Morgunblaðið - 22.06.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 22.06.1996, Síða 36
__ 36 LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Systir mín, HERDÍS KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum 20. júní. Fyrir hönd annarra vandamanna, Albert Finnbogason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGURTORFASON, Hvammi, Hvítársíðu, lést 13. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum af alhug hlýjar samúðarkveðjur. Steinunn Anna Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Okkar kæri ÓLI ÍSFELD, Hiimisgötu 13, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfaranótt miðvikudags 19. júní. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigfús Thorarensen. t Hjartkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN ÞYRI LÁRUSDÓTTIR MYHRBERG, lést í Gautaborg 8. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Peter Deiniein, Erik, Áslaug og Olga Marie Myhrberg, tengdabörn og barnabörn. t Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON, Skógarási 7b, lést af slysförum 20. júní og er nú heima hjá Drottni. Sigríður Esther Birgisdóttir, Snorri Sigtryggsson, Kristbjörg Sigtryggsdóttir, Eyþór Sigtryggsson, Karl Sigtryggsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Þröstur Ríkharðsson, Anna Marfa Sigtryggsdóttir, Bjarki Guðlaugsson, Kristbjörg Lúthersdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, forstjóri, Lálandi 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, 20. júní sl. Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttír, Guðmundur Karl Björnsson, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir og barnabörn. MAGNÚS ÞÓRARINSSON +Magnús Þórar- insson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 11. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 19. júní. Einn elsti og traust- asti starfsmaður Þjóð- leikhússins, Magnús Þórarinsson, er látinn. Lát hans bar brátt að og gerði ekki boð á undan sér. Magnús hafði starfað í Þjóðleikhúsinu í tæp- an aldarfjórðung, fyrst sem smiður og yfírmaður smíðaverkstæðis leik- hússins, síðan um árabil sem leik- sviðsstjóri, en tók svo aftur við stjórn leikmyndaverkstæðisins í Sundagörðum og varð jafnframt staðarhaldari þar. Allra síðustu árin, eftir að Þjóðleikhúsið lagði niður eigið leikmyndaverkstæði, annaðist Magnús sem smiður alls lags störf og viðgerðir í leikhúsinu sjálfu og var allsherjar tækniráðgjafi í Ijósi kunnáttu sinnar og reynslu. Reynd- ar átti hann aðeins eftir örfáa daga í starfi þegar hann lést, því hann varð sjötugur í ársbyijun og hugðist hætta nú í lok leikárs. Magnús var einn þeirra manna, sem hefur góð áhrif á allt sitt um- hverfi. Hann hafði hlýja og þægilega nærveru, var verklaginn með af- brigðum og ráðagóður í hvívetna í öllu því er varðaði smíðastörf í leik- húsi. Hann var skapgóður og glað- lyndur og oftar en ekki fylgdi bros og hlátur tilsvörum hans og ráðlegg- ingum. Hann var allt til hinstu stundar ungur í anda og ég held að eitt af því, sem hafi haldið svo lengi í hann í leikhúsinu, hafi verið samvinnan við allt það duglega og hæfileikamikla fólk, sem þar starfar - flest mun yngra en hann sjálfur. Magnús tók við leiksviðsstjórn á aðalsviði leikhússins meðan ég starfaði sem leikstjóri við leikhúsið á áttunda áratugnum og reyndist einstaklega góður í allri samvinnu. Þar var nú ekki verið að gera hlut- ina flóknari en efni stóðu til_ eða draga til sín óþarfa athygli. í því hafróti tilfinninganna, sem oftar en ekki ræður ríkjum á leiksviðinu, var fágætur styrkur að hafa þennan trausta og hægláta stjórnanda bak- sviðs, sem'af látlausu öryggi stýrði sínu sviðsmannaliði eins og best varð á kosið. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra samstarfsmanna Magnúsar, þegar ég fullyrði að það var ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um hann. Fegins hendi tókum við þeirri föðurlegu umhyggju sem var honum svo eiginleg og ábendingar hans til okkar leikstjóranna varð- andi útfærslu og framkvæmd alls sem leikmynd og sviðsvinnu varð- aði, voru glöggar og vel hugsaðar. Aldrei þurfti að biðja hann tvisvar um nokkurt viðvik og reyndar sjaldnast að biðja yfirleitt, því hann hafði séð fyrir hvað gera þurfti og varð gjarnan fyrri til að hrinda því í framkvæmd. Mér er sérstaklega minnisstæð sviðsstjórn hans og verkstjórn í ferðalögunum með Stundarfrið, sem við fluttum á fjöl- mörgum erlendum leiklistarhátíð- um. Þar þurfti að hafa hröð handtök við að koma upp sviðsmynd og tækj- um á örskammri stund og rífa svo allt niður á enn styttri tíma. Þessu stjórnaði Magnús af alkunnri út- sjónarsemi og virkjaði til þess hveija hönd, þannig að allur leikhópurinn lagði sitt af mörkum og viðamiklu verkefni var lokið á örskammri stund. Þegar ég kom til starfa við Þjóð- leikhúsið sem leikhússtjóri fyrir fimm árum var verksvið Magnúsar orðið annað og fjarlægara daglegu sköpunarstarfí í leikhúsbyggingunni sjálfri, nefnilega yfirmaður leik- myndaverkstæðisins í Sundagörð- um, en þangað hafði verkstæði leikhússins þá verið flutt og jafn- framt var hann um- sjónarmaður geymslu- húsnæðisins þar. Öllum þessum hlutverkum gegndi hann með sóma og af sinni alkunnu samviskusemi, en mér er ekki grunlaust um, að hann hafi glaðst, þegar ákveðið var að leggja niður verkstæð- ið og hann var aftur kallaður niður í Þjóð- leikhús þar sem hann vann síðustu misserin við viðgerðir, eftirlit og tækniráðgjöf. Þótt hann ynni þar einn og sér að sínu, var hann þar aftur farinn að hrærast innan um allt það lifandi sköpunar- starf sem þar fer fram og var dag- legum samvistum við allan þann flölda fólks, sem í leikhúsinu starfar. Magnús var þó fyllilega sáttur við að þurfa að láta af störfum fyr- ir aldurs sakir og horfði fram til ánægjulegra elliára. En kallið kom fyrr en nokkum hafði grunað. Ég þekkti ekki mikið til einkalífs Magn- úsar né áhugamála hans utan leik- hússins, veit þó að hann starfaði jafnan á sumrum fyrir Ferðafélagið og var lengi vel einn af burðarstólp- um Flugbjörgunarsveitarinnar og ég efa ekki að þar hefur hann geng- ið jafn heill og glaður til verka og í starfi sínu í leikhúsinu. Eftirlifandi konu hans, sonum og öðrum aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um góðan dreng og frábæran leikhússtarfsmann lengi lifa. Stefán Baldursson. Vinirnir koma og kynnast og fara kvaðning til brottfarar lífið er allt. (Freysteinn Gunnarsson). Þessi orð fóru um hug minn þeg- ar mér var tilkynnt um lát vinar míns, íþrótta- og ferðafélaga í mörg ár, Magnúsar Þórarinssonar, skipa- og húsasmíðameistara. Kynni okkar hófust er ég fór að æfa handknattleik 1943 hjá Gímu- félaginu Ármanni, en Magnús var þá búinn að iðka þá íþrótt í tvo vetur. Þeir bræður Magnús og Guð- mundur Þórarinssynir voru hvattir til íþróttaiðkunar af föður sínum, Þórarni Magnússyni, skósmíða- meistara, sem landskunnur var fyrir áhuga sinn á íþróttum og ná- kvæmni við stjórnun og alla umsjón með tímatöku á íþróttamótum hér í Reykjavík. Magnús var slíkur eljumaður að er hann gekk til verks þá var hann hlaðinn áhuga og orku svo af bar og var þá oftast fyrirmynd annarra. Magnús var traustur á velli og traustur í luhd og þekktur fyrir að bera sáttarorð milli manna, ef hann gat því viðkomið, lastmælgi lá hon- um aldrei á tungu. Magnús lærði skipasmíði og stundaði þá iðn í mörg ár. Er halla fór undan fæti í iðninni, fór hann í viðbótarnám í Iðnskólanum og lauk þar sveins- prófi í húsasmíði. Meistarabréf sitt fékk hann 8. mars 1965. Við þessa iðju vann hann, þar til hann tók við starfi yfirsmiðs og síð- ar leiksviðsstjóra hjá Þjóðleikhúsinu frá 1973 og vann þar til dauða- dags, er hann varð bráðkvaddur fyrir framan Þjóðleikhúsið. Magnús hafði ákveðið starfslok við Þjóðleikhúsið um næstu mánaða- mót en náði því ekki, því kallið kom áður. Magnús var mikill íþrótta- og útilífsmaður og var einn af sjö manna hópi, sem kallaðir voru „skæruliðar". Þeir byggðu sér skíða- skála í Jósepsdal og undu þar vel hag sínum. Þetta var ekki eina íþróttagreinin sem hann iðkaði, því hann æfði spretthlaup og varð meðal annars íslandsmethafi í 400 m hlaupi drengja, og stóð það met um nokk- um tíma. Er Flugbjörgunarsveitin var stofnuð, vantaði dugmikla og kröft- uga menn og var Magnús, ásamt fleirum, valinn þar til starfa og vann Magnús þar mikið starf, enda varð hann flokksstjóri B-flokks deildar- innar. Fyrir vel unnin störf í þágu Flugbjörgunarsveitarinnar var hann gerður að heiðursfélaga hennar. Þau hjón Magnús og Guðbjörg höfðu mikinn áhuga á ferðalögum um hálendi íslands. Á ferðum sínum kynntist hann sæluhúsum Ferðafé- lagsins og sem smiður sá hann hvar þörf var á um viðhald og viðgerðir og tók það verk að sér um ára bil. Magnús tók sæti í stjórn FÍ árið 1978 og var þá strax kjörinn for- maður byggingarnefndar. Hann átti sæti í stjóm FÍ til 1986. Árið 1987 var hann kjörinn heið- ursfélagi FÍ fyrir vel unnin störf í þágn félagsins. 011 störf er Magnús vann fyrir FÍ voru unnin af hlýhug og vand- virkni, því hann vildi hag FÍ sem bestan. Magnús kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur og eignuðust þau tvo mannvænlega syni, Þórarin og Kristin, sem báðir eru kvæntir og hafa eignast börn. Við Þórunn fæmm Guðbjörgu og sonum þeirra okkar dýpstu hlut- tekningu og virðingu við andlát hins mæta manns Magnúsar Þórarins- sonar. Haukur Bjarnason. Kveðja frá Ferðafélagi Islands Vorið 1976 stóð Ferðafélagi ís- lands til boða að ráða Magnús Þór- arinsson, trésmið, til starfa sumar- langt til viðhalds á skálum félagsins. Þó Magnús væri vel þekktur af störfum sínum innan Flugbjörgun- arsveitarinnar og sem íþróttamaður á yngri árum, var hann flestum stjórnarmönnum félagsins ókunnur, en þeir er hann þekktu töldu, og það með vissu, að Ferðafélaginu bættist með komu hans góður liðs- maður. Enda varð sú raunin. Nokkrum næstu sumrum eyddi hann ásamt konu sinni Guðbjörgu við viðhaldsverkefni á skálum fé- lagsins og fórst það vel úr hendi. Magnús ávann sér fljótt traust félagsmanna og var kjörinn í stjórn félagsins 1978 og sat í stjórn þess til ársins 1987, er hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórn- arsetu, en var ávailt fús til að veita félaginu lið, þegar eftir var leitað. Sem stjórnarmaður var hann næstum alla tíð formaður bygginga- nefndar og starfaði því aðallega að þeim verkefnum, er vörðuðu bygg- ingu skála og viðhald þeirra, auk gerða göngubrúa, sem voru nýmæli í starfsemi félagsins á þeim tíma. Stærsta verkefni Ferðafélagsins á þeim árum er Magnús gegndi for- mennsku byggingarnefndar, var opnun gönguleiðarinnar milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, en að því verki vann hann af miklum áhuga með samstarfsmanni sínum Jóni E. ísdal. Með Magnúsi var ákaflega gott og ánægjulegt að starfa. Hann var mjög verkhygginn og góður skipu- leggjandi til allra verka. Stjórnsam- ur vel, en hávaðamaður enginn. Hann lét menn í friði með að leysa þau verkefni, er hann fól hveijum og einum, en hafði vel auga með öllum framkvæmdum og fljótur til að leiðbeina félögum sínum, væri þess þörf, en þeir voru ekki allir verkmenntaðir. Öll framkoma Magnúsar var með þeim hætti, að hann átti mjög auð- velt með að fá menn til liðs við sig, og sóttust félagsmenn eftir að kom- ast í vinnuferðir undir hans stjórn. Feðafélagsmenn kunnu vel að meta hin óeigingjömu störf Magn- úsar. Var hann því kjörinn heiðurs- félagi Ferðafélags íslands á hátíð- arsamkomu, er félagið minntist 60 ára afmælis síns 1987. Þegar við nú kveðjum góðan dreng, skulum við minnast þess, að það er hveiju félagi mikils virði að eiga slíka menn sem Magnús Þórar-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.