaffibrúsann og nestisboxið og dvaldir þar oft fram eftir nóttu. Heimsóknir mínar með þér á verk- stæðið eru mér mjög eftirminnilegar. Margir spurningar vöknuðu í huga mínum hvernig hægt væri að vera einn um hánótt í myrkri og hljóðin í vélunum virtust óvenju hávær. Þú svaraðir spurningum mínum á þinn hægláta og blíðlega hátt. Ferðir okk-"1 ar í Lödunni þinni til Hveragerðis eru mér ofarlega í huga. Þegar við amma fórum í sund, þá sast þú ávallt í gras- inu og fylgdist með og skemmtir þér yfir leikjum okkar. Þegar börn voru nærri þá var allt- af stutt í húmorinn og stríðnina. Þú hafðir einstakt lag á börnum og sóttu þau gjarnan mikið til þín. Mig langar að kveðja þig með því að segja að þú verður alltaf í hjarta mínu sem yndislegasti og blíðasti afi minn. Ég þakka þér fyrir allar stundirn- ar sem þú gafst mér og þær mun ég ávallt geyma. Elsku amma mín, guð gefi þér styrk til þess að komast í gegnum^ þessa erfiðu tíma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Jóna. t Elskulegur etginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS Þ. ÁSGEIRSSON f rá Sigluf irði, Kópavogsbraut ib, sem lést 14. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Margrét Ólaf sdóttir, Sólveig Helga Jónasdóttir, Einar Long Siguroddsson, Ásgeir Jónasson, Ásdís Hinriksdóttir, Margrét Einarsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir, Jónas Ásgeir Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.